Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Side 4
4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 26. apríl 1971
Blad fyrir alla
Sími ritstjórnax: 13496. — Auglýsingasimi: 13496.
Verð í lausasölu kr. 25,00 — Áskriftir ekki teknar.
Prentsmiðja Þjóðvíljans.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON.
MorgunblaðiS, NATO og heim'i',i',nar
Fálmkennd ákvörðun ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um
að „draga úr“ og endanlega víkja burtu varnarliði Nato frá
Islandi, hefur auðvitað meginhluta landsmanna á móti sér.
Einkum þykja mönnum skrítin þau eindæma viðbrögð, að ætla
þjóðinni að vera áfram í varnarbandalagi vestrænna þjóða,
en þora þar hvergi nærri að koma.
Morgunblaðið reynir nú af megni að lýsa andúð sinni á
þessari ráðstöfun en tekst að venju ófimlega, enda heimildir
þess og „sönnunargögn" um óvitaskap ríkisstjórnarinar eins
veikar og framast má verða.
Helztu röksemdir Morgunblaðsins fyrir áframhaldandi veru
varnarliðsins á íslandi eru skrif sænskra og norskra blaða.
Telur Mbl. að afstaða þessara kotrikja sé ein bezta sönnun
þess, að íslenzku þjóðínni beri að vera áfram virkur aðiii
í samstarfi vestræna varnarbandalagsins og telur ritstjórnar-
greinar blaða í þessum löndum einn rækastan vott slíks.
Nú er það staðreynd, að það er ekki annað en glæpur að
segja sig úr röðum vestrænu samtakana, glæpur sem fyrr eða
seínna á eftir að hefna sín geypilega ef af verður. Hinsvegar
þarf hvorki að leita að né bera á borð sænskar röksemdir né
norskar upphrópanir í þesum efnum. Svíar og þáttur þeirra
í vestrænni samvinnu er einna ómerkilegasti sýndarleikur
sem um getur í ömurlegri sögu þeirrar þjóðar síðustu 200
árin. Þjóðin, sem er auðug af náttúrunnar hendi, háþróuð iðn-
aðarlega, hefur aldrei þessi tvö hundruð ár hugsað um annað
en sjálfa sig og sína velferð án nokkurs tillits lil heildarsvips
mála í vestur-Evrópu og án minnsta áhuga á hugsjónum þeim
sem uppi hafa verið hverju sinni. Þar er skeleggasta dæmið
afstaða sænsku yfirvaldanna til Þjóðverja í síðasta stríði, en
Svíar eru eina þjóðin sem græddi og hélt áfram að græða
á þýzkum unz stríðinu var næstum lokið. Verandi Svíar, þá
sneru þeir þegar í stað baki við þýzkum og sleiktu upp sig-
urvegarana, sem engan tíma höfðu til að rannsaka að ráði
afstöðu þessa norræna kots.
Nú á Island í nokkrum vanda, vanda sem getur orðið ör-
lagaríkur fái þáu öfl, sem allt vilja vinna landinu til vansa,
að koma áætlunum sínum í framkvæmd. Forusta ríkisstjómar-
• innar ér veík, óákvéðin og reikul, forustumaðurinn ber ekkert
skyn á erlend málefni, hefur engan skilning á samstarfi þjóða,
né sér fyrir, að hverju stefnir komist í framkvæmd sú stefna,
sem hann hefur, ef ekki alveg í orði, þá í verki, samþykkt.
Morgunblaðið hefur nú tekizt á hendur hlutverk hins mikla
baráttumanns fyrir Nato-veru okkar og vissulega munar um
ef viturlega er á vopnum haldið í svo voldugu blaði. Hins-
vegar virðast ritstjórar blaðsins ennþá á svokölluðu „motel“-
stígi í þessu eins og öðru, smásmugan sýnist vera þeim kær-
ari en stærri hugsjónir og heildarsýn yfir það, sem er í rauri-
inna að gerast í henni veröld. Morgunblaðið miðar allt við
það, sem fjórir sjónvarpsspekingar hér, kölluðu einu sinní
hið „sterka norræna vald“, ef sameinað væri, það er, hið
mikla afl, sem Skandínavíumenn, allar 20 milljónirnar, væru
ef þeir stæðu saman. Auðvitað var ætlað, að sú samstaða
hefði einhver óskapleg áhrif á heimsmálin, en í röksemdum
Mbl. fyrir áframhaldandi veru íslands í Nato gætir sama titt-
lingasjónarmiðsins.
Sýndarstarfsemi Norðurlanda er ekki aðeins umræðuefni
manna á meðal heldur staðreynd. Það er margsannað, að ís-
land með sína hnattstöðu getur ekki og mun aldrei hafa nein
gagnleg sambönd við norrænu þjóðirnar þótt sjálfsagt sé að
halda við þær góðu, kurteislegu sambandi, senda þeim hesta
og gauka á tyllidögum og þjóðhátíðum, skiptast á vinaboðum,
cockteilum og öðrum nytsemdarhlutum þegar svo býður við
að horfa. Að öðru leyti er tómt mál að tala um samskipti eða
samvinnu. í bezta falli er grimm og raunhæf samkeppni milli
þessara þjóða á nær öllum sviðum og samskiptin við ísland
eins einhæf og mest getur orðið.
Það er ekki ótti Svía yfir velferð íslands sem ræður af-
stöðu þeirra til veru okkar í Nato. Það er einfaldlega eins og
alltaf áður uggur Svía um eigin hag. Svíar yrðu með öllu
umkringdir ef ísland yrði að rússneskri herstöð. Það tæk'
Rússa ekki nema hluta úr eftirmiödegi að taka Svía her
skildi, jafnvel þótt Svíum hafi tekizt að byggja og grafa sé
fullkomnustu hræðslu- og öryggisbyrgi, sem nú þekkjast
heiminum, og hafa standandi her hvers bústnu hetjur sinna að
vísu ekki heraga, en klæðast hinsvegar hárnetum svo „hárið“
Framhald á 6. síðu.
KAKALI skrifar:
í HREINSKILNI SAGT
Jæja þá, nú er Kekkonen, for-
seti Finnlands kominn og far-
inn og eflaust hefur hann öðl-
ast annað og meira en lax í þess-
arri ágætu íslandsreisu sinni.
Eins og kunnugt er þá er
línudans sirkus-listamanna eirt
lífshættulegasta sýningaratriði
undir „stóra tjaldinu" enda hafa
þar margir ágætir listamenn
hlotið skjótan og hörmulegan
bana en aðrir örkumlast ævi-
langt af liáum föllum af mjórri
og vandgenginni Iínu. Þó er það
nú orðin viðtekin regla að
öryggisnet eru brúkuð í sirkus-
um þannig, að listamaðurinn
sleppur með skrekkinn og getur
aftur klifrað upp í a. m. k. þeirri
góðu von að betur takist næst.
„Línudans" í hinni pólitísku
merkingu er hins vegar með
nokkru öðru móti og reyndar
tvískiptur. Annars vegar er það
einfaldarj og öruggari tegundin
þ. e. sú, að fylgja gefinni línu
frá höfuðstöðvum boðskaparins
t. d. kommar sem fylgja Moskvu-
Iínunni eða Arabar sem fylgja
egypsku línunni gegn júðum.
Hinn Iínudansinn er bæði marg-
þættari og mun hættulegri enda
engin öryggisnet ef mönnmn
skreppa fætur. Það er þessi lína
sem aðeins fáum og sérmennt-
uðum mönnum er fært að dansa
eftir og þar er Kekkonen Finn-
landsforseti einn snjallasti mað-
iu veraldar, viðurkenndur um
heim allan að hafa náð stór-
kostlegasta árangri sem um get-
ur, og haldið þó nokkurn" veg-
inn sínu.
Finnland og Finnar eru eitt
sérstæðasta land veraldar. Það
er smáveldi, þjóðin þunglynd,
drykkfeld, iðin og dugmikil, en
frægust er hún fyrir það, að
standa í skilum við allt og alla
og heita má að engin þjóð hafi
betra Iánstraust en Finnar. Hún
hefur borið af nágrönnum sín-
um, smáu þjóðunum, sem Rúss-
ar sölsuðu undir sig fyrir ára-
tugum, innlimuðu og gjöreyddu
þjóðarfarslega svo nú er ekkert
eftir af þeim nema minningin
og hörmulegar endurminningar
þeirra sem þaðan sluppu ör-
snauðir og örmagna eftir pynd-
ingar og þjáningar rússneska
bjarnarins.
Finnar eru öðruvísi. Þetta
smáríki hefur stríðað við Rússa
og haldið hintun mikla birni í
skefjum miklu lengur en nokk-
urn hefði grunað. Auðvitað sigr-
aði Russinn endanlega, en svo
undarlega vildi til, að Rússinn í
þetta skiptið kaus að gefa þessu
smáríki eins konar sjálfstæoi,
undir rússneskri föðurlegri um-
sjá, en þó með sjálfsstjórn í
mörgum veigamiklum málefn-
>m. Finnnm hefur verið boðað,
ð ef þeir halda sig á mottunni,
vnj enga viðleitni til að tileinka
sér að ráði vestræn sjónarmið
en haldi yfirborðstryggð við
Sovétríkin, þá skuli þeir að
mestu óáreittir gegn því, að
Rússarnir fylgist með herbún-
aði þeirra og landvörnum, hafi
landamæraheri í beztu og þýð-
ingarmestu landsvæðum þar í
grennd og að Finnar beini nær
öllum þýðingarmiklum viðskipt-
um sínum til Rússlands. Til að
staðfesta þetta skuli svo kjörinn
yfirmaður þeirra heimsækja
Moskvu eins oft og eðlilegt
megi teljast milli vinarxkja.
Þarna er styrkur og snilld
Kekkones undir eilífri smásjá.
Og heimurinn viðurkennir, að
þessi próf hafi Kekkonen stað-
Heimsókn
Kekkonens —
Bezti línudans-
ari heimsins —
Efftlr hverju
rennt? — Fékk
Magnús „kver-
iÖ?“ — Merki-
legt hlutverk —
bjarnarins —
Skjótar ákvarð-
anir
izt betur en nokkur annar og
þakka megi honum, að land
hans er enn sjálfstætt Og fólkið
nokkurn veginn í friði fýrir
ágengni og uppvöðslu hinna
rússnesku herja, sem, þótt al-
mennt lélegir hermenn eru á-
gætir en grimmir hernámsmenn
og svífist þar einskis við þann
sem sigraður er. í áratugi héfur
Kekkonen forseti orðið að horf-
ast í augu við þá staðreynd, að
detti hann af línu sinni, þá er
þjóðinni, sem slíkri lokið, Hon-
um er ljóst, að þjóðin hefur ekk-
ert bolmagn við Rússum og sá
einn kosmr fær, að sigla milli
skers og báru, sýna vinsemd og
gagnkvæma virðingu reyna að
lempa og miðla málum eins og
mögulegt er. Þetta er og hag-
kvæmt fyrir Rússann. Þarna er
möguleiki, eini möguleiki hans,
til þess að sýna veröldinni, að
smáþjóð geti lifað í nábýli
bjarnarins án þess að hann éti
bað upp eða brjóti í því hvert
bein. Það er auðvitað óþægilegt
fyrir þessa litlu, gómsæm hun-
angsflugu, að leika sér og hrær-
ast við trýni hins almáttka rúss-
neska bjarndýrs, sem hvenær -
sem er gemr opnað ginið og
gleypt flugutetrið. En þetta sam-
býli hefur Kekkonen annast og
í Finnlandi gætir frelsis, sem
senda myndi hvern rússneskan
kommúnista fórnandi höndum
í Kreml, hrópandi landráð.
— 0 —
Og nú skrapp Kekkonen
bóndi hingað upp til íslands,
nokkrum dögum eftir valdatöku
vinstri stjórnarinnar, í kjölfar
yfirlýsingar hennar um uppsögn
varnarliðsins og í kjölfar yfir-
lýsinga um hlutleysi og góða
sambúð við alla frá Rússum ti)
Timbútkubúa.
Laxveiðin, þessi þjóðaríþrótt
íslenzkra milljónera og noveau
riche, var látin gilda sem ástæða
fyrir heimsókninni og vissulega
er það, í og með, mjög trúleg
ástæða því Kekkonen er sport-
maður og veiðikló hin mesta
eins og landar hans. Ekki ber
að efa, að svo tígurlegur gestur
hafi muxíað að segja halló við
okkar æðsm menn utan forset-
ans. Vissulega hefur hann að-
eins tekið í hramminn á Magn-
úsi Kjartanssyni og Lúðvík
Jósepssyni, þessum tveim mönn-
um sem næst lætur að leika ís-
Ienzku útgáfuna af hlutverki
Kekkonens ef þeim vinnst póli-
tísk ævi til að koma ósoma sín-
um í framkvæmd. Það væri
ekki óeðlilegt að Kekkonen hafi
brugðizt vel við dulbúnum ósk-
um þeirra bræðra Magnúsar og
Lúðvíks um að lauma að sér
eins konar „handbók" um starfs-
aðferðir meistarans, eins og villi-
þjóðum Afríku em gjarna lán-
aðar handbækur Ches og Maós
í sambandi við uppreisnir og
hryðjuverk. Mest mun mæða á
Magnúsi, því hann er kommún-
isti af sannfæringu, trúmaður
mikill, sem jafnvel beitir biblí-
unni sem vopni í áróðri fyrir
málstað sínum. Lúðvík er á allt
öðru plani, fyrrverandi útgerðar-
maður og aflamaður, sem eigin-
lega hraut af réttri braut og fest-
ist í netinu. Magnxis verður sá
sem þarf á allri sinni danslist að
halda, allri kunnátm og lipurð
sirkuskappans — ef honum
gefst tækifæri.
Og þar hefur Magnús nokkra
kosti. Kekkonen er göngugarp-
ur og íþróttamaður nokkur, trú-
ir á mens sana in corpore sano,
saunabaðsmaður og vel að sér.
Magnús er menntaður, penna-
lipur ög baðar sig nær daglega
í SundhöIIinni, grannur vexti
tungumjúkur og fagur ásýndar,
gengur mikið, ekur ekki bifreið.
Allt em þetta miklir kostir í
þessarri nýju listgrein, sem hann
Framhald á 6. síðu.