Tíminn - 21.08.1977, Side 31
Sunnudagur 21. ágúst 1977
31
Nú-Tíminn kynnir:
ELVIS
PRESLEY
A þriðjudagskvöld spuröist
andlát Elvis Presley um heim-
inn, og sjónvarpsstöðvar og út-
varpsstöðvar út um allan heim
breyttu dagskrá kvöldsins á
ýmsan veg i minningu hins
látna. Jafnvel . islenzka
sjónvarpið sá ástæöu til að
skjóta inn ofurlitlum dagskrár-
bút þar sem konungur rokksins
tróö fram með eitt af sinum vin-
sælustu lögum. Og nú er komið
að Nú-Timanum.
Við sem stöndum fyrir þess-
um þætti erum nógu gamlir til
að minnast Elvis Presley. 1
æsku okkar voru myndir hans
algengar i bió og ótrúlega
margir fengu kligju gagnvart
Presley, sem þeir hafa þvi mið-
ur enn ekki yfirstigið sumir
hverjir. Þvi þrátt fyrir allt er
Elvis Presley tvimælalaust ein-
hver frábærasti dægurlaga-
söngvari allra tima.
Sjálft Elvis Presley-æðið var
þó fyrir tið þess sem þetta skrif-
ar. Og unglingarnir i dag ... Mér
kæmi ekki á óvart þó margir
þeirra furði sig óstjórnlega á
öliu þessu uppistandi vegna
andláts manns, sem kallaöi sig
Elvis Presley og sagður hafa
verið popp- og rokkstjarna.
Hver var hann þessi Elvis
Presley, sem þúsundir og aftur
þúsundir syrgjenda ganga fram
hjá á viðhafnarbörum eins og
þar væri um þjóðhöfðingja aö
ræða? —Við ætlum að reyna að
svara þessari spurningu að
ofurlitlu leyti og vikja frá okkur
þeirri freistingu að benda ykkur
á að spyrja pabba og mömmu.
Elvis Presley var þó
átrúnaðargoðið þeirra eins og
Queen kann að vera ykkar eða
Abba. Og sú var tiðin, að for-
eldrar foreldra ykkar hneyksl-
uðust þessi lifandi ósköp á
framferöi unglinganna, skaka
sig og apa allt upp eftir þessum
illa upp alda Bandarikjamanni.
Eins og afi minn sem leggur þá
Elvis Presley og Louis Arm-
t gamla daga.
strong að jöfnu og kaliar öskur-
apa. Hann má þó eiga það, að
hann er meira hissa en hneyksl-
aður. Hans músik er færeyskur
þjóðsöngur, — en það er önnur
saga.
Sem sagt, hvað sem þið segið
sem nú eigið heiminn, enn hefur
enginn haft af Elvis Presley
nafnbótina „Konungur rokks-
ins”. Hún tilheyrir honum og
honum einum, einstaklingnum
sem flestar hefur fengið
gullplöturnar og setthefur fleiri
lög á toppinn en nokkur annar.
Arið 1971 hafði hann fengið 28
gullplötur, bitlarnir rúmar 30
saman, og aðrir komast ekki
með tærnar þar sern hann hafði
hælana.
Þið sem fædd eruð 1965 eruð
réttri kynslóð yngri en Elvis
Presley hér eru æviatriði hans:
Fæddur Elvis Aaron Presley 8.
jan 1935 i Missisippi i Banda-
rikjunum. Hann ólst upp hjá
strangtrúuðum foreldrum sin-
um og stundaði i æsku ásamt
þeim að syngja sálma á bæjar-
samkomum. Það voru hans
fyrstu spor á söngvarabraut-
inni. Sinn fyrsta gitar gáfu for-
eldrar hans honum þegar hann
var 11 ára. Átján ára fann hann
upp á þvi að færa móður sinni i
afmælisgjöf litla plötu með eigin
söng sem hann hafði látið taka
upp i sérstöku stúdiói sem öllum'
var opið til slikra hluta gegn
þóknun. Eigandi þess, Sam
Phillips, átti einnig Sun-plötuút-
gáfuna og hann uppgötvaði
Elvis eins og fleiri, t.d. Jerry
Lee Lewis, Charlie Rich og
Johnny Cash.
Philllips gerði boð fyrir
Presley tæpu ári siðar eða i júni
1954, og haföi tilbúiö fyrir hann
„country” lag til upptöku.
Presley tókst sæmilega upp i
sveitalögunum og var taiinn
með efnilegum söngvurum
snemma árs 1955, en þó ekki
meir. Og einmitt þá gerðist eitt
af undrum veraldar. Plöturisinn
RCA gaf Sun-útgáfunni litla
35.000 dollara fyrir samninginn
við þennan svo til óþekkta
söngvara plús útgáfuréttinn á
þeim lögum sem Sun átti með
Presley, sum þá þegar komin út
en önnur ekki. Og RCA átti
aldrei eftir að sjá eftir þessari
áhættu fjárfestingu sem Sun gat
ekki hafnaö. Sjáiftraust Elvis
Presley tifaldaðist og nú hafði
hann frjálsar hendur og góða
möguleika á að koma söng sin-
um á framfæri.
Presley sagði skiliö við sveita-
og negralög og tók upp sinn
persónulega rokklagastil, sem
enginn getur apað upp eftirhon-
um. Og einmitt þetta skilur á
milli snillingsins og hæfileika-
mannsins, að gera eitthvað bet-
ur en allir aörir og finna upp á
þvi. út kom „Heartbreak
Hotel” og unga fólkið '55 fékk
eitthvað kjarnmeira og
æðislegra að sjá og heyra en Bill
Haley. Ungi hvitinginn með
kraftmiklu „negraröddina” sló
gjörsamlega i gegn meö nýjum
stilog hverju topplaginu á fætur
öðru Innan eins árs hafði hann
unnið til 10 gullplatna og hvar-
vetna skilið eftir sig ungar
stúlkur i yfirliði! (Þ.e.a.s.
mömmur jafnaldra ykkar i
Bandarikjunum.)
Hvaö olli? — Ýmislegt er
svipað meö Presley og Bitla-
byltingunum, fyrir nú utan það
að Elvis Presley var átrúnaðar-
goð flestra bitlastrákanna i
æsku. Þessi tvö fyrirbrigði hafa
gert hvað mestan usla á sviöi
dægurlagatónlistar aldarinnar.
Það gildir bæði um Presley og
Bitlana að þar eru byitingar-
menn og snillingar á sinu sviöi á
réttri stund á réttum staö. Báð-
um reyndist auðvelt að höfða til
unga fólksins með tónlist sinni,
útliti og sviösfarmkomu. Þegar
rokkið hjá Bill Haley og gömlu
kempunum var að verða þurrt,
leiðinlegt og miðaldra, kemur
Elvis Presley, ungur fallegur,
með dáleiðsluröddina, skakandi
mjöðmunum i nærskornum
leðurklæðum og kemur fólkinu
til að öskra. Og eru sálfræðingar
ekki alltaf að sanna að við þurf-
um alltaf ööru hvoru aö fá tæki-
færi til að öskra af öllum lifs og
sálarkröftum. En það að fyllast
trú, virðingu, ást eða löngun til
eins manns eða fleiri?
Manndýrkun i þeirri mynd mun
sjálfsagt fylgja mannkyninu um
aldur og ævi og það má þó segja
æsku 20. aldar til hróss, aö það
beinist yfirleitt að góðum
dægurlagasöngvurum frekar en
færum mannaslátrurum eins og
tilfellið er á siðum mannkyns-
sögunnar.
Fyrir rúmum 20 árum setti
Elvis Presley sem sagt allt á
annan endann með lögum eins
og „Jailhouse Rock”, „Love me
tender”, „Blue Suede Shoes”,
„Hound Dog,” „All Shook Up”
eða „Don’t Be Cruel”. Lög sem
enn þann dag i dag eru í fullu
gildi og menn eru enn aö
uppgötva.Og i þrjú ár hélt Elvis
aðdáendum sinum út um allan
heim við efnið eða þangað til
hann var kallaður i herinn.
En Elvis Presley gleymdist
ekki og aftur kom hann, að visu
nokkuð breyttur. Mjaömaskak-
ið var horfið og i stað kröftugra
rokksöngva söng hann nú
melódiskari lög, eins og „Are
You Lonesome Tonight”, „His
Latest Flame”, „It’s Now or
Never”o.fl. Alltgóö lög og Elvis
hélt átrúnaði aðdáenda sinna,
sem elzt höföu með honum, en
sifellt færra ungt fólk hreifst
með. Það undirbjó jarðveginn
fyrir Bitlana.
Það verður að segjast, að sið-
an hefur Presley stöðugt fariö
aftur, þó alltaf hafi hann verið i
sviðsljósinu ööru hvoru og gefiö
útplötur. Að ráði umboðsmanns
sins, Tom Parker, hætti hann
hljómleikahaldi upp úr 1960 og
gaf sig allan á vald framleiöslu
glanssöngvamynda og plötur
komu aöeins i framhaldi af
myndunum. Nær
allar þessar myndir hljóta aö
teljast lélegar, gengu t.d. helzt á
sýningum i 3-bió hér á landi og
hafa ollið mörgum sem á horföu
Frh. á bls. 39
Höfum fyrirliggjandi hina
viðurkenndu Lydex hljóðkúta
í eftirtaldar bifreiðar
Audi I00S-1.S................. hljóðkutar aftan og franian
Austiu M ini...........................hljóðk utar og púströr
iti'dford viiruhila ...................Iiljóðkútar og pústl ör
llroiuo li 0|> 8 cy 1..................Iiljóðkútar og púströr
Clu'vrolct fólksbila ogvörubíla........hljóðkútar og pústriir
llatsun disi'l— I00.A — 1 2IIA — 1200 —
1000 — 140— 180 ........................hljoðkutar og púslriir
Chrvslt'i' f ranskur............................hljóðkúlar og púslrör
Citrot'ii GS.....................................hljóðkutar og púslriir
Ilodgf folksbila.......................hljoðkutar og pusli ör
D.K AV . lólksbila..............................htjóðkútar og pústriir
liat 1100 — 1500 — 124 —
I 25 — 128 — 132 — 127 _. 121...................hljóðkútar og pustriir
Kord, ameriska fólksbila.........................hljóðkúlar og púströr
KordConful Cortina 1300— 1000 ..........hljóðkútar og pústriir
Kord Kscort.....................................hljoðkútar og pústriir
Kortl Taunus 12M — I3M — 17M — 20.M .. hljóókútar og pústriir
II íIIiiian og Com mcr tólksb. og sendib... hljoðkúlar og púströr
Austiu Gipsy jf ppi..............................hljóðkúlar og pústriir
lnlcrnational Scout jcppi......................hljtiðkútar og púströr
ltussajeppi (i A/. 00 ..................hljóðkúlar og púslriir
Willvs jeppiog Wagoner...........................hljóðkútar og púströr
Jecpster V0 ............................hljoðkúlar og púslriir
Kange Kover..........hljóðkútar Irainan og aflan og púströr
l.ada............................hljóðkútar frainan og aftan
l.androver bensin og disel..............bljöökútar og púströr
Mazda 818 hljoðkutar og púströr
Ma/.da 1300 .....................hljóðkútar aftan og framan
■Ma/da 929 ......................hljoðkutar frainan og aftan
Mercfdes Ken/ fólkshila 180 — 190
200 — 220 — 250 — 280............
Mcrcedes iienz vörubíla..........
M oskwltcll 403 —108 —112 .......
Morris Marina 1.3og 1.8..........
Opel Kekord og Caravan...........
Opel Kadettog Kapitan............
Passat ..........................
I’f ugeot 204 —404 — 504 ........
Kambler American ogClassic . . .
Kenault K4 — Kti — K» —
K 10 — K 12 — Klti...............
Saab9(iog99 .......... ..........
Scania Vabis 1.80 — 1.85 — I.K85
1.110 — I.Klltl — I.KI40.........
Simca fólksbila..................
Skoda fólkshila og staliiwi......
Sunbcam 1250— 1500 — 14100 ....
Taunus Tratisit bensin og disel ...
Toyota folksbila ogstation.......
Vauxhall fóiksbila...............
Volga fólksbila .................
Volkswagen 1200 — K70 —
1300— 1300 og sendibila .........
Vnivo fólkshila ..................
\olvo vnruhiia K84 — 85TD —
N 88 — K88 — \8ii — K8li —
.....hljóðkúlar og þúströr
.....hljóðkúlar og púströr
.....hljóðkútar og púströr
.....hljóðkútar og púströr
.....hljóðkútar og pustriir
.....hljoðkúlar og púslrör
hljoðkútar Iraman og aftan
.....hljóðkútar og pústriir
.....hljóðkutar og púslrör
.....hljóðkútar og pústriir
.....hljóðkútar og pústriir
...............hljóðkútar
.....Iil joðkúlar og púströr
.....hljóðkúlar og púslrör
.....hljoðkútar og pústriir
.....hljóðkútar og púslriir
.....hljoðkútar og pústriir
.....hljöðkúlar og púströr
.....hljóðkútar og þústriir
....hljóökútar og púströr
....hljóðkútar og pústriir
NXliTD — K8IÍTD og K89TD
hljoðkútar
Púströraupphengjusett i flestar geröir bifreiöa.
Pústbarkar flestar stæröir
Púströr í beinum lengdum 1 l/4"til 3 1/2"
Setjum pústkerfi undir bila, simi 83466.
Sendum i póstkröfu um land allt.
; Bifreiöaeigendur, athugið aö þetta er allt á mjög
hagstæöu veröi og sumt á mjög gömlu verði.
Gerið verösamanburö áður en þiö festið kaup
annars staöar.
Bílavorubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2, simi 82944
HESTAMENN
Með einu símtali er áskrift tryggð
SÍMAR
28867-85111