Tíminn - 03.09.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.09.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 3. september 1977 13 ingakl. 9.15: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. Barna- timikl. 11.10: A heimaslóð. Hilda Torfadóttir og Haukur Agústsson sjá um timann. Meðal annars verður lesið úr verkum Sigurðar Breið- fjörðs, Ólinu Andrésdóttur, Guðmundar Böðvarsson, Böðvars Guðmundssonar, Jóns Helgasonar og Magnúsar Asgeirssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku Svavar Gests sér um þátt- inn. Efnið er sótt til Vest- mannaeyja. (Fréttir kl. 16.00, veðurfregnir kl. 16.15) 17.00 l.étt tónlist: Harmon- ikulög o.fl. 17.30 Frakklandsferð i fyrra- haust Gisli Vagnsson bóndi á Mýrum i' Dýrafirði segir frá. Óskar Ingimarsson les (2). 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 I.andsleikur i knatt- spyrnu: Beigia — island Hermann Gunnarsson lýsir siðari hálfleik frá Bruxelles. (Leikurinn er liður i heims- meistarakeppninni) 20.25 „Kormáks augun svörtu” 150 ára minning Gisla Brynjólfssonar skálds. Eirikur Hreinn S Finnbogason tekur saman dagskrána og talar um skáldið. Lesið úr ritum Brynjólfssonar skálds. Ei- riLur Hreinn Finnbogason tekur saman dagskrána og talar um skáldið. Lesið úr ritum Gisla og sungin lög við ijóð hans. 21.15 Svört tónlist, — sjötti þáttur Umsjónarmaður: Gérard Chinotti. Kynnir: Asmundur Jónsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Laugardagur 3. september 17.00 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.00 Enska knattspvrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Albert og Herbert (L) Sænskur gamanmynda- flokkur Lokaþáttur. Töfrar tóniistarinnar Þýðandi Dóra Ha fsteinsdótti r (Nordvision - Sænska sjón- varpið) 21.00 A fljúgandi ferð Heimildamynd, tekin i Frakklandi, Bandarlkjun- um og Bretlandi, um Le Mans-kappaksturinn i Frakklandi og sögu kappaksturs I heiminum. Kvikmyndaleikarinn James Coburn ekur ýmsum gerðum sigursælla kapp- akstursbila og segir frá þeim. Þýðandi Guðbrandur Gíslason. 21.50 Glæstar vonir (Great Expectations) Bresk bió- mynd frá árinu 1946, byggð á sögu eftir Charles Dickens. Aðalhlutverk John Mills, Valerie Hobson, Bernard Miles og Alec Guinnes. Aðalpersóna myndarinnar er ungur maður, sem alist hefur upp hjá vandalausum. Ókunnur velgjörðamaður arfleiðir hann að talsverðri fjárupp- hæð og hann telur sig vita, hverjum hann á velsæld- sina að þakka. Þýðandi Jón Thoir Haraldsson. 23.40 Dagskrárlok ,,Komdu meö mér til Vandermarks, og svo skal ég fylgja þér heim", sagði Rut. Sam stóð í sömu sporum og starði inn i búðina, þar sem hann sá, að Súsanna beið. Barmur hennar var mjúklega hvelfdur, andlitsdrættir unaðslegir og öklarnir, sem komu í Ijós undan hálfsíðu pilsinu, voru óvenjulega fallegir. Rut sleppti ekki augunum af Sam. Hún gat ekki hugsað sér glæsilegri elskhuga en hann, svona laglegan og búinn eftir nýjustu stórborgartízku austan frá hafi. ,,Komdu nú, Sam", endurtók hún. ,,Nei, þakka þér fyrir", svar^ði hann annars hugar. ,,Ég ætla að fara heim. Líði þer vel". Hann leit ekki einu sinni til hennar — lyfti aðeins stráhattinum sinum örlítið Það voru á honum gulir borð- ar, sem sýndu, að eigandinn var stúdent í Yaleháskóla. Döpur í huga og sein í svif um lagði Rut af stað í gagn- stæða átt. Hún blygðaðist sín fyrir hugsanir sinar. Áður en hún færi inn i búð Vandermarks staðnæmdist hún á gangstéttarhorninu og leit yfir götuna. i sömu svifum kom Sam blaðskellandi. Hann hafði snúið við og snarað- ist nú umsvifalaust inn i búð föður hennar. Hún staldraði við og hugsaði ráð sitt, en hélt svo áf ram ínn í vef naðar- vörubúðina. Sinclair búðarmaður, mesta kvennagullið i Sutherland var einkavinur hennar. Þessi ungi, grannvaxni, græðgislegi maður, sem sífellt var knúinn áf ram að óslökkvandi löngun til þess að verða sem allra fyrst ríkur, var ekki þannig skapi farinn, að hann léti meðfædda hæfileika sína til þess að ná valdi á konum ónotaða. Þeir gátu orðið honum að allt of miklu liði til þess, að hann hundsaði þá. Hann hafði gert statt að kvongast annað hvort Lottu Wright eða Rut Warham. Þó tók hann Rut fram yfir hina, því enda þótt Lotta væri miklu rikari, þá var það eiginlega of raun ungum manni, sem var alinn upp í þeim ameríska anda, að andlitið sé konan, að fella sig við litarhátt hennar. En þennan morg- un mistókst honum gersamlega að vekja aðdáun Rutar. Hún f lýtti sér eins og hún gat og var önug í viðmóti. Þeg- ar hann ætlaði að fara að f itja upp á samtali, sem oftast endranær hefði verið óbrigðult upphaf að löngu og skemmtilegu flaðri og f langsi, f leygði hún silkipjötlunni á búðarborðið og skipaði honum að finna eitthvað likt henni og senda það undir eins heim. Og hún var varla bú- in að gefa þessar fyrirskipanir, þegar hún svo að segja þaut út úr búðinni. Hún kom einmitt á réttu andartaki. Sam Wright var að koma út úr búð Warhams. Hann brosti að vísu vingjarn- lega, en Rut vissi ofurvel hvað hugur hans myndi vera. ,,Fékkstu það, sem þig vantaði?" spurði hann, en beió ekki eftir svarinu heldur fór aðafsaka sig: „Ég sneri við til þess að vita, hvort þið Sanna yrðuð ekki heima i kvöld. Mér datt i hug að líta inn til ykkar". Rut fölnaði af reiði. Hún ætlaði i boð hjá Sinclair — og þangað hafði Súsönnu ekki verið boðið. „Ætlar þú ekki að vera hjá Sinclair-fólkinu?" spurði hún. „Ég hefði kannski farið þangað, en ég vildi samt held- ur eyða kvöldinu h já ykkur. Ég get farið til hans á eftir". Hann ætlaði að heimsækja Súsönnu! Alla leiðina heim að húsi Wrights reyndi hún að fremsta megni að vinna bug á gremju sinni og hugnast Sam. En hann var annars hugar og svo fálátur, að það nálgaðist ókurteisi. Við garðshliðið nam hann staðar. Hún staðnæmdist einnig og skimaði ákaft inn i garðinn í þeirri von, að hún kæmi þar auga á Lottu og gæri farið inn fyrir undir því yfirskini, að hún ætlaði að tala við hana. „Vertu sæl", sagði Sam. ,, Komdu nú til Sinclairs, og komdu snemma. Þú dans- ar alltaf svo vel". „Æ, mér hundleiðist að dansa", svaraði hann f ýlulega. ,, En ég kem áður en samkvæmið er úti. Ég verð að sjá til þess að Lotta fái samfylgd heim". Rut rölti heim á leið. Henni var viðlika innanbrjósts og ef köldu vatni hefði verið steypt yf ir hana. Móðir hennar stóð uppi á stigapallinum, er hún kom inn í anddyrið. Hún var i morgunkjól og pappírsvafningar um hárið. „Hvar er silkið, sem ég sendi þig eftir?" hrópaði hún. „Þú veizt, að það átti að vera í kjól handa þér sjálfri til þess að nota i kvöld". „Það kemur rétt strax", svaraði Rut. Röddin var dapurleg og varirnar skulfu. „Ég hitti Sam Wright". „O", hrópaði móðir hennar. „Hann er þá kominn heim". Rut svaraði ekki. Hún drattaðist upp stigann og inn í setustofuna — herbergið, þar sem Stevens læknir hafði hrif ið Súsönnu litlu úr klóm dauðans fyrir seytján árum. Þar f leygði hún sér á grúf u yf ir sama borðið og þá hafði staðið þar og fól andlitið í höndum sér. Svo f ór hún að há- gráta. „Hvað er að þér, elsku barnið mitt"? sagði móðir hennar, „Hvað i ósköpunum hefur komið fyrir?" „Það er svo Ijótt og andstyggilegt", stundi stúlkan. „En — ó, mamma, ég hata Súsönnu! Hún var með mér, og Sam lét sem hann sæi mig ekki, og hann ætlar að koma hingað i kvöld og heimsækja okkur". „En ætlar þú ekki að fara til Sinclairs?" hrópaði frú Warham. ,, Jú. En Súsanna ætlar ekki", andvarpaði Rut. „ Þaó er bara hún, sem hann er að heimsækja". Fanney Warham starfaði af lif i og sál innan annarrar öldungakirkjunnar. En safnaðarfólkið myndi tæplega hafa kannazt við andlit hennar eins og það var nú: krýnt ótal pappírsvafningum og gljáandi af aldinkvoðu, sem hún hafði roðið framan í sig. Hún var komin á þann aldur, er konur standa i annað sinn á viðsjálum vega- mótum, og þær kynlegu tilfinningar, sem byltust i leyn um hugans og engan gat grunað, hve óstýrilátar voru, leituðu nú uppá yfirborðið. Hún þurfti ekki að skeyta um að hafa hemil á svipbrigðum sinum, þvi að dóttir hennar fól andlit sitt i höndum sér. Hún mælti ekki orð frá vörum. Hún lagði aðeins höndina blítt og verndandi á öxl dóttur sinnar, rétt sem snöggvast, likt og Ijónynja, sem gælir við hvolpa sína, um leið og hún býst til þess að verja þá. Svo gekk hún út úr stofunni. Hún vissi ekki, hvað hún átti að gera, en hún fann, að eitthvað varð hún að hafast að. 3. Siminn var niðri, innst í forstofunni, sem skipti allri neðri hæðinni i tvo jafn stóra hluta. Frú Warham var tæpast búin að segja simastúlkunni, við hvern hun vildi ná sambandi, er Rut kom æðandi fram á stigapallinn og hrópaði: „Hvað ertu að gera, mamma?" ,, Eg ætla að segja f rú Sinclair, að þú sért veik og getir ekki komið í kvöld. Svosendi ég Súsönnu í þinn stað". „Hættu"! hrópaði Rut æf. „Sleppfu símanum strax!" „Láttu mig ráða, Rut — " „Hættu þessu!" hrópaði Rut. „Þú mátt ekki gera þetta. Það kemst í almæli, að ég sé að elta Sam — og se afbrýðisöm við Súsönnu". Hann byrjaði að segja mér frá stelpunni sem átti heima i næsta húsi við hann þegar hann var litill. Svo allt i einu gleymdi hann sér og hvarf bara! DENNI DÆMALÁUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.