Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Síða 4

Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Síða 4
4 Mánudagsbiaðið Mánudagur 20. desember 1971 JÓLABÆKUR Kristleifur Þorsteinsson: Or byggðum Borgarfjarðar Samtíð Kristleifs Þorsteinssonar á Stóra-Kroppi hefur í þakkarskyni fyrir fróðleikssöfnun hans og rit- störf gefið honum hið yfirlætis- lausa en sviptigna sæmdarheiti frcsðaþidur. — Kristleifur hefur borið þetta réttnefni með sóma. Hann var þjóðkunnur sem búhöld- ur og gáfumaður, þegar hann hóf ritstörf sín, en með þeim hefur hann tryggt nafni sínu og minn- ingu langlífi með þjóðinni, enda þótt því hafi farið fjarri, að hann ynni þetta starf sér til auðs eða frægðar. Fyrir honum vakti það eitt að bjarga frá gleymsku merki- legum fróðleik um menn og háttu liðinna alda og ára. En það er ekki aðeins, að Krist- leifur á Stóra-Kroppi hafi forðað frá gleymsku fróðleik um menn og háttu í byggðum Borgarfjarðar. Hann hefur í sagnaþáttum sínum og frásögum brugðið upp myndum úr lífi þjóðarinnar, og komandi kynslóðir munu ekki síður kunna honum þakkir fyrir það starf en samtíð hans. Hann hefur lýst bæj- unum, búskaparháttunum og bænd- unum í Borgarfirði á löngu og merkilegu árabili. Hann hefur Iýst menntun og menningu þessa fólks, Iífsbaráttu þess og örlögum, rakið feril þess í blíðu og stríðu frá vöggu til grafar. Hann hefur kruf- ið til mergjar kjarnann í lífi og menningu íslendinga á liðnum öld- um, lýst á glöggan og áhrifaríkan hátt umhverfi, starfsskilyrðum, vinnubrögðum, aðbúð og dægra- dvöl íslendinga á sjó og í sveitum á tímabilinu, frá því að þjóðin fór afmr að rísa á legg og þangað til vélamenningin tók að leggja undir sig landið. Krisdeifur Þorsteinsson er fylgd- armaður lesenda sinna. Fer með þá um byggðir Borgarfjarðar, víðlent, fagurt og kostaríkt hérað. Hann sýnir þeim Borgarfjörðinn eins og hann var og er, og hann kynnir fyrir þeim hina gömlu, sérkenni- legu og skemmtilegu Borgfirðinga. Hann sannar ferðafélögum sínum, að hver einn bær á sína sögu, og hann rifjar upp fyrir þeim sögu fólksins, sem forðum lifði þar, starfaði og dó. ■— Bækur Kristleifs fjalla um Borgarfjörðinn og Borg- firðinga. En þær eru um leið annað og meira en tímabundin saga þess héraðs og íbúa þess. — Þær eru aldarspegill, þar sem lesandinn sér í megindráttum líf og starf þjóðar- innar á því tímabili, sem bækur Kristleifs ná yfir. — Samfylgd Kristleifs er ógleymanleg sökum kunnugleika hans og ratvísi. Og því, sem hann sér og sýnir, lýsir hann á hinu hljómþýða og þrótt- uga máli, sem lifað hefur hreint og mótað á vörum gáfaðs og heil- brigðs alþýðufólks öld af öld og kynslóð af lcynáóð. '**~*"~ Gleðileg jól! Farsælt komandi ár. □ Þökkurn gott samstarf á liðnum árum. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Krisdeifur Þorsteinsson hefur með ritstörfum sínum reist sér óbrotgjarnan minnisvarða með því að rækja skyldu við hérað sitt og sögu þess. Gunnar M. Magnúss: Bókin um Sig- vslda Kældalóns Þessi saga tónskáldsins og lækn- isins Sigvalda Kaldalóns skiptist í þrjá aðalhluta: Listamaðurinn og lífið, Frá vinafundum og Skrá yfir sönglög Kaldalóns. Aftast í bókinni er myndaörk, 16 blaðsíður, með myndum úr lífi hans. LISTAMAÐURINN OG LÍFIÐ segir frá foreldrum Kaldalóns og uppvexti hans í Reykjavík, frá námsárunum og hvernig tónlistin átti alla tíð hug hans. Þar segir einnig frá starfsárunum í Ármúla, í Flatey og í Grindavík, rakin er lífssaga læknisins og listamannsins á þessum stöðum þar sem hann dvelur og starfar, og allir verða þess- ir staðir sögufrægir vegna dvalar hans. FRÁ VINAFUNDfM eru minn- ingaþættir vina hafl's og vanda- manna, sem hver um sig lýsir Kaldalóns á sérstæðan hátt og eins og þeir kynntust honum. HÓTELSAGA OKKAR BEZTU JÓLA OG NÝÁRSÓSKIR. HITTUMST HEIL Á NÝJA ÁRINU ÆVINTÝRAHEIMUR AUSTURLANDA Bókin sem hefur verið ljúfasta lesning íslenzkra ung- menna í meira en hundrað ár er nú aftur fáanleg. ÞUSUND OG EIN NÓTT í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar Fyrsta bindi af þremur kemur út í dag. Síðari bindin ko'ma á næstu tveim árum. 615 bls. Verð kr. 880,00 + söluskattur. HE

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.