Tíminn - 21.08.1977, Side 16
16
Sunnudagur 21. ágúst 1977
Um sögu Acta og arftaka hen
siðar prentsmiðjustjóra Rikis-
prentsmiðjunnar Gutenbergs, til
að meta eignirnar. Persónulega
þótti mér mat hans óforsvaran-
lega lágt, en varð þó að sætta mig
við það að mestu er til sölu kom.
Þó hafði bókbandiö ekki verið
metið, enda virtist mér sem
matsmaður hafi ekki reiknað meö
þvi að kaupendurnir kæröu sig
um það. Enda reyndist svo, er til
kaupanna kom. Hjólið snerist þó
á þann veg að lokum að þeir sáu
sig um hönd, sem siðar mun sagt
frá.
15. ágúst 1936 berast mér eftir-
farandi tvö bréf
,,Rvik, 15. ágúst 1936
Hér með tilkynnist yður aö ég
segi hérmeð upp samkomulagi
um prentun Nýja dagbláðsins i
prentsmiðju yðar frá 1. október
næstkomandi. — Fá þeim degi
munu viðskiptin verða flutt úr
prentsmiðju yðar.
Hermann Jónasson.
Til forstjóra prentsmiöjunnar
Acta Rvik.”
Hitt bréfið hljóðaði svo:
„Reykjavik, 15 ágúst 1936.
Hér með leyfi ég mér að til-
kynna yður aö útgefendur blaös-
ins Timinn i Reykjavik hafa
ákveðið að hætta að skipta viö
prentsmiðju yðar um prentun á
blaðinu frá 1. okt. 1936
Virðingarfyllst,
F.h.blaðsinsTiminn
Magnús Stefánsson
Til Prentsmiðjan Acta h.f.,
Reykjavik.”
Þegar mér bárust þessi bréf
var mér ljóst aö annaöhvort væru
þeir nú ráðnir i aö kaupa Acta eða
flytja prentun blaðanna i aðra
prentsmiðju eða prentsmiðjur.
Mér var það fyllilega ljóst, að
Ólafur Thors vildi selja og hinir
væru liklegir til að kaupa. Hafði
ég þá samband við ólaf og Guð-
björn og skýrði þeim frá framan-
greindum bréfum. Það varð svo
aö samkomulagi milli okkar að
mér var falið að sjá um sölu
prentsmiðjunnar. Ólafur mun svo
hafa tjáð Jóni Arnasyni i Sam-
bandinu að mér heföi verið falin
sala prentsmiðjunnar. Væntan-
legir kaupendur tilnefndu af sinni
hálfu þá Sigurð Jónasson, for-
stjóra Tóbaksverzlunarinnar og
Jón Arnason i Sambandinu, siöar
bankastjóra. Sigurður var mér
allvel kunnugur frá þeim ti'ma er
hann var við lögfræðinám i Há-
skóla tslands þvi þá vorum við
um tima mötunautar hjá Vigdisi
matselju i Grjótagötu 4, húsi
Stefáns Eirikssonar tréskurðar-
meistara. Jón Arnason mætti
aldrei á samningafundi.
Við Sigurður Jónasson þráttuð-
um tveir einir um kaup og sölu á
Acta. Þá kom i ljós, að hann vildi
aðeins kaupa prentsmiðjuna en
alls ekki bókbandið. Ég benti hon-
um á, aö hinir nýju eigendur
mundu verða illa settir, ef þeir
þyrftu undir högg að sækja til
annarra aðila um bókbandsvinnu.
Þá mundi fara likt og með prent-
un Tímaritsins i tsafold 1917-19.
Hann hélt aö bókbandið mundi
verða baggi á félaginu. Það var
ekki fyrr en ég var búinn að
reikna útkomu bókbandsins
siðustu 10 árin, sem sýndi að
meðaltalshagnaður árlega var 4
þúsund kr. eða samtals 40 þúsund
kr., að hann ákvaö loks að bók-
bandið skyldi einnig keypt. —
Litra A
Kr. 500
Litra A
Nr. Li5
HLUTAFÉLAGIÐ
ACTA
cm
CVcw s c- p-íj.^Vetvi
|C\\)i k
ecÁz ó-ci', de'm- öceÁcz-t' ez Ác^eÁepc-ezzt'
eé^-zcezt/t/éÁé cccf /ÁÁczéczÁÁcíÁc y&ezktez, et- eczpcZ'rcdc ezcf
//??/?? Á////cÁ//c/ Ázc'z/z/zz/
c /zÁc/ez/c/czzp-c'zcc-C' zzc Ze&czccÁz/zc
^/eÁczzpS-zzz-cz-zz-zeez c^- /cezcÁccts á/ce//Ác/ezzz2- y/eczzz, et- ÁÁ^c
^eÁcc^-ócéZ'ó- ez&eezÁcz.
’/atzé.....é ée/.zÁ- e>
Ol'tt' ÁÁÁrt/’Álý' sS^cét* /
S1 ' Á /f
C/S . 'tSsZ
Tjmnr
lllutabréf f Acta
Prentsm. Acte h.f.
IMSS: m
r
rrzjzj
Pappirsbirgðirnar voru loks
keyptar á sæmilegu verði.
Meöan á samningsþófi okkar
Sigurðar stóð þurfti hann að
bregða sér upp i Borgarf jörð i tvo
eöa þrjá daga. Meöan á þessum
biðtima stóð kom Hermann
Jónasson til min og tjáði mér, aö
ekkertyröi úr kaupunum á Acta.
Þeir ætluðu að setja upp nýja
prentsmiðju.Égsvaraöiá þá leið,
að ég hefði ekkert við þessu að
segja. Ég mundi þá reka Acta
áfram en spurði þó um leið:
„Hvar ætlið þið þá aö fá starfs-
menn i hina nýju prentsmiðju?”
Þessu svaraði hann engu, en
kvaddi bráölega. Eftir tvo eða
þrjá daga var ég enn á ný
kallaður á samningafund til
Sigurðar Jónassonar. Þetta atvik
reiknaði égá þá leið að með þessu
hefði átt að knýja fram lægra
verð á Acta. Þetta væri venjuleg
klókindabragð lögfræðings. Ann-
ars vorum við Hermann góðir
kunningjar þá og raunar ávallt
siðar.
Ég get ekki skilizt svo við þenn-
an þátt að ég minnist ekki þáver-
andi forstjóra Sambands is-
lenzkra samvinnufélaga Sigurðar
Kristinssonar sem iðulega hljóp
undir bagga og greiddi okkur fyr-
irfram það sem var i prentun,
þegar við áttum erfitt með að
leysa út pantaðar pappirsbirgðir.
Með ógleymanlegri ánægju og
þakklæti minnist ég samskipta-
anna við hann meðan Acta
starfaði. Hann vareinn af þessum
fágætu strangheiðarlegu mönn-
um sem verða ógleymanlegir.
í septembermánuði voru
kaupsamningarnir undirritaðir
Hinu nýja félagi stóð til boða að
halda Acta-nafninu og einnig aö
fá pappirsumboð okkar hvoru
tveggja ókeypis. Það var ekki
þegið. En þess i stað var Eddu-
nafnið keypt af þáverandi
Kommúnistaflokki, sem búinn
var að tryggja sér það, en var fé-
vana til að stofna eigin prent-
smiðju.
28. desember 1936 var fundur
haldinn i Hlutafélaginu Acta. Þar
var samþykkt að slita félaginu og
undirritaður kosinn i skilanefnd.
— Það tók um ellefu ár að koma
bókaleifum og umboðsölubókum i
peninga. Að þeim tima loknum
var félagið loks afskráð.
Þegar allar skuldir höfðu verið
greiddar kom loks til skipta dálit-
il fjárhæð. Tjáði ég þá Ölafi
Thors, hver fjárhæð kæmi I hlut
þeirra bræðra. Þá kom enn á ný i
ljós hin mikli og drengilegi höfö-
ingsskapur Clafs þvi hann neitaði
að taka við hlut þeirra bræðra.
Hann sagði að það væri sizt of
mikið að ég hefði það fé fyrir
skilanefndarstarfið sem ég hefði
annazt án þóknunar i meira en
áratug. Jafnframt taldi hann það
gleðja sig mest að enginn heföi
oröið fyrir halla á viðskiptunum
við Acta.
Þar með lætég sögu Acta lokið.
Hérhefurhúnaðeinsverið skráð i
stórum dráttum.
1. október 1936 taka eftirtaldir
13 menn til starfa i Edduprent-
smiðju sem áður höfðu starfað i
Acta: Jón Þórðarson, Óskar
Jónsson, Jón Sigurjónsson, Valdi-
mar Guðmundsson, Páll Sigurðs-
son Kristján Karl Kristjánsson,
Agúst Guömundsson, Þórður
Björnsson, Eyjólfur Eiriksson og
Öli Þór Ólafsson. Ennfremur af
bókbandi: Bjarni Ólafsson, Eirik-
ur Magnússon og Guðrún
Magnúsdóttir.
Mér finnst fara vel á þvi að ég
ljúki sögu Acta með þvi aö birta
tvö erindi Ur óöi Þorsteins Gisla-
sonar til prentlistarinnar 400 ára
(sem sungið er með laginu Við
siglu Kristján sjóli stóð i svælu”
ogreyk” eftirMatthias Jochums-
son):
„Á fyrri timum fólkið sá
ei fréttablað.
En samt menn skráöu skammir
þá
og skýröu rangt og hlutdrægt frá,
og lugu’ i grið hver annan á,
samt allt um þaö,
þvi þjóðin vildi fréttir fá,
:/:en förumannsins tunga þá :/:
var blað.
Þvi allt með letra-lærdómum
er lýðnum kennt,
og beir, sem ráða ritstjórum
og röskri sveit af prenturum
eru’ herrar nú i heiminum
með hæstri mennt.
Þeir eiga heimsins úrvalslið
:/: og æðst’ og mesta stórveldið
:/:
er prent.”
Við eigendaskiptin samdist svo
um við Sigurð Jónasson aö óskar
Jónsson yrði prentsmiðjustjóri til
aö byrja með, en undirritaöur
annaöist gjaldkerastarfið auk
þess að vinna fullan vinnudag.
Mér er það minnisstætt er kom
að fyrsta útborgunardegi vinnu-
launa i Eddu. Engir peningar
höfðu greiðstinn fyrir unnin verk.
Ég hafði þvi tal af Sigurðí; Jónas-
syni og tjáði honum að hann yröi
að sjá mér fyrir greiöslufé.
Sigurðurbrá hart viðog sendi mér
nokkra fjárhæð sem nægði t>ó
ekki fyllilega til greiðslu vinnu-
launa. Við Óskar urðum að biöa
með kaupgreiðslu fram I næstu
viku, enda var þá greitt inn fyrsta
og einasta hlutafjárloforðið sem
ég tók á móti. Það var Magnús
Torfason, fyrrv. sýslumaður sem
lagði þá inn i sjóð prentsmiðjunn-
ar fimm þúsund krónur. Aðrir
hafa vitanlega verið búnir að
greiða sinar upphæðir til
Óskar Jónsson
t vélasal prentsmiðjunnar Eddu
Úr bókbandsstofu Eddu