Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Blaðsíða 10

Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Blaðsíða 10
10 Mánudagsblaðið Mánudagur 20. desember 1971 JÓLABÆKUR Þjáðsögur Jáns Fáar þjóðir eiga aðra eins bók- menntadýrgripi þjóðsagna og ævin- týra sem við íslendingar. Stafar það ekki sízt af því, að hinir vitru fræðimenn undir forystu Jóns Árnasonar, sem unnu það þrekvirki að safna saman þessum sögnum er lifað höfðu á vörum þjóðarinnar frá ómunatíð, lém hið ferska tungutak, hina listrænu frásagna- snilld sagnameistaranna njóta sín; rituðu sögurnar upp eins og þær voru mæltar af munni fram en endurrituðu þær ekki í hinum lærða stíl vísindamanna eins og raun varð á í mörgum öðrum lönd- um. Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, hóf árið 1901 að gefa út úrval hins mikla safns Jóns Árnasonar í hand- hægum bókum, sem einkum voru ætlaðar börnum og unglingum. Þessar bækur eru löngu uppseldar og hafa þjóðsögurnar ekki verið fáanlegar í aðgengilegri útgáfu um langt skeið. ísafoldarprent- smiðja hefur nú hafið endurútgáfu þessara vinsælu bóka sem ungir og aldnir hafa lesið upp til agna í bókstaflegri merkingu allt frá því að þjóðsagnasafnið fyrst var prentað árið 1862. Alls verða bæk- urnar 9 að tölu þ. e. Huldufólks- sögtir, Galdrasögur, Utilegumanna- scfgur, Draugasögur, Seytján cevin- týri, Þrjátíu csvintýri, Tröllasögur, Uppvakningar og fylgjur og Nátt- úrusögur. Þetta bindi Galdrasögur er eins og Huldttfólkssögur, úrval úr hinu mikla þjóðsagnasafni Jóns Árna- soriar í umsjá Óskars Halldórssonar magisters og myndskreytt af Hall- dóri Pémrssyni listmálara. í því eru sögur um alla frægustu galdramenn fslands svo sem, Sæ- mund fróða, Galdra-Loft, Eirík á Vogsósum, Leirulækjar-Fúsa og fl. Þessi bók verður án efa jafn kærkomin æskufólki nútímans, sem hún var öfum þeirra og ömmum um síðustu aldamót. Stefnt er að því að útgáfunni Ijúki á næstu 3—4 árum. Að morgfii Höfundur bókarinnar, Matthías Helgason frá Kaldrananesi, fæddur 21. júní 1878, dáinn 29. marz 1966, hélt dagbók í sextíu ár. Á þessum áram hefur hann skrifað ýmsa þætti um menn og málefni og önnur þau fyrirbrigði lífsins, er hann taldi máli skipta. Minningar Matthfasar eru bæði stórfróðlegar og vel skrifaðar. Þótt nokkrir hafi á undanförnum áram rifjað upp ýmislegt úr lífi þjóð- arinnar á nítjándu öldinni. þá eru minningar Matthíasar á Kaldrana- nesi sérstæðar. ÁLAFOSS KYNNIR ULLARGÓLFTEPPl OG ULLARMERKIÐ Þetta er merki fyrir hreina, nýja nli.Við framleiðum eingöngu góifteppi úr ull.li Meira að segja úr íslenzkri ull. Og fulltrúar The Intemational Wool Sekretariat hafa komið til okkar í verksmiðjuna. Rannsakað ullina. Rannsakað teppin og heimilað okkur að merkja gólfteppin hinu alþjóðlega gæðamerki,-Ullarmerkinu: Eftirlikingar eru margar. Þær heita ýmsum, fínum erlendum nöfnum, en hafa eitt íslenzkt samheiti: gerviefni. Engin framleiðandi kallar þau ull. Ekki einu sinni ullarlíki. Það yrði aldrei þolað. Ull vex ekki á efnarannsóknarstofum. Hún vex á sauðkindinni. £ (O Kaupið örugga gæðavöru. Kaupið Álafoss gólfteppi! ÁLAFOSS WNGHOLTSSTRÆTI2. REYKJAVÍK, SfMI'13404 uraboðsmenn um allt land 9» tti m m 98. M/tí? PLASTDEILD: bréfabindi lausblaðabækur glærar möppur allar teg. glærir pokar frímerkjabækur og pokar bridgebakkar seðlaveski — veski fyrir ávísanahefti Múlalundur SÍMI 38400 - 38401 - 38450. SAUMASTOFA: Lilju-bindi borðdúkar damask (jólagjafir) gluggaklútar borðklútar gólfklútar diskaþurrkur handklæði TÖSKUDEILD: Innkaupatöskur fjölbreytt úrval. .UfltíO TtjllUcí miorið pu Samvinnubankinn óskar viðskiptavinum sínum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Samvinnubankinn

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.