Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Qupperneq 5

Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Qupperneq 5
Mánudagur 20. september 1971 Mánudagsblaðið 5 KAMPAVIN: HUGARÁSTAND ÞJÓÐSAGA KRAFTAVERK Korktappi skýzt úr flöska — og út freyða heimsins mest heillandi bélur — litlar fljót- andi stjernar, sem breyta venjaiegum drykk í — „vín gnðs“ — hlátur ungrar stúlku — hin sanna „loftvog hamingj- unnar“ Skyndilega á síðasta hausti, þá óx svo mikið af kampavínsvínberj- um, að menn vissu hreinlega ekki hvað gera skyldi við þau. Tínslu- fólkið skorti körfur, pressurnar, sem kremja vínberin gátu ekki haft undan. Til þess að geyma þetta ó- trúlega magn af safa, þá gripu vín- fyrirtækin í örvæntingu sinni til þess ráðs að notast við tank-ferjur, úrelta vatnsturna, sem löngu var hætt að nota, jafnvel sundlaugar. Á allt þetta horfði ég í „kampa- víns-landinu" um vínberjaupsker- una 1970 — hið mikla, hið ótrú- lega, hið stórkostlega ár, sem setti öll met í langri, mjög langri sögu, mest töfrandi víns heimsins. „Það hefur ekki síðan á dögum Nóa, komið annað eins flóð," sagði yfir sig hrifinn Frakki við mig. 25,5 milljónir gallona ‘ Þegar öflú er haldið saman, þá varð árangurnin af þessari stórkost- legu uppskeru 25,5 milljónir gall- ona af kampavíni — nóg til þess að fylla 64 Olympíu-sundhallir, en 170 milljón flöskur eða til að ræna úr vösum manna um heim allan einni billjón dollara. Ekki svo slæmt fyrir viðskipti, sem byggð eru á loftbólum. En hvílíkar loftbólur. Þær breyta kampavíni frá venjulegum drykk í ánægjulegt hugarástand, guðlegt ástand, jafnvel gera þær kraftaverk. Þær koma mönnum og konum í gleðiástand — „eins og hlátur fall- egrar stúlku" — segja Frakkarnir — og þær, bólurnar. gera kampa- vínið þann rétta drykk við athafnir eins og giftingar, hækkun í starfi eða þegar skipið þitt eða sonur eru skírð. Hamingju-barómeter Það er sérstaklega franskt, mjúk- ur, perlandi vökvi og Talleyrand kalláði það „menningaraukandi". Voltaire sagði að það „endurvarp- aði hinni björtu sál Frakklands". Robert-Iran de Vogúé greifi, yfir- maður stærstu kampavínsverk- smiðju Frakklands hefur nefnt það „Hamingjubarómeter heimsins". Árið stórkostlega 1970, þá benti nál barómetersins visulega hátt og á bjartviðri. Meira en 100 millj. fl. voru seldar — tvöfalt fleiri en fyrir 10 árum — en Frakkar einir drukku 71 milljón. Stóra Bretland, að venju, var stærsti nnflytjandinn og Ítalía ýtti Bandaríkjunum úr öðru sæti Það einkennilega er, að þessi aukninji í ef.tirspyirn eftir kampa- víni hefur skapað misjafnar til- finningar hjá bruggurunum. „Sum fyrirtækin vilja nú gera þetta að fjöldaframleiðslu" sagði einn sér- fræðingurinn, „aðrir vilja halda því áfram að vera einskonar Rolls Royce vínanna". Hann hnyklaði brýrnar bæði af gleði og reiði. „Ef eftirspurnin heldur áfram að auk- ast, þá getum við hreinlega ekki sinnt henni". í sérflokki Kampavín er einkennilegt, sér- stakt vín; ólíkt öllu öðru víni. Flest vín gerjast aðeins einu sinni, en Kampavín verður að gerjast tvisvar. Flest góð vín hafa það sér til á- gætis að vera aðeins úr einum vín- viðargarði og aðeins einn árgangur, en venjuleg flaska af kampavíni getur haft ber frá allt að 40 mis- munandi vínekrum — og frá ýms- um árgöngum. Litur kampavínsins er aðeins gull-leitur, en mestmegn- is er kampavínið unið úr svörtum vínberjum „Jú" sagði einn sérfræð- ingurinn brosandi „liturinn á saf- anum úr öllum vínberjum er hvít- ur; hann verður aðeins rauður, ef menn láta það liggja í krömdu hýð- inu dálitla stund. Við kampavíns- framleiðslu þá aðskiljum við það svo fljótt, að að liturinn kemur ekki." Aðeins úrvalsvínber Vínberin, sem brúkuð eru í kampavín vaxa í smáum hluta hins gamla héraðs Champagne, u-þ-b. 140 km norð-austur af París. Þar rennur hið hæga Marnefljót gegn- um dali og grænar hæðir. Til að halda við þeim gæðum, sem gera franskt kampavín sérstakt, þá segja frönsk lög stranglega fyrir hvar rækta megi — og megi ekki — vín berin í kampavín. Lögin eru svo ströng, að maður getur í rauninni staðið með aðra löppina í vínekru þar sem MÁ brúka í kampavín, en með hinni þar sem bannað er að brúka vínberin í kampavín. í dag eru það 75.000 ekrur, sem njóta þessara réttinda, og þetta land er óhemjulega dýrt. (Ein ekra er virt á 50 þúsund dollara). Vönduð vinna Eg byrjaði að rannsaka leyndar- dóma kampavíns á vendange-tíma- bilinu, en það er tínslutíminn, og komst fljótt að því, að járnhendi franskra laga gengur lengra en að- eins að tilnefna hvaða land má nota til ræktunar kampavínsberja — venjulega tvær tegundir svartra vínberja og ein hvít — og nákvæm lega hvernig klippa ber vínviðinn (svo að færri en betri ber fáist). Strax eftir að berin hafa verið kram in, byrjar gerjunin Flest stærri fyrir tækin gera þetta í geysistórum ker- um þiljuðum gleri, enamel eða ryð- fríu stáli, en sum smærri fyrirtæk- in notast ennþá við gömlu aðferð- ina, brúka tunnur úr eik. Maður getur raunverulega heyrt nýja vínið „sjóða" inni í tunnunum. „Hreinsun“ no. eitt Að þrem vikum liðnum verður að hreinsa hið grugguga vín með 48M franskar tegundlr _ 25,5 milljén gallén í ár —Hin ströngu lög — ffiö kynn- ast kampavíni — Hvað er kampa- vín? — Voltairé: „Sál Frakklands“ ... Talleyrand: „I4enntandi“ — ,,Rolls Royce vín- anna“. því að Iáta eitthvað efni fara gegn- um það til að safna rusl-ögnum. Eggjahvíta eða dýra-hlaup, kunna að vera notuð, en dýrast af öllu er fiskalím, sem unnið er úr vissum rússneskum styrjum. (Það skrýtna er, að ekkert af þessu breytir nokk- uð bragðinu á víninu). Smakkarar Til þessa hefur hverri víntegund frá hverjum sérstökum víngarði verið haldið í sundur. Nú rennur upp hið mikla augnablik sem er hvaða víni á að blanda við hvaða vín. Hvert fyrirtæki fyrir sig gætir sinnar formúlu eins og sjáaldurs augna sinna. Sumir brúka atvinnu- smakkara og menn sem blanda, en yfirmaður einnar verksmiðjunnar sagði mér: „Við brúkum fimm með limi fjölskyldunnar, þá sem hafa sérstaklega góðar bragðtaugar". Bak við lokaðar dyr bragða þeir og ríf- ast —og að. lokum ákveða. Venju- lega taka þeir til meðferðar eða prófunar vín frá 15—30 víngörð- um, en bæta síðan við víni frá fyrri árum (Ef þeir ákveða að nota að- eins vín frá ÞESSU ári, þá verður það „vintage"-kampavín og kostar mun meira). Gerjun no. tvö .Næst verður svo hin einstæða þró- un kampavínsins, gerjun númer tvö. Við vínið, sem nú hefur verið blandað er bætt geri og dálitlum sykri (aðallega til að skapa car- bonic — acid loft — sem gerir loftbólurnar) og blöndunni er helt á einstakar flöskur, en hver fyrir sig verða þessar flöskur einskonar smækkaður ofn. Nú fer flaskan niður í hellana, Ianga tunnulagaða kjallara (u. þ. b. 200 km í allt) sem höggnir eru í kalk-jarðveginn. Samkvæmt frönskum lögum þá verða þær að vera neðanjarðar í minnst eitt ár. Gott kampavín er geymt í þrjú ár en „vintage"-kampa vín í fimm eða fleiri. 100 þúsund springa Dag einn sýndi ungur vínsér- fræðingur mér um kjallara sína. Inn af aðalgöngunum voru djúpar veggjaskorður eða herbergi, en þar voru milljónir flaskna staflaðar á geometrískan hátt. Loftið, sem var þægilega kalt var þrungið vínllm. „Margar flöskurnar springa" sagði hann „þrýstingurinn innan frá verð ur allt að 90 pund á þumlung. Starfsmenn voru vanir að brúka járngrímur til að verja andlitin fyr ir glerkasti. Jafnvel enn í dag, þrátt fyrir sterkt eftirlit, þá tapar firmað um 100 þúsund flöskum á ári vegna þess arna." „Hreinsun11 no. tvö Litlu seinna komum við að stjörnuleikurunum — listamönnun um, sem kallaðir eru „remueurs", sem vinna hið dýra, margslungna verk, að hreinsa ruslið úr flöskun- um eftir númer tvö gerjun. Sér- hver flaska er sett í holu í trégrind og þvínæst — á hverjum degi í þrjá mánuði — er henni snúið smávegis, hrist og hallað þangað til hún stendur á höfði, en allt ruslið hefur safnazt við korktapp- ann. Þá tekur snilldarbragðið við: að nema burtu gamla korktappann, og safnið af ruslinu án þess að tapa of miklu af loftbólunum og víninu. Þetta er gert með því að skyndifrysta dálítið af víninu, næst tappanum, svo að tappinn og rusl- ið geti verið numið brott auðveld- Iega. Ein teskeið Þrátt fyrir þetta tapast (u. þ. b. reskeið á flösku) alltaf dálítið, en það er bætt upp með því sem kall- að er Liqueur d’ expédition. Hér enn einu sinni er haldið algerlega leyndu hvað hver verksmiðja brúk- ar til að fylla upp þetta teskeiðar- pláss; venjulega blöndu af gömlu ;og nýju víni með dropa af cognac, plús sykri. Magn sykurblöndunnar fer eftir þvi hvar selja á flöskuna. Smekkur þjóða á kampavín cr mjög breytilegur, allt frá „brut" -— allra þurrast í „doux" — „sérstak- lega sætt. 4000 tegundir Á markaðnum í dag geta menn rekizt á hinn ótrúlega fjölda af kampavínstegundum frá Frakk- landi, 4000, — a.m.k merki — af kampavíni. En tveir þriðju af öllu frönsku kampavíni er framleitt af sirka tólf verksmiðjum. Flestar eru þær gamlar sumar frá 18. öld og mörgum er stjórnað af afkomend- um, beinum eða gegnum hjóna- bönd. hinna upprunalegu stofn- enda. Stærstir allra eru Moöt & Chandon, einskonar General Mot- ors kampavínsframleiðenda, sem nú selur um 17 milljónir flaskna á ári, samanborið við aðeins fimm milljónir hjá næsta keppinaut. Af sérfræðingunum lærði ég margt um hvernig servera eigi kampavín — og þvert á móti þvf, sem talið er hið rétta annarsstaðar. Hvernig á að drekka það? Glösin til dæmis: ekki einum einasta frönskum connoisseur dytti í hug að nota þessi háu, mjófættu glös með opna gímaldinu ofan á. Þau halda aðeins smáu magni og bæði löftbólurnar og gæðin hvería tvisvar sinnum skjótar en þau ættu að gera. Franskir gourmets brúka miklu styttri túlipana — eða keilu- löguð glös. Ekki servera kampavín of kælt. Að yfirkæla það drepur bragðið (frá 43—46 Fahernheit ei Framhald á bls. 6.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.