Tíminn - 21.08.1977, Page 2
2
rnmmt
Sunnudagur 21. ágúst 1977
r
t*au voru öll mjög ánægA meft ferftina, sem þau fóru um SuAurland frá Höfn i Hornafiröi til Reykjavlkur. Gist var I Nesjaskóla, Klaustri og
Landmannalaugum. l.engst til v. er fararstjórinn Hallgrlmur Sæmundsson. Ljósm. Timinn Gunnar.
— Esper-
á ferð
um
ísland
Þeir 1000 menn, sem
komu hingað til lands
til þess að sitja Al-
þjóðaþing Esperantista
dagana 30. júli til 6. ág-
úst s.l., gerðu það ekki
endasleppt. Eftir um
viku fundarsetu og fjöl-
breytta dagskrá i liki
umræðna guðþjónusta,
leikliúsferða og lista-
sprangs yfirleitt, tóku
vel flestir sér ferð á
hendur um okkar
hrjóstruga stóra land.
Þar sem allar þjóðir
töluðu sömu tungu
Okkur finnst nú, að það
þurfi nokkur auraráð,
til þess að taka hverj-
um snúningi og krók,
sem boðið er upp á á
þessu landi, en þingset-
ar esperantista virtust
engar peningaáhyggj-
ur hafa. Þeir höfðu
reyndar engar áhyggj-
ur yfirleitt. Við tókum
á móti einum hópnum,
þar sem hann kom til
Iteykjavikur eftir
ferðalag frá Höfn i
Hornafirði fimmtudag
einn i fyrri viku og var
glatt á hjalla, þótt heitt
væri inni i rútunni og út
varla stætt.
Hefur talað
Esperantó
í tuttugn
og fimm ár
Fyrsta hittum við að máli
(hún sat reyndar fremst i rút-
unni) franska konu að nafni frú
Vierne. Hún sagðist kenna við
ladcnadeild háskólans i Mont-
pellierog vera i afslöppunarferð
frá starfi sinu. I 25 ár hefur hún
talað esperantó og segist helzt
ekki nota annað tungumál á
ferðum sinum. Annars fengum
við litið upp úr henni annað en
breitt bros, merki góðvildar og
ánægju.
Frú Vierne hrósaði sérstak-
lega óveðri sem þau höfðu lent i
i Landmannalaugum og sagði
slikt lifga mjög mikið upp á til-
veruna. Hún virtist tilbúin að
vaða vatn og eld fyrir okkar
Við smelltum mynd af honum hr. Turin. Hann var svo kiminn á
svip. Ljósm. Timinn Gunnar.
ið eftir mikla setu og drifum við
allan hópinn út i myndatöku. A
meðan verið var að raða sér
upp, töluðum við litillega við
brezka konu að nafni frú Davi-
es, en hún kvaðst sprottin frá
Morecambe á Englandi. Frú
Davies fórstrax að tala um feg-
urð Islands og ósnortna náttúru
þess, og lét það mjög ljúft i eyr-
um eins og venjulega.
Við spuröum frú Davies hven-
ær hdn hefði fengið þá flugu i
höfuðið að læra esperantó og
orðið svo virkur þátttakandi,
sem raun ber vitni. Hún kvaðst
hafa orðið ekkja mjög skyndi-
lega og hefði hún gengið i
esperantó hreyfinguna frekar
en að leggjast i sorg og sút. —
Mig langaði frekar til þess að
gera eitthvað ólíkt þvi, sem ég
áður þekkti, og ég valdi rétt.
Bezt hefði auðvitað verið að
kunna esperantó frá upphafi.
Málið gefur manni svo mikla
möguleika i lifinu, vináttu við
hið óliklegasta fólk og nýja inn-
sýn i lifið almennt.
rru Vierne f afslöppunarferð f tslands.
I.jósm. Tíminn Gunnar.
mikilfenglega land, eins og hún
kallaði Island. — begar hér var
komið sögu greip einn ferða-
langurinn inn i og sagðist vilja
koma þökkum sinum á framfæri
til allra þeirra, sem staðið hefðu
að ferðinni. Hún hefði verið al-
veg dýrleg, leiösögumaðurinn
fyndinn og skemmtilegur og bil-
stjórinn ekki af verri endanum.
Og það var kallast á á esper-
antó, en þvi miður, blm. skyldi
ekki nema undan og ofan af
þeim kveðjum.
Esperantó
gefur mikla
möguleika
í lífinu
Timi var til kominn til þess að
leyfa fólkinu aðhreyfa sig dálit-
Mig langaði til þess að gera eitthvaö ólfkt þvf, sem ég hafði áður
gert, sagði frú Davie Timamynd Gunnar.