Tíminn - 08.10.1977, Qupperneq 8

Tíminn - 08.10.1977, Qupperneq 8
8 Laugardagur 8. október 1977 Gífurlegt mengunarmál er nú til umræöu i Sviþjóö. 1 smábæn- um Teckomatorp á Skáni hefur fyrirtækiðBT Kemilosaö sigvið úrgang á mjög vafasaman hátt. A yfirráöasvæði verksmiöjunn- ar er tankur, sem inniheldur 30 rúmmetra af eiturefnum. Tankurinn er úr leir eða stein- steypu, og þvi nær öruggt að eitrið hefur sigið út i grunnvatn- ið. Daglega koma fram nýjar staðreyndir sem sýna mengun- ina i Teckomatorp, en i bænum sjálfum er loftið stórlega meng- að, það er eiturlykt i loftinu. Lyktin erminnst þegar rignir, segja ibúarnir, en þegar styttir upp er hún um allt. Þessum óþverra verður fólk að anda að sér. Allir eru mjög órólegir, og þorpsb .ar vilja að verksmiðjan verði fiutt þegar i stað. Það er ékki ný bóla, að BT Kemi er vænt um mengun. Ibú- ar Teckomatorps segjast þekkja lyktina, og flestir i bæn- um vissu að verið var að grafa niður eitur. Þegar árið 1975 var haldinn almennur borgarafund- ur ibænum,enBT Kemi neitaði, að um mengun væri að ræða frá verksmiðjunni. Dicken Jo- hannsson hjá sænsku eiturefna- nefndinni var leiddur fram sem vitni, og hann fullyrti, að efnin sem BT Kemi ynni með, væru algerlega skaölaus. Nú segja forráðamenn fyrirtækisins, að Dicken Johannsson hafi þegið um 130 þúsund islenzkra króna fyrir vikið. Svæðið umhverfis verksmiðj- una er nú afgirt. Þrjár skurð- gröfur og jarðýta vinna nú að þvi að grafa eitrið úr jörðu, og magnið sem komið er i ljós, skiptir nú tonnum. BT Kemi gröf eitur einnig á jarðeign fjarri verksmiðjunni og eitrinu var dælt beint út i ána, sem rennur gegnum Teckomatorp. Vitað er að verksmiðjan notaði eitrið Dioxin, en það olli miklum skaða á Norður-ltaliu fyrir tveim árum. Verið er að rann- saka hvort Dioxin hefur komizt út i' andrúmsloftið. Barnaskólanum i Tecomatorp hefur veriö lokað. Fimmtiu og tvö börn, sem gengu i skólann, eru daglega flutt sjö kilómetra leið til barnaskólans i Bille- berga. Skólahúsið i Tecomatorp er aðeins i 200 m fjarlægð frá staðnum þar sem eiturtunnurn- ar eru grafnar upp. Kviðnir for- eldrar kröfðust þess að skólan- um yrði lokaö. — Við þorum ekki að hafa börnin hér lengur, segir skóla- stjórinn i Teckomatorp. — Þeg- ar ekki er hægt að ábyrgjast að börninbiði ekki skaða af að vera tbúar þorpsins eru órólegir, og enginn veit hvaða áhrif eitrið frá verksmiðjunni kann að hafa. Hér er fjölskylda stödd fyrir framan verksmiðjuhúsin. hér, verður að loka. Við vitum ekki fyrir vist hvort þessar að- gerðir eru nauðsynlegar, en þó svo að lyktin sem liggur i loftinu hér, sé skaðlaus, þá er hún svo sterk, aö börnin verða óróleg. Rannsaka þarf heilsufar barna á skólaaldri, en nú er einnig f arið að tala um að kanna þurfi heilsu allra ibúa i þorpinu. Frá þvi 1965 hefur verksmiðja BT Kemi ausið þefillum reyk yf- ir Teckomatorp. Margir kvarta um ofnæmi og höfuðverk. NU er unnið að gerð neyðar- ástandsáætlunar, en hún felur væntanlega i sér áætlanir um rannsókn á heilsufari og hreins- un eiturs af svæðinu kringum verksmiöjuna. Lögreglan vinn- ur að rannsókn málsins, en meðal annars þarf að yfirheyra 50 fyrrverandi starfsmenn verksmiðjunnar.Göran Prawitz fyrrverandi forstjóri situr nú i gæzluvarðhaldi. Hann mun koma fyrir rétt I Landskrona. Verksmiðjusvæðið er rammlega girt og aðgangur stranglega bannaður. Mengunarhneyksli í Svíþióð GrÓÐ SÝNING 1 SÓLON ÍSLANDUS Sigurður Örlygsson, sýnir klippimyndir Sigurður örlygsson Sigurður örlygsson heldur nú málverkasýningu f Gaileri Solon íslandus, sem er eins konar félagsmálastofnun nokk- urra ungmenna, sem komizt hafa yfir húsnæði á góðum stað til þess að kynna verk sin og annarra. Þetta er markaður og menn- ingarstöð i senn — var a.m.k. ætlað að vera það. Of snemmt er þó að fullyrða annað en að þarna hafa verið haldnar áhugaveröar sýningar, án þess að menn hafi þó frelsað heiminn. Þetta mun vera önnur, eða þriðja einkasýning Sigurðar örlygssonar, sem menntaöur er i list við Myndlista og handiða- skólann, en auk þess nam hann vestur i Bandaríkjunum i einn vetur. Undir húsaga Sigurður örlygsson sýnir að þessu sinni 22 „klippimyndir” (collage) en myndin er þá gerð með því að lima pappir, tuskur og hvaðeina á myndflötinn og svo er oft málað inn i milli. Þetta telja ýmsir limbandsodd- vitar I listum á vorum dögum vera merkilegar nýjungar i heimslistinni, en cubistarnir gömlu, Braque ogPicasso gerðu svona myndir áriö 1911. Dadaistar gerðu klippi- myndir, einnig surrealistarnir og Matisse, svo eitthvað sé nú nefnt af látnu erlendu fólki ef einhver skyldi nú halda að hér væru Islendingar að finna upp á nhjwigum. Nei, þetta er list á ellilaunum, sem hér miðast við 67 ár og er þá auðvitað átt við aðferðina sjálfa. Nokkrir ungir málarar hafa kosið að vinna undir hinum sér- kennilega húsaga, sem rikti i Myndlistaskólanum allt fram á siðustu daga.ogég held að þetta hafi oröið þeim til tafar, fremur en hitt. Þeirra á meöal er Sig- urður örlygsson. Skemmtileg sýning innan sins ramma A hinn bóginn verður þvi ekki neitað, að þetta er ljómandi skemmtileg sýning, innan sins ramma, ein sú heilsteyptasta og best gerða, sem Sigurður hefur unnið til þessa. Myndirnar eru flestar tíl- brigði viö ákveðið þema, sömu hlutir endurtaka sig með ýmsum hætti i einni mynd eftir aðra, og fjölbreytni fæst með nýjum litum og nýjum formum. Hægt er að fara mörgum góð- um oröum um myndirnar sem slikar, en þó efast maður um að öllu lengra veröi haldið á þess- ari braut. Ef til vill liggur þessi leið inn i graflkina, — frá oliu- málverkinu. Maður efast t.d. um varanleika þessara mynda, hvernig þær muni standast gegnum tiðina, augliti tíl aug- litisvið ljós.Maður hefura.m.k. séð slikar myndir mjög illa farnar eftir stuttan tima. Sigurður örlygsson stendur nú á tímamótum sem þroskaður listamaður á góðum aldri. Við óskum honum til hamingju meö góða sýningu og biðum með eftirvæntingu næsta skrefa, hvort þau verða áfram aðeins ganga innanhúss, eða hvort lengra skal haldið. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.