Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Qupperneq 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 25. október 1971 Týn! barn fundið eftir draumi Það varð á Torfustöðum í Svart- árdal, að barn hvarf; var þess leitað og fanst eigi. Að kvöldi, er bóndi sá, er leitaði, hafði lagzt til svefns, dreymdi hann, að kona kæmi til hans og segði „Hefur þú fundið barnið þitt?" „Nei," kvað hann. Hún kvað: „í litlum stað liggur það, lambið þetta, eina spönn upp á f önn fyrir ofan kletta." Eitt var klettabelti til í Torfu- staðalandi; fór bóndi því þangað og fann barnið þar sofandi. Alfkoua í bamsnsuð Fyrir austan, — sagt er, að það hafi verið í Odda, — sótti stúlka þvotta á kirkjugarð um kvöld; en þá hún var að taka þvottana, kom til hennar maður, er hún eigi þekkti. Hann tekur í hönd hennar og biður hana að koma með sér, og segir hann, að hana skuli ekk- ert saka; — „en viljirðu það eigi gjöra," segir hann, „þá muntu fá að reyna umbreytingu á gæfu þinni." Stúlkan þorði ekki annað en gjöra eftir beiðni hans og geng- ur með honum, þar til þau koma að húsabæ, að henni sýnist, þó það reyndar væri hóll; síðan ganga þau að dyrum bæjarins; hann leiðir hana inn og eftir löngum göngum, þangað til þau komu í baðstofu. Dimmt var að sjá fyrir hennar aug- um í öðrum enda baðstofunnar, en ljós brann í hinum; þar sá hún, að kona lá á gólfi og hafði hljóð nokk úr og gat eigi fætt barnið. Konu gamla sá hún hjá henni mjög ang- Raddir lesenda Nýr dálkar í blaðinu Mánudagsblaðið, Reykjavík. Það var auðvitað, að þið gugn- uðu á „Endurminningum pútna- mömmu" heyglarnir ykkar. Þetta var ágætur greinaflokkur og vissu- íega tilefni að halda honum áfram. En hvað um það, þið gáfuð ein- hverja ræfilsskýringu á þessu at- hæfi, og við það stendur. Hitt er annað. Um daginn var ágætur flokkur (sic) á sömu síðu um frægt fólk og ríkt. Þetta er ekki svo vit- laust og því ekki halda honum áfram? Hvaðan fáið þið þetta efni? Það er ekki úr Norðurlandablöðun- um, klámlaust, en þó ágætar ef veigalitlar upplýsingar. Þetta er betra en ekkert. Nokkrir forvitnir. Nú, nú, forvitnir, þetta grípum við úr enskum, amérískum, þýzkum og frönskum klöðum, eftir behag, styttum það og limlestum á ýmsan hátt, en náum venjule'ga punktin- um, því umsjónarmaður dálksins að tarna talar þessi mál reiprenn- andi. Jú, það er meiningin að koma út þessum dálkum við og við t. d. er einn a.f slíkum í blaðinu í dag, á 8. síðu. — Ritstj. urbitna. Maðurinn, er leiddi hana þangað, mælti til hennar: „Gakktu upp, og hjálpaðu konu minni, svo hún fatði barnið." Stúlkan gekk upp og þar að, er konan lá, en gamla konan fór á burt; en hin aðkomna stúlka fór höndum um konuna, er á gólfi lá, eftir því er við átti og hún vissi, að við þurfti; greiddist þá fljótt urh fyrir kon- unni, svo að barnið fæddist þegar. En þegar barnið var fætt, kom faðir barnsins með glas og sagði henni að bera úr því í augu barns- ins, en varast að láta það koma í sín augu. Hún gjörði svo, að hún bar úr glasinu í augu barnsins; en þá það var búið, strauk hún fingr- inum um annað auga sitt. Sá hún þá með því auganu, að margt fóik var í hinum enda baðstofunnar. Maðurinn tók af henni glasið og gekk með bað á burt, kom síðan aítur on bakkaði henni fvrir hjálp- ina, og hið sama gjörði konan; sö^ðu þau henni, að hún mundi verða gæfu-kvenmaður. Hann gefur henni þá klæði í svuntu, en hún þóttist aldrei slíkt séð hafa; síðan tekur hann í hönd hennar og leiðir hana á burt, þangað til hann kom með hana að kirkjugarðinum, það- an sem hann leiddi hana, og geng- ur síðan á burt, en hún fer heim til sín. Á þessum komandi vetri andað- ist kona prestsins, er þar var, en stúlka þessi varð aftur kona hans. Oft sagðist hún sjá huldufólk; það var og, að þá hún sá það taka sam- an heyflekki sína, lét hún taka saman hey hjá sér, enda var þá skammt til vætu, þótt bjart loft væri. Það var einu sinni, að hún fór í kaupstað með prestinum, manni sín um. Þá hún var í búðinni, sá hún þar hinn fyrrnefnda álfamann, áð hann bar varning út frá huldukaup- manni, er þar var. Þá varð henni það á, að hún heilsaði honum og sagði: „Sæll vertu, kunningi; ég þakka þér fyrir síðast." En hann gekk þá að henni, brá fingri í munn sér og dró um anga hennar; en við það brá henni svo, að hún sá eigi þaðan í frá huldufólk eður athafnir þess. jjLegg íléfs kzrls, kffirls" Það var á einum bæ, að börn voru úti hjá hól nokkrum að leika sér; var það eitt stúlkubarn ungt og tvö piltbörn eldri. Þau sáu holu í hólnum. Þá átti þessi stúlka, sem yngst var af þeim, að hafa rétt inn í holuna hendina og sagt að gamni sínu, eins og barna er háttur til: „Legg í lófa karls, karls; karl skal ekki sjá." Þá átti að hafa verið lagðu'r stór svuntuhnappur gylltur í lófa barnsins. Þegar hin börnin sáu þetta, öfunduðu þau þetta barn; þá hafði hið elzta rétt inn hönd sína og sagt hið sama sem hið yngsta sagði og ímyndaði sér, að það mundi hljóta eigi minna hnoss en hið yngsta hefði hlotið En það lánaðist eigi, því þetta barn fékk ekkert nema visnaða hönd sína, þá það tók hana út úr holunni, og varð svo, meðan það lifði. Einnar mínútu getraun: Hve slyngur rannsóknarí ertu? Sfofustá!k«i o| poiiS'31'giskápurm Rachel gamla sönglaði léttan negrasöng um leið og hún fór í nýstífaða undirkjólana. Engin blökku-stofu- stúlka, meö snefil af sjálfsvirðingu, gat verið þekkt fyrir aó vera í minna en tveim — fór síðan í afar mik- inn rauðan kjól og skoðaði sig síðan mæðulega í speglinum. Hún var í mjög daufu andlegu ástandi. Vera kynni, að frú Morgan myndi . . . Rachel fór niður stigann. „Ég sá Rachel standa á stigapallinum og horfa laumulega í kringum sig“ sagði Ronald Morgan, ,,hún hlýtur að hafa heyrt þegar ég fór af stað niður stig- ann, því hún hljóp að símanum og byrjaði að æpa, „lögregla, — lögregla“ í tólið, svo ég“ .... „En þú veizt hvað hún verður alltaf æst, Ronald," sagði frú Morgan, hin vellauðuga frænka hans, „eng- inn trúir því, prófessor, að Racchel hafi greitt mér höfuðhögg og rænt úr peningaskápnum mínum.“ „En“ sagði Fordney prófessor, „einhver sem bæði vissi staðsetningu skápsins og kunni að opna hann, gerði hvorttveggja. Og þið voruð þrjú ein í húsinu". „En húsið var galopið, Joe“ mótmælti Muriel Morg- an, „hver sem vildi gat komizt inn án þess að tekið væri eftir honum.“ „Kann að vera. En „hver sem var“ myndi ekki hafa þekkt á læsingu skápsins. Vissi Rachel hvernig átti að opna hann?" „Já, auðvitað. Hún hefur séð mig opna hann hundr- uðum sinnum." Um leið og Rachel, flóandi í tárum gekk til þeirra sagði Fordney: „Heyrðirðu alls ekki neitt, M.uriel?" . „Nei, ég sat hérna í sólarherberginu og var að prjóna. Það var algjör þögn. Allt í einu fékk ég þetta rokna högg í hnakkann." Prófessor Fordney horfði lengi á hið þykka gólf- teppi í dagstofunni og í sólarherberginu, og sagði síðan kuldalega: „Ronald er ekki aðeins sekur um þjófnað, heldur og, um lævísa og viðurstyggilega til- raun til að koma sökinni á gömlu þjónustustúlkuna þína." Hvernig vissi Fordney að Rachel var saklaus? Svar á 6. síðu. Takið þátt í WINSTON Kórónu keppninni. ÞÉR GETIÐ UNNIÐ. Fyrstu verðlaun: Stórkostleg 17 daga ferð fyrir tvo til Bahamaeyja með ferðaskrifstofunni SUNNU auk dagpeninga Önnur verðlaun: 14 daga ferð fyrir tvo til Mallorca með ferðoskrif- stofunni SUNNU auk dagpeninga. Ásamt 100 aukavinningum. © EF ÞÉR........... merkið í reilinn. hver kórón- anna A, B, C eða D er eins og sú sem er á WINSTON pökkum (sjó framhliö) *----1 tí? œ © Ijúkið eftlrfarandi sötningu I fœrri en átta orðum. Ég mœli með WINSTÓN vegna............. Beztu setningar skv. (g) ásamt réttu svari vlð © hljóta verðlaunln. Úrsllt birt 1. des.'71 © Munið að setja nafn og heimilisfang á framhliðina og póstleggið fýrir 30. október 1971. VERÐLAUNIN ERU: 1. 17 DAGA BAIIAMAEYJAFERÐ FYRIR TVO. 2. 14 DAGA MALLORCAFERÐ FYRIR TVO. 3. ÁSAMT 100 AUKAVINNINGUM. TÍIWINN LÍÐUR DRAGIÐ ÞESS VEGNA EKKI AÐ KOMA VIÐ í NÆSTU VERZLUN OG FÁ YÐUR KEFPNISSEÐIL. MUNIÐ AÐ PÓSTLEGGJA KEPPNIS- SEÐILINN FYRIR 30. OKTÓBER N.K. EN ÞÁ LÝKUR KEPPNINNI.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.