Tíminn - 21.08.1977, Síða 9
Sunnudagur 21. ágúst 1977
9
Ný bók:
Annað bindi
Svæðameð-
ferðarinnar
er komið út
Bókaútgáfan öm og örlygur
hefur gefið út annað bindi bókar-
innar SVÆÐAMEÐFERÐ eða
ZONE TERAPI eftir Eunice D.
Ingham i þýðingu Jóns A.
Gissurarsonar. Bókin ber undir-
titilinn ..Skref til bættrar heilsu.”
A bókarkáþu segir að bók þessi
sé mikilvægur viðauki við fyrri
bók Inghams í henni sé skýrt frá
margs konar starfsreynslu, sem
áunnizt hafi i áranna rás — ekki
hvað sizt á sviði geðhrifa, sem
sköpum skipta um vellíðan fólks.
Höfundurinn segir meðal
annars í inngangsorðum: ,,Ég
vona mér auðnist i bók þessari að
svara á fullnægjandi hátt: Hvað
er svæða-meðferð? Þá verður
fjallað um svæða-meðferð og
tengsl hennar við fleti taugavið-
bragða, en óyggjandi rök verða
færð fyrirtilvist þeirra á fótum
manna. 011 liffæri og allir líkams-
hlutar eiga sér taugasvörun i ein-
um eða öðrum þessara flata.”
Þetta annað bindi Svæðameð-
ferðarinnar og bókin Hvað er
tölva, sem Orn og Orlygur gefa
einnigút, eru tvær fyrstu bækurn-
ar sem dreift er samkvæmt hinu
nýja bóksölukerfi, er samþykkt
var á bókaþingi siðastliðið vor.
Samþykkt þessa nýja kerfis var
sögulegur atburður, þvi að þar
var vikið frá fyrirkomulagi, sem
hafði verið i gildi i hart nær niutiu
ár.
Bókin SVÆÐAMEÐFERÐ er
sett i Prentstofu G. Benediktsson-
ar, prentuð hjá Offsetmyndum
h.f. og bundin i Arnarfelli h.f.
Vatn á
borgar
svæð
um
— sýning með
skýringum í
Norræna
húsinu
gébé Reykjavik — Anna Kristin
Þórsdóttir stendur fyrir skugga-
myndasýningu með skýringum,
um VATN A BORGARSVÆÐUM,
þriðjudaginn 23. ágúst n .k. kl. 20 i
fundarsal Norræna hússins. Að-
gangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Anna Kristin lauk meistarastigi
i arkitektúr frá University of
California i Los Angeles i júni s.l.
I lok myndasýningarinnar mun
hún kynna lokaverkefni sitt, gos-
brunn fyrir göngugötuna i Aust-
urstræti, sem hún gerði undir
handleiðslu Charles Moore.
SÆNSK FURA
Allir gæðafíokkor - Allar
stærðir - 3ja mdnaða erlendur
greiðslufrestur - Til afgreiðslu
með fyrstu skipsferð.
L. M. JÓHANNSSON & CO.
Símar: 20-030 & 20-743
Þingholtsstræti 27 - Reykjavik
IsIaíalsIáíalálalalalalalalalálaBIslálálalalálsIalalálalalÉiIalalalalalalsIalslalslsls
$ SAMBANDIÐ BYGGINGAVQRUR
SUÐURLANDSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRÁARMÚLA29
lálálálálálálálálátáláláláláSIálálálálálálálálálálálálálálálálálálálálálálálálálálálá
Anna Kristin Þórsdóttir