Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Blaðsíða 3
Mánudagur 26. júlí 1971 Mánudagsblaðið 3 Tll BIADSINS Ólafur og „ung- arnir“ Ijófu Þakkir miklar fyrir greinagóða athugasemd varðandi NATO og af- stöðu einstakra afla innan ríkis- stjórnarinnar til bandalagsins. Það er ekki heppilegt, að Framsókn skyldi fá Ólaf Jóhannesson sem formann og nú forsætisráðherra, því hann túlkar síður en svo sjón- armið flokksmanna í varnarliðsmál- unum. Ólafur er ennþá við já-já -nei-nei-hornið, enda er hann menntaður á öllu öðru sviði en al- þjóðamálum. Leitt er að Einar Ágústsson skuli vera settur í þann vanda, að vera við stýrið hjá ringl- uðum skipstjóra. Ólafur formaður má vita, að vinstri armur flokksins og svokall- aðir ungframsóknarmenn eru ekki annað en hækjulið frá kommum, sem leigðir eru til uppsteits. Ör- væntingarbragð flokksforustunnar, að koma einum af æstustu ung- kommum flokksins í húsvarðat- stöðu í flokkshælinu í Vesturbæn- um mislukkaðist með öllu, en slíka menn verður að þurrka burtu en ekki taka þá alvarlega. Vonandi tekst flokknum að hreinsa til áður en það er um seinan. Sarínur Framsóknarmaður. Þetta er erfitt mál fyrrí Fram- "sóknarmenn, að flokkurinn er far- inn að skiptast eins og kommaliðið, lover upp á móti annarri. Sjnir það gleggst hver upplausn- in er þegar gamlir, grónir rrtenn innan flokksins sýna þessu bröili tómlceti og láta sem um óróa cn ekki byltingu innan frá sé að rceða. Máske rætist eitthvað úr er Ólafur hefur jafnað sig eftir þessa skyndi- legu og óvcentu uppbefð. — Ritstj. Hvað líður hunda- málinu? Hr.' ristjóri. Senn líður að hundadögum hin- um seinni þeim, sem ákveða örlög heimahunda í Reykjavík. Geir borgarstjóri og co. gáfu hundum grið til septembermánaðar en kváðu svo á, að allir skyldu þeir drepnir eða útlægir verða ella er sá mánuður rynni í garð. Til þessa hefnr'ekkert heyrzt frá Hundavina- félaginu annað en það, að við höf- um f'engið bréf frá því þar sem sem okkur er gert .að gefa upp nafn, aldur, -tegund o. s. frv. hundsins. .Þegar Geir og co. samþykktu af- tÖkhr hundanna — allir nema AI- bert knattspyrnukappi — þá var látið í veðri vaka, að til endanlegra úrslita kæmi hjá ráðherra. Mér er ókunnugt hver er hundamálaráð- herra í hundastjórninni, en gaman váeri ef hann léti skoðun sína í Ijós sem fvrst. bví vilji hann hunda feiga eða úflæga verða foreldrar að fara að gera ráðstafanir gagnvart hvarfi þeirra af heimilum, einkum gagnvart börnum, sem. eru elsk að hundum og skilja lítt þörf hins op- inbera á að drepa þá, Einhvern veg- inn finnst manni, að stjórn, undir forsæti Framsóknarflokksins, geti vart verið þekkt fyrir að drepa miskunnarlaust „bezta vin bónd- ans", afkomanda smalahundsins trygga, sem fann sauðfé, barg bónda frá villu í myrkri og fjúki, varði bæ hans o. s. frv. Hvernig sem þessu máli á að Ijúka nú í september, þá finnst mér, að ríkisstjórn, sem á öllu sínu þarf að halda gæti að minnsta kosti þyrmt lífi þeirra hunda, sem nú eru fyrir — auðvitað gegn því, að eig- i endum væri gert að passa þá sem bezt en hljóta stórar sektir ef út af brygði. Vera má, að sú stjórn hefði ekki verra af sem þyrmdi hund- kvikindunum. Hugsandi. Vera má að rétt sé. Okkur finnst, að þyrma megi þessum kvikindum sem lifa eins lengi og þeim er atiðið, enda gefi hundavinafélag- ið upp nafn, aldur og heimili hvers einasta hunds, svo ekki geti verið um frekari víxlspor hundaeigenda að rceða. — Ritstj. Flugfreyjur enn Mánudagsblaðið. Já þetta um flugfreyjurnar í síð- asta blaði voru orð í tíma töluð. Einkurn þó það, sem varðar af- greiðslu í vélunum. Ég hefi heyrt og fylgir hér með sönnun (blaðið geymir hana. Ritstj.) að flugfreyjur ræða saman um hve mikil hver af áhöfninni ætlaði að taka af góss- enu, sem til var um borð, en af- ganginum síðan skipt milli far- þega meðan entist. Urðu í þessu til- felli margir að snúa vonsviknir frá borði, en ekki var svo með þessar stúlkur sem vikulega fara milli landa. En það er eins og þið blaða- menn þorið aldrei að segja neitt og að forstjórar flugfélaganna hafi ykkur í vasanum vegna utanferða- boða. Aðeins eitt blað Morgunblað- ið skammaði annað flugfélagið í vetur út af afgreiðslu um borð, enda mun Morgunblaðið eina blað- ið sem er nógu sterkt til að þora því. Þið hinir getið ekki vegna fá- tæktar og umkomuleysis sagt orð gegn gestgjöfum ykkar, sanianber að aldrei gagnrýna blöðin,- ekki einu sinni Mbl., rekstur þessarra fyrirtækja þótt kjafturipn sé- á lofti um rekstur annarra fyrirtækja, sem þið hafið enn minna vit á.' Og þú herra Agnar Bogason rit- stjóri geðillur og súr, gantast milli landa, sæll og ánægður og það skiptir þig engu máli, þótt samfar- ! þegar þínir séu beittir órétti og fá ekki þá litlu fyrirgreiðslu, sem þei vonast eftir áður en lent er Reykjavík. Jæja góði, góða fc' skemmm þér vel. • „Disgusted". I Ég hefi nú betri manna orð en þín um það, að ég sé manna skemmtilegastur á ferðalögum og reyndar undir öllum öðrum kring- umstceðum, auk þess, sem ég „gant- ast" ekki milli landa, heldur sit ró- legur, rabba við ncesta mann og berg á því, sem fram er reitt. Um flugfreyjmnar er þetta að segja: Þessar kvartanir hafa heyrzt oft áð- ur, og flest munu blöðin leita til flugfreyjufélagsins til að fá stað- festingu á hvort þetta sé svo í rann og verti. Það er vart hcegt að sak- ast um heildina, þó eflaust sé þarna misjafn sauður, en, ef ég má tala, sem maður sem „gantast" hefur víða í lofti og með fleiri félögum en íslenzkum, þá er þjónusta fylli- lega sambxrileg við þau og oftar en ekki betri, því farþegar þekkjast mevra á íslenzku vélunum. Annars verður að telja að blöðin birti alltaf réttmceta gagnrýni og skiptir engu hvort blaðamenn ferðast með vél- unum sem gestir eða ekki. (Til þess að sýna hve réttsýnir við erum hér við blaðið, þá hringdum við í greinahöfund, sem er mikill ferða- maður og lásum fyrir hann svar okkar). Hann hlustaði rólegur á þuluna en sagði svo: „Vissi ég ekki, þú gugnaðir helvízkur". — Ritstj. 'kítugær stúlka- ^ssidur Hr. ritstj. Er það algjör nauðsyn, að þær stúlkur, sem vilja klæðast síðbux- um og öðrum nútíma hversdags- klæðum séu jafnframt eins skítugar og mögulegt er. Svo vill tii, að ég var í sundlaugum um daginn og afklæddist með nokkrum „bítla- stúlkum" sem ætluðu í sólbað. Und- irföt þeirra, buxur og brjóstahald- arar voru ein löðrandi svitatuska, óhreint og viðbjóðslegt. Þessar stúlkur voru ekki ósnotrar að upp- lagi, en hárið og allt hreinlætið var svo ofboðslegt, að maður ætl- aði að kasta upp. Ég hefi oft séð þessar stelpur á kvöldin niðri í bæ og þá sitja þær á gangstéttum og haga sér eins og óvita börn. Það kann ekki að koma manni við hvernig þetta fólk hagar sér en á almennum baðstöðum og á gömm úti á fólk heimtingu á að þessi við- bjóður særi ekki hinn venjulega borgara. Burm með þennan lýð af almannafæri. Hreinlát. Við erum alveg sammála, en get- um ekki dcemt undir.fötin í bún- ingsherbergjum baðhúsanna. Ann- ars er alveg dagsanna, að fjarlœgja ber hinn mikla götuskríl, sem legg- ur undir sig miðborgina á síðkvöld- um. Hann er með öllu óþolandi. — Ritstj. Hótelstjirtr og framkoma gesta Hr. ritstj. Hafa eigendur skemmtistaða eða hótela engar skyldur gagnvart gest- um almennt, eða til hvers eru dyra- verðir. Um síðustu helgi var ég staddur á einum frægasta og stærsta bar Reykjavíkur og þóttist nú held- ur en ekki hólpinn að komast inn í þessa dýrð, því ég er Austfirðing- ur, sjómaður. Ég klæddi mig vel og hét því, að verða hvorki mér né sveimngum mínum til skammar, tempraði drykkjuna og drakk meira segja viskí, sem mér þykir ekki sérstaklega gott, en vildi gera eins og Parísarbúar gera (þú meinar Rómarbúar, máltækið segir: when in Rome, do as the Romans do). En það fóm heldur en ekki fínheitin af staðnum. Þarna var fólkið dauða- drukkið, æðandi ofan úr danssaln- um, en mest bar á ungum manni, sem mér var tjáð að væri pappír í Sjálfstæðisflokknum, sem öskraði og æpti á menn og konur, setti lappirnar upp á borð og var í öllu hinn dólgslegasti. Dyraverðirnir létu hann eiga sig og yfirleitt leiðst honum í öllu svívirðilegasta fram- koma m. a. við hjón, sem þarna vom að skemmta sér en gám ekki að gert. Ýmislegt fleira kom mér spanskt fyrir sjónir en ef þetta er svokölluð hótelmenning höfuðstað- arins, þá get ég alveg eins sótt böllin heima, sem ekki gorta af neinu sérstöku en eru, þegar öllu er á botninn hvoflt alls ekkert verri. Mér var sagt að skrifa ykkur eða Vísi. Sjómaður. Eflaust hefur þetta verið emhver undantekning, en þó er aldrei að vita. Sú staðreynd er fyrir hendi, að eftirlitið er oft afar lélegt og dyra- verðir alltof mannlegir gagnvart þeim skepnum, sem oft hugsa sem svo, að áfengisneyzla sé afsökun fyrir almennum drullnsokkshcetti í hegðan. Því miður er þessi afstaða alltof algeng og gerir reyndar þjóð- inni tjón á þessum tíma árs þegar gestakomur erlendis frá eru tíðar. Framhald á 6. síðu. Bættar samgongur fleiri ferðir I Skip Eimskipafélags íslands komu 738 sinnum á 86 hafnir í 18 löndum árið 1970. Sama ár komu skipin á 49 innlendar hafnir utan Reykjavíkur í samtals 804 skipti. EIMSKIP Pósthússtræti 2, sími 21460.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.