Tíminn - 21.08.1977, Qupperneq 36

Tíminn - 21.08.1977, Qupperneq 36
36 Sunnudagur 21. ágúst 1977 Sylvester hvaða? Sylvester Stallone var atvinnulaus og fátækur leikari 29 ára og bjó í greni í New York. Þrítugur er hann uppi á stjörnuhimninum, er vellríkur og leikari ársins í Hollywood. Þessi ítalsk-bandaríski náungi, sem heimurinn virtist hafa snúizt gegn, varð stórstjarna á nokkrum mánuðum. Ástæðan er ein kvikmynd - „Rocky” ttalska bylgjan I bandariskum kvikmyndaiðnabi hefur gert sitt fyrir Sylvester Stallone og Rocky. Þegar Sylvester Stal- lone var tveggja ára, sagði sálfræðingur við móður hans: — Þessi drengur verður orðinn vandræðagripur áður en hann verður fimm ára. Þegar Sylvester var 15 ára, var hann rekinn úr skóla i seinasta sinn. En áður en honum var varpað á dyr, varð hann að gangast undir próf, sem hann kallar sjálfur ,,heilamælingu á þeim sem biða ósigur”. Niðurstaða: ,,Eftir ná kvæmár rannsóknir höf- um við komizt að þeirri niðurstöðu, að Sylvester Stallone er til þess fall- inn að starfa við flokkunarvél”. Hann segir þessa sögu með sönnum ánægjusvip og hefur efni á þvi. Þegar hann var oröinn 29 ára og allt var i öldudal, virtist svo sem ,,þeir” hefðu getað haft rétt fyrir sér. Ekki það, að hann viður- kenndi það á nokkurn hátt — en það var staðreynd, að hann hafði ekki komiö miklu i verk. Hann var atvinnulaus leikari, sem bjó i litilli og niðurniddri ibúö i New York.þarsem kakkalakkar syntu baksund i klósettskálinni. Konan hans var ófrisk og hundurinn át hægt og rólega allar tekjur heimilisins. Um 15 þúsund krónur voru á bankareikningnum ogallsstaðar var haugur af hand- ritum, sem enginn vildi lita við. En þá datt honum nokkuö i hug... Hugmyndin var „Rocky” — sagan af góöhjartaða nautsterka en ekki allt of greinda hnefa- leikaranum, sem skyndilega fær tækifæri til aö gera eitthvaö. Hann skorar á heimsmeistarann og tekst næstum að sigra. Hann verður lika ástfanginn af ósköp venjulegri, feiminni stúlku, sem trúir á hann og endurgeldur til- finningar hans. Gagnkvæm ást þeirra stenzt allar hörmungar sem á þau eru lagðar. Þetta sterka þráablóð endur- speglar öll þau vonbrigði, sem Stallone hefur orðið fyrir sem at- vinnulaus leikari. Hugmyndin aö myndinni haföi þróast innra með honum i 10 mánuði, þegar hann settist niöur og skrifaði fyrstu drögin á þremur dögum. Kvik- myndafélagið United Artists greip agnið, þó einkennilegt megi virðast, en þeir vildu fá einhvern „stóran” til að leika aöalhlut- verkið. James Caen, Burt Reyn- olds og Ryan O’Neal voru nefndir og félagið bauö Stallone 200 milljónir króna fyrir að afhenda þeim handritið og láta ekki sjá sig meira. Hann gægðist i tóma bankabókina slna, en ákvað þó aö standa á sinu. Ef félagið vildi endilega handritiö yröi það að taka hann sjálfan i kaupbæti. (— Ef mér bara tekst að standa loturnar á enda, segir Rocky i myndinni um leið og hann fær högg á höfuðið, — þá veit ég að ég er enginn venjulegur.) 10 Óskarsverðlaun i sigti Arangurinn varð að minnsta kostimynd, sem hvarvetna hefur vakið óskapa hrifningu fólks. Yfirmaður United Artists, Mike Kedovoy, segir: — Ég minnist þess ekki að kvikmynd hafi fengiö slikar móttökur siðan „Risinn” með James Dean kom fram. Myndin var tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna. Gagnrýnendur tauta eins og feimnar skólastúlk- ur um, hve þessi maður sé með afbrigðum glæsilegur. En lýsing- in „stjarna” á einhvern veginn ekki við Sylvester Stallone. Þaö er of mikill Hollywoodkeimur af henni. Thalia Shire, sem leikur unnustu hans i myndinni kallar hann .náttúruafl”. Stallone gengur brosandi inn á Beverly Wilshire Hóteliö um- kringdur frettamönnum og vin- um. Venjulega kemur hann inn með þvi að berja karatehögg á hurðina svo hún hrekkur upp, en hann stenzt þá freistingu i þetta sinn, en minnir þó svo mikið á Rocky i hringnum, að maöur bið- ur þess að hann klappi saman höndunum yfir höfðinu, meðan fréttamennirnir hrópa hver upp i annan: — Gott Rocky, gott hjá þér. Eldrauö jakkafötin virðast vera að rifna utan af þöndum brjóst- kassanum. Augun eru hálfopin, stór og dökk, munnurinn skakkur og sömuleiðis tennurnar, nefið beint og hakan sterkleg. 1 einu er hann bæði stoltur og kjánalegur á svip — eins og grisk stytta, sem hefur fengið sér dálitið neðan i þvi. Hann talar um vöðva sina ein- faldlega sem tæki fyrir sálina að halda til i. Hann er skarpur i til- svörum, næmur og hefur góða kimnigáfu. Hann er hálfur Itali, en gerir sér grein fyrir að hann hefur notið góðs af „Itölsk bylgjunni” i kvik- myndaheiminum, (Guðfaöirinn, A1 Pacino, Robert de Niro) og hefur sina eigin skýringu á fyrir- bærinu: — Konur taka miklu meira eftir þvi en ella, að þessir menn eru karlmenn. Hann er beöinn um að taka saman i stuttu máli, það sem á daga hans dreif áður en Rocky kom til sögunnar. — Það er ekki margt um það að segja, segir hann striðnislega. — Til að gera langa sögu stutta, má segja,aðég hafi verið um kringd- ur æpandi þögn. Ég var eiginlega búinn að gera mótlætið að vis- indagrein. Ónothæfur leikari Hann lék smáhlutverk i nokkr- um litt þekktum myndum (Capone, Lords of Flatbush) þar sem hann lék yfirleitt náunga i leðurjökkum. Fyrir þann tima hafði hann átt óyndislega æsku og gengið milli fósturheimila. For- eldrar hans voru skilin og móðir hans kom honum i fóstur, þegar hún hafði ekki efni á að hafa hann hjá sér, en tók hann siðan til sin, þegar byrlegar blés. Hann var svo magurog vannærður,að hann gekk allur skakkur. Til að byggja upp þennan reglulega likama sinn, hóf hann að æfa lyftingar. Arangurinn varð sá, að efri hluti likamans tútnaði um of út miðað við neðri hlutann og sjást þess enn merki. Afleiðingin varð sú að fólk fór að fjarlægjast hann og það var sárt. — Ég heyrði setningar eins og þessa: — Hæ, hæ, þarna kemur sá svakalegi. Ekki lemja mig. Það eina sem ég gerði, var að koma inn úr dyrunum. Jæja, fljótlega gerðist ég, það sem kallað er öforbetranlegur. Ég var svo sem enginn bófi, en á timabili dundaði ég við að hleypa lofti úr hjólbörð- um, stela hjólkoppum og slást. En ég hef aldrei tekið þátt I neinu, þar sem lifshætta hefur verið á ferðum. Þegar hann var 15 ára hafði honum tekizt að verða rekinn úr 14skólum. Þá tókst honum að fá starfvið stúlknaskóla i Sviss (það varmömmu að þakka segir hann. Rektor skólans kallaði móður hans til, þvi hann hafði heyrt um spádómshæfileika hennar. Hún hafði talið hann á að ráða son sinn). Skömmu seinna fékk hann styrk til að læra fþróttir við bandariska háskólann i Sviss. Hann lærði reyndar ekki mikið þar en þar fékk hann hins vegar leikhúsbakteriuna. 1 hlutverki i skólaleikhúsinu liföi hann sig svo inn i hlutverkið, að hann gleymdi sér og fleygði spýtu i „vegginn” Veggurinn var hins vegar úr þunnum striga sem auðvitað féll niður og afhjúpaði hóp með- hjálpara sem sátu þar að drykkju. Ahorfendur ætluðu að rifana af hlátri og Stallone var hættur viö leikhúsið. Þegar hann kom aftur til Bandarikjanna, innritaði hann sig við leikhúsbraut Miamihá- skóla. Það timabil kallar hann það mest niðurdrepandi, andlega séö, á ævi sinni. — Þeir sögðu við mig: — Farðu. Þú ert alveg ónot- hæfur. Ég lét undan álaginu og það var skelfilegur ósigur. Loks komst ég að raun um aö ég hafði ekki meira aðtapa ogfóraö ihuga aö skrifa heldur eitthvað. Ég sagði viö sjálfan mig, að ég væri misheppnaðurleikari og þess vegna gæti ég alveg eins orðið misheppnaður rithöfundur. öskubuskusaga Hann reyndi að skrifa smá- sögur og gerði tvær áður en hann sá, að það hæfði honum ekki. Hann var góður aö setja saman samtöl, en það var allt. Þá reyndi hann að skrifa kvikmyndahand- rit. Annað sem hann skrifaði, hét: Loforð skrifuð á vatn, og þaö nafn kom til aðeins af þvi honum fannst það hljóma vel og minnstu munaði að honum tækist að selja Otto Preminger það. En þegar Preminger spurði hvaö hann vildi fá fyrir það og Stallone svaraði 10.000 til 15.000 krónur, heyrði hann ekki meira um það mál. Það var ekki fyrr en seinna, að það rann upp fyrir honum, að Preminger hafði látið hann róa, af þvi hann hafði hugsað sem svo, að maður sem biður ekki um meiri laun hlyti að vera vonlaus. Þau mistök gerði Stallone ekki aftur... Hann leggur áherzlu á, að hann séekki einn af þeim rithöfundum, sem sitja og biða eftir innblæstri. — Sem sitja uppi i tré og skoða á sér naflann. Hann situr i ibúð sinni i New York — með eigin oliumálverk á veggjunum, sand- sekk til likamsæfinga og ritvél — og skrifar i þrjár eða fjórar klukkustundir óslitiþ. — Það kemur fyrir, að ég verð að setjast á rúmstokkinn, stara á vegginn og segja við sjálfan mig að ég verði að skrifa. Siðan læt ég hluti sem mig langar i, liöa fram hjá augunum i huganum og segi sem svo: — Allt i lagi ef þú vilt eignast svona hús, svona bil eða bankabók, sem þú verður að lyfta með báðum höndum litasjónvarp, heilbrigðan hund og allt hitt, þá verðurðu að vinna. Þú neyðist til að koma þér fyrir við skrifborðið ogskrifa og aftur skrifa — annars gengur það ekki. Hann segist hafa skrifað um það bil tylft kvikmyndahandrita áður en Rocky kom til sögunnar. — Þau voru öll fremur svart- sýnisleg. Hins vegar er Rocky

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.