Tíminn - 21.08.1977, Síða 10
10
Sunnudagur 21. ágúst 1977
Áttræður:
Pálmi Einarsson
Mánudaginn 22. ágúst verður
Pálmi Einarsson, fyrrverandi
lándnámsstjóri áttræður.
Hann er fæddur að Svalbarði i
Miðdölum, sonur Einars Guð-
mundssonar, bónda á Svalbarði
og konu hans Sigriöar Pálma-
dóttur, bónda á Svalbarði Ólafs-
sonar. Standa að honum merkar
bændaættir, sem eigi verða
raktar lengra hér. Pálmi ólst
upp á Svalbarði með foreldrum
sinum og bræðrum, þeim ólafi,
siðar héraðslækni i Laugarási
og Hafnarfirði og Jósef er lézt á
námsárum sinum við Hafnar-
háskóla og vann þar að búi for-
eldra sinna öll venjuleg bústörf.
Naut hann i bernsku hinnar
hefðbundnu barnafraAslu, sem
stóð jafnan skamma stund, en
reyndist honum sem fleirum
haldgott veganesti.
NÍtján ára hleypir Pálmi
heimdraganum og fer i bænda-
skólann að Hólum i Hjaltadal,
þar sem hinn kunni áhuga- og
atorkumaður Sigurður Sigurös-
son, stjórnaði skóla og búi.
Kennaralið skólans var þá
sem oftar skipað valinkunnum
hæfileika-og hugsjónamönnum,
sem með skólastjóra i broddi
fylkingar tókst ekki aöeins að
fræða námssveina heldur einnig
vekja hjá þeim bjartsýni og trú
á landið.
Pálmi Einarsson hefur á
langri starfsævi verið dæmi-
gerður Hólasveinn þessa tima-
bils. Hann lætur ekki staðar
numið við búfræðingsprófið,
heldur hugsar til meira náms.
Hann heldur til Danmerkur.
Þar stundar hann búnaðar-
skólanám á Fjóni i 4 mánuði
1918 og verklegt nám á árunum
1919 og 1920 við Mýratilrauna-
stöðina i Herning og á tilrauna-
stöðinni i Blangsted. Að þvi
búnu innritast hann i Land-
búnaðarháskólann i Kaup-
mannahöfn og lauk þaðan
kandidataprófi á skemmsta
tima vorið 1923, enda prýðilegur
námsmaður. Að námi loknu
réðzt Pálmi sem kennari við
bændaskólann á Hvanneyri 1923
og stundar þar kennslu við
góðan orðstir til ársins 1925, er
hann ræðst til Búnaðarfélags ts-
lands sem jarðræktarráðunaut-
ur. Þvi starfi gegnir hann óslitiö
til ársloka 1946, en 1947 er hann
ráðinn landnámsstjóri og gegnir
þvi starfi til ársins 1969 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Leiðir okkar Pálma lágu
saman i Búnaðarfélagi tslands.
Erég réðst til félagsins siðla árs
1937 hafði Pálmi starfað þar um
12 ára skeiö og þegar getið sér
orðs fyrir frábæran dugnað i
starfi. Tókust þegar með okkur
góð kynni. Bar tvennt til. Ég
hreifst af eldmóði hans og
dugnaði og hitt, að viö vorum þá
um skeið póHtiskir samherjar i
Bændaflokknum og höfðum
mikla trú á þvi, aö sá flokkur
ætti eftir að eflast og verða
landbúnaðinum lyftistöng.
Pálmi Einarsson var þá i
blóma lifsins, friður sýnum i
lægra meðallagi á hæð, en þrek-
inn og karlmannlegur, skarp-
gáfaður,flugmælskur, óbilgjarn
atorkumaður að hverju sem
hann gekk og svo bjartsýnn
hugsjónam aður, að stundum
sást hann vart fyrir. Þótt störf
okkar hjá Búnaðarfélagi Is-
lands væru á ólikum sviðum,
Pálma öll á sviði jarðræktar, en
min á sviði sauðfjárræktar, þá
kynntumst við fljótt og vel eins
og áður er að vikið. Sérstaklega
gáfust tækifæri til góðra kynna
á ferðalögum til námskeiös- og
fundarhalda meöal bænda á
vegum Búnaðarfélags Islands.
Oft vorum við Pálmi saman i
slikum ferðum, sem þá voru
stundum erfiðar miöað við nú-
tima þægindi. Ég á margar
ógleymanlegar endurminningar
frá slikum ferðum með Pálma.
Starf Pálma Einarssonar hjá
Búnaðarfélagi tslands var
bændum landsins og eigi siður
þeim, sem i þéttbýli bjuggu, en
þurftu að styðjast við landnytj-
ar til ómetanlegs gagns. Hann
valdi ræktunarlönd, leiðbeindi
um framræslu og aöra þætti
jarðræktar ekki sizt allt er varð-
aði áburðarnotkun, ýmist á
staðnum, þar sem brjóta skyldi
land eða I ræðu og riti á fundum
og i búfræðiritum og dagblöð-
um. Afkð'st Pálma voru frábær.
A vetrum sat hann langtimum
saman við kortagerð ræktunar-
landa. Nú er því miður of mikiö
af þeim túnum, sem Pálmi
stuðlaði að ræktun á i nágrenni
kaupstaða og þorpa komin undir
byggingar og malbik, en þau
stuðluðu að aukinni framleiðslu
búvöru,sem þá skorti viða eink-
um mjólk, og bættri afkomu
þeirra, sem lönd þessi nýttu.
Pálmi kvæntist haustið 1925
gáfaðri og glæsilegri gæðakonu
Soffíu Sigurhjartardóttur frá
Uröum i Svarfaðardal. Þau hjón
hafa eignazt 8 börn. Sex þeirra
eru á lifi tvær dætur og fjórir
synir öll hið mætasta fólk.
Pálmi lét sér ekki nægja aö
veita leiðbeiningar um ræktun
og landbúnað yfirleitt. Hann
vildi fást við vandann i virki-
leikanum, takast persónulega á
við vandamálin. Til þessað full-
nægja þessari hugsjón sinni
reisti Pálmi nýbýlið Urðir við
Engjaveg i Reykjavik árið 1928
löngu áður en Nýbýlalöggjöfin
gekk i gildi. Þau hjónin ásamt
börnum bjuggu að Urðum og
stunduðu búskap þar til á árinu
1940 að þau hættu búskap og
seldu eignina. Pálmi fór ekki
varhluta af erfiðleikum land-
búnaðar á kreppuárunum frem-
ur en aðrir bændur landsins.
Búskapurinn færði honum ekki
auð en yndi og þroskandi starf
fyrir hann og fjölskylduna sem
öll vann hörðum höndum að bú-
skapnum. Avöxtur þessarar bú-
skapariðju þeirra hjóna, Soffíu
og Pálma, mer meðal annars
sonur þeirra Friðrik sem lagði
stund á búvisindanám og er nú
að öðrum ólöstuðum einn fær-
asti eða færasti sérfræðingur
okkar Islendinga i næringar-
fræði og lifeðlisfræði nytjajurta.
Arið 1947 urðu mikilvæg tima-
mót i ævi og starfi Pálma
Einarssonar. Hann var I byrjun
þess árs ráðinn landnámsstjóri.
Hafði þá verið endurskoðuð og
stórlega endurbætt eldri löggjöf
um nýbýlastofnun. Tók Pálmi
við starfi á þessu sviði af Stein-
grimi Steinþórssyni, búnaðar-
málastjóra, sem hafði gegnt
starfi nýbýlastjóra frá 1936 og
verið einn af mestu áhuga- og
hugsjónamönnum nm nýbýla-
myndun hér á landi. Steingrim-
ur hafði rutt brautina en við
fjárþröng og erfið skilyrði.
Samt hafði honum orðið allvel
ágengt. Er Pálmi tók við, þá var
fjárhagur rikisins rýmri, lög-
gjöfin viötækari, meðal annars
um fjármögnun og mögu-
leikarnir þvi meiri til að láta
hugsjónirnar rætast. Þetta var
happ Pálma Einarssonar. Nú
fékk starfsþróttur hans að njóta
sin um skeið. Fjöldi nýbýla var
reistur, ýmist með uppbyggingu
eyðibýla, skiptingu stórbýla i
tvö eða fleir býli eða með bygg-
ingu byggðahverfa. Þá keypti
landnámið gjarna eina eða fleiri
landstjórar jarðir með góð
ræktunarskilyrði, skipulagði
landið til ræktunar, skipti þvi i
hæfilegar spildur til nýbýla-
myndunar, hóf ræktun og annan
undirbúning landnáms og af-
henti svo landið þeim sem
óskuðu eftir að reisa nýbýli.
Ennfremur voru reist allmörg
garðyrkjunýbýli og smábýli, á
fáum hekturum lands, þar sem
ýmsir, sem ræktun unnu, en
höföu oft aðaltekjur af öðru en
landbúnaði, fengu tækifæritil að
sinna búskap. Einn þáttur i ný-
býlastarfseminni var um skeið
að spoma við þvi að jarðir sem
höfðu dregizt aftur úr i fram-
kvæmdalegu tilliti færui eyði og
var veitt til þess nokkru fé ár-
lega á timabili. Við öll þessi fjöl-
þættu störf sýndi Pálmi Einars-
son frábæran dugnað og góð-
vild. Hann vildi hvers manns
vanda leysa svo fremi að lög
leyfðu og sá ætið hina björtu hlið
á hverju máli. Eru þeir bændur
margir, lífsog liðnir, sem kunna
Pálma þakkir fyrir hjálpfýsi
hans og góðvilja i þeirra garð.
1 starfi landnámsstjóra naut
Pálmi sin bezt og fékk að sjá
margar hugsjónir sinar rætast.
A þvi timabili sem Pálmi var
landnámsstjóri voru reist undir
hans umsjón og að hans ráðum
794 nýbýli þar af 31 garðyrkju-
býli og 41 smábýli, auk þess sem
hann kom i veg fyrir að 169
jarðir færu i eyði. En enginn af-
rekar miklu án þess að gera
mistök. Bjartsýni Pálma leiddi
hann stundum i nokkrar ó-
göngur. Hann var svo bjartsýnn
og hafði svo mikla trú á landið
aö honum fannst alls staðar
hægt að reisa nýbýli svo fremi,
að þar væri raki i jörðu eða
mýrarteigingar til að ræsa og
plægja. Kom þvi fyrir að of
erfið lönd væru tekin til nýbýla-
myndunar. 1 annan stað leiddi
þróun mála, tæknivæðingin með
meiru til þess að stefna sú
semfylgt hafði verið um nýbýla-
myndum frá þvi snemma á
þessari öld fram yfir 1960, hlaut
að taka breytingu eða snúast al-
veg við. Fram að þeim tíma var
fjölgun býla og tilfærsla búsetu
úr afskekktum, illræktanlegum
stöðum á auðræktanlegri staði
lifsnauðsyn fyrir bændur og
þjóðina i heild. Með tækni-
þróuninni og siaukinni vél-
væðingu jókst framleiðsla á
hverju búi, býlum þurfti ekki
lengur að fjölga, af þvi aö unga
fólkið átti kost á ágætri atvinnu
við annað en landbúnað og
nauðsyn var að býlin yrðu ekki
of smá til aö gefa bændum nú-
tiðar og framtiðar möguleika til
tagkvæms vélvædds bú-
reksturs.
Þegar hér var komið sögu var
jafnvel nauðsynlegra að sam-
eina smábýli heldur en skipta
stórbýlum. Fyrir aldurs sakir
þurfti Pálmi að hætta störfum
áður en þessi breyting gekk að
fullu i garð. Var það hans happ,
þvi að örðugthafði hann átt meö
að kvika frá fyrri stefnu. Enn
eru ótalin ótal störf, sem Pálmi
Einarsson hefur gengt i þágu
landbúnaðarins. Hann hefur átt
sæti i ýmsum milliþinganefnd-
um um undirbúning land-
búnaðarlöggjafar, t.d. við að
semja frumvarp til laga um
Rannsóknir og tilraun i þágu
landbúnaðarins 1939-’40, endur-
skoðun jarðræktarlaga á árun-
um 1946-’47, landnámslaga 1956,
ábúðarlaga 1959-’60 og erfða-
ábúðarlaga 1960. Pálmi var full-
trúi Kjalnesinga á Búnaðar-
þingi 1939-’40, og átti sæti i
Verkfæranefnd 1942-’50. Hann
var i tilraunaráði jarðræktar
frá stofnun þess 1940 þar til
skipan þeirra mála var breytt
1965 og formaður þess. Hvildi
umsjón tilraunastöðvanna i
jarðrækt, fjáröflun, uppbygging
og skipulag tilraunamála jarð-
ræktar mest á herðum hans á
þessu timabili. Pálmi átti sæti i
stjórn Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins, eftir skipulags-
breytingu rannsóknarmála með
löggjöf 1965 til ársins 1970. Hann
var kjörinn af Búnaðarfélagi Is-
landsiritnefndFreysfrá 1946 til
1973.
A langri starfsævi hefur
Pálmi ritað fjölda greina og rit-
gerða um jarðræktarmál og
fleira er landbúnað varðar,
meðal annars kennslubók fyrir
bændaskóla um Vatnsmiðlun-
framræslu og áveitur.
Pálmi hafði lengst af nokkur
afskipti af stjómmálum. Hann
gekk i Framsóknarflokkinn eft-
ir að Bændaflokkurinn hætti
störfum og bauð sig fram við Al-
þingiskosningah i Dalasýslu en
tókstekkiað fella Þorstein Þor-
steinsson sýslumann. Siðustu
starfsárin lét Pálmi stjórnmál
að mestu afskiptalaus, en gekk
þvifastarfram i abalstarfi sinu.
Siðan Pálmi lét af starfi land-
námsstjóra hefur hann lifað
friðsælu og kyrrlátu lifi ásamt
konu sinni á heimili þeirra i
Reykjavik og litur yfir athafna-
sama ævi á hinu mesta
breytinga- og framfaraskeiði
sem þjóðin hefur lifað siðan
land byggðist. Hann má vera
ánægður með þann mikla hlut
sem starf hans hefur átt i fram-
förum landbúnaðarins siðustu
sex áratugina. Fyrir hönd
Búnaðarfélags íslands og
bænda landsins færi ég Pálma
Einarssyni þökk fyrir allt hans
fjölþætta mikla og merka starf.
Að lokum árnaég og kona min
þeim hjónum Pálma og Soffiu,
allra heilla á þessum timamót-
um með ósk um, að ævikvöld
þeirra megi verða þeim
ánægjulegt og bjart.
Halldor Pálsson
Áttræður:
Sigurður Greipsson,
Haukadal
Arin liða, ævin þverr, en
minningar liðinna ára eru
geymdar i tölvu heilabúsins, að
visu misjafnlega skýrar. En ef
hrist er upp i hólfum minning-
anna, koma þó viöburðir liðinna
ára æ betur i ljós. Það er likast
þvi, að maður horfi á kvikmynd,
frá æsku til elliára, sem liður
misjafnlega skýrt og hratt fyrir
augum áhorfenda eða áheyr-
enda. Fátt gleymist af þvi sem
mikilvægast er. Hitt er móðu
hulið, er ekki skiptir máli. En
hvað Sigurð snertir má segja að
hver viðburðurinn hjá honum
taki við af öðrum. Allt hans lif
hefur verið hlaðiö störfum og
athöfnum. Raunar er svo enn,
þótt minna kveði að þvi nú en
áður fyrr, sem eðlilegt er.
Foreldrar Sigurðar voru
heiðurshjónin Greipur Sigurðs-
son bóndi i Haukadal og Katrin
Guðmundsdóttir frá Stóra-Fljóti
i Biskupstungum.
Kona Sigurðar er frú Sigrún
Bjarnadóttir bónda á Bóli i
Biskupstungum Guömundsson-
ar. Hún hefur verið honum stoð
og stytta um áratugaskeið. A
þessu ári eru 50 ár liðin siðan
Sigurður stofnaði iþróttaskóla
sinn, sem hann rak óslitið þar til
fyrir sjö árum siðan. Þar eð
þetta var heimavistarskóli, var
þar vitanlega oft þröng á þingi.
Það reyndi þvi ekki síður á hug-
kvæmni og ráðsnilld konu hans
að sjá öllu farsællega borgið, en
forsjá húsbóndans. — Sigurður
kennir sig ávallt við Haukadal,
enda er hann fæddur þar 22.
ágúst 1897.
Sigurður hugði snemma á
fræðslu i íþróttum og iþrótta-
kennslu. Til að byrja með hóf
hann nám í Flensborgarskólan-
um 1916 og ári siðar stundaði
hann nám við búfræðiskólann á
Hólum i Hjaltadal. Þetta dugði
þó engan veginn hinu unga og
áhugasama iþróttamannsefni,
þvi nú var það ungmennafélags-
hreyfingin og iþróttastarfsemin
innan þeirra félagasamtaka,
sem tóku hug hans fanginn. —
Til að vera betur búinn undir
starfsemi í þeim félagsskap,
brá hann sér til Noregs og
stundaði nám við lýðháskólann i
Voss árið 1920 og nokkru siðar
fór hann til Danmerkur, nánar
tiltekið 1926-27, og stundaði þá
nám við iþróttaskóla Niels
Bukhs i Ollerup. Að þvi námi
loknu stofnaði hann iþróttaskóla
sinn i Haukadal 1927, svo sem
fyrr er sagt frá. Auk þessa var
hann jafnframt bóndi og gest-
gjafi við Geysi.
Samhliða þessu var Sigurður
formaður héraðssambandsins
Skarphéðins 1922-1966 og var
gerðurað heiðursformanni þess
félags árið 1966. Jafnframt var
hann i stjórn UMFl 1927-30.
Glfmukonungur Islands var
hann árin 1922-27, eða samtals
um fimm ára skeið.
Þá má geta þess, að hann tok
þátti glimuför tilNoregs 1925 og
til Danmerkur ári siðar.
Um skeið ferðaðist hann viða
um Austurland á vegum Ung-
mennafélags Islands og tþrótta-
sambands Islands. t þeim ferð-
um lagði hann aðallega stund á
fræðslu um iþróttir og bind-
indismál. Hann fór landleiðina
austur. Þá voru öll vötn óbrúuð
og þvi mjög svallsamt að ferð-
ast á þeim tima. Honum er það
mjög minnisstætt, er hann fékk
fylgd Hannesar á Núpsstað
austur á Skeiðarársand. Ferðin
þangað austur gekk, að heita
mátti, mjög greiðlega. Þar átti
að koma á móti honum maöur
frá Skaftafelli og hafa með sér
hest handa Sigurði og vaðstig-
vél. Þegar til kom voru vaðstig-
vélin alltof litil á Sigurð, svo að
hann varð að riða Skeiðará án
stigvéla. Þetta kom þó ekki að
sök, þvi Sigurður var volki van-
ur, ungur og hraustur. Eftir
þetta gekk ferðin allvel austur.
Hann hélt allviða hvatningar- og
fræðslufundi. 1 þeirri för komst
hann lengst austur til Seyðis-
fjarðar. Þar rölti hann um
ölduna og gekk niður i tangann,
sem snýr að Búðareyrarvegi.
Þar rakst hann á ungan mann,
sem hann tók tali. Þetta reynd-
ist vera Ingi T. Lárusson tón-
skáld. Ingihefur vafalaust boðiö
honum inn til móðursystur sinn-
ar, Kristinar Wium, sem þar
átti þá heima. Að minnsta kosti
man Sigurður ennþá nafnið
Kristin Wium. 1 næsta húsi bjó
einnig bróðir Inga, Gisli, sem
kvæntur var dóttur Bjarna Þor-
steinssonar, tónskálds á Siglu-
firði. Faðir Inga, Lárus Tómas-
son, var af skagfirzkum ættum.
Hann átti heima innst á Búðar-
eyrarveginum skáhallt á móti
tanganum. Þar átti Ingi tón-
skáld heima. Hann bauð Sigurði
að koma heim með sér og sagð-
ist skyldi spila fyrir hann nokk-
uð af fegurstu tónverkum sin-
um. — Sigurði segist frá, að
dvölin á heimili Inga tónskálds
hafi verið ein af ánægjulegustu
stundum sinum á Austurlandi
og sé sér alveg ógleymanleg.
t hreppsnefnd var Sigurður
um skeið. — Arið 1959 var hann
sæmdur riddarakrossi Fálka-
orðunnar. Ennfremur var hann
gerður heiðursfélagi Iþrótta-
sambands tslands og Glimu-
sambands tslands.
Sigurði kynntist ég ekki fyrr
en á þriðja tugi þessarar aldar,
er við nokkrir prentarar starf-
ræktum prentsmiðjuna Acta.
Sigurður var þá orðinn formað-
ur héraðssambandsins Skarp-
héðins. Hann flutti alla prentun
fyrir félagið til okkar og hélt
þeim viðskiptum áfram unz
prentsmiðjan var seld. Siðan
hefur vinskapur okkar Sigurðar
haldizt óslitinn og heldur aukizt,
eftir þvi sem á árin hefur liðið,
enda hefi ég sjaldan fyrirhitt á-
nægjulegri samtiðarmann.
Alla sina ævi hefur Sigurður
stundað iþróttir af alhug og þá
ekki sizt islenzka glimu. Nú
mun hann hafa lagt glimuna á
hilluna, þó að þvi undanskildu,
að nú hefurhann hafið glimu við
Elli kerlingu, sem alla hefur
hingað til lagt að velli. Þó vona
ég að enn liði nokkur timi unz
henni tekst að koma honum á
kné.
Af tilefni þessa merka afmæl-
is Sigurðar, óskum við hjónin
honum, konu hans og ættingjum
heilla og velfamaðar á ókomn-
um árum.
Að lokum þakka ég Sigurði og
konu hans góð kynni og ánægju-
leg á liðnum áratugum.
Jón Þórðarson