Tíminn - 03.09.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. september 1977
5
á víðavangi
Um frjálsa
verzlun
Aö undanförnu hefir litils
háttar verið rætt við Morgun-
blaðið um gildi frjálsrar verzl-
unar og stöðu einkaverzlunar
annars vegar og samvinnu-
verzlunar hins vegar.
Morgunblaðið viðurkennir
nú, aö einkaverzlunin hafi
farið halloka úti á landi. Þeir
telja að ástæðan sé sú, aö
mjólkurbú hafi neitað að láta
einkaverzlanir fá mjólk til
sölu. Morgunblaðið segir ,,að
viða um landið hafi einka-
verzlanir gefizt upp vegna
þess, að neytendur hafa af
eðlilegum ástæðum ieitað til
þeirra verzlana, sem hafa al-
mennar neyzluvörur á boð-
stólum og mjólkurkaupum
fylgja kaup á öðrum vörum”.
Málið er sem sé taliö mjög
einfalt. Mjólkin — eða
mjólkurleysið — á að blaðsins
dómi rlkastan þátt i flótta
kaupmanna frá verzlunar- og
þjónustustörfum f þágu al-
mennings úti a' landi. Nú séu
hins vegar upp runnir betri
timar.
Morgunblaðinu séstyfir eitt.
Þeirra menn hafa átt ein-
faldan leik til að tryggja sér
betri aðstöðu en þeir segjast
hafa átt við að búa. Þeir gátu
byggt „góð” mjólkurbú og á
þann hátt tryggt sér næga
mjólk.
Hvers vegna gerðu þeir það
ekki? Gæti hugsazt að ástæðan
hafi verið sú, að peningafurst-
um Morgunblaðsmanna hafi
fundizt það langsótt að fá arð
af þeim peningum, sem lagðir
voru I byggingu mjólkur-
stöðva? Gr ástæðan kannski
sú, að steinsteypa i Reykjavik
sé arðvænlegri og traustari
gróðavegur en uppbygging
þjónustumiðstöðva fyrir
framleiðslu landbúnaðarins?
Svo mikið er vist, að bændur
og samtök þeirra hafa oröib að
bera hita og þunga þessara
framkvæmda og hvorki notið
tii þess stuðnings eða vel-
vildar einkaverzlunar eða
peningaaðals Morgunblaðs-
ins.
Þegar taka þarf ákvörðun
um byggingu mjólkurús og
fjárfestingar i þvi sambandi,
er gagnlegt að gera sér grein
fyrir tvenns konar viðhorfum
sem að baki liggja. Ráðandi
sjónarmið einkahyggjumanna
er, hvort það borgi sig að
leggja peninga i slikt fyrir-
tæki. Ef peningar þeirra — eða
lánsfé sem þeir geta komizt
yfir — getur skilaö meiri
ágóða með annarri ráðstöfun,
þá er stokkið i þá áttina.
Samvinnumenn lita hins
vegar fyrst og fremst á þörf-
ina. Sé hún rik, bæði vegna
framleiðenda og neytenda, þá
hefir verið og er ráðizt I slikar
stórframkvæmdir sem mjólk-
urbú eru, jafnvel þótt i upphafi
hafi ekki verið fullljóst
hvernig færi meö fjármagns-
útvegun. Það er regin mis-
munur á þessum viðhorfum.
Vonin um auðtekinn gróða
hefir jafnan verið leiðarljós
sérhyggjumanna. Þeir hafa
svo sem framast er auöið valið
sér verkefni samkvæmt
þessari lifsskoðun. Af þessum
ástæðum hafa þeir oft og
einatt hlaupið frá vanda-
sömum verkefnum lands-
byggðarinnar en ekki vegna
mjólkurleysis eins og Morgun-
blaöið lætur það nú heita.
Hagkvæmir
vöruflutningar
Morgunblaðsmenn látast
ekki vita það, aö skip Sam-
bandsins halda uppi beinum
siglingum erlendis frá til
hafna úti á landi. Það virðist
hafa farið framhjá þeim, að
upplýst hefir verið að yfir 70
prósent af innflutningi, sem
kemur með Sambandsskip-
unum.er fluttur beint til hafna
úti um land. Skip samvinnu-
manna sigldu til 52 hafna utan
Reykjavikur á s.l. ári. Við-
komur þar voru rösklega 1100.
Meginhluti innflutnings með
þessum skipum mun vera
þungavarningur svo sem
byggingarvörur. fóðurvörur,
áburður, matvara og aörar
sekkjavörur. Landsbyggðin
nýtur þessara siglinga I rikum
mæli og með stofnun og
rekstri Skipadeildar SIS var
efnt til samkeppni sem rik
þörf var fyrir. Neyzluþjóð-
féiagi okkar fvlgir það, aö
mannlegar þarfir eru marg-
vislegar. Þrátt fyrir þessar
beinu siglingar fer mikill hluti
af 'neyzlu- og rekstrarvörum
la ndsby ggða rinn ar um
Reykjavlk. Það ætti hins
vegar að vera öllum Ijóst, að
hvorki Eimskipafélags- eða
Sambandsskipin geta haldið
uppi siglingum til Rúðardals
eða staða með svipaða
aðstöðu. Ýmis byggðarlög
búa þvi við óhagstæðari verzl-
unaraðstöðu en höfuðborgin.
Viðurkennt er að samvinnu-
hreyfingin hefur meö skipa-
rekstri sinum reynt að jafna
hlut dreifbýlis og margir
kunna að meta það, þótt
Morgunblaðsliðar séu ekki I
þeim hópi.
Tvö sjónarmið
— Tvær reglur
Fyrir nokkrum árum var
skipulagt svæði fyrir iönaöar-
byggingar I Sogamýrinni fyrir
austan Grensásveg I Reykja-
vlk. Þar er nú ýmiss konar
verzlunarstarfsemi rekin og
meðal annars stór vörumark-
aður.
Ekki virðist hafa staðið á
samþykki borgarstórnar-
meirihlutans til þess að gefa
nauðsynleg leyfi fyrir þessari
verzlunarstarfsemi. Ekki er
annað sjáanlegt en aö vel
takist að reka stórmarkaö i
iðnaðarhverfi þessu.
Morgunblaðið minnir á, að
borgarstjórnarmeirihluti
s j á 1 f s t æ ði s m a n n a hafi
heimilaö Sambandinu aö
byggja eitt myndarlegasta og
stærsta hús, sem reist hefur
verið á tslandi, við Holtaveg I
Reykjavik: Það þegir hins
vegar .um, að KRON var
neitaö um leyfi til að reka
vörumarkaöi I þessu sama
húsi. Það hefir hér enn einu
sinni á sannazt, að tvær reglur
gilda hjá bórgarst jórnar-
meirihlutanum I ReykjavíR:
Nú er þaö vitaö aö vöru-
markaðir eru byggðir upp
með nokkuð öðrum hætti en
almennar smásöluverzlanir
og veita ekki sams konar þjón-
ustu. Vöruverð er þar gjarna
lægra en i almennri smásölu-
búð.
Jafnvel þótt KRON veitti
félagsmönnum sinum 15
milljónir I afslátt á s.I. ári, má
ætla að viðskiptamenn þess
hefðu sparað margfalda þá
upphæð árlega, hefði félagið
átt þess kost, að koma upp
stórmarkaði I þessu nýja húsi
Sambandsins, svo sem fyrir-
hugað var. Til þess mátti
kaupmannaveldið ekki hugsa.
Þess vegna var brugðizt hart
við og fótur settur fyrir þetta
áform KRON. Slikur stór-
markaöur hefði orðið neyt-
endum hagstæður. Þar hefði
verðlag oröiö svo lágt, að
konan að vestan sem Morgun-
blaðinu hefur orðiö svo tiðrætt
um, myndi jafnvel hafa lagt
þangaö leiö sina ef hún hefði
verið á ferð i Reykjavik.
i
VÓCSHCSfe
Þeir sem hafa áhuga á að leigja
salarkynni okkar á komandi
hausti og vetri fyrir árshátíðir,
fundi og/eða annan
mannfagnað eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við
veitingastjóra í símum 23333 —
23335 kl. 1 til 4.
Sjúkrahót.el RauAa krossins
•ru á Akureyri
og i Raykjavik.
RAUOIKROSSISLANDS
SNOGH0J
Nordisk folkehejskole
ved Lillebæltsbroen
• ogsa elever fra de andre
nordiske lande.
6 mdr. fra nov.
4 mdr. fra jan.
DK-7000 Fredericia
tlf. 05-9422 19
Jacob Krogholt.
Einn bíll
á hverja
þrjá ís-
lendinga
KEJ-Reykjavik — Bifreiða-
eign landsmanna var i árslok
1976 7 3.410 eða 332,3 á hverja
1000 Ibúa. Fólksbifreiöaeignin
var á sama tima 66.699 sem
þýðir 301,9 fólksbifreiðar á
hverja 1000 ibúa. Til gamans
má geta þess, aö 1959 var bif-
reiðaeignin 20.256 eða 116,5 á
hverja þúsund ibúa en aöeins
83,7 fólksbifreiöar á 1000 ibúa.
Mest hefur bilum lands-
manna fjölgað á einu ári um
8000 árið 1974 en árið eftir,
þ.e.a.s. 1975 fjölgaði bílum að-
eins um tæpt hundrað. Svo litil
fjölgun bifreiða hefur aðeins
einu sinni átt sér stað frá þvi
árið 1959, en þaö var land-
flóttaárið 1969 þegar bílum
fækkaði um ca 30. Kemur
þetta fram i nýútgefinni Bif-
reiðaskýrslu Hagstofu ts-
lands.
o Hellirinn
grátt eða rautt, en úr lofti og
veggjum hanga dropasteinar,
nokkurs konar hraungrýlukerti,
sumir fagurrauöir en aðrir grá-
leitir. Ekki voru þeir stórir, þeir
stærstu um 30 sm. Eitt er sér
kennilegt við þessa dropasteina,
það er að þeireru holir aö innan.
Útlenzkur maður, Hjelmkvist
aö nafni, hefur efnagreint
dropasteina sem þessa, og kom-
iztaö þviað þeireru miklu járn-
rikari en bergið i kring.
Þá- hafa jarðfræðingar veitt
þvi athygli að dropasteinar i
lofti og hellisgólfum standast
iöulega á og bendir það til þess
aö þeir myndist i lok storkn-
unarinnar, viðbráðnun bergsins
viö mikinn hita.
Viö héldum áfram um þessa
dimmu ranghala, en þar kom að
þvi að hann endaöi, grátt bergið
lokaði veginum. Hellirinn
endaði hér.
145 m að lengd.
Þá varekkium annaö að ræða
en snúa við, rannsaka hellinn
betur I baka leiðinni, og siðast
en ekki sizt mæla lengd hans.
Hann reynist vera 116 stikur,
stika er 125 cm, og hellirinn þvi
145 metrar aö lengd.
En hvernig veröa hellar sem
þessir til? Samkvæmt kenning-
um jarðfræðinga þá myndast
allir hraunhellar á sama hátt,
og eru þeirflestir ilangir. Þetta
gerist i hraunflóði þegar berg-
kvika i þröngri rás, meö full-
storknað þak, rennur fram úr
henni og eftir stendur þakið þ.e.
hellirinn.
Hraundrýli
En nú erum viö komnir aftur
upp úr og búnir aö fá nóg af
hellastandi. Við kveðjum girö-
ingarmennina með victum,
nema þau Greip og Kristinu
matráðskonu, sem einnig ætla
með niður I byggð.
A leið okkar vekur athygli
hraunstrýta, sem stendur i
miðju Lambahrauninu. Viö ök-
um að henni og komumst að þvi
að þarna er um hraundrýli að
ræða. En það eru hraunstrýtur
sem myndast við uppstreymis-
op nálægt eldgigum þegar gos-
gufur rifa meö sér hraunslettur
upp á yfirborðið. A þennan hátt
geta smátt og smátt myndast
háir hraundrýlar en þeir
stærstu hér á landi eru þeir tveir
sem standa við Lækjarbotna.
Þaö sem er sérstakt við hraun-
drýla, er að þeir eru holir aö
innan, og sést það greinilega ef
þeir eru athugaðir vel.
Á heimleið.
En það tjóar ekki að slóra.
„Timinn kallar”, og nauðsyn-
legt er aðhalda heim á leið. Viö
ökum sœnu leið til baka. Hoss-
umst yfir Lambahraun, niður
eftir Efstadalsfjalli. Það keðj-
um við Má, bilstjórann okkar,
Greip óg Kristinu, en siðan er
haldið I hendingskasti til
Reykj avikur.
Til jarðfræöilegs-bragöbætis
er rétt að geta þess, að Gutt-
ormur Sigurbjarnarson, jarð-
fræðingur telur aö Lambahraun
sé 3600 ára gamalt, og þá lang-
yngsta dyngja á Islandi.
Stærstu hellar á ts-
landi.
En hverjir eru stærstir hella á
Islandi?
Surthellir er langstærstur eða
um 1600 metra. Þá má nefna
Viðigelmi og Stefánshelii sem
báðir eru um 800-900 m hvor.
Nú, Raufarhólshellir er um
800m langur og um hann hefur
skrifaö l/TMungerm .a. i Lesbók
Morgunblaðsins 16. jan. árið
1955. Þessir fjórir hellar, sem
nefndir hafa veriö, eru lang-
stærstir á Islandi.
Þá má nefna minni hella svo
sem hellana i Gullborgarhrauni,
sem Sigurður Þórarinsson hefur
lýst i Lesbók Morgunblaðsins,
og endurprentað hefur verið i
Arbók Fí, Borgarhellir sem er
430 m langur, en i honum eru
dropasteinar allt 1 m að lengd,
Vegghellir, sem er 185' m að
lengd, og Flórhellir sem er 60
metra að lengd, og er fegurstur
hellana i Gullborgarhrauni.
Gjábakkahellir er 309 m lang-
ur, en honum hefur Hjörtur
Björnsson frá Skálabrekku lýst i
Arbók FI. Að endingu skal
nefndur Karelshellir i Heklu-
hrauni frá árinu 1947 og Guð-
mundur Kjartansson hefur lýst i
Náttúrufræðingnum áriö 1949.
— Kás