Tíminn - 08.10.1977, Side 3

Tíminn - 08.10.1977, Side 3
Laugardagur 8. október 1977 3 nundarmálum lokið: i mikill vandi á höndum ærðu í afbrotum þeirra? Er dæmt harðar i málum, sem mikið er fjallað um i fjölmiðlum? Úr dómssal Sakadóms Reykjavlkur viö lok málflutnings I gær. systur hans oröið aö flýja vinnu- staöi sina af þeim sökum. Til vara kraföist verjandi vægasta dóms til handa Sævari I Geirfinns og Guðmundarmál- um. Óvandvirkni, sem leið- ir til tortryggni Benedikt Blöndal kraföist sýknu af öllum ákæruatriöum vegna skjólstæöings slns Guö- jóns Skarphéðinssonar, til vara vægustu refsingar lögum sam- kvæmt. Hann gat þess, aö aðrir verj- endur heföu talið ýmsa galla á meðferö málsins og fundiö aö rannsóknaraöferöum. Ekki vildi hann taka undir þaö allt. Rannsóknin heföi staöið lengi yfir og viö erfiöar aöstæöur. Hvarf Geirfinns Einarssonar hafi vakiö mikla athygli og fljót- lega hafi veriö lýst eftir vitnum og mörg gáfu sig fram. Frum- rannsókn fór fram hjá bæjar- fógetaembættinu i Keflavik. Málsgögnin þaöan eru 404 bls. en af þeim eru aðeins 68 lagöar fram i málinu fyrir sakadómi. Hinar bls. teldi rikissaksdknari ekki mikilvægar, ekki véfengdi hann skoöun hans. Eölilegra heföi þó veriö aö gögnin hefðu öli verið lögö fram og dóminum látið eftir aö meta mikilvægi þeirra. Fyrsta skýrsla Erlu týnd 1 janúar 1976 heföu oröiö þáttaskil i rannsókn málsins. Erla Bolladóttir heföi þá komiö rannsókninni af staö meö þvl að greina ótilkvödd frá Geirfinns- málinu. Engin skýrsla er til um þessa fyrstu frásögn Erlu af málinu. Ýmislegt fleira vantaöi i skýrslur rannsóknarlögregl- unnar. 132 blaðsiður vantaöi I málsgögn og væri nokkur skýr- ing gefin á því, en þetta bæri vott um óvandvirkni. Ollum gætu orðiö á mistök, en óvandaður frágangur ýtti undir tortryggni. Heildarskrá yfir skýrslur rannsóknarlögreglu I málinu væri aöeins til I spjald- skrárformi. Rannsóknarlögreglumönnum og dómarafulltrúum ber aö fara aö lögum, en þeim eru settar itarlegar reglur til varnar harö- ræði gagnvart sökunaut. Það atriöi heföi gleymzt, aö eftir setningu nýrra laga um meðferð opinberra mála, heföi orðiö sú stefnubreyting, að eftir gæzluvaröhaldsúrskurö sé þaö meginregla aö rannsókn eigi aö faraframfyrir dómien ekki hjá rannsóknarlögreglu. Undan- tekning er gerö frá þessu úti á landi þar sem þetta getur veriö erfiðleikum bundiö og þá eiga ákæröu rétt á aö hafa verjanda viö yfirheyrslur. Benedikt vlsaöi i grein eftir Einar Arnórsson þar sem útlist- uö eru lögin um að ekki megi yfirheyra menn lengur en I sex stundir samfleytt og þeir eigi rétt á áö njóta nægilegs svefns og hvlldar. Sagði hann Einar Amórsson hafa gert ráö fyrir allt annarri rannsóknaraöferð en hér heföi veriö beitt. Einnig gat Benedikt þess aö lögum um sakbendingu hefði ekki veriö fylgt, þegar Kristján Viöar var látinn sjá Guöjón Skarphéöinsson viö yfirheyrslu aö honum óvitandi, og slðan var hann látinn þekkja hann úr hópi manna I venjulegri sakbend- ingu. Þetta var áöur en Guöjón var handtekinn. Þá gat Benedikt einnig um uppdráttinn af húsinu viö Hamarsbraut og myndina, sem Erla teiknaöi, sem hefðu týnzt — mikilvæg gögn I málinu. Viljum við kasta grundvallarreglum um mannréttindi fyrir borð? Benedikt Blöndal sagöi rann- sóknalögreglumennina hafa unnið vandasamt.verk við erfiö- ar aöstæöur, og brot á reglum gætu e.t.v. verið réttlætanleg. Hér væri þó um grundvallar- reglur um mannréttindi aö ræöa, og þegar brot á þeim yröu aö vana, yröi þaö hættulegt. 011 þekktum viö dæmi um rlki þar sem þessum reglum hefur al- fariö verið kastaö fyrir borð og þaö vildu við ekki að yröi I réttarríkinu Islandi. Akæra var gefin út á hendur Guöjóni Skarphéöinssyni 8. des. 1976. Kæran var hins vegar ekki birt honum fyrr en eftir áramót, og áður höföu komið fréttir um þetta i blööum og útvarpi. Hér heföu grundvallarréttindi sakaðra manna veriö brotin. Verjandi krefst sýknu af fikniefnabroti. Guðjón hafi ekki vitað aö hass var I bifreið hans, sem send var meö skipi frá Rotterdam til Islands i lok nóv. 1975. Honum hafi hins vegar orðið það ljóst áður en bifreiðin kom til Islands. Eins og fleiri verjendur lagði Benedikt Blöndal áherzlu á það, að sökuðum manni er það refsi- laust samkvæmt lögum aö breyta framburði sínum. Hann gat um tilhneigingu manna til aö dæma menn of snemma. Dómsmálaráöuneytiö hafi I bréfi til útlanda stimplaö Guðjón Skarphéöinsson sem „alþjóðlegan eiturlyf jasala”. Verjandi gat um „dæmalaus- an misskilning” rannsóknarlög- reglumanna, að þeir geti meö samningi viö fanga brotið lög, t.d. þegar þeiryfirheyröu Sævar Ciesielski klukkustundum sam- an, og nefndi hann aö Guöjón var tekinn fastur án handtöku- skipunar. Hanngat þessaö bréf frá Erlu Bolladóttur til Karls Schiitz heföu ekki veriölögö fram, þótt getið væri um þau hvaö eftir annaö I málsgögnum. Hins veg- ar hefðu minnisblöð, sem Guð- jón notaði til upprifjunar fyrir skýrslugjöf, veriö lögð fram og upp úr þeim lagt. Þar haföi Guðjón krotaö niður aö hann væri sekur. A hvern hátt spyr verjandi, siöferðilega, vegna þess að hann haföi oröiö þátt- takandi f ferö sem lauk meö þessu hryllilega slysi? Verjandi nefndi þaö, aö Erlu Bolladóttur hafi veriö sagt viö yfirheyrslu aö fariö yröi meö framburö hennar sem algert trúnaðarmál. — Ég skil ekki svona yfirlýsingar lögreglu- manna við fanga. Verjandi talaði um þann hátt sem hafður var þegar Guðjón var handtekinn, og kallaöi Indiánaaöferðir. 1 Indiána sögunum voru menn bundnir viö staur og pyntaöir meö eldi. Hér eru enn brotin lög við meöferö opinberra mála. Viö þessa at- hugasemd lögmannsins sýndu þeir þremenningarnir ákæröu i réttarsalnum, Sævar, Tryggvi Rúnar og Kristján Viöar, aö þeir geta enn hlegiö, og klmdu sumir lengi yfir þessari likingu verjandans. Guðjón var haldinn þunglyndi Verjandi talaði um aö sak- sóknari teldi Guöjón hafa haft I frammi hártoganir og útúr- snúninga. Þvi til skýringar gat hann þess, aö Guöjón heföi feng- ið taugalost viö atburðinn i dráttarbrautinni og gleymt at- burðum, sem gerzt hefðu fyrir hann og eftir. Um þetta leyti, 1974, hefði hann veriö oröinn mjög þunglyndur. Þvl heföi fylgt þreyta og hann heföi veriö rólegur. Astæöuna telur Guöjón lát fööur sins um sumariö en þá slasaðist dóttir hans einnig. Guöjón hafi verið út á þekju. Hann hafi hins vegar lagt sig fram við aö rifja upp og reyna aö upplýsa máliö. Guöjóni finnist einn mann vanta enn i máliö, sem hafi ver- iðmeðþeim SævariogErlu um- rættkvöld. Sá á aö hafa veriö I ljósum leðurjakka og ljósum buxum. Þá gat Benedikt Blön- dal eins og fleiri verjendur um ökumann sendiferöabifreiðar- innar, sem þeir telja reikult vitni. Hann fór á undan Sævari til Keflavikur. Verjandi telur varlegt aö byggja á framburöi Sævars, Erlu og Kristjáns Viðars, sem hafi umrætt kvöld og um þaö leyti tekið mikið af lyfjum, og róandi og örvandi lyf á vixl. Jón Oddsson hafi margitrek- aö, að Guðjón hafi veriö kennari Sævars. Raunin sé þó ekki sú. Hann hafi liklega aldrei kennt honum, heldur aðeins starfaö viö skólann, sem Sævar var i. Samlikingin um lærimeistara og nemanda sé á hæsta máta óviðkunnanleg. Sævar heföi sótzt eftir félagsskap Guöjóns og hann hefði af óttalegri slysni lent i þessu voöalega máli. Benedikt taldi þaö aldrei hafa veriðásetning Guðjóns að drepa Geirfinn og raunar ekki ásetn- ing neins hinna. Hann hafi ekki tekið þátt I aö drepa Geirfinn, heldur ætlaö aö leiöa hann burt þegar honum var oröiö ljóst aö stefnumótiö i dráttarbrautinni var á misskilningi byggt. Refsilækkunarástæöur taldi verjandi hreint sakavottorö, játningu, og vilja til aö upplýsa máliö. Verjandi sagði máliö hafa vakið mikla athygli, svo sem þaö sýndi, aö sifellt væri f jöldi áheyrenda i réttarsalnum. Dómarar störfuðu undir mikl- um þrýstingi. Sjálfstæöi dómar- anna skipti þvi miklu, og skylda þeirra væri aö vega og meta öll gögn, en allur rökstuddur vafi skyldi skoöast sem hagur söku- nauta. fikki þriðju gráðu yfir- heyrslur Guömundur Ingvi Sigurösson krafðist þess að Erla yröi sýkn- uö af aðild i morði Geirfinns Einarssonar og hlyti vægustu refsingu fyrir önnur brot. Kæmi til álita aö hún hlyti skilorös- bundinn dóm. Verjandi talaöi um gagnrýni sem fram heföi komiö á meö- ferö málsins og þá, sem aö henni heföu unniö, hún lyti þó ekki að meöferö þess viröulega dóms,sem nú fjallaði um máliö. Vildihannekki taka undirþung- ar ásakanir I garö rann- sakaranna. — Ef beitt heföi ver- iö þriðju gráöu yfirheyrslum, hefði játningar legiö fyrir miklu fyrr, sagöi Guðmundur Ingvi. Guömundar og Geirfinnsmálin hafa veriö snúin og erfiö og þaö er litill vandi aö vera vitur eftir á. Sakáóknari heföi flutt máliö af fullri einurö og hlutlægri rétt- sýni. Hvaö þaö snertir aö skýrslur hefðu ekki veriö bókaöar og upphaf og endir yfirheyrslna, heföu rannsakarar dansaö á markalinu þess réttlætanlega, það hefði hins vegar ekki áhrif á sekt eöa sýknu sakborninga. Ef um alvarleg brot hafi veriö að ræöa hafi rannsakararnir sjálfir bakað sér refsingu. Verjandi sagöi þaö rýra sönnunargildi gagna ef leik- reglur eru brotnar. Æföir rannsakarar yröu oft meöan á rannsókn stendur sannfæröir um sekt þess ákæröa. Eölilega mótaöi þaö framkomu þeirra. Eöli starfs þeirra byöi ekki upp á kurteisis- framkomu borgaranna. Þaö væri þvf aö vonum að þeir ákæröu bæru til þeirra allt ann- aö en hlýjar tilfinningar. Verjandi gat þess að Erla Bolladóttir heföi ekki veriö stór- tæk I auögunarbrotum sinum aö undanskildu póstsvikamálinu svonefnda. Þar væri um nokkr- ar 2000-5000 kr. falsanir aö ræöa. Póstsvikamáliö væri hugmynd Sævars. hún heföi verið hrædd viö hann, viljalaust verkfæri i höndum hans. Hefði vilji Erlu ekki komið til, hvildu Geirfinns og Guö- mundarmálin sennilega enn á þjóöinni eins og mara. Þetta ættu dómendur aö sjá viö hana, þab væri ekki svo litið afrek tvi- tugrar stúlku. Þaö væri fyrir- gefanleg sjálfsbjargarvibleitni að hún heföi sagt ósatt um þátt sinn i málinu. Lokaframburöur- inn hefði siöan verið sann- leikanum samkvæmur. Verjandi taldi framburö Sæv- ars og Kristjáns Viöars hvorki „einlægan né skuggalausan” eins og saksóknari lýsti honum i upphafi málflutnings. Þeir heföu verið margsaga og marg- sinnis berir aö þvi aö segja ósatt. Dómararnirhlytu aö vera ivafa um hvort réttværi að fella áfellisdóm um morö á grund- velli slikra játninga. Þaö væri rikjandistefna i islenzku réttar- fari aö gera mjög miklar kröfur um sannanir og þeim mun strangarisem afbrotiö er alvar- lega. Fékk Geirfinnur hjartaslag? Lík Geirfinns heföi ekki fundizt. Þvi væri ekkisannaö aö hann væri látinn eða heföi veriö myrtur. Hann hefði verið veill fyrirhjarta og því væri hugsan- legur möguleiki að hann heföi dáiö úr hjartaslagi, en hjart- veikum mönnum væri ráöiö til aö forðast geöæsingu og átök. Llkskoðun og krufning væri taliö mikilvægt I morðmálum. Hér væri slikt ekki fyrir hendi. Guömundur Ingvi og fleiri verjendur gátu um dóminn yfir Sveinbirni Gislasyni, en þar taldist ekki fært aö dæma hann, hvorki fyrir morð né aðild að moröi, þarsem ekki var vitaö til að huglægar ástæöur fyrir verknaðinum væru fyrir hendi. Huglægar ástæöur væru ekki fyrir hendi i þessu máli hvorki hjá Erlu né Wrum. Ef Erla heföi átt hlutdeild aö moröi Geirfinns eins og hún er ákærö fyrir, ættu Spánarfarinn úr Guömundarmálinu og öku- maður sendiferöabifreiöarinnar úr Geirfinnsmálinu og Erla sjálf i Guömundarmálinu einnig aö veraákærð fyriraöild aö morði. Hvaða aðstoö Erlu viö lík- flutninginn snerti, væri þaö refsilaust fyrir Erlu því Sævar heföi verið náinn vandamaöur hennar. Hér kæmi til sjálfs- bjargarhvöt fjölskyldu og ætt- rækni. Erla hafi veriö ofurseld valdi Sævars. Um þaö hafimóöir Erlu vitnað. Hún reyndi þó aö losna frá honum, en hann grátbændi hana að gera þaö ekki og beitti fortölum og ógnunum. Áhrif fjölmiðla Hollt væri aö minnast þess aö I réttarsögunni væru fjölmörg dæmi þess aö menn hafi veriö dæmdir fyrirmorð sem þeir alls ekki frömdu.þóttallirhafi veriö af vilja geröir aö láta sannleik- ann koma i ljós. Svo auövelt væri að fara villur vega. Islenzkur sálfræöingur Ernir Snorrason hefur kannað hversu mjög skrif fjölmiðla hefðu áhrif á dómara, og komst að þeirri niðurstööu aö þau heföu geysi- mikil áhrif. Tók hann fyrir tvö mjög hliðstæö mál. Um annaö var ekkert skrifaö en hitt mjög mikiö. Sá ákæröi I siðara málinu fékk miklu þyngri dóm en ákæröur I fyrra málinu. Verjandi gat oröa dómsmála- ráöherra viö lok rannsóknar Geirfinnsmálsins I sumar, aö „martröö” væri af þjóöinni létt, og ummæli vararíkissaksókn- ara, aö nú væri „oki” aflétL Þetta væri Erlu Bolladóttur aö þakka. Strax eftiraöhún heföi losnað úr fangavistinni i des. sl. heföi hún farið að leita sér að vinnu. I febrúar heföi hún fengiö vinnu hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Hún heföi hættþar i júni, er hún haföi enga dagvistun fyrir dótt- ur sina, sem nú er tveggja ára. Hún heföi siöar i sumar fengiö vinnu I brauögerð. Hún væri I sambúö meö manni og byggju þau hjá foreldrum hans. Erla hefur dóttur sina hjá sér. Hún lifirmjög reglubundnu llfi, enda hefði hún þegar fengiö sinn skammt. Hún heföi fullan hug á að bæta ráö sitt og veröa ekki alla tiö baggi á þjóðfélaginu. Erla heföi þegar setiö I átta mánuöi ifangavist I algerri ein- agrun. Væri þaðekki næg refs- ing og rétt aö skilorösbinda frekari dóm? Nærvera ekki næg ástæða til sönnunar um hlutdeild. Þá tók til máls örn Clausen verjandi Alberts Klahns Skafta- sonar og krafðist sýknu fyrir meinta hlutdeild hans I moröinu á Guðmundi Einarssyni. Albert vareinnigákæröurfyriraö hafa aöstoöaö Sævar Ciesielski tvisv- ar viö flutning á áfengi, sem Sævar haföi stolið úr vöru- skemmu Eimskips og haföi Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.