Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Side 7
Mánudagur 20. september 1971
Mánudagsblaðið
7
SMASAGA
Óskaplega feiminn
Þegar hún var sautján ára gömul
lét Honor Beaton klippa af séx
flétturnar og innrita sig í verzlun-
ar- og vélritunarskóla við Eaton-
torg í London. Þetta var heima-
vistarskóli Hennessy’s.
Nítján ára gömul var hún út-
skrifuð, og hafði þá öðlast þekk-
ingu á frönsku, vélritun, kjólasaumi
— og karlmönnum. Er hún gekk
út um hliðið í síðasta skiptið og
sveiflaði ferðatöskunni sinni, sá
hún Michael Biaze bíða eftir sér í
gamia bílskrjóðnum sínum.
.Mike horfði á hana ganga yfir
gangstéttina, tók eftir þröngsniðna
pilsinu, sem hún hafði saumað sjálf
og iakkanum, sem náði niður á
mjaðmir og var úr blárri, persk-
neskri ull, og átti vel við litinn á
augunum í henni.
Hún kyssti hann, og einhvern
ilm bar fyrir vit hans, sem lét
vorloftið ilma,
Án þess að líta á hana, tók hann
af henni ferðatöskuna og kastaði
henni í aftursætið og sagði:
„Jæja, þá er skólinn búinn".
Honor Beaton sagði ekkert ann-
að en „já", og smeygði sér inn í
framsætið.
Mike Biaze var frændi hennar
fjarskyldur og fjárhalds- og eftir-
litsmaður. Þegar foreldrar hennar
höfðu farið til Ástralíu, hafði hann
verið kjörinn til að hafa auga með
henni. Vikulega sendi hann henni
leyfispeningana hennar í pósti og
þegar hún var yngri, hafði hann
sent henni skrítna matarpakka,
KAMPAVÍN
Framhald af 5 síðu
rétt kæling). Ekki servera mjög
þurrt, brut, með sætu meðlæti, það
gerir vínið súrt á bragðið. Og alls
ekki láta korktappann skjótast úr
flöskunni einsog riffilsskot þá Iæt-
ur þú gasið og bólurnar sleppa of
fljótt. Það er betra að draga tapp-
ann hægt út. „En enginn fer eftir
þessu ráði", sagði sérfræðingurinn
brosandi „því öllum þykir svo gam
an að skotinu".
En framar öllu, fremjið aldrei
þau mistök, að spyrja sérfræðing úr
Champagne-sveitinni um skoðun
sína á kampavími sem búið er til
utan Frakklands. Eg gerði það og
fékk aðeins svar sem var eins kulda
legt og yfirkæld kampavínsflaska.
„Monsieur" sagði hann, „það er
EKKERT kampavín búið til utan
Frakklands". Og burt séð frá þjóð-
ernisgorgeir, þá eru connoisseurs
um alian heim sammála um, að
franskt kampavín er það bezta.
Bismarck. en hinir þýzku herir hans
sigraðu frönsku herina á vígvöllun-
um 1870, tók einu sini við kampa
vínsglasi úr hendi keisarans, bragð-
aði á því og þekkti þegar að það
var þýzkt kampavín og neitaði að
drekka meira:
„Ættjarðarástin" sagði hann við
keisarann „endar í maganum".
Gordon Gaskill.
fulla af osti og smákökum.
Hann settist inn við hliðina á
henni og blístraði lágt. Er þau óku
um Knightsbridge dró hann saman
varirnar og sagði vandræðalega:
„Ég hef verið að hugsa málið,
Honor. Ég get lofað þér að vera
einn, tvo daga í kofanum. Eftir
það viltu líklega reyna að verða þér
úti um íbúð og fá eitthvað að gera".
„Ég býst við því", sagði Honor.
Hún rétti allt í einu úr sér í sætinu.
„Áttu sígarettu, Mike?"
Hann hægði á bílnum og glápti
á hana. „Sígarettu . . .?"
„Þú verður að reyna að venjast
því, Mike. Ég er nítján ára. Ég
hef haft tutragu og þrjá kærasta.
Auðvitað var enginn þeirra eins
skemmtilegur og þú . . ."
Mike Blaze sagði dolíallinn:
„Mundu að haga þér sæmilega,
Honor".
Hann tók upp sígarettuveskið
sitt og kveikjarann úr vasanum á
jakkanum, sínum og lét þau falla
í kjöltu henni.
Hún fór með höndina að vöng-
um hans: „Ég kann vel við lög-
unina á vörunum á þér".
Mike Blaze beygði upp að gang-
stéttinni og stöðvaði. snögglega bíl-
inn. Hann sneri sér og leit á hana.
„Honor, þetta var ekki fyndið".
Honor horfði beint fram fyrir
sig. „Því var ekki ætlað að vera
fyndið".
„Ertu búin að gleyma því að ég
er nógu gamall til að vera pabbi
þinn?"
„Þú ert tuttugu og átta ára garn-
all. Eftir því hefurðu verið níju ára
gamall, þegar ég fæddist. Það er
nú pabbi í lagi!"
„Gleymdu ekki að ég er fjár-
haldsmaður þinn — að ég ber á-
byrgð á þér?"
„Ég gleymi ekki neinu, þar inni-
falið hvernig þú kysstir mig á
skóladansleiknum fyrir hálfum
mánuði", svaraði Honor.
Mike Blaez brá hendi upp að
enni sér. „Ég geri ráð fyrir að ég
hafi gleymt mér. Drukkið of mikið
af ávaxtadrykk ungfrú Hennessys,
reikna ég með".
„Reiknarðu með". Hún leit upp
til hans, hreinskilnislegum augum.
„Ég kallaði kvöldið „tapað — fund-
ið". Ég tapaði einu kvöldhönskun-
um mínum, það viðurkenni ég, en
ég fann þig".
Hún strauk hendinni niður erm-
ina hans. „Það vantar hnapp á erm-
ina þína", sagði hún annars hugar.
Mike Blaze rykkti til sín hend-
inni eins og hann hefði brennt sig.
„Þetta gengur ekki! Ég á að
gæta þín”.
„Fínt! Það þýðir að við verðum
mikið saman".
„Honor, hlýddu á mig. Þú ert
barn".
„Þrjár af hinum stúlkunum trú-
lofuðu sig í vikunni".
„En bíddu bara þangað til þú
ert búin að skoða þig betur um. Ég
er úrelt módel".
„Ég hef skoðað ratragu og þrjú
önnur. Ég veit hvað ég vil".
„Þú ert brjáluð!"
„Hefur þú ekki vott af áhuga
fyrir mér, Mike?"
.JSTei, ekki snefil".
Mike Blaze dró andann djúpt og
kastaði burra sígarettunni. „Ég skal
láta eins og ekkert hafi í skorizt".
Hann setti vélina í gang og ók
áfram.
Eftir sratta stund sagði hann:
„Enda er ég ekki lengur fjár-
haldsmaður þinn. Þú ert nógu göm-
ul til að sjá um þig sjálf upp frá
þessu".
„Mike, ertu að reyna að losna
við mig".
„Eins fljótt og ég get".
Hún lagði hönd áöxl honum.
„Trufla ég þig?" sagði hún sak-
leysislega.
„Þú mundir trufla hvern sem
væri, þó það væri dýrlingur".
„Sko til!" Hún tókst á loft i
sætinu. „Það er þó alltaf eitthvað”.
„Sitra kyrr. Þetta er eins og að
hafa apakött í bílnum".
„Ástarapa!" sagði Honor upp-
veðrað. „Ég hef verið að lesa um
þá. Þeir eiga heima í Cameroons-
eyjum, og þar er það kvendýrið sem
leitar ásta".
Þegar þau voru komin fram hjá
Richmond og óku meðfram Temsá,
sagði hann: „Vel á minnzt, það býr
einn vinur minn hjá mér í kofan-
um — Paul Clay. Þú hefur viku
til að undirbúa þig, Paul getur ekki
verið lengur".
Honor var komin út úr bílnum
og hljóp upp gangstíginn, áður en
hann var búinn að stöðva bílinn.
Hann fór á eftir henni og sveiflaði
ferðatöskunni. Hann var að beygja
upp stigann, þegar hann heyrði
rödd hennar frá svefnherberginu.
„Þú hefur haft svefnherbergisskipti
og fengið ný gluggatjöld. Mér þyk-
ir liturinn fallegur. Valdirðu hann
sjálfur? Ef þú hefðir beðið, hefði
ég . . ." Hún þagnaði allt í einu.
Mike Blaze var kominn upp á
efri ganginn. „Komdu út þaðan
sem þú ert". Hann gekk inn um
dyrnar til að skyggnast eftir henni
og varð litið framan í hana. „Hvað
er að?"
Honor Beaton stóð við náttborð-
ið með hendurnar fyrir aftan bak.
Hún horfði niður fyrir sig.
Án þess að opna augun, sagði
hún: „Ég er búin að finna aftur
hanzkana mína". Hún rétti þá hægt
fram. „Þeir voru á náttborðinu
þínu, Mike".
„Ó, já. Ég var búinn að gleyma
þeim. Ég fann þá í vasa mínum".
Honor gekk til hans. „í sann-
leika sagt, ertu ómögulegur lygari?
Af hverju sagðirðu mér ekki af
þeim í bílnum. Þegar ég sagði að
ég hefði týnt þeim? Af hverju
geymdirðu þá?"
Honum svelgdist á. „Ja . . ."
Hún lagði hendurnar á herðar
honum. Áður en hann gat sleppt
töskunni, vora varir hennar komn-
ar að hans eigin.
Eftir srandarkorn sagði hann:
„Elsku Honor . . . Þetta er ekki
rétt. Ég á að heita gæzlumaður
þinn. Hvað segðu foreldrar þínir?"
Varirnar á Honor snerra skarðið
í hökunni á honum. „Þau segja, að
það sé stórfenglegt, að þú sért alít
of góður handa mér".
„Segja þau . . . en hvernig þá?"
Hann leit á hana með skelfingu.
„Þú hefur þó ekki . . ."
„Ég skrifaði þeim fyrir þrem
mánuðum". Hún strauk höndunum
gegnum hárið á honum. „Og
mamma sagði, að þú værir svo
ofboðsléga feiminn, að ég yrði sjálf
að biðja þín".
Seinna sagði hún: „Ég verð að
sauma þennan hnapp á ermina
þína”.
Úr sögu lands og lýðs
Framhald af 2. síðu.
og bað þá líta á föt þessi á Birni :
og bera um, hvort vinnumaður \
sinn Sigurður, sem farið hafði frá.
Ingimundi fyrir tveimur árum og!
hafði horfið, svo enginn vissi, hvað
af varð, hefði ekki átt þessi föt og
verið í þeim, þegar hann fór frá
Ingimundi, og sönnuðu þeir þáð.
Kvaddi þá Ingimundur Guðmund
Ormsson til að taka Björn hönd-
um sem illræðismann; en Guð-
mundur neitaði því. Ingimundur
tók svo Björn höndum og Iýsti
hann banamann Sigurðar og stúlk-
unnar, sem áður er getið, og flytur
út á Arnarstapa til Jóns lögmanns.
Síðan var Steinunn, kona Bjarnar,
sótt og sett í varðhald á Stapa. Með-
kenndi Björn þá fyrir lögmanni, að
hann hefði drepið og myrt átján
menn alls og þeirra fyrstan fjósa-
manninn á Knerri og væri hann
dysjaður þar undir flórnum, en
hina seytján hefði hann fólgið í
Iglutjörn og bundið steina við lík-
in og hefði kona sín verið í vit-
orði og aðbeiningu með sér. Þau
Björn og Steinunn voru bæði dæmd
til dauða á Laugarbrekku-þiugi
1596. Skyldi fyrst beinbrjóta Björn
á öllum útlimum og síðan afhöfða;
en lífláti Steinunnar var frestað, því
hún var þunguð. Ungur maður,
sem Ólafur hét og var náskyldur
Birni, var fenginn til að beinbrjóta
hann og höggva. Voru leggirnir
brotnir með trésleggju og haft lint
undir, svo kvölin yrði því meiri.
Björn varð karlmannlega við dauða
sínum og pyntingum, viknaði
hvorki né kveinkaði sér. Einu sinni,
meðan bein hans voru brotin, sagði
hann: „Sjaldan brotnar vel bein á
huldu, Ólafur frændi." Þegar allir
útlimir Bjarnar voru brotnir, sagði
kona hans við aðra þá, sem við
vora staddir: „Heldur tekur nú að
saxast á limina hans Björns míns."
Gegndi þá Björn til og sagði: „Einn
er þó enn eftir, og væri hann betur
af," og var hann þá höggvinn. Dys
Bjarnar sést enn í dagi.hjá túninu
á Laugarbrekku, á Laugarholti, sem
kallað er, þar sem kirkjuvegir skipt-
ast frá Láugarbrekku' að Hellnum
og Stapa. Er dysin úr grjóti og orð-
in grasi vaxin að neðan og kölluð
Axlar-Bjarnardys.
Þáð er frá Steinunni að segja,
konu Bjarnar, að hún fór norður
að Skottastöðum í Svartárdal og ól
þar son, sem kallaður var Sveinn
skotti. Þegar Steinunn var orðin
léttari, segja sumir, að hún hafi
verið tekin af, án þess hún viknaði.
Sveinn fór víða um land, eftir að
hann komst á legg, bæði stelandi
og strjúkandi, gat börn víða og
þótti djarftækur til kvenna. Nálega
var ' hann kunnur ao illu einu, en
enginn var hann hugmaður eða
þrekmaður. Bæði var hann hýddur
norður í Þingeyjarsýslu fyrir stuld
og aðra óknytti og aftur á alþingi
1646 var honum dæmd hýðing fyr-
ir sömu, sakir, svo mikil sem hann
mætti af bera, og þar með skyldi
hann missa annað eyrað. Eftir það
hélt Svcinn sig á Vestfjörðum og
lagðj lag sitt við Jón nokkurn, sem
kallaður var Síuson; hann tamdi
sér galdur og aðra illmennsku. Þeir
kumpánar stálu fé manna af afrétt-
um og höfðust annað illt að. Sagt
er, að Sveinn næmi galdur að Jóni
og veðsetd sig djöflinum, til þess
að enginn fjörar gæti haldið sér,
og treysti Sveinn þeim samningi
síðan. Einu sinni kom Sveinn á bæ
um messutíma, og var allt fólk við
kirkju nema börn, hið elzta tólf eða
þrettán vetra. Sveinn stakk upp
búrið og fyllti þar poka sinn af því,
sem honum þótti Iostætast. Síðan
kom hann til barnanna, nefndi sig
rétra nafni fyrir þeim og gaf þeim
| bita úr pokanum sínum. Sögðu þá
börnin við hann: „Guð drýgi í pok-
anum þínum, Sveinn minn." Sveinn
! svaraði: „Hann þarf þess ekki; ég
! gét það sjálfur." Loksins var Sveinn
handtekinn, þegar hann vildi
1 nauðga. konu bóndans: í Rauðadal á
Barðaströnd, en bóndi var ekki
heima. Lét hún binda Svein með
reifalinda sínum, og hélt hann
Sveini, af því hann hafði gleymt að
taka fram um reifalinda í samn-
ingnum við- kölska. Var Sveinn svö
dæmdur og hengdur í Rauðuskörð-
um 1648. Tveim árum síðar var
Jón Síuson dæmdur líflaus á al-
þingi, og skyldi afhöfða -hann. Er
sagt, að böðullnin yrði að höggva
þrjátíu sinnum á háls Jóni, áður
höfuðið færi af, því svo var sem
höggvið væri í stein, og véðraðist
öxin öll upp í eggina. í öÖrum skó
Jóns fannst eikarspjald, én í hinum
höfuðskel af manni með hárinu
á, hvort tveggja ritað rúnastöfum;
þetta olli því, að öxin beit ekki.
Eftir aftökuna gekk Jón aftur,
þangað til þingmenn tóku skrokk-
inn og brenndu til kaldra kola.
Sveinn átd son eftir sig, sem
Gísli hét og var kallaður hrókur,
og þótti þar renta fylgja nafni.
Hann var bæði þjófur og annað
illt að honum; hann var seinas.t
hengdur í Dyrhólum. Sagt er, að
Sveinn ætti dóttur eina, sem var í
Dalshúsum hjá Sauðlauksdal og var
norað til þess að halda á barni
bónda. En þegar hún hafði ekki
Iag á að hugga barnið, sagði hún
við það: „Væri ég sem afi minn,
væri gott að stinga gat á maga og
hleypa út vindi." Þegar bónai
heyrði þetta orðalag til hennar, rak
hann hana burtu. Lengi þótti reirnt
eftir þar um kring, sem Skotti var
hengdur, og trúað var því, að það
væri af völdum hans, að séra Guð-
brandur Sigurðsson frá Brjánslæk
varð úti í Rauðuskörðum 132 árum
síðar.