Tíminn - 03.09.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. september 1977
3
Smyglvarning-
ur í Goðafossi
áþ-Reykjavik. — 1 fyrradag og á
miövikudagslvöld fundu tollverð-
ir smyglvarning, 228 flöskur af á-
fengi, aðallega vodka, 26.800
vindlinga og litilsháttar af áfeng-
um bjór.ím/sGoðafossi, þarsem
skipið lá i höfn i Keflavik. Goða-
foss kom til landsins þann 27. ág-
úst frá Ameriku. Aðaleigendur
smyglvarningsins voru bryti á
skipinu, stýrimaður og bátsmað-
. ur.
Smyglvarningurinn hafði verið
falinn i lest skipsins og birgða-
geymslu, en þegar tollverðir
komu um borð til að gera skyndi-
leit, fannst varningurinn í her-
bergjum smyglaranna. Tollverð-
ir urðu varir við að hafinn var
flutningur á varningi úr skipinu i
Keflavik og þvi var ákeðið að
gera framangreinda skyndileit.
Samkvæmt venju mun ATVR fá
smyglið i sinar vörzlur.
A lognkyrru kvöldi er gaman aö draga segl aðhún.
Félagsmenn úr Fylki, ásamt uppvaxandi Arbæingum.
SIGLINGAKLUBBUR
VIÐ RAUÐAVATN
inn rýmri stakkur.
NU þegar hafa margir skráð sig
sem stofnendur væntanlegs sigl-
ingaklúbbs og þeirsem við bætast
fram að þeim tima að kosin hefur
verð stjorn, sem skipuleggur
starfið fyrir næsta vor, teljast
stofnendur.
Eins og er hefur Hafþór Ösk-
arsson yfirumsjón með siglingum
á vatninu, en hann rekur smur-
stöðina i Arbæjarhverfi og þar
geta þeir sem áhuga hafa látið
skrá sig og fengið nánari upp-
lýsingar. Hingað til hafa félags-
menn skipzt á að vera til eftirlits
með þeim, sem hafa komið til að
sigla. Starfsemin hefur ekki verð
auglýst sérstaklega en siglt hefur
verið á kvöldin og stundum um
helgar.
Hinrik Bjarnason hefur sýnt
þessu máli áhuga og að hans
frumkvæði voru félaginu gefnir
tveir bátar.
Þá gáfu hjónin Þóra Þorkels-
dóttir og Kristján Þorgeirsson 10
flotvesti, en þau hafa bæði sýnt
felaginu áhuga frá upphafi og
Kristján átti sæti i stjórn fyrstu
árin og var formaður 1972.
— Það er von okkar að starf-
semin við Rauðavatn eigi eftir að
verða tengiliður milli fólksins i
hverfinu ogfélagsins, en reynslan
sker úr um hvernig tekst, sagði
Hjálmar Jónsson.
SJ-Reykjavik Fyrir nokkrum
dögum hófust siglingar á Rauða-
vatni á vegum fþróttafélagsins
Fylkis i Arbæjarhverfi, en fé-
laginu voru þá afhentir tveir segl-
bátar sem gjöf frá Æskulýðsráði
Reykjavikur. Ætlunin er að um-
hverfi Rauðavatns verði útivist-
arsvæði og hafa félagsmenn i
Fylki hug á þvi að eiga þátt I
skipulagningu þess, en Rauöa-
vatn er nánast samtengt byggð-
innif Arbæjarhverfi. Komið hefur
tiltals i félaginu aðnota vatnið til
skautaiðkana á vetrum og hefur
það raunar lengi verið gert, en
þannig hyggjast Fylkismenn nýta
aðstöðuna allt árið.
—Hugmyndina að þvi að Fylkir
reyndi að helga sér svæði við
Rauðavatn átti Reynir Vilhjálms-
son veturinn 1974, sagði Hjálmar
Jónsson formaður félagsins i við-
tali við Timann, — en þá var i
mótun skipulag fyrir svæðið fyrir
ofan Elliðaár. Stjórnarmenn
Fylkis sýndu þessu áhuga og var
farið á fund borgarstjóra þeirra
erinda að óska eftir athafnasvæði
fyrir siglingar. Borgarstjóri veitti
leyfi til að hefja framkvæmdir en
formleg úthlutun á landi undir
mannvirki varð að biða þar til
fyrir liggur endanlegt skipulag af
svæðinu.
Nokkuð hefur dregizt að hrinda
þessari hugmynd i framkvæmd
og er aðalorsökin sú, að á svip-
uðum tima réðist félagið i að
byggja félagsheimili yfir starf-
semi sina sem frá upphafi
hafði ekki átt neinn samastað.
Akveðið var aö tengja fram-
kvæmdir vegna siglinga á Rauða-
vatni 10 ára afmælinu, sem var
28. mai I vor.
Skúrsem félagiðáttiog stóð við
iþróttavöllinn, var fluttur að
Rauðavatni og er honum ætlað að
vera bátaskýli fyrst um sinn,en i
framtiðinni væntum við þess að
ungir áhugamenn um siglingar
muni smiða sina báta sjálfir. Að-
staða til þess hefur verið boðin i
Nauthólsvik á vegum Æskulýös-
ráðs Reykjavikur, en sfðar meir
er ætlunin að skapa aðstöðu fyrir
bátasmiðar i Arbæjarhverfi.
Fast form er enn ekki komið á
siglingar á vatninu, en á næsta
stjórnarfundi Fylkis verður teki
ákvörðun um hvort stofnuð verði
sérstök deild um siglingar innan
félagsins eða starfseminni snið-
39% hærra kaup í einka-
þjónustu en hjá ríkinu
— segir BHM og vitnar í launakönnun hagstofunnar
SJ-Reykjavik — Samkvæmt
könnun Hagstofu tslands hafa
háskólamenn I einkaþjónustu
tæplega 39% hærri laun en i rik-
isþjónustu. Könnun þessi byggir
á launasamanburði sambæri-
legra hópa i einkaþjónustu og
rikisþjónustu og var Iaunamun-
urinn 12%-78% i einstökum til-
fellum og voru rikisstarfsmenn
ávallt með lægri laun.
Þessar upplýsingar koma
fram i fréttatilkynningu frá
Bandalagi háskólamanna. Þar
segir ennfremur, að formaður
samninganefndar rfkisins,
Höskuldur Jónsson, hafidregið i
efa iviðtali i Rfkisútvarpinu, að
launakönnun Hagstofu Islands
hefði leitt i ljós, að háskóla
menn hefðu u.þ.b. 40% hærri
laun á almennum vinnumarkaði
en hjá rikinu. Af þessu tilefni og
þvi, að samninganefnd rikisins
fékkst ekki til að ræða niður-
stöðu Hagstofu Islands á fundi
með samninganefnd BHM 23.
ágúst s.l.ivill BHM koma á
framfæri launasamanburöi,
sem byggist á könnun Hagstofu
Islands.
Deildarverkfræöingar og
verkfræðingar sem vinna
stjórnunarstörf hafa 36.9%
lægri laun hjá rikinu en I einka-
þjónustu. Almennir verkfræð-
ingar hins vegar 48.6% lægri
laun hjá rikinu en i einkaþjón-
ustu.
Viðskipta- og hagfræðingar,
sem vinna stjórnunarstörf hafa
40% lægri laun hjá rikinu en
einkaaðilum. Aðrir viöskipta-og
hagfræðingar hafa 23.9% lægri
laun hjá rikinu en i einkaþjón-
ustu.
Lögfræðingar við stjórnunar-
störf hafa 78.1% lægri laun hjá
rikinu en einkaaðilum, en lög-
fræöifulltrúar 11.6% lægri laun
hjá rikinu en i einkaþjónustu.
Tæknifræðingar við stjórnun-
arstörf hafa 33.1% lægri laun
hjá ríkinu, og almennir tækni-
fræöingar 29.1%, en I einkaþjón-
ustu.
Fyrri fullyrðingar BHM um
40% mun á launum starfsmanna
i rilcisþjónustu og einkaþjónustu
byggðust á samanburði á vegnu
meðaltali fastra launa allra há-
skólamanna i rikisþjónustu og
þeirra háskólamanna i einka-
þjónustu, sem úrtak Hagstof-
unnar náðitil. Nokkur gagnrýni
hefur komið fram á þann sam-
anburð og hefur þvi verið haldið
fram að ekki væri um aö ræöa
sambærilega hópa. Nú hafa hins
vegar verið borin saman föst
laun sambærilegra starfsheita
hjá riki og i einkaþjónustu og
niðurstaöa þess samanburöar
svo til sú sama og fyrri saman-
burðar.
— Bersýnilegt er að rikisvald-
ið telur niðurstöður könnunar
Hagstofunnar ekki nægilega
hagstæðar og vill þvi sem
minnstum þær ræða, segir i til-
kynningu BHM.
Til styrktar löm-
uðum og f ötluðum
SJ-Rey.kjavik Kvennadeild lam-
aðra og fatlaðra hefur á undan-
förnum árum stutt í rikum mæli
Æfingastöðina við Háaleitisbraut
og starfsemi sumardvalaheim-
ilisins i Reykjadal hafa félags-
konur lagt mikla vinnu til fjáröfl-
unar i þessu skyni. A morgun
sunnudaginn 4. sept. heldur
Kvennadeildin kaffisölu i Sigtúni
við Suðurlandsbraut kl. 2-6 og
treysta félagskonur þvi að vel-
unnarar félagsins leggi þvi lið enn
sem fyrr og fjölmenni þangað.
Veizlukaffi verður á boðstólum
og margvisleg skemmtiatriði.
lslenzka brúðuleikhúsið undir
stjórn Jóns E. Guðmundssonar og
Sigriðar Hannesdóttur hefur sýn-
ingu, hljómsveit Hauks Morthens
leikur ómar Ragnarsson og
Magnús Ingimarsson skemmta.
Einnig verður bingó. Spilaður
verða sex umferðir, en meðal
vinninga verður sólarlandaferð
eftir eigin vali. Bingóið hefst kl. 5
en brúðuleikhúsið kl. 3
Nordforsk-þing
í Reykjavík
áþ-Reykjavik 1 vikunni var
fundur Nordforsk i Reykjavík og
sóttu hann um fimmtiu tnanns.
Nordforsk er skammstöfun fyrir
Nordisk Samarbetsorgan för
Anvant Forskning og var stofn-
sett 1947 i þeim tilgangi að auka
samstarf Norðurlandanna á sviði
hagnýtra rannsókna. Meðlimir
eru rannsóknarráð eða skyldar
stofnanir á Norðurlöndunum
fimnt, eitt frá islandi, eitt frá
Noregi, tvö frá Danmörku, tvö frá
Sviþjóð og þrjú frá Finnlandi.
Stjórn stofnunarinnar er fimm
manna, einn frá hverju Noröur-
landanna. Rannsóknarráð rikis-
ins var áheyrnarfulltrúi frá 1960
til 1970, en gerðist þá fullgildur
meðlimur.
Höfuðstöðvar Nordforsk eru i
Stokkhólmi en skrifstofa fyrir
umhverfismál er i Helsinki. Sam-
tals starfa 16 manns á þessum
tveim stöðum. Auk þess rekur
Nordforsk upplýsingaþjónustu i
Washington D.C., en þar starfa
fimm manns.
tsland hefur m.a. tekið þátt i
sviði sem nefnt hefur verð tækni-
leg upplýsingaþjónusta. Þátttak-
andi fyrir Islands hönd i skipu-
lagsnefnd fyrir þetta verksvið er
Framhald á bls. 19.
Vædderen
í heimsókn
Ilanska eftirlitsskipið Vædder-
en kemur til Reykjavikur i óopin-
bera heimsókn þann 5. september
1977 kl. 9.00, og mun liggja við
Grófarbryggju.
Skipherra á Vædderen er sjó-
iiðshöfuðsmaður P. Baunsöe, en
að auki eru á skipinu yfirmaður
varnarliðs Færeyja, K. Söderlund
höfuðsmaður, og yfirmaður varð-
og björgunarþjónustu Færeyja,
Ziskason.
Vædderen hefur nýverið haft á
hendi landhelgisgæzlu við Fær-
eyjar og er nú á leið til Grænlands
sömu erinda.
Skipið er til sýnis almenningi
þriðjudaginn 6. september og
miðvikudaginn 7. september frá
kl. 15.00-17.00.