Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Blaðsíða 8
Eftirmælin — Kerfisbundin féfletting — Gamlingjar á bif- reiðum — Samkeppni tóbaksumboðanna — Nektarmyndir í algleymi — Kratar og hinar vinnandi stéttir — Rangt tölublað. VALTÝR PÉTURSSON, listgagnrýnandi og málari, dvaldi lengi í Danmörku og lagði þar m. a. stund á listgrein sína. Átti hann þar fjöida kunningja enda vinsæll af þeim, sem þekkja hann bezt. Eitt sinn var hann á gangi með Jóni Helgasyni, handrita- verði og mældu þeir götur Hafnar í langa stund unz þeir gengu fram á hús, en á hlið þess var platti einn mikill og á hann letrað nafn og ártíð frægs málara, sem þar hafði búið um stund. Þeir skoðuðu plattan þögulir, uns Valtýr mælti: ,,Hvað skyldu þeir nú setja utan á húsið mitt, eftir að ég er fallinn frá?" Jón horfði á Valtý um stund, en mælti svo: „Herbergi til leigu". ÞAÐ ER undarlegt hve þeir, sem mót halda úti um land eru gefnir fyrir að féfletta þá, sem þangað sækja. Hestamenn héldu nýlega mót, fjórðungsmót í Borgarfirði og kostaði að- gangurinn aðeins kr. 400,00 per kjaft. Nú er þetta máske ekki svo voðalegt fyrir þá, sem á hestum koma og dvelja allt mótið á staðnum. En hins vegar er þetta ekki annað en svindl á gestum, sem gaman hafa af að skjótast inn einn eða tvo tíma og halda svo áfram og burtu, fólk, sem af tilviljun ekur framhjá. Enginn munur er gerður á þessu fólki og öðrum gest- um og sjá allir hvílíkt svindl þetta er. Hestamannafélög eru ekki neinar heilagar kýr og ættu yfirvöldin að rannsaka allan útveg þessarra félaga, en láta þau ekki komast upp með svona framkomu. ÞAÐ ER orðið dálítið ískyggilegt hve margir gamlir menn með gömul bílpróf, gamla keyrsluhætti og stirð viðbrögð eru á götunum nú. Þessir öldnu borgarar hafa alltaf endurnýjað skírteini sín á réttum tíma, þótt þeir hafi ekki ekið sambæri- lega. Nú hafa þeir nurlað saman í bifreið og sýna verkstæðin, að margir þessir gljáfægðu bílar koma þangað eftir einhvern klaufaskapinn og umferðartafirnar sýna, að þessir menn eru margirvarla ökuhæfir. Þetta kann að þykja ósanngjarnt gagn- vart gömlu fólki, en hve mikils virði er góðsemi og skilningur ef slysin eru á næsta leiti, eða umferðartapparnir bera alla umferð ofurliði? JÆJA, þá féll loksins gríman, velsæmisgríma Moggans er fallin, hann er farinn að birta nektarmyndir, teikningu, og nú er heimilisblaðið Vikan farin að birta myndir af allsnöktum leikkonum, útlendum. Það var tími til komin, að þessar pem- píur hættu þessari ég-er-heilagri-en-þú afstöðu og kæmust að „kjarna" málsins. Nú er bara að keppast um að velja þá bezt vöxnu og skilja ekkert út-undan. Það verður dálítið gam- an að sjá hvernig þessum framfara og ábyrgðarmiklu blöðum tekst að sýna almenningi „nakinn" sannleikann. BÚAST MÁ VIÐ með haustinu, jafnvel í næsta mánuði, óskap- legu auglýsingastríði milli sígarettu-umboðanna, en auglýs- ingar sígarettna hafa verið bannaðar frá næstu áramótum. Blöðunum þykir þetta súrt í broti, því hagnaður nokkur hefur verið á þessum viðskiptum fyrir sum blöðin. Það voðalega er, að þetta auglýsingabann kemur harðast niður á Alþýðublaðinu en það var þingmaður krata, sem kom því í gegn. Þetta er hinn mesti gæfuflokkur, einkum með tilliti til þess, að sannað er um hinn gjörvalla heim, að auglýsingar á sígarettum hafa ekki minnstu áhrif á hvort menn reykja eða ekki, heldur aðeins hvaða tegund reykt er. KRATAR eru nú þegar farnir að búa undir þingið í haust og ætla nú ekki að láta á sér standa um frumvörp allskyns og þó sérstaklega um ýmsar hækkanirtil hinna „vinnandi stétta" svo kommar taki ekki alveg af þeim glæpinn í þeim efnum. Aðal- menn flokksins sátu nýlega á ráðstefnu og ræddu möguleika um hækkanir og hvaða stéttir ættu absalútt að njóta bæði kauphækkana og annarra fríðinda. Meðal þeirra stétta.semum var rætt voru öskukarlarnir í Reykjavík. Dr. Gylfi taldi, að sjálfsagt væri að kaup þeirra hækkaði í 30 þúsund á mánuði. Bened!kt Gröndal taldi sjáifsagt, að vinnan yrði stytt að mun. Ýms önnur fríðindi voru upp talin og kepptust menn almennt við um uppástungur. Helgi Sæmundsson hafði setið þögull um stund uns hann glotti háðslega og mælti: „Væri ekki rétt, að þeim yrði líka leyft að éta að vild í vinnunni?" Ný „tegund" vœndis í Bondaríkjunum - Aldurinn lœkkar - Rússar fó Sögu Forsyte- œttarinnar í sjónvarp en . . . Það er sko ekfci vandræðalaust þjóðfélagið bandaríska. Nýjasta plágan, ef svo má kalla hana, er ný tegund vændiskvenna. ungra ferskra og sjálfstæðra stúlkna, sem hlaupizt hafa að heiman úr þorpunum, og sveitunum og inn í stórborgirnar. Dæmi: tvær tán- ingaitelpur frá Kansas City, komu til New York með þrem piltum á sama aldri, sem þœr höfðu hitt á leiðinni. Fyrsta vandamálið var að ná sér í ódýrt herbergi eða íbúð, en síðan að skemmta sér og komast út á lífið. Og þegar tveir ungir menn ávörpuðu þær ÚR HEIMS PRESSUNNI ÞAU MISTÖK urðu í síðasta blaði, að sagt var 27. tölublað i stað 26. tölublaðs. Ýerður því blaðið I dag einnig 21. tölublað og eru lesendur beðrwr veJ»"frðyigar 6 mistökum.*m. á Tirnes Square og buðu þeim í partý — á East Side — gleði- hverfinu mikla, þá svöruðu ung- mennin auðvitað játandi. En þeg- ar í partýið kom breyttust að- stæðurnar heldur betur. Einn af gestgjöfúnum bauð piitunum hvorum fyrir sig 100 dollara fyrir táningana en piltamir neituðu harðlega. Að svo komnu máli, voru stúlkurnar gripnar en piltunum hent út. Þeir kærðu til lögreglunnar og loksins fundu leynilögreglumennimir stúlkunr- ar í lúxusfbúð í Bronx. — Þar komust þeir að því, að stúJkum- ar höfðu verið pyndaðar og nauðgað, en það var partur af inngönguserimoníum í táninga- hvítaþræilasölu, sem hefur næst- um eingöngu áhuga á aldurs- flokki þessum. Á hverju ári hlaupast um 600 þúsund stúlkur að heiman vestra — og flestar lenda, þær í þessari „eistu atvihnu" mann- kynsins. Fjöldi vændiskvenna undir 24 ára aldri í New York hefur hækkað úr 24% í 74% síðustu 10 árin, og ailgengt er að hitta þær fyrir utan neðan- jarðarjárnbrautirnar þegar klukk- an átta að morgni; í hotpants og öðrum álíka > æsiklæðum. Meðalaldur mellnanna í Boston er komin niður í 20 ár en 18 ár í Miami, en var 23 ár fyrir þrem árum. 1 Chicago komst lögreglan að mellumömmu, sem spesialiseraði sig i smástelpum, svo ungum, að hún varð að gefa þeim aðferðarupplýsingar, en þær voru aðallega ætlaðar mið- aldra mönnum. Þessu lífi fylgir svo auðvitað það, að fyrr eða síðar lenda þær í eiturlyfjum. I San Francisko t.d. voru af 500 eituriyfjaneytendum. stúlkur undir 24 ára, næstum allar jafn- framt vændh>knn;i<r — sumar al- gjörir eituriyfjasjúklingar en aðrar aðeins tímabundið, unnu fyrir sér á vændi annaðhvort alltaf eða þegar þörfin krafðist þess. Það er ekki lengur ástin sem tnálum skipfcir, heldur ánægjan, en loktatakmarkið eru peningar, segja sálfræðingar. Mellur þessar eru óvenju sjálfstæðar, því marg- ur rétturinn tekur ekki hart á vændi, sektar þær urn 10-15 doilara, sem litlu máli skiptir, þar sem þær taka aillt frá 20 dollurum upp í 100 fyrir „skrens- inn“, en þessar lágu sektir verða til þess, að alfonsar eru ekki lengur nauðsynlegir. Sem sagt, bandaríska þjóðin, er nú í stórvandræðum vegna æsku mellna sinna og segja má, að ekki sé ein báran stök í því landinu. Ti'l þessa hefur rússneski sjón- varpsáhoifandinn orðið að láta sér nægja — hvaða framhalds- myr.dir snertir — þurrar og ein- faldar upptuggur úr bolsevikka- uppreisninni ásamt tilheyTandi á- róðri. En fyrir rétfcum tveim vik- um urðu þar miklar breytingar og nú fenigu Rússarnir í fyrsta sinn smjörþefinn af vestrænni framlhaldsmynd en þá byrjaði rússneska ríkissjónvarpið að sýna verðlaunamyndina The Forsyte Saga — Sögu Forsyteættarinnar. sem við öll þekkjum. Rússneska ríkissjónvarpið keypti sýningarréttinn árið 1968. En sífellt var verið að slé sýn- ingum á frest vegna þess, að hugsjónamenn flokksins töldu ál- menningi í Rússlandi það hætbu- legt. að sumir af auðugustu per- sónum myndarinnar voru, í raun- inni beztu menn, ,sem öllum lík- aði vel við. En þó fór svo að, lokum, að það tókst að telja þessar elskur á það, að saga Johns Galsworthys um fjölskyldu á Viktoríu-tímanum samræmdist fyllilega „lögum eða kenningum“ Karls Marx um sögulega þróun. Og til þess að vera alveg viss um að þessi „púnktur" færi ekki framhjá hinum almenna rúss- neska áhorfanda, þá hófst fyrsti þáttur myndarinnar í fyrri viku með þvi, að á undan var nokkuð, sem einna helzt líktist vestrænni kapitaliskri auglýsingu. Á undan myndinn kom rússneskur frasði- maður alvarlegur á svip og mælti þau orð til áhorfenda, að þótt fyrstu þættimir sýndu Forsyt- anna. sem örugga brezka bourg- eois, þá væri myndaserían í heild þess virði að hún væri skoðuð vegna þess að þegar á miyndaftokkinni líður, þá sýndi hún hina óumflýjanlegu rotnun og dauða æðstu alfla í hinni ríkj- andi auðstétt Engla.nds. Landkynning Flosa í Austurvegi Flosi Ólafsson, hinn ^unni gaménleikari og bo- heme, hefur um allmörg sumur verið fylgdarmaður gesta að Laugarvatni, en í því fellst, að fylgja þeim á hestbaki frá gistihúsinu að Gulifossi og Geysi. Þetta starf hefur farið Flosa vel úr hendi, gert hann svo vin- sælan, að margir ferða- menn hafa komið ár eftir ár á staðinn og notið fyigdar Flosa og leiðsagnar um mjög falleg svæði eystra. Flosi nýtur mjög leikara- í hæfileika sinna í samskipt- um við ferðafólkið erlenda, enda hnyttinn í tilsvörum og skrambi fyndinn þegar tækifæri býðst. Nýlega urðu nokkrir íslendingar sam- ferða ferðahópi Flosa og fengu þeir biaðinu sýnis- horn úr samræðum og land- kynningu Flosa — á ensku — sviðið, nágrenni Geysis. Flosi: This is Long Glaci- er — * anpjókun ir, lcelan- dic. Túristi, kona: „Why is ii called Long Glacier?“ Fl.: „Because it is so long, and this mountain is called Blue Mountain — Bláfell“. Túr.: „Why is it called Blue Mountain?11 Fl.: „Because it is blue, and now we will put soap into the geyser“. Túr.: Why do you put soap into the geyser?“ Fl.: „Just to make the water clean, rnadame". Að tarna eru haria algeng orðaskipti milli Flosa okkar og hinna forvitnu erlendu túrista og una báðir við sitt. Þeir íslendingar sem farið hafa í þessar hestaferðir með Flosa telja, að ekki einn einasti af öllum leið- sögumönnum okkar komist i hálfkvisti við Flosa og veldur þar mestu glaðlyndi hans — meðan á jobbinu stendur — og ánægja leik- arans að vera > einhverju hlutverkinu — aðalhlutverki án þess að hinn erlendi ferðamaður hafi hugmynd um það.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.