Tíminn - 09.09.1977, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 9. september 1977
Sæmundur Friðriksson
Þaö var vor i lofti 29. jiiní 1947.
Stór landbúnaöarsýning stóö þá
yfirsuöur I Skerjafiröi og þangaö
streymdu tugþúsundir lands-
manna og létu hrifast af þvi sem
þar var aö sjá, er allt vitnaöi um
gróandi þjóölíf eftir kyrrstööu
undanfarinna striösára.
Uppi á 2. hæö i gamla Búnaöar-'
félaginu viö Tjörnina i Reykjavik
sátu nokkrir menn og ræddu um
framtiöarskiöulag búnaöarmála.
Ný löggjöf um afuröasölu- og
verölagsmál landbúnaöarins
haföi veriö samþykkt á Alþingi
Islendinga. Þaö voru lögin um
Framleiösluráö landbúnaöarins
o.fl. Tveim árum áöur haföi Stétt-
arsamband bænda veriö stofnaö
aö Laugarvatni. Meö hinum nýju
lögum fékk Stéttarsambandiö
viöurkenningu löggjararvaldsins
um aöild sina aö starfsgrundvelli
islenzkra bænda. Umræöuefni
þessara forystumanna bændanna
var ma. aö ráöa framkvæmda-
stjóra Stéttarsambands bænda.
Viö Sæmundur Friöriksson vor-
um báöir boöaöir á þennan fund.
Þar var Sæmundur beöinn um aö
taka aö sér stööu framkvæmda-
stjóra Stéttarsambandsins og ég
var þá ráðinn til framkvæmda-
stjórnar hjá Framleiðsluráði
landbúnaöarins. Daginn fyrir
þennan fund átti Sæmundur 42
ára afmæli.
Þetta var i fyrsta skipti sem viö
Sæmundur hittumst. Þaö fór ekki
framhjá mér aö Sæmundur var
persónuleiki sem var i rólegu og
yfirveguöu jafnvægi. Hann var
gjörvilegur maöur á velliog meö
friöari mönnum ásýndar og þegar
hann talaöi var ræöa hans yfir-
veguö og málfar allt vandaö. Þaö
var engu likara en hann mótaöi
hvert orö sem hann sagöi, svo
þaö gæti oröiö sem skiljanlegast
og fullnægöi jafnframt þeim feg-
uröareinkennum sem Islenzk
tunga er svo rik af. Sæmundur
var greinilega vaxinn úr annars
konar jarövegi en ég. Mbr varö
þaö strax ljóst, aö meö okkur
Sæmundi yröi aö takast gott sam-
starf, þar eð hann var oröinn
framkvæmdastjóri félagsskapar
sem fór meö meirihlutavald i
þeirri stofnun, sem ég átti aö
starfa fyrir. Þegar svona stendur
áerofthættviö aö i spilin komist
tveir tigulkóngar.
Þessi ótti minn var þó algjör-
lega ástæöulaus, þvi ég man ekki
eftir þvi aö viöyröum ósammála I
neinu þvi, sem máli skipti í þau 30
ár sem okkur voru gefin til sam-
starfs. í þessu samstarfi okkar
var ég ávallt þiggjandi, en hann
sá sem offraði.
Fyrst framan af sýndi ég hon-
um handrit að flestu því, sem ég
ritaöi, hvort sem þaö var blaöa-
grein, umburöarbréf eöa tillaga
sem leggjast skyldi fyrir fund.
Hann las þetta yfir og gaf mér
ábendingar, sem allar voru betr-
um bætur á þvf, sem ég haföi áöur
skrifað. Hanr var málvissari
maöur en nokkur annar sem ég
hefi þekkt, því gat ég treyst leið-
beiningum hans.
Náiö samband tveggja manna
um þrjátíu ára skeið veröur
gjarnan aö hversdagslegum hlut i
dagsins önn, sjálfsagöur hlutur
sem veröur tilaf sjálfu sér. Þegar
sá sem veriö hefur gefandi i þvi
samstarfier ekki lengur viölátinn
og samstarfiö rofnar af þeim sök-
um, erhættviö þvf aö sá sem eftir
situr tapi nokkrum hluta hins
daglega öryggis, en ekki er eins
mikil hætta á ferðum ef áhrif hins
horfna lærimeistara eru varan-
leg.
Þegar veriö var aö semja til-
lögu til verölagsgrundvallar og
þeir sem þaö verk unnu i þaö og
þaö skiptiö, fannst þeir heföu lok-
ið verkinu og aö þaö væri harla
gott, var ávallt sagt, „kalliö á
hann Sæmund. Hvaö segir hann
um þetta?” Ef svo Sæmundur gat
ekkert aö verkinufundiö var þaö
látiö standa sem tillögur bænda i
Sex-mannanefnd. Ef Sæmundur
gat eitthvað fundið aö tillög-
unum var þeim gjarnan breytt I
þá átt sem hann haföi lagt til. 1
mörg ár held ég aö ekki hafi veriö
gengiö frá tillögum til verðlags-
grundvallar án þess aö sýna Sæ-
mundi fyrst uppkastiö. Þaö þótti i
rauninnióráö aöljúka svo nokkru
máli aö hann væri ekki hafður
meö i ráöum.
Þrjátiu ár er langur tími þegar
litiö er fram á veginn, en ef litiö
erum öxl vill þaö oft veröa svo aö
lengd hins liöna tlmaskeiös
veröur sem dagurinn i gær. Þó
verður ekki framhjá þvi séö að
eldrimennskynja lengd timabila.
Fer þetta eftir ýmsum atvikum,
ensá sem missir góöan vin tapar
venjulega öllu timaskyni, árin
þurrkast út I endurminningunni,
þau gleymast.
Viö Sæmundur kynntumst um
vor. Nú er komiö haust þegar
vegir skilja. Þaö var fljótt aö liöa
þetta sumar sem viö fengum aö
vinna saman, Sæmundur og ég.
Reykjavík, 1.9. 1977
Sveinn Tryggvason
t
Nú er rösklega 41 ár liöiö, siöan
fundum okkar Sæmundar Friö-
rikssonar fyrst bar saman. Þaö
var heima i Efri-Hólum. Kona
min og ég sem þá vorum reyndar
ekki orðin hjón, komum þangaö I
heimsókn. óþarft er aö minnast á
gestrisnina. Friörik bóndi var
ekki heima, en þetta var siöasta
áriö, sem hann liföi, svo aö Guö-
rún, Sæmundur og Guöbjörg tóku
á mótiokkur, öllméráöur ókunn.
En þau tóku mér, eins og viö hefö-
um þekkzt frá barnæsku. Siöan
hef ég oft fundið, aö bönd þau,
sem bundu Sæmund átthög-
unum, hafa aldrei rofnaö, en i
raun réttri alltaf veriö aö styrkj-
ast á þeim áratugum, sem siöan
eru liönir.
Fám árum siöar, haustiö 1939,
kynntumst við Sæmundur sem
feröafélagar. Hann var trúnaöar-
maöur Búnaöarfélags Islands í
Noröur-Þingeyjarsýslu, en þvi
starfi gegndi hann frá 1932-1945,
mældi jaröabætur þar og var aö
öðru leytibændum til leiðbeining-
ar. Ég slóst i för með honum mér
til fróðleiks og skemmtunar "um
Sléttu, Þistilfjörð og Langanes.
Ferðin tók um þaö bil hálfa aöra
viku. Veöriö var dásamlegt, sum-
ariö og haustiö þaö langbezta,
sem komiö hefur á þessari öld,
hitamóöa yfir heiöum og fjöllum
eins og i Suöurlöndum alla tíö
nema tvo daga, sem viö fórum
um Langanes. Þar var þá þoka en
þó logn og bliöviöri.
Þetta voru yndislegir dagar.
Lóurnar voru farnar aö hópa sig i
móunum, sem voru orönir lit-
verpir. Aö ööru leyti minnti
veöurbliöan á fagurt vor. Hvar-
vetna var okkur tekiö sem höfö-
ingjum, og naut ég auövitaö Sæ-
mundar, sem var gagnkunnugur
á hver jum bæ, en ég haföi hvergi
áöur komiö, nema á nokkra bæi i
Þistilfiröi meir en hálfum öörum
áratug áöur. Viö fórum oftast nær
hægt, enda var hestunum þungt
um ihitanum, enþetta varmeðan
hesturinn var þarfasti þjónninn i
mörgum sveitum landsins. Þegar
leiö okkar lá viösjó eöa fram hjá
árhyl, fengum viö okkur sund-
sprett til svölunar. Viöast hvar
komum við inn á bæjunum, enda
átti Sæmundur erindum aö gegna
viö mælingar og fleira, drukkum
kaffi, boröuöum eöa gistum og
gáfum okkur góöan tima tii
skrafs og ráöageröa, eins og
hverjum þóknaöist. Búnaöar-
ráöunauturinn trúöi mér fyrir
þvi, aö æösta boöorö sittá feröum
sem þessari væri aö flýta sér
hægt. Og þó sóttist erindið furöu
vel.
Annaö trúnaöarstarf, sem Sæ-
mundur Friöriksson gegndi á
yngri árum, var kjötmat. Hann
var yfirkjötsmatsmaöur á Norö-
austur- og Austurlandi áriö 1933-
47. Þvi starfi hans kynntist ég
ekki beinlinis en ekki er að efa, aö
hann gegndi þvi af sömu sam-
vizkuseminni og trúnaöarstarfinu
i þágu Búnaöarfélagsins. Geta
má þess, aö ég var staddur á
Akureyri eitt haustiö, sem hann
annaöist þaö. Þá var þar haldiö
námskeiö fyrir fláningsmenn i
sláturhúsum, oghaföi Sæmundur
umsjón meö þvi. Af umgengni
hans viö námskeiðsmenn cg sam-
vinnu viö þá varö ég þess áþreif-
anlega var, aö hann sá um þaö
starf af sömu kostgæfni og trú-
mennsku sem hann fékkst við
mælingu jarðabóta og leiöbein-
ingar bændunum til handa i um-
dæmi sinu.
Smám saman fjarlægöist Sæ-
mundur átthagana meir og meir.
Lágu til þess góð og gild rök. A 4.
tug þessarar aldar herjaöi mæöi-
veikin og fleiri sjúkdómar á sauö-
fé bænda, svo aö þaö hrundi
niður, eins og mörgum er minnis-
stætt. Heil héruö gereyddust af fé
eða þvi sem næst. Giröingar varö
aö setja upp, svo aö kindur ekki
færu milli sýktra og heilbrigöra
svæöa. Stofnaö var embætti
framkvæmdastjóra mæðiveiki-
varna. Fyrstur gegndi þvi Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri jafn-
hliða sinu aöalstrfi frá vorinu
1937, en eigi var honum auöiö aö
gegna þvi meö skógræktarstjóra-
starfinu til langframa. Fór svo,
aö ráöinn var annar maöur til aö
gegna þvi, og varð Sæmundur
Friðriksson fyrir valinu, enda fór
saman þjálfun hans viö skyld
trúnaöarstörf, sem hann áður
haföi gegnt og aö góöum notum
kom, frábær reglusemi, dugn-
aöur, festa og hyggindi, sem hann
var gæddur. Þetta starf annaöist
Sæmundur siöan um áratugi frá
1941, ásamt framkvæmdastjóra-
starfi viö Stéttarsamband bænda
frá 1947, meðan heilsa og kraftar
entust. Einnig var hann fram-
kvæmdastjóri viö byggingu
Bændahallar frá 1946 og slðan.
Munu þeir, sem þessum störfum
Sæmundar eru margfalt kunnugri
en ég, lýsa þeim. En enginn efi er
á þvi, aö hann vann aö minnsta
kosti tveggja manna verk viö þau
störf, svo aö ekki sé meira sagt.
Sæmundur Friöriksson fæddist
aö Efri-Hólum i Presthólahreppi
28. júnl 1905, og voru foreldrar
hans Friðrik Sæmundsson bóndi
þar og Guörún Halldórsdóttir
ljósmóöir kona hans. Sæmundur
varð búfræöingur frá Hvanneyri
1925 og stundaöi framhaldsnám i
verklegum greinum viö Dalum
Landbrugsskole iDanmörku 1928.
Um þriggja mánaöa skeiö
dvaldist hann i Liverpool og
London veturinn 1936, til aö kynn-
ast verkun og frágangi freðkjöts,
sem selt er á brezkan markað.
Hann var bóndi i Efri-Hólum
röskan áratug, 1931-1941.
Hinn 18. september 1930 kvænt-
íst Sæmundur og gekk að eiga
Guöbjörgu Jónsdóttur, Ingi-
mundardóttur, frá Brekku i
Núpasveit, en missti hana 30.
april 1949 eftir langa og erfiöa
vanheilsu. Varðhún aö dveljast á
sjúkrahúsum sunnan lands og
norðan langtimum smana. Reit
Gisli Guömundsson alþingis-
maöur um hana frábæra grein i
Timann, þegar hún andaöist. En
Sæmundur skrifaöi mágkonu
sinni andlát systur hennar til Ir-
lands — viö dvöldumst þar þá —
og lét i ljós, aö hann heföi ekki
mikinn áhuga á iifinu um sinn, nú
öfundaöi hann fjárhirðinn, sem
gætti hjaröar i haga — og mun
honum hafa orðiö hugsaö til bú-
skaparára sinna i Efri-Hólum, á
meöan Guöbjörg enn var lifs og
allt lék I lyndi.
Ekki tjóaöi þó að gefast upp,
hverfa frá þvi hlutverki, sem
hann haföi tekiztá hendur: björg-
un islenzks búfjár úr bráöum
voöa, enda mun vanheilsa Guö-
bjargar meöal annars hafa leitt
til þess, aö Sæmundur lét af bú-
skap og fluttist frá Efri-Hólum,
enalltaf saknaði hann æskustööv-
anna og þráöi þær eins og pila-
grimur helgistaö. Ef til vill var
samt enginn annar maöur eins
fær um aö leysa þetta hlutverk og
hann i þágu þess fólks, er hann
taldi sig öðru fremur vera full-
trúa fyrir —■ og þjóöarinnar i
heild.
Guöbjörg var fögur kona og fá-
gætum yndisþokka gædd. Tónlist-
argáfan var henni rikulega I blóö
borin, eins og hún átti kyn til: Þvi
til sönnunar má nefna, að Þor-
björg móðir hennar var mjög
söngvin og nam orgelleik hjá
BrynjólfiÞorlákssynii Reykjavik
aldamótaáriö og var siöan um
árabil organisti hjá bróöur sin-
um, séra Arna Jóhannessyni i
Grenivik, föður Ingimundar
söngstjóra á Akureyri. En heilsu-
leysi Guðbjargar leyfði ekki, aö
hún stundaði þá list eins og hug-
urinn þráöi.
Sæmundur var mikill þrek- og
reglumaöur, unz heilsan bilaöi
fyrir röskum tveim árum. Hann
kunni flestum mönnum betur aö
stilla skap sitt, enda mun þaö
hafa komiö sér vel, svo vanda-
sömum trúnaöarstörfum sem
hann gegndi um dagana. Hann
var farsælum skipulagsgáfum
gæddur og heiöarleikinn frábær.
Kimni hans var næm, og hann
haföi gaman aö þvi, sem broslegt
var i fari náungans. Glettni hans
var aöeins gamansöm, en aldrei
grá. Liktisthann aö þessu leyti og
ööru fööur sinum, sem hann lýsir
ágæta vel i grein, er birtist i bók-
inni Faöir minn, bóndinn, sem út
kom fyrirtveimárum. Þarerlika
glögg lýsing á móöur hans og
hennar mikilvæga húsfreyjuhlut-
verki.
Þakklæti mitt og konu minnar
fylgir þér, Sæmundur Friðriks-
aon, þegar þú flytur- búferlum,
þökk fyrirlöng og góö kynni, sem
engan skugga bar nokkurn tima
á. ÞU varst alltaf góður gestur
þegar þú komst, og manna
skemmtilegastur heim aö sækja,
mikið ljúfmenni, trygglyndur og
trúr.
Guöbjörg og Sæmundur eign-
uðust tvær dætur: Jónu, sem er
gift Ragnari Danielssyni, eiga
þau þrjú efnileg börn, og Guörúnu
Agústu.sem erógift, en hefur séð
um heimili föður sins af mikilli
alúö og dugnaöi um langt árabil.
öllum votta ég þeim innilega
samúö mina, svo og eftirlifandi
systkinum hans og öörum vanda-
mönnum.
Búnaöarfélagi Islands óska ég
þess, aö þaö beri gæfu til aö eign-
ast marga slika starfsmenn sem
Sæmund Friðriksson, enda kunni
þaö aö meta vinnubrögö hans og
sýndi honum þann sóma, sem
það getur mestan sýnt: Gerði
hann að heiöursfélaga sinum. Þaö
er tákn þess, að hann sé einn af
mestu velgerðamönnum islenzks
landbúnaöar.
Viö kveöjum þig meö söknuöi,
Sæmundur, likt og þú værir aö
hafa bústaöaskipti. Ég man þig
glaöastan, þegar viö komum úr
feröinni góöu 1939 að hlýlega býl-
inu viö Hólaheiöi. Þar biöu þin
vinir i varpa. Eins veit ég, aö þér
verður nú vel fagnaö á hlaöi þíns
nýja heimkynnis.
Þóroddur Guömundsson
frá Sandi.
t
Sæmundur Friðriksson er
dáinn. Þessi setning hljómaði um
fundarsalinn á Eiðum 30. ágúst
s.l., þar sem Stéttarsambands-
fulltrúar sátu aö störfum og alla
settihljóöa. Minning þessa mæta
manns var ofarlega i hugum
fulltrúanna, þvi þetta var fyrsti
fundurinn i 30 ár, sem hann var
ekki meðal þeirra.
Sæmundur fæddist 28. júni 1905
að Efri Hólum i Núpasveit og var
þvi rúmlega 72 ára er hann lézt.
Foreldrar Sæmundar voru hjónin
Friörik Sæmundsson bóndi i Efri-
Hólum og Guörún Halldórsdóttir,
ljósmóöir.
Sæmundur ólst upp á Efri-
Hólum i hópi margra systkina og
stundaöi margvisleg bústörf og
einnig sjósókn á opnum báti eins
og þa var venja. Vandist hann
strax á iöjusemi, og aö leggja
alúö við hvert starf. Heimilið á
Efri-Hólum var rómaö fyrir
myndarskap og forystu i umbóta
og menningarmálum sins byggö-
arlags.
Ungurfór Sæmundur til náms á
Hvanneyri og lauk þaöan prófi