Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Side 1

Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Side 1
BlaÓfyrir alla 23. árgangyr Mánudagur 20. desember 1971 46. tölublað // Stórþjófar" eða „vitskertir „Það fer ekki milli mála“ sagði einn af aðalaðstoðarmönn- um Eðvarðs Sigurðssonar, þegar að samningarnir frægu voru undirritaðir í desemberbyrjun, „að annað hvort eru íslenzkir atvinnurekendur einhverjir stórkostlegustu glæpamenn sem enn hafa reist höfuð frá kodda, eða þeir eru a. m. k. leiðtogar þeirra einhverjir vitlausustu og óraunhæfustu fjárhættuspilar- ar, sem sleppt hefur verið lausum með nálega kjarnann í fjár- hagslegu sjálfstæði þjóðarinrsar11. — Skoðum staðreyndir. At- vinnurekendur — og forystumenn fyrirtækja, hafa fengið það staðfest æ ofan í æ, af efnahagsstofnuninni, hagstofum, sér- menntuðum mönnum í almennri rekstrarfræði fyrirtækja, Seðlabankanum og enn fleirum ábyrgum og, sennilega, hlut- lausum aðilum — og þessu er ómótmælt af eigendum verka- lýðsins —, að hámark þess kostnaðarauka, sem atvinnuveg- irnir geta tekið á sig sé 10% — og að á sama tíma liggur fyrir alþingi frumvarp, sem verður örugglega samþykkt, sem gerir ráð fyrir 14—15% fyrir atvinnurekendur, þá vaknar ósköp einföld spurning. VESALDÓMUR ATVINNUREKENDA Hvernig er mögulegt fyrir svokallaða atvinnurekendur að geta greitt 20% kauphækk- un, almennt, fríðindi og annan útveg, sem lágt reiknað mun nema 45—50% útgjaldaaukn- ingu á rekstrinum og hafa undirritað samkomulag sem hljóðar upp á þessa litlu summu? Hverjum er verið að skopast að, hvað hugsa þeir menn, sem þjóðin hefur trúað fyrir að fara með þau miklu verðmæti, sem atvinnurekend- ur og forkólfar sjálfstæðs at- vinnureksturs almennt er trú- að fyrir? Afsokun! Ritstjórnin hlaut einskon- ar pakistaníska útreið fyrir auglýsingadeild blaðsins og kom margt til. Óvenju- legt auglýsingaframboð vegna verkfalls prentara, og þá tap útgáfunnar, og svo sjálfsbjargarviðleitnin okkar hinsvegar til að fara ekki alveg í jólaköttinn. Við biðjum lesendur blaðsins hreinlega afsökun- ar vegna þess arna, en lof- um hátíðlega að bæta þetta upp í næsta blaði. —Ritstj. Kefíavíkur- sjónvarpið til áramóta Sjá 8. síðu SVINDL OG SVIK? Það undrar engan þótt þjóð- in spyrji. Niðurstaðan getur ekki verið önnur en sú, að um annað hvort er að ræða, stór- kostlegt svindl og svik hjá þessum aðilum eða það, að þeir hafa undirritað líka geð- veikissamninga, að ekki blasir annað við en taprekstur og uppgjöf kjarnans í íslenzku sjálfstæðu atvinnulífi, ásamt algerri útþurrkun þeirra aðila, sem þar hefur hæst borið. EIÐUR MAGNÚSAR Nú er þetta ekki neitt undr- unarefni þeim, sem skoða mál- in niður í kjölinn. Það þarf engu að leyna um áform ríkis- stjórnar Magnúsar Kjartans- sonar er viðvíkur íslenzkum efnahag. Magnús sór þess eið fyrir mörgum árum, að gæfist honum nokkur kostur á, þá myndi hann standa yfir höfuð- svörðum íslenzka fjármála- kerfisins. Allar líkur benda til, að þessi æskuósk, eiður og heitstrenging Magnúsar ætli að rætast, enda hefur honum svo kyrfilega tekizt að kúga Framsóknarflokkinn, að hann er meira líkur eins konar geldu konungsvaldi í þessarri ríkis- stjórn en aðila í samstjórn þriggja flokka. Tvennt hefur Magnús og companý ekki þurft að óttast. „Forusta" Sjálfstæðisflokksins er ekki aðeins í molum og for- ustulaus heldur eru þeir ein- staklingar, sem talið hafa sig fyrirsvarsmenn „frelsis, lýð- ræðis og hins „frjálsa fram- taks“ einhverjir þeir linustu, sem enn hafa opnað sig á þingi samanber hina stórkost- legu frammistöðu Jóhanns Hafsteins í umræðum um fjár- lagaglæp ríkisstjórnarinnar þegar kappinn varð að játa, að hann hafði gleymt litlum 1600 milljónum — gleymt þessari litlu summu og þóttist þó fær að deila á þetta ein- stæða plagg. Hins vegar þarf stjórnin ekki að óttast lengur atvinnurekendur, því þar er ósamstaðan, kjarkleysið og aumingjaskapurinn í hásæti — en þó við hlið dulbúinnar ein- staklingshyggju, sem ekki hik- ar við að fórna skynsemd, svo ekki sé talað um prinsipp og málstað fyrir augnabliks-þæg- indi. Þessir tveir aðilar verða ekki Magnúsi Kjartanssyni óþægir Ijáir í þúfu, enda varð hann svo undrandi vegna við- bragða þessarra aðila og mál- flutnings þeirra, að hann steig af sóttarsæng, fór i sjónvarpið og lýsti fjálglega lið númer tvö í gereyðingaráætlun sinni og sókninni gegn íslenzka fjár- mála- og hagkerfinu. Geri það aðrir betur blóðsúthellinga- laust. MBL.-MENN Málgagn andstöðunnar — hinnar konunglegu — er meira grín en alvara. Mbl. eða réttar sagt ritstjórn þess hefur aldrei verið eins aum og nú þegar verkefni ættu að vera ærin. Blaðið horfir upp á upphaf hruns alls þess, sem flokkur þess hefur barizt fyrir — með- an karlmenn héldu um stjórn- völinn — og hefst ekki að. Biaðið er lélegra en tárum taki, eins og háttsettur Mbl.- maður tjáði okkur, blaðstjórn- in gengur frá manni til manns í leit að skribent, en enginn vill skrifa. Allt í kringum blaðið standa svo skrautbúin hallar- hús viðskiptalífs, án þess að nokkur vilji játa þá staðreynd, að þessi spilahús eru meira symból velmegunar, en horn- steinn hennar — líkt og fall- HÆKKAN/R UM ÁRAMÓT Það er nú ekki lengur grunur, heldur hrein staðreynd, að ofsaleg- ar hækkanir á öllum varningi, auk almennra aukinna útgjaldabyrða mun dynja á almenningi strax eft- ir áramót. Hagfræðingar hafa farið varlega í sakirnar til þessa, en eftir að fjár- lagafrumvarpið sá dagsins ljós, hurfu allar vonir um hóf í þessum málum, út í buskann. Kaupsýslu- menn telja hækkanir óhjákvæmi- Jegar og hið opinbera hefur þegar boðað hækkanir rafmagns, hita og annarra nauðsynJegra útgjalda. gera má ráð fyrir að heimilistæki hækki gífurlega, sjónvörp og þá benzín og þvílíkur „munaður". Vegna plássleysis verða frekari fréttir af fjármálaglæpum ríkis- stjórriarinnar að bíða næsta blaðs. egu hallimar í kvikmyndaver- unum, sem ekki eru annað en framhliðin sem studd er af spítum og plönkum. Framundan er ekki glæsi- legt útlit. En einnig er fram- undan sá liður í fjármála- og rekstrarstarfsemi leiðandi fyr- irtækja, að sýna framá hversu má bjarga sér og lifa vel með 40—50% hækkun útgjalda og kostnaðarliða almennt, þegar lærðustu aðilar hagmálanna hafa lýst því yfir að það án mótmæla verkalýðseigenda, að með öllu sé útilokað, að reka þessi fyrirtæki með út- gjaldaaukningu, þótt vera kunni að þau sterkustu þoli 10% aukin gjöld í rekstri. Þetta er stórkostlegasti „sjans“ sem enn hefur verið tekinn — minnir einna helzt á sjúklinginn, en læknirinn sagði við hann — ég þarf að taka af þér hausinn, en það er 100% sjans að þú drepÞt— og sá sjúki svaraði — glaðhlakka- lega — við skulum taka sjans- inn. Hugleiða bókaútgefendur að flytja starfsemi sína til útlanda? „Fleygið ykkur tíl sunds..." Furðuleg um- mæli Ola Jó. Sunnudaginn 27. nóv. sl., eftir maraþon-samningaum- leitanir söfnuðust samn- ingamenn . saman í ráð- herrabústaðnum kl. 10 f. h. Einar Ágústsson ásamt þjónustupikum bar fram gosdrykki til að hressa hrellda samningamenn. Þá lágu fyrir allar hinar ofboðs- legu kröfur verkalýðseig- enda og segja má, að öllum atvinnurekendum hafi gjör- samlega ofboðið, þótt þeir semdu seinna. Meðal við- staddra var forsætisráð- herra, sem sveif milli manna í eins konar vímu þess sem hvorki skilur né hugsar um þau vandamál, sem við blasa. Einn af atvinnurekendun- um sneri sér að honum og spurði: hvernig ætlizt þér til, forsætisráðherra, fið hægt verði fyrir okkur að bjarga okkur í þessu kröfu- fargani. Ólafur Jóhannes- son, leit í kring um sig en sagði síðan svo ALLIR við- staddir heyrðu: „Fleygið ykkar til sunds og syndið þótt þið sjáið hvergi til lands“. Viðstaddir urðu agndofa, en við hverju er að búast. Hér með er þessum aðila heimilt að mótmæla þessu ef hann þorir, en því miður fyrir hann, eru of mörg vitni að þessum fáheyrðu um- mælum. Gleðileg jól! ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ -K-K-K-K-tc-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K*

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.