Tíminn - 21.08.1977, Side 23
Bam annars manns
Fyrir kom að augnaráð Lindu olli Ellen óróleika. Innst
inni vissi hún vel, að ekki var allt sem skyldi milli
hennar og tengdadótturinnar...
Borðið var dúkað af ást og um-
hyggju, eins og ævinlega, þegar
hún átti voná hinum heittelskaða
syni sinum i heimsókn.
En um leið og hann kom inn úr
dyrunum, skildist henni að nú var
eitthvað sérstakt i bigerð. Hann
sagði þó ekkert, fyrr en hún hafði
hellt i bollana. Þá lét hann það
koma:
— Ég ætla að fara að gifta mig,
mamma.
Tebollinn skrölti við undirskál-
ina, þegar hún setti hann niður. —-
Þetta kalla ég að koma manni
notalega á óvart! sagði hún, —
ekki alveg sannleikanum sam-
kvæmt. Að visu hafði hún árum
saman verið undir það búin, að
Michael mundi einhvern tima
eignast eigin fjölskyldu, en samt
— þegar að því var komið, varð
hún á vissan hátt fyrir vonbrigð-
um. Þó hafði Michael flutt að
heiman fyrir nokkrum árum. En
herbergið hans var ennþá óbreytt
frá þvi hann var strákur — þetta
var heimili hans þrátt fyrir allt.
Hún vissi, að i framtiðinni, þegar
hann segöi „heim” myndi hann
ekki eiga við bernskuheimili sitt.
Núfærihann heim til annarrar en
hennar...
— Segðu méreitthvað um þá út-
völdu, sagði hún.
Hann brosti og fallegu, bláu
augun hans komu upp um ást
hans til ókunnugu, ungu stúlkunn-
ar. Hún brosti aftur. Óþægindin
voru liðin hjá — nú gladdist hún
vegna hamingju hans.
— Hún heitir Linda. Röddin var
bliðleg. — Hún er litil og grönn,
með ljóst hár og blá augu. Þér
mun geðjast vel að henni,
mamma.
— Já, áreiðanlega! svaraði Ell-
en viss og hlustaði glöð á það sem
hann hafði að segja. Hann hafði
kynnzt Lindu á sjúkrahúsinu, en
þar var hann læknir og hún
sjúkraliði.
— Þú hefur ekki minnzt á hana
áður, er það? spurði Ellen, þegar
hann þagnaði um stund. — Hafið
þið þekkst lengi?
— Já dálltinn tima. Hann horfði
fjarrænum augum út i loftið. —
Hún á litla telpu, sem heitir Janie
og er fjögurra ára.
Ellen vissi að svipur hennar
kom upp um áfallið, sem þetta
varð henni.
— Er hún fráskilin? spurði hún
stifum rómi.
— Nei, hún er ekkja.
Ef til vill ætlaði hann ekki að
svara svona stuttlega, en eitthvað
i rödd hans olli þvi, að Ellen
hrökk við eins og hann hefði sleg-
ið hana.
— 0, Michael, sagði hún. — Ég
ætlaði ekki...
Michael yppti öxlum. — Ég get
skilið að þér misliki það, sagði
hann. — En Linda er indælis-
stúlka. Hún hafði aðeins verið gift
stuttan tima, þegar maðurinn
hennarfórstf bilslysi. Hún á enga
fjölskyldu að, en henni tókst að
ljúka náminu meðan Janie var i
leikskóla, þar sem hún er reyndar
ennþá meðan Linda er að vinna.
— Það hlýtur að vera erfitt,
sagði Ellen og hafði ekki augun af
andliti Michaels.
— já, það er það,' svaraði
Michael. — En héðan i frá verður
lifið þeim auðveldara. Ég hef
störf á aðalsjúkrahúsinu hér eftir
þrjá mánuði og ibúð fylgir starf-
inu. Við verðum i nábýli við þig,
mamma! Þú hefur alltaf verið að
segja að þig langaði til að eignast
barnabarn.
Hjarta hennar nam snöggvast
staðar, —Eigiðþið... eigið þiðvon
á barni strax? spurði hún.
Hann stóð snöggt upp. — Ég á
við Janie. En þú ert kannske ekki
fús til að lita á hana sem barna-
barn þitt?
Ellen stóð lika upp. — Vertu nú
skynsamur, Michael. Ég verð að
fá tima til að venjast tilhugsun-
inni.
Hann brosti og þakkaði fyrir
sig, en Ellen vissi að hún hafði
valdið honum vonbrigðum. Eigin-
lega er hann óréttlátur gagnvárt
mér, hugsaði hún og lét sem hún
heyrði ekki röddina innra með
sér, sem hvislaði að hún myndi
aldrei — aldrei — geta litið á
ókunnugt barn sem barnabarn
sitt.
Þegar hann var farinn upp á
herbergið sitt, sat Ellen kyrr við
borðið. A þeim tiu árum, sem hún
hafði verið ekkja, hafði hún aldrei
verið jafn einmana og núna. Eftir
dágóða stund stóð hún upp og
gekk upp stigann að herbergi
Michaels. Aður en hún náði að
berja áð dyrum, opnaði hann.
— Mér þykir það svo leitt,
Michael, sagði Ellen. Ég ætlaði
ekki að vera svona þversum. Og
svo fór hún að gráta, þó það væri
einmitt það sem hún hafði ekki
ætlað að láta koma fyrir. Hann
hélt henni fast að sér.
— Þér á eftir að þykja vænt um
þær báðar, sagði hann rólega.
Þegar hún svo hitti Lindu i
fyrsta sinn, hugsaði hún með sér,
að það væri ekki vandi að láta sér
þykja vænt um hana.
Linda var litil, grönn og blið i
sér. Ekki beint lagleg, en mjög
aðlaöandi. Jú, henni geðjaðist vel
að henni. En öðru máli gegndi um
litlu stúlkuna, Janie. Hún hafði
fengið ljóst hárið frá móðursinni,
en augun voru grá. Þau horfðu
stór og spyrjandi á Ellen og Ellen
hugsaði: Hún er ekki barnabarn
mitt — og mun aldrei verða.
Linda og Michael voru gefin
saman i sjúkrahúskapellunni og
Ellen var viðstödd. Barnið var
hjá sjúkraliða á meðan. Andartak
hvarflaði að Ellen, að ef til vill
hefði verið eðlilegt, að Janie væri
með og að hún sæi um hana, en
hún visaði þvi á bug. Janie leið
bezt hjá sjúkraliðanum.
■ Meðan hún fylgdist með ein-
faldri brúðkaupsathöfninni, fann