Tíminn - 21.08.1977, Side 13
Sunnudagur 21. ágúst 1977
13
mjólk), hri'sgrjón stundum soðin
með. Allmikil næring er i fjalla-
grösum, þ.e. kolvetnissambönd
aðallega, allt að 60% þurrefnis-
þyngdar. Litið er um köfnunar-
efnissambönd i þeim og öðrum
fléttum, en talsvert af ýmsum
fléttusýrum, er sumar hafa beiskt
eða rammt bragð. Hafa sumar
sýrurnar talsverða bakteriudrep-
andi eiginleika, enda hafa fjalla-
grös lengi verið notuð til lækn-
inga. Fjallagrasate hefur m.a.
slimleysandi áhrif og er notað
gegn kvefi og hósta. Einnig voru
fjallagrös talið góð við ,,maga-
vindi og uppþembingi” — og yfir-
leitt bæta meltinguna. Fjalla-
grasaseyði var um skeið notað
gegn berklum, unz völ var á nýj-
um sterkari lyfjum. Hver veit
nema almenn neyzla fjallagrasa
hafi verið talsverð berklavörn
fyrrá öldum? Þurrkuð og hreins-
uð fjallagrös geta geymzt árum
saman óskemmd.
Fjallagrös vaxa viða i norðlæg-
um löndum og til fjalla sunnar.
helzt á fremur ófrjóum graslitl-
um stöðum, enda þola þau illa
samkeppni við hraðvaxta jurtir,
sem fljótt vaxa þeim yfir höfuð.
Rætt var um slýið mikla i
• Reykjavikurtjörn f siðasta þætti.
Þessi græni flóki hefur lengi und-
anfarið hulið verulega hluta
Tjarnarinnar. Endurnar synda
innan um og lita út álengdar sem
dökkirdeplar. Hér er nærmynd af
slýinu, það likist helzt grænlituð-
um ullarflóka.
Stóra göndla eða flækjur rekur
á land, fyrst þunga og vatns-
mikla, en lauflétta er þeir þorna.
Jurtamyndirnar i þennan þátt
o.fl. þætti hafa ljósmyndarar
Timans tekið að ósk höfundar,
sem færði þeim jurtirnar.
Nú fer berjatiminn i hönd, lik-
lega verður talsverð berjaspretta
i sumar. Margt kaupstaðafólk
sækir þá að venju út i sveitirnar
og fær leyfi til berjatinslu gegn
vægu gjaldi viðast hvar. Flestir
biðja um leyfi — enda sjálfsagt —
og borga með glöðu geði. Ein-
staka læðist þó litilmótlega með
tinu sina i berjalönd, en taka þó
„rukkun” vel ef að þeim er kom-
ið. Ot af kann samt að bregða.
Sögur ganga af vel klæddri frú
sem stappaði niður fótum, fnæsti
og skvetti úr berjailátinu!
Kannski er hún lika svona heima
hjá sér?
Ég brá mér norður i land ný-
lega. Alls staðar virtist kafgras,
bæði á ræktuðu og óræktuðu
landi. Minnist ég þess ekki að
hafa séð svona jafnvel sprottið
áður, t.d. út með Eyjafirði.
A Akureyri sá ég i einum garði
eplatré alsett hálfþroskuðum epl-
um 8/8, og er það sannarlega ó-
venjulegt. Þetta o.fl. eplatré
höfðu i vor verið alþakin snjóhvit-
um blómum. Disarunnar, einkum
Syringa Reflexa, höfðu blómgazt
mikið.
Mörg börn hafa einhvern tima
leikið sér að peningagrasi, öðru
nafni lokasjóð. ,,Þú ert löngum
mér i minni, mikið gull i' pyngju
þinni”kvað einn er hann minntist
bernskunnar. Lokasjóður er
brögðóttur einsog nafngjafi hans,
Loki ásatrúarinnar. Hann hefur
blaðgrænu og vinnur kolefni úr
loftinu eins og aðrar grænar jurt-
ir.Ensvoaflar hann séraukabita
með þvi að láta örmjóar rótar-
greinar vaxa inn i rætur grasa og
fleiri nábúajurta og sjúga úr þeim
næringu! Hann er sem sé hálf-
snlkjujurt eins og t.d. mistilteinn-
inn, þó hann vaxi ekki beinlinis á
öðrum jurtum. Margt er ein-
kennilegt i náttúrunnar riki.
Fjallagrös, tekin i Aðalvik á Ströi
Smáravöndur f keri 20/7 1977