Tíminn - 07.10.1977, Side 8
8
Föstudagur 7. október 1977
Óttinn við lýðræðið
Fátt óttast kommúnistar meiren lýðræðið.Á þeim
bæ vilja forustumennirnir að öllum hlutum sé ráðið
á þann veg sem flokksforustan vill á hverjum tima.
Þar má ekki spyrja hinn almenna flokksmann álits
á framgangi mála nema nokkuð sé vist að svörin
falli flokksforustunni i geð.
Þvi er ekki að undra, þótt alþýðubandalagsmenn
finni prófkjörum og skoðanakönnunum flest til for-
áttu, og muni hvergi viðhafa þá aðferð við val sinna
frambjóðenda i næstu alþingiskosningum, enda er
hætt við að i einstaka tilfelli yrðu niðurstöður ekki i
anda flokksforustunnar ef prófkjör yrði viðhaft.
Alþýðubandalagsmenn hafa þegar tilkynnt um
röðun efstu sæta á framboðslistum flokksins við
næstu alþingiskosningar i nokkrum kjördæmum.
Ákvörðun sem að sögn er tekin á þingum flokksins i
kjördæmunum, en engin skýring hefur þó á þvi ver-
ið gefin hvers vegna var ekki jafnframt raðað i
neðstu sætin. Skýringin skyldi þó ekki vera sú að
flokksforustan fyrir sunnan hefði raðað i efstu sætin
og sú röðun verið samþykkt með lófataki á kjör-
dæmisþingi. Siðan á að eftirláta flokksmönnum i
kjördæminu að raða i neðri sætin, sem áhrifalaus
eru með öllu.
Ein af ástæðunum fyrir þvi að alþýðubandalags-
menn óttast persónukjör þingmanna er sú, að þeir
óttast að harðlinukommar hverfi þá smám saman
af þingi. Þeir eigi ekki jafn miklu fylgi að fagna og
þeir alþýðubandalagsmenn, sem eigi eru jafn rót-
tækir. Slikt getur flokksforustan alls ekki hugsað
sér. Hún vill hafa harðan róttækan kjarna, sem öllu
stjórnar, en i kringum þá má vera nokkur hirð,
nokkurs konar skrautblóm, góð til atkvæðaveiða, en
að mestu áhrifalaus innan flokksins. Þannig hefur
það verið og þannig vilja harðlinukommarnir að
það verði.
1 öðrum stjórnmálaflokkum hér á landi en Al-
þýðubandalagi á persónukjör þingmanna sifellt
meiri og meiri hljómgrunn. Ungir menn úr þremur
stjórnmálaflokkum, Framsóknarflokki, Alþýðu-
flokki og Sjálfstæðisflokki hafa ályktað um nauðsyn
þess að gjörbreyta hér kosningafyrirkomulaginu
þannig að kjósendur velji sina þingmenn eftir per-
sónum en séu ekki neyddir til að kjósa lista, sem
flokksforustan á hverjum stað hefur ákveðið og
engu þar um hægt að breyta.
Meðan sú skipan kosningalaga hefur ekki verið
tekin upp, þá eiga flokkarnir ekki aðra möguleika
til að fá álit sinna kjósenda á röðun frambjóðenda
en efna til skoðanakannana eða prófkjörs. Sú leið
hefur þegar verið fa’rin hjá framsóknarmönnum i
einu kjördæmi fyrir væntanlegar alþingiskosning-
ar, og ákveðið er að viðhafa þá aðferð i þremur öðr-
um kjördæmum. Sömu sögu er að segja úr hinum
flokkunum.
En alþýðubandalagsmenn halda fast við sinar
gömlu venjur og láta fámennar klikur raða frain-
bjóðendum á sina lista. Á þeim bæ er lýðræðinu ekki
fyrir að fara, nema þá einungis i skálaræðum for-
ingjanna. Og við val frambjóðendanna er þess
vandlega gætt að harðlinumennirnir séu hæfilega
margir i öruggum sætum, en siðan er ýmsum
skrautblómum, svo sem skáldum og leikurum rað-
að þar i kring. Þannig er munstrið fullkomið.
Skrautblómin sjá um atkvæðaveiðarnar, en harð-
linumennirnir ráða ferðinni á stjórnmálasviðinu.
Magnús ólafsson
Kynning á ungum framsóknarmönnum
Tíðarandinn og
lí f sgæðakapphlaupið
draga úr stjórnmála-
Rætt við Sigurð J.
Sigurðsson í Keflavík
áhuga
Siguröur J. SigurBsson er einn
af forystumönnum ungra fram-
sóknarmanna. Hann er tuttugu
og fjögurra ára og starfar sem
innheimtustjóri Keflavikurbæj-
ar. Hann lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum 1974 og hefur
tekiö mikinn þátt í félagslifi i
Keflavik. Hann er formaöur
Félags ungra framsóknar-
manna i Keflavik og Starfs-
mannafélags Keflavikurbæjar.
Auk þess er hann ritari Junior
Chamber á Suöurnesjum og á
sæti í stjórn Sambands ungra
framsóknarmanna.
SUF-siðan átti fyrir skömmu
viðtal viö Sigurö og birtist þaö
hér.
— Hverjar eru helztu fram-
kvæmdir i Keflavik?
— Framkvæmdir á vegum
Hitaveitu Suöurnesja eru um-
fangsmestar um þessar mundir
og hafa gengið meö nánast ótrú-
legum hraöa. Loksins hillir und-
ir viðunandi iþróttahúsnæði hér
oggengursú framkvæmd einnig
meö ólikindum. Vonir standa til
að þaö komist aö meirihluta til I
gagnið haustiö 1978. Eins og
undanfarin ár er mikið byggt i
Keflavik, og er nýtt ibúöahverfi
að rfsai svokallaöri Heiöabyggö
fyrir ofan bæinn. Samtals eru
um 150 ibúöir á teikniboröinu
eða I smiöum á öllum bygg-
ingarstigum. Um 1300 fm. við-
bygging Sjúkrahússins er i full-
um gangi og verður sennilega
tekin i notkun eftir rúm tvö ár,
slitlag er jafnt og þétt lagt á göt-
ur og fleira mætti til taka en
þetta er þaö helzta.
— Er félagslifiö öflugt hjá
ykkur?
— Félagslifiö er mjög fjöl-
breytt. Hér starfa milli 50 og 60
félög yfir vetrarmánuðina,
þannig að engum ætti aö leiöast
i skammdeginu. Þaö félag, sem
er án nokkurs vafa hiö dug-
mesta á Suöurnesjum öllum, er
Styrktarfélag aldraöra. Það
dregur aldrei af sér allt áriö um
kring, og hafa bjartsýnustu
menn staöiö agndofa yfir krafti
þess. Miklar vonir eru bundnar
við leikfélagiö, sem var drifið
upp i fyrravetur eftir nokkurra
ára lægð. Þaö er þegar tekiö til
starfa og hefur dugmiklu for-
ystuliöi á aö skipa.
— Nú hefur komið fram mikil
óánægja kjósenda I Reykjanes-
kjördæmi varðandi ójafnan
kosningarétt. Telur þú aö úr-
bætur séu liklegar f þeim efnum
á næstunni?
— Óánægja okkar yfir þessu
misrétti er ofur eðlileg, tvi-
mælalaust megn og sivaxandi.
Hins vegar gefa starfs- og af-
greiösluhættir Alþingis enga
ástæöu til aö ætla, aö úr þessu
hrikalega misræmi veröi bætt á
næstu árum, enda þött mikill
meirihluti alþingismanna vilji
veg lýðræöisins sem mestan og
viöurkenni þar af leiöandi þessa
óhæfu. Þó hafa sumir þeirra
leyft sér aö vlsa kröfum okkar
til stjórnarskrárnefndar en viö
áteljum slikan fyrirslátt sem
óábyrgan, þegar um sllkt for-
gangsmál er aö ræöa. Þegar við
heimtum rétt okkar i þessu til-
liti, þá erum viö um leiö aö
krefjast þess, aö ein af grund-
vallarhugmyndum lýöræöis-
skipulagsins sé virt. Ef sú krafa
höfðar ekki beint til Alþingis og
hvetur ekki til skjótari viö-
bragöa af þess hálfu, þá þurfa
efalaust margir að endurskoða
hugmyndir sinar um lýöræöi og
tilgang Alþingis.
— Hvenær hófstu afskipti af
stjórnmálum og hvers vegna?
— Þaö eru nú ekki nema tvö
ár síðan ég gekk I FUF í Kefla-
vik. Þá haföi ég lesið mér nokk-
Sigurður J. Sigurðsson
uð vel til um hinar mismunandi
stjórnmálastefnur I full tvö ár
og hafði á þvi timabili bankað
uppá hjá Samtökunum en sniíið
viö á þröskuldinum. Astæöuna
fyrir stjórnmálaafskiptum fólks
almennt tel ég hrenlega eölis-
bundna, eins og m.a. Aristoteles
héltfram á slnum tlma. Það býr
I manninum hvöt eða löngun til
að hafa áhrif á umhverfi sitt og
axla ábyrgö I samfélaginu.
— Hvers vegna valdir þú
Framsóknarflokkinn sem vett-
vang þinna afskipta?
— Það kemur einfaldlega til
af þvi aö ég tel þjóömálaskoöan-
ir minar samrýmast meir
stefnu og markmiðum hans en
annarra stjórnmálaflokka þeg-
ar á heildina er litiö. Hinn heil-
brigði sveigjanleiki I pólitlskri
stefnumótun Framsóknar-
flokksins haföi einnig mikil
áhrif á mig, þvi ég met ekki
mikils einstrengingsleg sjónar-
miö sem spretta uppúr ófrjóum
jarðvegi taktfastra öfga til
vinstri og hægri. Stefnuskrár
Sjálfstæðis- og Alþýöubanda-
lagsmanna sjá um alla stefnu-
mötun, flokksmenn þurfa i
sjálfu sér ekkert aö leggja til.
Framsóknarmenn hins vegar
sýna þá ábyrgö aö gaumgæfa
alla hluti vandlega og taka af-
stöðu til málefna I samræmi við
timann og rikjandi aöstæöur.
Hann er alltaf opinn fyrir nýjum
og ferskum hugmyndum. Þú
getur komiö þér fyrir skamm-
laust I Alþýðubandalaginu, ef þú
bara ert á móti hernum, og
sömuleiðis getur þú skipaö þér i
lið Ihaldsins ef þú ert með hon-
um. En engin ákveðin skoöun I
einu tilteknu máii gerir þig aö
Framsóknarmanni, heldur
heildaryfirbragö skoöana
þinna.
— Hvers vegna er þátttaka
ungs fólks I stjórnmálum ekki
meiri en raun ber vitni?
— Ég held hreinlega, aö unga
fólkið vitiekki I hvorn fótinn það
á aö stlga i þessu tilliti vegna
hringlandaháttar dagblaðanna i
pólitiskri umfjöllun sinni. Þau
haga fréttamiðlun sinni eins og
þeim og þeirra fylgifiskum
hentar hverju sinni. Pólitlskir
þrýsti- og hagsmunahópar
standa aö baki þeim og hika
ekki við aö beita siöiausum aö-
feröum við að gera andstæöinga
sina á stjórnmálasviðinu sem
tortryggilegasta I augum kjós-
enda. Pólitiskur uppspuni og all
frjálsleg meðhöndlun sannleik-
ans hefur verið daglegt brauð á
siðum dagblaöanna sl. 2 ár.
Þegar unga fólkiö kemst svo til
pólitiskrar meövitundar, ef svo
má segja, tekur að lita innviði
samfélagsins gagnrýnum aug-
um, þá hrópar þaö á breytingar,
en veigrar sér við aö taka þátt i
starfsemi stjórnmálaflokks, þvl
samkvæmt fjölmiölum eru
flokkarnir upp til hópa ekkert
betri en kerfið sem fólk vill
breyta og miöur gott orð fer af.
Þaö er líka allt of mikiö um
hörku og ósvifna staðreynda-
fölsun. Sumirhafa jafnvel nefnt
hatur, sem ég fæst ómögulega
til að trúa upp á Islenzkan nú-
tlma og vonandi ekki af ósk-
hyggju eintómri.
Einnig vil ég að nokkru leyti
kenna tiöarandanum um þátt-
tökuleysiö i stjórnmálum. Hið
óstjórnlega lifsgæöakapphlaup,
sem unga fólkið hefur alizt upp
viö, hefur valdið þvi, aö mikill
hluti þess á sér ekki annaö
áhugamál en að græða peninga
og má bara ekki vera að þvi aö
standa i stjórnmálavafstri af
þeim sökum. Það sækist i botn-
laus lifsþægindi og undrast um
leið, að ekkert skuli bóla á lifs-
fyllingunni, sem ég álit að felist
i einfaldri velferð. Veröur mér
oft hugsað til orða indverska
heimspekingsins, Rabindranath
Tagore, þegar hann sagöi:
„Wealth is the burden of big-
ness, welfare the fullness of be-
ing.”
— Er fólk nægilega upplýst
um störf og stefnu stjórnmála-
flokka?
— Stjórnmálastarfsemin fer
að mjög miklu leyti fram fyrir
opnum tjöldum. Þaö mætti þó
gera meira að þvl aö fræöa ungt
fólk um stjórnmálaflokkana á
hlutlausan hátt eins og gert er i
Sviþjóð. Þar hafa þeir slika
fræöslu I skólakerfinu sjálfu.
Einnig þyrfti að reyna aö draga
úr þvi hvimleiða áliti almenn-
ings, aö rikið sé eitthvert fjar-
rænt fyrirbæri, sem ekki sé til
neins nema bölvunar og komi
engum viö nema alþingis- og
embættismönnum. Fræösla I
skólum ætti einnig aö miða aö
þvi, aö unga fólkið taki i rikari
mæli en nú er, sjálfstæöa
ákvöröun um þaö hvaöa stjórn-
málaflokk það gengur til liðs
við.
— Eru Framsóknarmenn I
Keflavik farnir aö huga aö kosn-
ingaundirbúningi?
— Óneitanlega eru menn f arn-
ir að hugsa um kosningarnar á
næsta ári. Fulltrúaráðið gaf t.d.
út blaö i júli sl. og annað er
fyrirhugað á næstunni. Viö i
FUF fórum fram á þaö viö full-
trúaráðið i vor aö haldiö yrði
prófkjör fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar og tók stjórn þess
mjög vel I það. Slik bón frá ung-
um mönnum stingur að visu i
stúf viö möguleika þeirra i próf-
kjöri, þegar þess er gætt, að
flestir þeirra eru óþekkt stærð
meðal allt aö 90% kjósenda
flokksins. Þá eldri þekkja kjós-
endur af störfum þeirra I gegn-
um árin.
Viö setjum auövitað stefnuna
á það, að ná 3ja framsóknar-
manninum inn i bæjarstjóm, en
i siöustu kosningum vantaði
okkur einungis 16 atkvæði til
þess. Viö erum bjartsýnir hér,
enda engin ástæða til annars.
— Hvaö um opiö prófkjör til
alþingiskosninga?
— Ég hef ekki ihugað þann
möguleika aöneinu ráöi. Það er
ekki sérsaklega uppörvandi að
horfa á prófkjörsbrambolt krat-
anna hér.Þeirhafa flestir játaö,
að barátta þeirra snúist um þaö,
að fá Suöurnesjamann inn á
þing. Nú hafa þrir þeirra boðið
sig fram I 'prófkjöriö I Reykja-
neskjördæmi og engarlikur á aö
neinn þeirra nái 1. sæti úr þessu
og 2. sætið siöur en svo tryggt.
Þóaðmaðurséekki krati,þá tel
ég óneitanlega tima til kominn
að Suöurnesjamaður fái inni á
Alþingi, þó aö krati sé.