Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Page 7

Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Page 7
Mánudagur 26. júlí 1971 Mánudagsblaðið Dorothy Powell hallaði sér út um giuggann á húsi systur sinnar og dró andann djúpt af einskærri hamingju. Því henni fannst hún vera partur af hinni dularfullu feg- urð Indlands. Því að þó Dorothy hefði aðeins verið þar í sex stuttar vikur, fannst henni sem hún til- heyrði Indlandi, og óskaði einskis frejnur en hún mætti vera þar það sem eftir væri ævinnar. En auðvitað var það ómögulegt. Því hún var hérna aðeins í stuttri héimsókn hjá systur sinni Láru, og eftir það yrði hún að fara aftur í sótið og reykinn í London. Dorothy fannst sem hún mundi aldrei gleyma þeim degi þegar hún fékk boðsbréfið frá Láru. Óheppn- in hafði elt hana á röndum einmitt um það leyti. Hún hafði fengið botnlangabólgu og verið skorin upp, og þegar því var Iokið, var hún búin að missa atvinnuna. Og hún var einmítt í Ieit að atvinnu, þegar bréfið frá systur hennar, Láru, kom eins og himna- sending, en Lára var gift háttsett- um manni í brezka lögregluliðinu í Indlandi og átti núna heima í Kalkútta. Lára skrifaði: , „Kæra Dorothy. Mér þótti Ieiðinlegt að heyra um óheppni þína, en ef þú hefur ekkert betra að gera, mundirðu þá ekki vilja koma og vera hjá okkur í sex mánuði? Mér mundi þykja vænt um að hafa þig hjá mér, og ég er viss um, að þú mundir skemmta þér yndislega. Allan var hækkaður í tigninni nýlega, og hann sendir þér ávísun fyrir ferða- laginu og svolítið framyfir fyrir fötum —" Dorothy las ekki meira í svip- inn. Líúri gat varla áttað sig á þessu, þetta var einmitt það, sem hún hafði‘alltaf þráð, að ferðast, og loks kom tækifærið. Ávísunin frá Allan var höfðing- leg, og Dorothy gat keypt marga hatta og kjóla með öllu tilheyrandi, áður en hún lagði af stað út í ævintýrið. Sjóferðin var ævintýri út af fyrir sig. Dorothy var orðin guggin eftir veikindin, en nú hafði sjóloftið sett röða í kinnar hennar, og dansinn og skemmtanirnar á þilfarinu vak- ið lífsgleði hennar. Svo kom ferðalagið yfir þvert Indland, og í Kalkútta tóku þau Lára og Allan svo hjartanlega á móti hénni, að henni fannst strax eins og hún ætti þar heima. Eins og Lára hafði spáð, skemmti Dorpdiý sér prýðilega. Á hverjum morghi var riðið út, og á eftirmið- dagaria var leikinn tennis, og á kvöldin var dansað. Dorothy dansaði vel, og aldrei í lífinu hafði hún verið umsetin af svp mörgum ungum mönnum, sem yoni sólgnir í að gera allt fyrir hana. En engir af þessum mönnum voru henni neitt meira en félagar. Þeir-voru aðeins nauðsynlegur bak- grunriur í þessu mikla ævintýri. Einhverntíma, hugsaði hún, þar sem hún stóð við opinn gluggann og starði út í töfrandi kvöldbirtuna, mundi hún kannske hitta mann, sem mundi gera hana ástfangna af sér. Þangað til var hún eins ham- ingjusöm eins og hægt var að vera. Þegar hún hugsaði um síðustu vik- urnar, gat hún varlci “n'nð öllu bví sem fyrir hana hafði komið. Þtð var svo stutt síðan henni fannst allt vonlaust, en nú var hún komin hingað til Indlands, og. hafði aldrei lifað skemmtilegri stundir. Og með hverjum degi var hún æ heillaðri af hinu Ieyndardómsfulla andrúms- lofti Austurlanda. Hún vissi, að þetta mundi taka enda, en þangað til ætlaði hún að njóta hverrar stundar. sm svo hún lokaði augunum og hálf- gert mók færðist yfir hana. Eftir litla stund vaknaði hún við, að hún heyrði mannamál, og hún hrökk við er hún heyrði, að þeir töluðu um hana. „Náttúrlega hefur þér verið boð- ið til að kynnast Dorothy Powell, Martin?" sagði fyrri röddin, „þú veizt, ein af þessum, sem eru að Ýmsar ráðagerðir brutust um í huga hennar. Augnabliki síðar var htingt til kvöldverðar, og þessir tveir menn fóru út úr herberginu. Dorothy kom út úr felustaðnum, gekk ró- lega inn í setustofuna, þar sem hinir gestirnir voru. „Halló, elskan". Lára tók undir arm hennar. „Hvar hefurðu verið? GRACE HARLEY: Hún elskabi gegn vilja sínum Stutt framhaldssaga Það var drepið á dyrnar, og hún sneri sér við. Lára í fullum kvöldskrúða kom ínn. „Halló, elskan, ertu ekki búin áð skipta um föt ennþá? Hverju ætlar þú að vera í í kvöld?" ,.Ég veit - ekki", sagði Dorothy, „kannske ég verði í rauða kjóln- um". „Nei," sagði Lára ákveðin, „þú skalt ekki vera í rauða kjólnúm í kvöld. Þú skalt vera í hvíta kjóln- um, hann er Iangfallegastur af þeim öllum." „Allt í lagi", sagði Dorothy, „ég skal vera í þeim hvíta, en stendur nokkuð til?" „Martin Blake kemur í kvöld", sagði Lára með áherzlu. „Martin Blake, hver er það?" „Elskan mín, Martin Blake — ja, hann er bara Martin Blake. En hann er sá eftirsóttasti maður í Kalkútta. Bíddu bara þangað til þú sérð hann. Hann er ungur, fall- egur, og okkar lang bezti tennis- leíkari. Hver og ein einasta stúlka í Kalkútta væri hreykin, ef Martin Blake vildi Iíta við henni". Dorothy hló. „Ég skil ekki, hvers vegna ég ætti að vera að fara í minn bezta kjól til að þekkjast manni, sem get* ur fengið. hvaða stúlku, sem hann viir, ■ ,JHeyrðu, Dorothy, vertu ekkj.að þreyta mig," sagði Lára. „Mig lang- ar til, að þetta kvöldboð heppnist mjög vel". ■ , ; Dorothy iðraðist samstundis - „Fyrirgefðu- góða. Auðvitað heppnast það vel, og. ég skal reypa að láta mér geðjast að Martin Blake". Lára brosti. „Þetta er rétt hjá þér, elskan. Nú verð ég að flýta mér". -Hún fór út, og Dorothy byr jaði að klæða sig í rólegheitum, en samt voru gestirnir ekki komnir, þegar hún kom niður. Fór hún því inn í bókaherbergi Allans, þar sem hún ætlaði að vera ein dálitla stund áð- ur en gestirnir komu. Hún settist á silluna í glugga- skotinu, þar sem þykk rauð glugga- tjöld huldu hana. Hún var dálítið þreytt éftir erfið- an leik í tennis um eftirmiðdaginn, koma til að fiska sér mann. Og svo er það þessi venjulega beita — falleg föt o. s. frv. — og syst- ir hennar lætur ekki á sér standa, en hún hefur ekki náð í neinn enn". „O, jæja", sagði önnur rödd —- fremur aðlaðandi rödd — „ég er hræddur um, að henni gangi ekki betur við mig, ég er leikinn í að ráða við, þessa mannaveiðara. Ég er sætur eins ,og hunang við þær aJJiar, og þær geta ekki brigzlað mér um. að ég taki eina framyfir aðra. Ég er ekki auðveldur biti ao krækja í". Á meðan þeir töluðu hafði Doro- thy setið grafkyrr, of undrandi til. að geta hreyft sig og eldrauð af gremju. „Fiska sér mann! Mannaveiðar- ar! Hvílík ósvífni! Hvílík ósvífni! Það Iá við, að hún hlypi fram úr felustaðnum, til að segja þeim meiningu sína um þá, en hún sat á sér vegna Láru. Hún gat ekki eyðilagt kvöldboðið hennar með því að byrja á rifrildi, en hún skyldi sýna þeim, að hún væri enginn mannaveiðari. I. Viltu kokkteil? En fyrst verð ég að kynna þig fyrir herra Blake —" Þegar hún nefndi þetta nafn, sneri einn af mönnunum sér við og kom brosandi á móti þeim. Þó Dorothy væri reið, sá hún strax, hvers vegna Martin var svo elskaður af öllum stúlkum. Hann var hár, útitekinn og fríður með glettnisleg augu og aðlaðandi bros. Og þegar hann tók í hönd hennar, þá horfði hann á hana eins og hún væri eina stúlkan í heiminum. „Svo þetta er litla systir?" sagði hann um leið og hann heilsaði Dorothy. „Auðvitað mátti ég vita það, frú Talbot, að systir yðar hlaut að vera falleg". Lára hló. „Verm ekki að skjalla mig. Mundu, að ég er gömul, gift kona. Passaðu heldur Dorothy fyrir mig."? Og hún sneri sér að öðrum gestum og skildi þau eftir. Seinni hringingin bjargaði Doro- thy frá að tala mikið við hann í svipinn. Hún og Martin voru auð- vitað borðfélagar, en við hina hlið hennar sat Biil Stacey, einn af fyrstu vinum hennar, sem hún kynntist í Indlandi, og hún reyndi að tala sem mest við hann, en svo varð hann að haida uppi samræðum við sína borðdömu. Martin sneri sér strax að henni. „Loksins fæ ég tækifæri til að tala við yður. Það er bezt að byrja á þennan venjulega hátt: Hvernig Iíkar yður að vera í Indlandi" Dorothy yppti öxlum. „Það er ákaflega yndislegt að vera hér í fríi, en ég mundi ekki vilja eiga heima hérna alltaf eins og Lára". Hann sperrti upp augnabrúnirn- ar. „Einmitt það! Hvað er að gamla Indlandi?" „Ekki svo sem neitt — það er bara ekki England. Það er allt og sumt. Og sjáið þér til —", Dorothy brosti illkvittnislega til hans — hugur minn er allur í Englandi". „Nú, það er svo. Eruð þér kannske trúlofaðar einhverjum heima." Dorothy kinkaði kolli. Það var einmitt þetta, sem hún ætlaði að koma inn hjá honum: að láta sem hún væri trúlofuð. Því þá gæti hann ekkj sakað hana um, að hún væri að reyna að ná í l-mnn „Já," sagði hún og Iækkaði róm- inn. „Já, ég er trúlofuð. En ég ætl- aði engum að segja það. Þetta er Ieyndarmál og þér verðið að Iofa mer því, að segja ekki systur minni eða nokkrum öðrum frá því". „Ég skal vera þögull eins og gröf- in; en hvers vegna er þetta leyndar- mál?" Dorothy flýtti sér að bæta við. >Jerly — það er kærastinn minn — getur ekki gifzt fyrr en hann er 21, og það yrði ógurlegt uppi- stand, ef f járhaldsmaður hans vissi, að hann væri trúlofaður. En eftir nokkra mánuði verður hann 21, og þá getur hann sagt öllum frá því". „Ég skil , sagði Martin efabland- inn,, „Nokkuð ungur þó, til þess að vera að hugsa um að gifta sig". „Jerry er álitinn ákaflega full- orðinslegur eftir aldri", svaraði Dorothy virðulega. þér auðvitað", sagði Martin, Jítið út fyrir að vera seytján ára. Éfi Ser'1 táð fyrir, að þér séuð komn- ar af skólaskyldualdri". „Ég hef unnið fyrir mér síðustu þrjú árin", sagði Dorothy, og það sauð í henni reiðin. Sögulok í ncesta bla&i. Farseðlar til allra landa HÓPFERÐIR • IT-FERÐIR EIWSTAKLINGSFERÐIR LÆGSTU FARGJÖLD FLÖGFAR STRAX - FAR GREITT SÍÐAR LOFTLEIDIR FERBMÞJÚNUSTA

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.