Tíminn - 21.08.1977, Page 12

Tíminn - 21.08.1977, Page 12
12 mrnxn. Sunnudagur 21. ágúst 1977 gróður og garðar Vallhumall 20/7 1977 Lokasjóöur 27/7 1977 Blómguð, ilmandi smárabreiða býður jafnan af sér góðan þokka. óblómgaður er smárinn auðþekktur á þriskiptum laufunum. Stöku sinnum eru blöðin margskiptari. Börnin leita að fjögurra laufa smára, þvi að þá má óska sér einhvers, og samkvæmt gamalli þjóðtrú, átti óskin að rætast. Hér vex hvitsmári viöa, renglur hans skriða við jörð. Þær voru seyddar til matar fyrr á tið viða i norðlægum löndum. Smári er á- gæt fóðurjurt. Á rótum hans lifa bakteriur, sem vinna köfnunar- efni úr loftinu og bæta þannig jarðveginn. Sé smárafræi sáð i jörð þar sem hann hefur ekki vax- ið áður, þykir vænlegt að smita fræið með „bakteriumold” þá þrifst smárinn betur en ella. Steinefnarikur jarðvegur á bezt við hann,enda er hann gróskuleg- ur á áreyrum og fram með lækj- um. Mikil áburðargjöf verður oft til þess að hann hverfur úr túni, grösin vaxa honum yfir höfuð. Blömakolla smárans má nota til litunar, og fallegir eru þeir i blömakeri. Hve margra laufa smára hafið þið fundið? Eitt sumarið komu börn með 5, 6 og 7 laufa smára til undirritaðs! Margir þekkja vallhumal, ein- hverja frægustu lækningajurt fyrri tima — og enn hagnýttan. Hér gefurað lita vallhumalvönd i flösku, hann endist lengi i vatni. Þið sjáið finskipt blöðin og hvita körfusveigina. Stundum eru þó blómin bleik eða rauð. Vallhum- all sést allviða út um hagann og rautt afbrigði er ræktað til skrauts. öll jurtin ilmar. Vall- humall er einkum algengur i sendnu landi og harðbalajörð, en vex lika viðgarða og viðar. Sagn- ir herma að griski fornkappinn Akkilles hafi notað vallhumal til sáralækninga. Herlæknir Nerós Rómverjakeisara kallaði vall- humalinn hermannajurt, og öld- um saman höfðu hermenn hann i töskum sinum, bæði sem græði- jurt og seyði af honum til að bæta meltinguna, m.a. gegn niður- gangi, enda er i honum sútunar- sýra o.fl. virk efni. Trésmiðum þótti lika gott að geta gripið til vallhumals og kölluðu Frakkar hann smiðsjurt. Smyrsl til geymslu hafa löng- um verið gerð með þvi að sjóða saman vallhumal og ósaltað smjör. Voru smyrslin einnig not- uð i bakstra. Seyði af blómguðum vallhumli drukkið gegn lystar- leysio.fi. meltingarkvillum, (lofti i þörmum m.a.) kvefi og hósta. ,,Sá sem hefur ofetið eða ofdrukk- ið að kveldi drekki að morgni til vel sterkt vallhumalsseyði, og hefur hann gott af þvi”, segir i gömlu bókinni „Grasnytjar” eftir séra Björn i Sauðlauksdal. Kannski hafa forfeður vorir á söguöld drukkið vallhumalsöl, áður en humallinn kom til sög- unnar,einhversstaðar að sunnan og austan. Rannsóknir hafa leitt i ljós, að beiskjuefni vallhumals bæta geymsluþol öls — og þetta var kunnugt af reynslunni fyrir löngu. Vallhumall vex viða um lönd. Hann var notaður til lækn- inga austur i Kina löngu fyrir vort timatal.A 16.öld settu Þjóðverjar aldin vallhumals i vin, svo það geymdist vel. A Bretlandseyjum þvoðu skartkonur andlitið upp úr vallhumalsseyði fyrr á tið, til að eyða hrukkum og fegra húðina. Vallhumallinn á sannarlega sina sögu. Garðrækt mun hafa verið sára- litil hér á landi á umliðnum öld- um, alltfram á okkar öld. Liklega hafa þó verið til einstaka garðar þegar á landnámsöld, það er ólik- legtannað, þvi að landnámsmenn ýmsir haf hafa þekkt eitthvað til garðyrkju i heimalöndum sinum, Norðurlöndum og Bretlandseyj- um. Enda getið laukagarða og talsverðrar kornræktar. Menn hagnýttu sér og ýmsar villijurtir til matar, krydds og lækninga. Hér á landi hafa fjallagrös, söl og hvönn verið mikilsverðar mat- jurtir öldum saman, jafnvel helzta „grænmeti” okkar Islend- inga. Skal hér litillega vikið að fjallagrösunum. Þau eru mógrá og margflipótt (ljósgrá eða dökkgrá), ofurlitið brjósk- kennd. Þau liggja flöt nema i vætu risa þau nokkuð upp og þá er auðveldastaðtina grösin. Myndin sýnir fjallagrös, tind norður i Aðalvik á Ströndum i júli. Þetta eru væn grös, skæðagrös voru slik grös oft kölluð. Fjallagrös vaxa mjög hægt og eru mörg ár að ná fullri stærð. Þau voru algengur matur fyrr á tið, einkum soðin i mjólk (grasa- Slý úrTjörninni iReykjavik 2. ág. Smári 20/7 1977 Ingólfur Davíðsson: Blóm á hundadög

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.