Tíminn - 07.10.1977, Page 3

Tíminn - 07.10.1977, Page 3
Föstudagur 7. október 1977 Guðmundar- og Geirfinnsmál í sakadómi: Krafizt sýknu fyrir Tryggva Rúnar og Sævar Ciesielski SJ-Reykjavík. í gær kröfðust verjendur þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Marinós Ciesielski þess i mál- flutningi fyrir sakadómi að þeir yrðu sýknaðir af ákærum um morð á Guðmundi Einarssyni. Þess var einnig krafizt að Sævar Marinó yrði sýknaður af morði Geirfinns Einarssonar. 1 mál- flutningi verjendanna Hilmars Ingimundarsonar og Jóns Odds- sonar kom fram hörð gagnrýni á meðferð máianna i heild, framkomu rannsóknarlögreglu- manna, fangavarða i Siðumúla- fangelsi og fuiltrúa rlkissak- sóknara Arnar Höskuidssonar svo og aðbúnað þeirra i fangelsinu, sem verjandi Sæv- ars, Jón Oddsson, telur ónothæft sem einangrunarfangelsi. Verj- endur sögðu skjólstæðinga sina hvað eftir annað hafa verið yfir- heyrða lengur en I 6 klst. I senn eða allt upp í tólf klst. en slikt brýtur i bága við lög um með- ferð opinberra mála. Þeir hafi einnig iðulega verið yfirheyrðir oft á dag. 1 málflutningi Jóns Oddssonar kom fram að Sævar taldi sig um skeið ofsóttan i fangelsinu og lffi sinu jafnvel stofnað i hættu. i málflutningi Páls A. Pálssonar verjanda Kristjáns Viðars Viðarssonar I fyrradag kom fram, að Kristján taldi einnig að sótzt væri eftir lifi sinu á þessu sama skeiði fangavistarinnar. Hilmar Ingimundarson sagði I málflutningi sinum i gær, að saksóknarinn Bragi Steinarsson hefði enga tilraun gert til að draga fram það sem kynni að vera Tryggva Rúnari i hag við- vikjandi þeim afbrotum, sem hann er ákærður fyrir. Aðal- grundvöllur morðákærunnar á hendur Tryggva Rúnari væri skýrsla Erlu Bolladóttur frá þvi i desember 1975, en hún hefði þá verið yfirheyrð i rúmlega sjö klukkustundir samfleytt, sem væri skýlaust lagabrot. Erla hafi i raun og veru aldrei haldið þvi fram, að Tryggvi Rúnar hafi veriðnærri þegar morðið á Guð- mundi Einarssyni á að hafa ver- iðframið heldur þvi,að Kristján Viðar, Sævar og þriðji maður sem hún hafi ekki þekkt. Siðar breytir hún framburði sinum þegar það er komið i hámæli hverjir séu grunaðir um morð á Guðmundi Einarssyni. Hún hafi ekki lýst Tryggva Rúnari við yfirheyrslu fyrr en þrem árum eftir að morðið á Guðmundi Einarssyni á að hafa verið framið. — Þetta er hinn „skuggalausi” framburður Erlu Bolladóttur, sem saksókn- ari kallar svo. „Mér finnst hann miklu fremur „skuggalegur,” sagði Hilmar Ingimundarson I vörninni I gær, og gat þess jafn- framt, að Erla hefði hvað eftir annað breytt framburði sinum bæði um þetta atriði og önnur. Verjandinn hélt þvi fram, að hér hefði Erla Bolladóttir annað hvort svarið rangan eið eða far- ið með rangar sakargiftir. Þaö væri þó ekkert nýtt fyrir Erlu Bolladóttur, enda væri hún ákærð fyrir rangar sakargiftir i Geirfinnsmálinu. A framburði sliks vitnis hvildi sakfelling Tryggva Rúnars Leifssonar. Einnig var þess getið að manni með sakarferil Tryggva Rúnars reynist örðugt að kom- ast aftur út úr máli sem þessu, hafi hann einu sinni veriö nefndur i þvi. Reglur um rétt sakaðra manna þverbrotnar Gallann á frumrannsókninni i þessu máli eða málum telur verjandi vera að flestallar meginreglur um að vernda sakaðan mann hafi verið þver- brotnar. Vottar hafi aldrei verið viðstaddir yfirheyrslur lög- reglumanna, þegar skýrslur um þær lágu fyrir vélritaðar hafi vottar verið til kvaddir og fyrr ckki A timabilinu 23/12 1975 til 9/1 1976 hafi Tryggvi Rúnar 15 sinn um verið yfirheyrður og stund- um mörgum sinnum á dag með stuttu millibili. Hér hafi ekki verið um einkasamtöl að ræða, þ.e.a.s. það að Tryggvi Rúnar hafi beðið rannsóknarlögreglu- menn að koma og tala við sig, heldur sé það bókað i dagbók Siðumúlafangelsis að hér hafi verið um yfirheyrslur að ræða. Hins vegar hafi ekkert verið bókað um yfirheyrslurnar, en samkvæmt lögum er skylda að bóka hvað fram fer I yfirheyrsl- um, hvenær þær hefjast og hvenær þeim lýkur. Um um- ræddar yfirheyrslur er aðeins ein lögregluskýrsla frá 9/1. A þessu timabili hafi tveir rann- sóknarlögreglumenn og að auki örn Höskuldsson yfirheyrt Tryggva Rúnar samtimis. Einn daginn var hann úrvinda. Þá var læknir kvaddur til og hann sprautaður margoft svo hann gæti hvilzt og yfirheyrslur gætu hafizt á ný. Tryggvi Rúnar hafi margoft farið fram á að tala við skipaðan verjanda sinn, en ekki fengið leyfi til þess. Arangurinn af þessum yfirheyrslum hafi verið skýrsla sem beri mjög keim af orðalagi ákveðins rann- sóknarlögreglumanns og skýrsla annars sakbornings um svipað leyti hafi hafizt með næstum sama orðalagi, sem sé alls ekki sakborninga. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar væri verkefni fyrir bókmennta- fræðing að rannsaka þetta at- riði. Siðan hafi Tryggvi Rúnar við og við verið yfirheyrður út allt árið 1976 alls 68 sinnum og um það er aðeins ein skýrsla bókuð. Verjandi var viðstaddur I eitt skipti.vottar aldrei. Þá deildu þeir á það báðir verjendurnir Hilmar Ingi- mundarson og Jón Oddsson, að geðheilbrigðisrannsókn skuli ekki hafa farið fram á Albert Klahn. Mjög miklar likur séu á að hann sé ekki sakhæfur. Hann eigi mjög erfitt með að gera sér grein fyrir hvað sé raunveru- *' Umfangsmeiri rannsóknir hafa veriö geröar vegna Geirfinnsmáls- ins, en nokkurs annars sakamáls hér á landi. M.a. voru atburöirnir i Dráttarbrautinni í Keflavík settir á sviö eftir lýsingum hinna ákæröu. Hér er sviösetning skv. frásögn Erlu Bolladóttur, en hún stendur viö bilinn. Brúðan táknar Geirfinn Einarsson aö atlögunni lokinni. Spjald nr. 4 táknar Guöjón Skarphéöinsson, nr. 1 Sævar Ciesielski og nr. 2 Kristján Viðar. Þessi sviðsetning var gerö 23. janúar í vetur. leiki og hvað ekki. Þ að haf i hann raunar sjálfur sagt I yfirheyrslu og kvartað um að sér væri illt I höfði og sagzt hafa neytt fikni- efna frá barnsaldri. ógnunum beitt Margbreytileiki I framburði Sævars Ciesielski, Alberts Klahn og Kristjáns Viðars var i fyrstu slikur, að furðu sætir að sögn Hilmars. Komu þar fram ýmis atriði sem nú eru dottin út úr atburðarásinni, eins og hún á að hafa verið. Siðan, þegar þeir hafi farið að játa, apa sak- borningar hver eftir öðrum, meira að segja vitleysur, sem engan veginn geta staðizt. Þeir noti meira að segja nákvæm- lega sömu orðin. Það sé augljóst að þeir hafi verið leiddir i yfir- heyrslunum, jafnvel lesið fyrir þá upp úr framburði annarra sakborninga. Tvö stórmál hafi verið borin upp á Tryggva Rún- ar meðan á yfirheyrslum stóð, hann var sakaður um morð á stúlku i Vik i Mýrdal og manni i Ólafsvik. Slikt hafi verið borið upp á alla ákærðu, þeir hafi ver- ið „terroriseraðir”, þeir hafi átt að játa. En um þetta hafi ekkert verið bókað. Eitt sinn segir Tryggvi Rúnar fulltrúa rikissaksóknara hafa ! t þessu húsi Hamarsbraut 111 Hafnarfiröi segja Erla Bolladóttir og fleiri vitni að Guðmundur Einarsson hafi veriö myrtur. sagt við sig að hann fengi að „rotna I tvö ár i Siðumúla” ef hann játaði ekki. Eftir að hon- um hafði verið sagt, að allir væru búnir að játa, gerði hann það einnig með þvi hugarfari, að hið sanna kæmi i ljós þegar málið kæmi fyrir dóm. Málsgögn týnd Verjandi gagnrýndi þaö harð- lega að tvö mikilvæg gögn i málinu væru ekki lögð fram i réttinum, sem Erla Bolladóttir á að hafa dregið upp af Tryggva Rúnari, þegar hún á að hafa lýst honum við yfirheyrslu sem ekki var bókuð og skissa, sem Tryggvi Rúnar á að hafa gert af staðnum, þar sem Guðmundur Einarsson á að hafa verið myrt- ur, ibúðinni við Hamarsbraut. Verjandi spurði hvers vegna svo mikilvæg gögn hefðu glatazt. Ef Erla hefði teiknaö myndina og Tryggvi Rúnar gert skissuna og þessi gögn lægju fyrir, renndi það stoðum undir sekt hans, en ef lögreglumenn hefðu gert þessa uppdrætti væri það hins vegar mjög til hagsbóta fyrir ákærða, Tryggva Rúnar. Enn- fremur deildi verjandi á það hvers vegna sakbending hefði ekki verið látin fara fram i desember 1975 og spyr hvort það hafi verið af því að lýsing Erlu Bolladóttur á þriðja manninum á Hamarsbraut hafi ekki getað átt við Tryggva Rúnar. Þá gat Hilmar Ingimundar- son þess að maður hefði verið kvaddur heim frá Spáni vegna Guðmundarmálsins. 1 kvaðn- ingunni var honum sagt skil- merkilega frá þvi hvers vegna hann væri kvaddur heim og talað um morö á Guðmundi Einarssyni sem staðreynd og að hann hafi verið þar viðstaddur. Honum er kurteislega skýrt frá þvi að ferðir verði greiddar fyr- ir hann til og frá Spáni. Fyrst kemur siðan maðurinn fyrir rétt sem grunaður, en siðar eru eng- ar kröfur gerðar á hendur hon- um til þess að hægt sé að eið- festa framburð hans sem vitnis að sögn Hilmars Ingimundar- sonar. Verjandi benfi ennfremur á að Erla Bolladóttir kæmi ýmist fram sem vitni, grunuð eða ákærð I máli þessu. Þetta telur verjandi Sævars einnig brot á skýrum ákvæðum um meðferð opinberra mála. Verjandi krafðist þess að Tryggvi Rúnar hlyti vægustu refsingu fyrir ,önnur þau brot sem hann er kærður fyrir. Þjófnað hefði hann viðurkennt og hefði saksóknari heimfært þau rétt samkvæmt lögum. Ikveikjan að Litla Hrauni dró hann i efa að væri rétt heimfærð ‘ samkvæmt lögum. iryggvi Rúnarhefði verið undir áhrifum lyfja, þvottaherbergið hafði verið með steyptum veggjum, einangrað, og með járnhurð svo ekki hefði mannslifum verið stofnað ihættu. Réttara væri þvi e.t.v. að heimfæra brot þetta undir meiri háttar eignaspjöll. Fær aðeins að lesa Morgunblaðið Jón Oddsson verjandi Sævars Ciesielski krafðist algerrar sýknu til handa skjólstæðingi sinum af morðakærunum og lágmarksrefsingar vegna ann- arra brota hans. Vill hann að i dóminum verði höfð sérstök hliðsjón af þeirri þungbæru ein- angrun, sem ákærði hefur átt við að búa. Sævar Ciesielski var handtekinn 11. des ’75, þegar gerð var húsrannsókn á heimili hans, Erlu Bolladóttur og ný- fæddrar dóttur þeirra „við við- kvæmar aðstæður.” Hann hefur dvalizt i Siðumúlafangelsinu i rúma 700 sólarhringa, lengst af i algerri einangrun. 31. jan. - 5. mai ’76 var hann ekki i einangrun. Siðan 3. júni ’76 hef- ur hann verið i klefa, sem er um 5 fermetrar að innanmáli. Að sögn verjanda er þar ófullkomin loftræsting, hávaði nætur sem daga og sólar nýtur ekki. „Bækur hefur hann ekki fengið að hafa og dagblöð ekki fyrst i stað, það var ekki fyrr en nýlega aðhinn virðulegi dómstóll leyfði honum að fá dagblöð i klefann og þá eingöngu Morgunblaðið.” Að sögn verjanda fær hann ekki pappír, en hann hefur mætur á að teikna, tóbaksnotkun hefur honum verið meinuð, og hann hefur ekki fengið að fara út undir bert loft fyrr en undan- farna daga i 10-15 minútur, og hefur hann notfært sér það. Einangrun Sævars Sævar Cisielski er sá eini hinna ákærðu sem hefur veriö i svona mikilli einangrun allan þennan tima. Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru á Litla Hrauni um tima og einnig i Hegningarhúsinu viö Skóla- vörðustig. Verjandi telur það grund- vallaratriði að játningar Sævars Ciesielski voru gerðar undir þessum kringumstæðum og I þessu umhverfi. Verjandi gagnrýnir fram- komu fangavarða og aö þeir hafi jafnvel annazt yfirheyrslur. Hann telur Slðumúlafangelsið ónothæft sem einangrunar- fangelsi. Einangrun fanga hafi hvað eftir annað verið rofin, þeir hafi getað talazt við og komið boðum sin á milli og geð- rannsókn Sævars hafi farið á flakk um fangelsið og aðrir svarað spurningum úr henni fyrir hann. Sævar hafi ekki notið þess aö vera I einangrun — þ.e.a.s. á þann hátt að geta sagt sjálfstætt frá. Þetta kippi grundvellinum undan þvi að hægt sé að lita á skýrslurnar eins og þær séu teknar af einangrunarfanga. Hvað eftir annað hafi Sævar verið settur I tóbaksbann hafi hann neitað að svara spurning- um. Hvað eftir annað hafi hann verið yfirheyrður lengur en I 6 tima og stundum oft á dag. Verjandi telur lyfjameðferð I fangelsinu hafa verið til þess fallna að gera rannsóknina mjög tortryggilega. Verjandi telur að ákærðu hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir þvi hvenær lögreglurann- sókn var lokið og þeir voru komnir fyrir dóm, en það gerðist fyrst I Siðumúla- fangelsinu og þeir sem yfir- heyrðu voru að nokkru leyti simu mennirnir. Verjandi sagði að Sævar hefði reynt að verja og vernda Erlu Bolladóttur I rannsókn málsins, sömuleiðis þá Krist ján Viðar og Guðjón Skarphéöinsson, sem er gamall kennari hans og vinur. Sama máli gegndiekki um Erlu Bolladóttur, sem hafi boriö Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.