Tíminn - 21.08.1977, Page 26

Tíminn - 21.08.1977, Page 26
26 Sunnudagur 21. ágúst 1977 HANDLEIÐSL PRÉDIKUN FLUTT Á SKÁLHOLTSHÁTÍÐ SUNNUDA ,,Eru eigi tveir spörvar seldir fyri einn smá- pening? — og ekki fellur einn þeirra til jarðar án vilja föður yðar. Já, jafn- vel hárin á höfði yðar eru öll talin. Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar". I Þegar svipazt er um á þeim vettvangi, sem okkur Islend- ingum er nærtækastur, blasir allajafna við mynd marghátt- aðra örðúgleika á sjó og á landi. Það sem af er þessu sumri var veðrátta lengst af rysjótt til landsins hér sunnan fjalla. Undanfarin ár gengu óþurrkar yfir sveitir Suðurlands, sláttur hófst seint og heyfengur varð misjafn. Nú i sumar tók enn að læðast að mönnum sá grunur, að likan veg kynni að fara þessu sinni. Slikt er litið fagnaðarefni, þótt skjótt skipisf veður i lofti og hvers konar framfarir geri mönnum hægar um vik en áður var að sjá við áföllum. Likan veg er málum háttað, ef lengra er horft. Fiskistofnarnir i hafinu umhverfis tsland eru ekki með öllu úr hættu, þrátt fyrir sigra i landhelgismálum. Frið- unaraðgerðir um lengri eða skemmri tima eru stöðug áminn- ing um það, að undirstaða annars aðalatvinnuvegar landsmanna er ekki svo traustsem skyldi. Einnig þar er margs viö leitað, og hvað- eina stendur til bóta. En ugglaus er enginn þeirra mörgu, er hafa lifsviðurværi sitt af sjófangi, landsmenn i heild þar af leiðandi heldur ekki án áhyggju um þetta mál. Fleiri vandkvæði leita á hug- ann, þegar slik ræða er hafin: Litil þjóð og fátæk hefur a skömmum tima gert tilraunir til að tryggja afkomu sina með nýjum hætti: Iðnaður færist i vöxt. Framkvæmdir i raforku- málum haldast i hendur við iðnvæðingu. Ný öld rennur meö vaxandi hraða. En einnig á þessum vettvangi eru skpkkaföll á næsta leiti oft og einatt. Náttúruöflin láta ekki að stjórn, fara eigin leiðir og . gera skrá- veifur, þar sem góðs var vænzt. Þessi hinn bratti stigur er þvi engin rósabraut fremur en land- búnaður eða sjávarútvegur. Mundangshallinn er mjór milli heillavænlegs árangurs og beinna ófara. Nefnum eina viðsjá enn: Þeir sem nú eru á miðjum aldri einungis, hafa þegar lifað félags- leg umskipti meiri en fyrirrenn- arar þeirra flestir. Enn eldri kyn- slóð litur um öxl til snöggt um til- þrifameiri hamfara. tsl. þjóð- iélag hefur á tveimur manns- öldrum steypt stömpum, svo að margt það, sem áður var, er umbreytt eða úr sögunni með öllu. Allt hefur hér horft til fram- fara. Velferðarriki ris á rústum steinrunninna samfélagshátta. En þessi gæði eru þrásinnis dýr- keypt: Þrátt fyrir rika að- lögunarhæfni á maðurinn ævin- lega i nokkrum örðugleikum, er hann stendur andspænis svo hraðfleygri endurnýjun sem þeirri, er hér um ræðir. Sé borið saman við fyrri tima, búum við að allsnægtum. En eitthvað hefur týnzt, þráöurinn með nokkrum hætti rofnað. Oryggisleysi, beygur, streita. Þessi orð og önnur áþekk þer þrásinnis á góma, þegar rætt er um andlegt heilsufar nútimamanna. Við sitjum að kjötkötlum, og eldur brennur fyir okkur. En kölduflog leika um hrygginn, og hin ágæt- ustu fróunarlyí megna ekki að stöðva þann skjálfta nema um stundarsakir. Allt er þetta nýtt i sögunni, og þó um leið ævagamalt. Jarðnesk tilvist mennskra manna er ótrygg ævinlega. Og þvi andspænis fylgir áhyggja um eiginn hag og annarra, — kviðbogi, sem þrá- sinnis er bentur til hins ýtrasta. 1 ljósi þessa má vera, að þau orð Drottins, sem lesin voru I upphafi þessa máls, hljómi eins og öfugmæli. Og þó er þaö svo, að á sannleiksgildi þessa öfugmælis veltur sálarró sérhvers manns. I veröld, sem vafin er vanda, hvert sem litið verður, rennir ein- staklingurinn ósjálfrátt augum út fyrir þann hring, sem dreginn er um hversdagsskynjun alla, i þeirri von, að annar heimur opn- ist að baki hinum sýnilega, I þeirri bæn, að úr þeim ósýnilega heimi megi berast liðveizla i stórum raunum og smáum. An slikrar vonar verða byrðar okkar alla jafnan of þungar. An þess konar bænar megnum við tæpast að feta æviveg óbuguð til enda. II Jesús Kristur talar i texta þessa sunnudags um smáfugla. Við sem byggjum norðurhjara, þekkjum örlög þessara granna okkar sumar og vetur: „Sól- skrikjan min situr enn á sama steini”, Dátt er með henni og náttúrunni allri vorlangan dag- inn. En sami fugl hrekst um vetrarhjarnið fyrir augum okkar, án þess að við fáum til muna að gert. „Hverjum skemmtir harmur sá?” —var forðum spurt. Við vitum tæpast öllu átakan- legra dæmi um hverfulleik veraldargengis en söngvavin sumarsins, sem helfrosinn liggur fyrir fótum okkar innan fárra mánaða. Og þó segir Jesús, að enginn þessara fugla falli til jarðar án vilja Guðs. 1 lifi og i dauða fylgist skapari himins og jarðar með hverjum og einum úr hópi þeirra. Sjálf erum við i sömu andrá á það minnt, að við ekki þurfum að kikna undir áhyggjum um lifs- hlaup okkar: „Verið óhræddir”, segir Drottinn. „Þér eruð meira verðir en margir spörvar”. — Úr þvi að Guð annast fugla himins- ins, mun hann einnig vel fyrir okkur sjá. Jafnvel hárin á höfði okkar eru öll talin. Fast er að orði kveðið, eins og löngum endranær. Jesús talar tæpitungulaust og er óhræddur við að gripa til likinga, er virðast stefna sennileika og jafnvel fullri alvöru i tvisýnu. Sú handleiðsla Guðs, sem hér er orðfærð ,er einn af hyrningar- steinum fagnaðarerindisins og ef til vill hin þýðingarmesti: Jesús kemur til móts við von mannsins og bæn um þá liðveizlu, sem ekki er af þessum heimi. Hann bendir á þann skapara himins og jarðar, er i senn stýrir stjarnaher og ræður hverju fótmáli okkar á jörðu: Óáran hið ytra, and- streymi i einkalifi, veraldleg vel- gengni, hamingja við hjartarót, allt er þetta af Guði gefið og öllu snýr hann til góðs um siðir, hversu mjög sem á kann að bjáta i svip. Þennan boðskap flytur hann sem við nefnum Guðs son, frelsara. Þessa trú vill hann gefa okkur. III Mörgum veitist það örðugt að þiggja svo góð boð. „Vist er ég veikur að trúa”, yrkir sá, sem öðrum betur hefur lofað Drottin Krist á Islandi. Hvernig mun þá farið trú okkar hinna, sem miður kváðum? — Að svipast um og leita, — þess erum við fús. En að beygja kné, tilbiðja og trúa, heilum huga, slikt reynist okkur þyngri þraut. Vera má, að unnt sé að greiða götu slikrar trúar með þvi að hug- festa það seint og snemma, að lif mitt er ekki annað en hlekkur i langri keðju, litill leikur i miklu tafli, sem ég að visu seint mun sjá út yfir, en fæ þó rennt grun i. Van- trú á handleiðslu Guðs er ef til vill ætið blandin þeirri þröngsýni, að stundarhagur minn sé meira verður en allt annað á himni og jörðu. Sé kreppt að þeim hag, er Guð ekki lengur til, ellegar þá hann er vondur eða vanmáttugur, nema hvort tveggja áé. Takist mér hins vegar að brjóta af mér herfjötur sérhugullar ein- sýni, kann svo að fara, að eg sjái viðar um veröld hverja og fái að lokum gert mér i hugarlund æðri markmið jarðneskrar tilveru en þau ein, er þjóna eigingirni minni. Þá má svo til takast, að C Verzlun & Þjónusta ) 'æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æj^ j'/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/^ Sólum yá 'á Dráttarbeisli — Kerrur JEPPADEKK \ \ --5 ' Fljót afgreiðsla g ^ Þórarinn 1 Fvrsla flokks 1 aekkjaþjónusta vA V. Kristinsson 55*1 W/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/a 5 2 Klapparstlg 8 | 2 BARÐINN \ $ He?ma% 20 87^ \ ARMULA7-W30501 r/ 5 neima. /-2U-B7 \Y/------^ '/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/4 %r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/M/Æ/Æ/Æ/J'/Æ/Æ/Æ//á '/æ/ææ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/ææ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/j^ 1 Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ 4 Hjól 5.900 ? I r/ Leikfangahúsiö ^ t Skólavörðustíg 10 Simi 1-48-06 t %r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/JVm íjJ Hjól Þrihjól kr, Tvihjól kr. 15.900 Póstsendum I Y/æ/æ/æ/æ/æ/j^ ] 3 Svefnbekkir og svefnsófar /a til sölu í öldugötu 33. Sendum í póstkröfu. Simi (91) 1-94-07 r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A 'Æ/Æ/Æ/jé ■ Húsgagnaverslun \ Reykjavíknr hf. 't BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/ÆjÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J iti’/Æ/J^jb Ka,óa" '/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jy X Einnig alls konar mat fyrir allar stærðir samkvæma eftir yðar óskum. Komið eða hringið I i síma 10-340 KOKK F7 HÚSID 2 ____ Lækjargötu 8 — Simi 10-340 f VÆ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já p/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ./^ ^ Psoriasis og Exem jphyris snyrtivörur fyrir við- I kværna og of næmishúð. ^ Azulene sápa {j Azulene Cream f Azulene Lotion } Kollagen Creamg Body Lotion Cream Bath (f urunálablað-f-5 Shampoo) r/. phyris er huðsnyrting og /A horundsfegrun með hjálp y bloma og jurtaseyða. é phyris fyrir allar húð- gerðir. Fæst í snyrti £ vöruverzlunum og já apotekum. % , , y/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ ^ Austurferðir ^ ^ Sérleyfisferðir ^ á Til Laugarvatns, Geysis og t Gullfoss álla daga frá Bifreiðastöð islands. \ ^ Ólafur Ketilsson. ^r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J/Æ/Æ/J SEDRUS-húsgögn Súðarvogi 32 — Reykjavík Símar 30-585 & 8-40-47 f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ i ' yðar 'í \ Þió^stu...... |HÍ11I1I i ^ Fasteignaumboðið ^Pósthússtræti 13 — sími 1-49-75 ÍHeimir Lárusson — sími 2-27-61^ T/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J 2 s t apoTeKum. z Kr/Æ/Æ/jr/Æ/Æ/Æ/Æ'Æ/Æ/Jr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já %Ts ^Kjartan Jónsson lögfræðingur i væ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/A 'é, TB auglýsir: 'é t Bílskúra- og fj t svalahurðir , i t i úrvali og TJmbunðian h.f. , i eftir máli ^Imi 5-34-89 é Lyngási 8 4 Garðabæ ^ ár/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J Sófasett á kr. 187.00 Staðgreiðsluverð kr. 168.300 Greiðsluskilmálar: Ca. 60.00 við móttöku og 15-20 þús. á mánuði tr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A 'Æ/Æ/Æ/Æ/já I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.