Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Page 3
Mánadagur 25. október 1971
Mánudagsbladið
3
Þjóðleikhúsið:
Allt í garðinum
Höfundur: Edward Albee — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson
HVAÐ ER EINN SÆÐISPRJÓNN MILLI VINÁ? —
AÐVÖRUN EIGINMANNA
Fyrir þá, sem einhvern snefil
hafa af þekkingu á bandarísku
þjóðfélagi, þá er Edward Albee
ekki torskilinn höfundur. Leikrit
hans eru einföld, án boðskapar,
miskunarlaus gagnrýni á ýmsa
þætti, sem hann þykist finna að
fari miður í eigin þjóðfélagi. Eins
og of sjaldan heppnast hjá leik-
ritaskáldum sem finna þörf til að
gagnrýna, ,án þess að benda á úr-
bætur, þá er Albee létt um að finna
snöggu blettina og enn Iéttar að
koma þeim á framfæri án tiltakan-
legs hornaþyts og margslunginna
bragða leikritunar. Hann skapar
bara einfalda og mjög svo sláandi
„situation" og vinnur síðan úr
henni, „beint af augum" svo vendi-
lega að áhorfandinn er í senn hrif-
inn af efninu og verður ekki eins
var, eða leiðinlega var við, að verið
sé að 'gágnrýna hið skuggalega í
mannlífinu. Og höfundurinn beitir
aðeins þeim vopnum, sem hann
veit að ekki aðeins bíta og bana
heldur einnig særa og selta sárin.
Viðfangsefnið kemur inn á hvert
heimili, því á hverju heimili má
búast við sömu atburðum, hægt að
eygja þann möguleika, að leyni-
lég svik gangi ljósum logum inn-
an friðsamra og hamingjusamra
veggja hjónabandsins. Albee er þó
ekki þannig, að hann taki „sjans"
á því, að „ádeilan" nemi staðar þar
og að áhorfandinn geti dregið þær
ályktanir að allt sé gott þegar bent
hafi verið á orsökina og eftirleik-
inn geti hver um sig ímyndað sér.
Ónei, hann er fljótur að koma því
á framfæri, að „svikin" séu gerð
með blessun, kannski dálítið hæg-
fara blessun, þess sem svikinn er
og, reyndar, með óbeinni hvatningu
hins’ svikna þegar frá er liðið, og
„sjokkið" að mestu, ef ekki alveg
horfið. En miðdepillinn er ekki þó
verknaðurinn sjálfur, það, að konur
selji sig fyrir fé, í þeim tilgangi
að þóknast eiginmönnum sínum í
striti eftir daglegum þægindum og
tímabundinni velferð. Hann lýsir
þeim sannindum yfir, að peningp
í nútíma þjóðfélagi séu, eins og
reyndar verðmæti hafa alltaf verið,
hið drífandi afl þjóðfélagsins,
æðsta þrá mannsins og tákn virð-
ingar og lotningar meðal samborg-
arana, sem ekki hefur tekizt að
safna eða eignast verðmæti, pen-
inga og allt hið ytra skrúð alls-
nægtanna. Þessi sannleikur er Albee
eins ljós og hann ætti að vera öllum
mönnum um heim allan, jafnvel
hér á íslandi. Við getum spurt
okkur sjálf: hver myndi umgangast
mikinn, ef ekki mestan hluta pen-
ingamanna á íslandi, ef þeir hefðu
ekki peninga? Ekki er það mennt-
unin, ekki skemmtilegheitin, sízt
eru það fílosófíurnar eða ánægja
þeirra yfir að ræða betri bókmennt-
ir þegar Mickey Mouse sleppir; og
sízt af öllu eru þeir færir, íslenzku
peningaplebbarnir, að geta étið úr-
vals mat á eigin spýtur en hins
vegar algjörir sérfræðingar í að éra
dýran mat. Þetta er ekki bundið við
íslendinga eina heldur er dæmið
heimsdæmi. Öfund hins fátæka út
í þann ríka birtist ekki í einstakl-
ingsformi einu saman. Fátækar
þjóðir öfunda auðþjóðir, uppruni
kommúnismans er ekki þjóðfélaga-
hugsjón, heldur aðeins dulbúin
öfund. Svona er það og hefur alltaf
verið og mér er nær að halda, að
það hafi verið af öfund, að Kristur
rak kaupmannasamtökin úr must-
erinu, og að Júdas hafi jafnvel haft
einhvern á stjái til að tína upp
silfrið eftir að hann grýtti því á
gólfið, og að „finnandinn" hafi
fengið sæmileg „fundarlaun".
Mellan og hugsjónamaðurinn — Þóra og Gunnar.
Everything in the garden „Allt
í garðinum", sem þjóðleikhúsið
frumsýndi í síðustu viku er eitt af
þeim fersku verkum, sem ratast
hafa upp á fjalir leikhúsa síðari
árin. Það er ekki nokkur skapaður
hlutur nýr í því en gætir víða
gamalla grasa, sem uxu í garði
amerísks þjóðfélags fyrir styrjöld-
ina þegar fína fólkið í Catskills-
sumarhúsahverfinu þar sem ríkasta i
fólkið bjó setti upp skilti á rimluð
hlið sín segjandi „Jews and dogs
not allowed" og aðrar álíka skyn-
samlegar yfirlýsingar. Vandamálið,
sem hann gerir að aðaltema verks-;
betra hverfi stórborgar, en þær taka
upp þessa iðju til að bæta fjárhag
heimilisins og geta tollað í tízk-
unni og haft í fullu tré við ná-
grannan. Reyndar eru þær allar
betri klassa mellur, sem aðeins
sinna kúnnum, sem hafa fé og eru
örlátir. Mellumamma er virðuleg og
býr yfir vissu stolti, sem eflaust
ríkir meðal pútnamamma af betri
tegundinni um heim allan. Frúrnar
vinna frá eitt til fimm fjóra daga
í viku, deila síðan ágóðanum með
eiginmönnunum og allir eru ánægð-
ir með þessi skipti. Þegar á allt
hvað er einn sæðisprjónn milli
vina?
í miðri allri þessarri dýrð býr
Richard, Gunnar Eyjólfsson, og
Jenny, Þóra Friðriksdóttir, ástrík,
en fremur snauð hjón miðaldra full
af þeim draumum, sem gera út-
hverfabúa vesturheims, að einstök-
um og sjaldgæfum verum. Mottóið
er, þó leynt eigi að fara: geta
Johnssonhjónin haft í fullu tré við
Péturshjónin? Strax í upphafi leiks
er augljóst, að þau Richard og
Jenny geta það ekki, þrátt fyrir
ýtrasta sparnað. Og við bætist, að
Framhald á 7. síðu.
ins er framhjáhald eiginkvenna í | er litið þá má reyndar spyrja:
Þjóðleikhúsið:
ÞJÓÐBALLETI
SENEGALS
Þjóðdansar hinna frumstæðu
S. 1. mánudagskvöld sýndi hóp-
ur Senegala þjóðdansa úr heima-
högum sínum í Þjóðleikhúsinu.
Kallar hann sig þjóðballett Sene-
gals, röskra 10 ára að aldri og skip-
aður 40 amatörum, sem valdir eru
af Maurice Sonar Senghors —
bróðursyni forseta Senegals — eins
og segir í leikskrá, en forsetinn er,
auk annars, skáld, eins og sjá má
á smáljóði eftir hann — einnig í
leikskrá — en hópurinn hefur sýn-
ingu sína á því að kyrja verkið.
Þetta er litauðug sýning, ber
víða vott um ágæta akrobatic, en
dansarnir kynna ýmsa háttu og
hindurvitni innfæddra, gleði og
sorgir, bænir og þakklæti góðrar
uppskeru. „Sveitafólkið er barma-
fullt af gleði" eins og enn stendur
í leikskránni. Því ber ekki að neita,
að nokkrir dansaranna búa yfir
ágætum hæfileikum og að hætti
frumstæðs fólks þá er því rytlimi
í blóð borinn, liðugar hreyfingar. |
Ekki verður talið, að það sé sér-
lega frítt né myndarlegt nema ein-
staka undantekning og hljóðin,
söngvarnir, myndu vekja skellihlát-
ur ef íslenzkir ættu í hlut. En,
auðvitað, kallar alþýða þetta list
vegna þess að hún er frumstæð, en
alls ekki, sem slík, frumleg. Að
hætti hitabeltisbúa og þeldökkra þá
er glaðværðin mjög ríkur þáttur í
fari þeirra, og er þessi eiginleiki
mjög áberandi í sýningunni.
Stúlkurnar flestar eru fremur
þykkar á vöxt, læramiklar og kálfa-
digrar, rassíðar og hafa einkenni
frummannsins t. d. ákaflega síða
handleggi, bæði karlar • og konur,
sem stundum ná allt að hnésbótum.
Það er auðséð, eins. og vitað er
reyndar að Senegal byggja ýmsir
óskyldir þjóðflokkar og er andlits-
fall þeirra mismunandi svo og lita-
far. Landkönnuðir, allt frá Living-
stone, svo og atvinnuveiðimenn,
sem eytt hafa lífi sínu meðal
Afríkumanna benda oft á þessa
staðreynd. En Senegal sjálfu var,
eins og svo mörgum öðrum lönd-
um þar syðra skipt, eftir nýlendu-
skiptingu Evrópubúa, en ekki eftir
upprunalegri landaskiptingu inn-
fæddra. Hefur þetta valdið enn
meiri bölvun hjá innfæddum, en
stofnun hinna svokölluðu sjálf-
stæðu ríkja.
Ýms atriði voru vel unnin, önn-
ur ósköp hversdagsleg og sum má
sjá í eftiröpunarformi í næmrklúbb-
um stórborganna. Yfir sýningunni
allri skein einhver innri gleði
þátttakenda, barnsleg og frum-
stæð ánægja yfir öllum hópnum.
Athyglisverðar voru hreyfingar
stúlknanna, hinar hröðu, jafnvel
æstu rykkingar rasskinnanna, minn-
andi dálítið á kvikmyndaútgáfur
Hollywood frá Afríku þegar trú-
boðinn er kominn í pottinn og
fólkið hlakkar til soðningarinnar.
Annars var þessi sýning blessunar-
lega laus við allt sem kalla má
vúlgar og er aðaltema nýstefnunn-
ar nú til dags. Millispil á Cora,
vestur-afrískt hljóðfæri vakti
nokkra athygli og mun erfitt að
leika á apparatið en hljómfagurt
er það og sýndi músikantinn mikla
leikni. Það vakti athygli, að oft
skotraði hann augunum í áttina
að forsetastúkunni og grunaði
menn að forsetinn hefði horft
meira á listamanninn af vísinda-
legri forvitni en listrænni áfergju.
Frá' Senegal-sýningunni.
Klappið var óskaplegt — þetta
klapp sem áhorfendur halda að þeir
verði að koma á framfæri af því í
hlut á þetta fólk — þessi móðins
straumur, sem eflaust á eftir að
renna út í sandinn.
A. B.