Tíminn - 21.08.1977, Side 17
Sunnudagur 21. ágúst 1977
17
nar, prentsmiðjunnar Eddu
Sigurðar. Enda þurfti ég ekki
frekar að sækja fé til Sigurðar.
Vorið 1937 fór Óskar Jónsson
með Lúðrasveit Reykjavíkur að
mig minnir, til Norðurlands.
Meðan hann var á þvi ferðalagi
áttiprentsmiðjan kostá að prenta
rit um Hóla eða eitthvað um
Hólastað. Gunnlaugur Björnsson
kennari á Hólum átti að sjá um
útgáfuna en rikissjóður styrkti
hana að einhverju leyti. Ég vildi
ekki verða af þessu verki, sem
átti að staðgreiðast. Til að geta
komið ritinu út, varðég um tima
að bæta við mig fjögra tima setn-
ingu á dag. Það dugði til þess, að
ritið komst út á réttum tima.
Þetta styrkti mjög afkomu prent-
smiðjunnar. Eftir uppgjör á
reikningum prentsmiðjunnar
fyrir 1 1/4 úr ári, var mér tjáð að
halli hefði orðið á rekstrinum.
Þessu mótmælti ég og benti á, að
ef Timinn væri látinn greiða
sama verð, sem hann var
prentaður fyrir i' Acta, væri um
ágóða en ekki halla að ræða.
Um svipað leyti var nýtt fólk
ráðið til fyrirtækisins en ég hætti
gjaldkerastarfinu aðstoðaði þó
með útreikning vinnuseðlanna
næstu fimm árin. Meðal hinna
nýju starfskrafta man ég eftir
Fjólu Haraldsdóttur skrifstofu-
mey, sem jafnframt annaðist
gjaldkerastarfið, en Þorleifur
Þórðarson sá um bókhaldið. Páll
Kolbeins kom ekki til Eddu fyrr
en árið 1938 og varð þá skrifstofu-
stjóri og bókhaldari.
Af núverandi gömlu starfsfólki
má nefna að Stefán Traustason
tók til starfa i' Eddu 29. júlí 1940 og
Gisli Kristjánsson skrifstofustjóri
hóf störf i Eddu i maimánuði árið
1944. Ennfremurmá geta þess, að
Stefán Traustason tók við verk-
stjórn i Eddu i byrjun ágúst-
mánaðar 1946 og gegnir nú yfir-
verkstjórastarfi þar. — Báðir
þessir menn hafa verið ómetan-
legar hjálparhellur prentsmiðj-
unnar undanfarna áratugi.
Aður en ég lýk að fullu við þessa
grein, vil ég með fáum orðum
minnastþeirra prentsmiðjustjóra
sem ég var samtima með i Eddu,
meðan ég var þar við störf.
óskar Jónsson var prent-
smiðjustjóri i eitt ár. Fyrir utan
að vera iðnlærður hafði hann
einnig kynnt sér nokkuð prent-
myndagerð og var þaulvanur að
meðhöndla pappir. — Hann var
einn af stofnendum Tónlistar-
félagsins og félagi i lúðrasveitum
bæjarins. — Eftir að næsti prent-
smiðjustjóri tók við gegndi Óskar
verkstjórastarfi næstu árin. Jafn-
framt verðlagði hann verkin
saman tima. Óskar andaðist 24.
mai 1944.
Eggert ó. P. Briem var prent-
smiðjustjóri i Eddu 1937-42. Hafði
áður verið skrifstofumaður hjá
Eimskipafélagi íslands stundað
tungumálanám i einkatimum
verið bóksali og bókaútgefandi
héri bæ 1931-35ogþvivelvanur að
meðhöndla pappir, enda smekk-
maður hinn mesti. Hann fylgdist
vel með vinnubrögðum i smiðj-
unniog bætti vinnuskilyrði á bók-
bandinu svo afköst gætu orðið
meiri enfólkinu þó liðið betur.
Eysteinn Jónssontók við prent-
smiðjustjórastarfi i Eddu er
Briem hætti og gegndi þvi starfi
1942-47. Hann umgekkst alla
jafnt, var jafn alúðlegur við alla.
Ég hygg að öllum hafi þótt vænt
um hann. Hann hafði mikla kunn-
áttu og þekkingu til að bera var i
Samvinnuskólanum 1927 starfs-
maður i Stjórnarráðinu um tima
skattstjóri i Reykjavik 1930-34
fjármálaráðherra 1934-39 og loks
viðskiptamálaráðherra 193942 er
hann tók við stjórninni i Eddu.
Hann virtist þvi' fær i flestan sjó.
Ekki mun honum þó hafa fallið
vel starfið, þvi menntamála-
ráðherra verður hann 1947-49 og
fjármálaráðherra 1950-58. Auk
alls þessa var hann búinn að vera
þingmaður frá 1933. Hann var
orðinn þingmaður 27 ára gamall.
Þorsteinn Þ. Thorlacius varð
svoprentsmiðjustjóriiEddu 1947-
60. Hann hóf prentnám hjá Birni
Jónssyni á Akureyri 1906. Var
handsetjari á Akureyri árin 1910-
12og i Reykjavik áHnl913-14, vél-
setjari 1914-18 (lærði fyrstur vél-
setningu hérlendis hjá Jakobi
Kristjánssyni i prentsmiðjunni
Rún). Hætti prentstörfum 1918.
Varð bókhaldari Klæðaverk-
smiðjunnar Gefjunar á Akureyri
1920-35. Gerðist bóksali 1934-48, er
hann varð prentsmiðjustjóri i
Eddu. — Hann hafði þvi hin beztu
skilyrði og færni til að taka að sér
sh'kt starf og hann rætki það með
samvizkusemi og prvði meðan
heilsan leyfði. Þorsteinn andað-
ist 29. mai ’70 þá kominn á 84.
aldursár. Meðan Þorsteinn
stjórnaði Eddu var ætið hin bezta
vinátta með okkur. Við áttum
saman margar ánægjulegar
stundir bæði við tafl spil og i
ferðalögum. Hann var ávallt
glaður i lund og gamansamur i
orðum. Oftast var hann reiðubú-
inn að vera með i skemmtanalifi
okkar Edduliða og þa lét hann
ekki sitt eftir liggja að gera
félagslifið og kynninguna sem
ánægjulegasta. — A fyrra hluta
ævinnar, meðan hann dvaldi i
Reykjavik var hann m.a. félagi i
Lúðrasveitinni Hörpu. Meðan
Þorsteinn dvaldi á Akureyri, tók
hann m.a. þátt i söngstarfsemi og
var um árabil félagi söngfélags-
ins Heklu. Siðar varð hann með-
stofnandi söngfélagsins Geysis. 1
öllum félagsskap sem Þorsteinn
tók þátt i, var hann hrókur alls
fagnaðar.
Stefán Jónsson núverandi
prentsmiðjustjóra tók við stjórn
Edduprentsmiðju 1960 og gengir
þvi starfi enn. Hann tók próf frá
Núpsskóla 1926 og próf frá Sam-
vinnuskólanum 1929. Hann var
gjaldkeri þriggja sjúkrahúsa
rikisins árin 1930-34 gjaldkeri og
aðalbókari rikisspitalanna 1934-
37. Þá hefur hann og verið skrif-
stofustjóri Gjaldeyris- og inn-
flutningsnefndar, Viðskiptaráðs
og Viðskiptanefndar, Gjaldeyris-
Edduhús við Lindargötu i Reykjavík
Úr setjarasal Eddu
A myndinni er núverandi prentsmiðjustjóri Eddu, Stefán Jónsson og leyndarráð prentsmiðjunnar,
Stefán Traustason, yfirverkstjóri, Gisli Kristjánsson, skrifstofustjóri, ólafur Karlsson, verkstjóri i
vélasal, Grétar Sigurðsson, verkstjóri i bókbandi og Kristinn B. Sigurðsson, verkstjóri i setjarasal.
og innflutningsdeildar og Inn-
flutningsskrifstofu árin 1937-60.
Ennfremur hefur hann verið i
Verðlagsnefnd frá 1960. öll þessi
störf sem honum hafa verið falin
og hann hefur af hendi leyst
benda til þess að Framsóknar-
menn hafi talið hann vel i stakk
búinn til að veita prentsmiðju
þeirra forstöðu.
Um það bil sem Stefán tók við
forstöðu prentsmiðjunnar var ég
að láta af störfum sem vélsetjari.
Þó hætti ég ekki með öllu að
starfa hjá Eddu. Um nokkurra
ára skeið var ég þar við inn-
heimtustörf unz ég slasaðist svo
illilega i ársbyrjun 1970, að ég
varðaðhætta þar öllum störfum.
Stefán Jónsson sýndi mér þá þann
höfðingsskap, að láta prentsmiðj-
una greiða mér full laun allt það
ár. Si'ðan hefur hann i nafni prent-
smiðjunnar sent mér árlega
ánægjulega jólagjöf.
Þegar Prentsmiðjan Edda átti
40 ára afmæli á sl. ári var starfs-
fólkið orðið 45 manns.
öllum starfsfélögum minum i
Edau, eldri og yngri færi ég hér
með þakkir fyrir gott samstarf og
óska þeim velgengni á ókomnum
árum.
Hér með læt ég lokið að rifja
upp minningar liðinna ára um
Acta og Eddu. — Sögu Eddu-
prentsmiðju get ég alls ekki skráð
hef ekki næga þekkingu og gögn
til þess. En ég vil láta þess getið
að ég hef óljósa vitneskju um það
að Þorsteinn heitinn Thorlacius
hafi verið búinn að gera drög að
sögu Eddu-prentsmiðju.
Kveð að lokum alla þá er þess-
ar linur lesa, með vinsemd og
virðingu.
Jón Þórðarson
Einstakt
tækifæri
Til sölu Chevrolet Blaizer
skráður 1977. Vél 350 cub,
aflstýri, veltistýri, aflhemlar
og sjálfskiptur. Ekinn 8000
m. Verð 4.000.000.-
Upplýsingar i sima 43226
utan skrifstofutima og i 23500
á vinnutima.