Tíminn - 08.10.1977, Side 17

Tíminn - 08.10.1977, Side 17
Laugardagur 8. október 1977 17 íþróttir | Evrópuslagur i Hafnarfirði........ FH-ingar mæta Kiffen frá Finnlandi i Evrópukeppni bikarhafa i dag FH-ingar verða enn' í sviðsljósinu í Evrópu- keppninni í handknattleik i dag/ þegar þeir mæta Kiffen frá Finnlandi í Evrópukeppni bikarhafa. FH-ingar/ sem hafa stað- ið sig mjög vel i Evrópu- keppni — tvisvar sinnum komizt í 8-liða úrslit « Evrópukeppni meistara- liða/ eru sigurstranglegri, en þeir mega þó ekki van- meta Finnana, sem geta verið óútreiknanlegir. Fh-ingar tefla fram öllum sin- um sterkustu leikmönnum, sem eru harOákveðnir að standa sig vel, og eru þeir staðráðnir i að komast i 16-liða úrslitin. FH- ingar verða að vinna leikinn i llafnarfirði meö góðum mun, til aö gulltryggja sig, þar sem Finnarnir geta orðið sleipir á heimavelli. l.eikur liðanna hefst kl. 3 I i- þróttahúsinu i Hafnarfirði og eru áhorfendur hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja við bakiö á FH-ingum. Forsala aðgöngumiða hefst i iþrótta- húsinu kl. 1. FH-ingar hafa einu sinni áður leikið gegn finnsku liöi i Evrópukeppninni og fóru þá báðir leikirnir fram i Laugar- dalshöllinni. Þetta var 1970 og lék FH þá gegn UK 51 og lauk báðum leikjunum með sigri FH — fyrst 13:10 og siðan 17:10. KR-ingar flagga nvium leikmönnum islandsmeistarar Vals i hand- knattleik fá nóg að gera um helg- ina — þeir hefja vörn sina á meistaratitlinum þegar þeir ieika gegn nýliðum KR I Laugardals- höilinni i dag. Valsmenn, sem leika án Þorbjörns Guömunds- sonar, eru sigurstranglegri, en þó er ekki hægt að afskrifa KR-inga, sem eru með ungt og efnilegt lið. KR-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk að undanfömu þeir hafa fengið þrjá snjalla handknatt- leiksmenn i raðir sinar, þar sem Björn Pétursson, langskyttu úr Gröttu. Jóhannes Stefánsson, linumáður úr Val, og Orn Guð- mundsson, markvörður úr tR eru. Vikingar, aðalkeppinautar Valsmanna um meistaratitilinn, verða einnig i sviðsljósinu i dag — þeir mæta nýliðum Armanns i Laugardalshöllinni kl. 5, og strax á eftir leika Valur og KR. Valsmenn og Víkingar leiða síðan saman hesta sina i Laugar- dalshöllinni annað kvöld, og má þá búast við geysilega spennandi og f jörugum leik, þvi að leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir liöin. Þessi stórleikur verður strax á eftir leik Fram og Hauka, sem hefst kl. 20.15. JÓHANNES STEFANS- SON.... sést hér skora fyrir Val i leik gegn Þrótti. Jó- hannes leikur I dag með KR- liðinu, gegn sinum gömlu fél-’ ögum. þegar þeir mæta íslandsmeisturum Vals i Laugardalshöllinni i dag. Valsmenn leika síöan gegn Vikingum á morgun Tony Knapp þökkuö unnin störf TONY KNAPP Stjórn K.S.Í. hélt Tony Knapp fyrrum landsliðsþjálfara i knattspyrnu kveðjusamsæti í gærkvöldi, þar sem Eilert B. Schram þakkaði Knapp unnin störf með landsiiðinu undanfar- in fjögur ár og óskaði honum farsældar i hinu nýja starfi hans, en eins og sagt hefur verið frá, hefur Tony Knapp skrifað undir tveggja ára samning við norska liðið Vikingur frá Stav- anger, og mun Knapp byrja að þjáifa Vikingana ibyrjun febrú- ar 1978. Kinverjar fóru létt með Hauka Kinverska landsliðið i hand- knattleik átti ekki i erfiðleikum meö Hauka frá Hafnarfirði, þegar liðin léku vináttuleik i Hafnarfirði á fimmtudags- kvöldið. Kinverjarnir unnu sigur (32:25) yfir Haukum — og mun- aöi þar mest um góðan leikkafla þeirra i fyrri hálfieik, þegar þeir skoruðu tiu mörk i röð hjá Haukum, án þess að Ilaukum tækist að svara fyrir sig. Kin- verjarnir breyttu þá stöðunni úr 6:51 16:5, og var þá sigur þeirra innsiglaður. Jóhannes og Jón til Pórs — og leika körfuknattleik Körfuknattleikslið Þórs á Akureyri — nýliðarnir i 1. deildarkeppninni I körfuknatt- leik, hefur nú fengið góðan liðsstyrk, þar sem Jóhannes Magnússon landsliðsmaður úr Val, og Jón Indriðason, fyrr um leikmaður með stúdentum og ÍR, hafa ákveðið að leika með liðinu I vetur. Þeir Jóhannes og Jón munu styrkja Þórsliðið mikið og verður fróðlegt aö sjá hvernig þeim og Bandarikjamannin- um Mark Christiansen tekst upp með Akureyrarliðinu. Þeir Jóhannes og Jón eru miklir skorarar og einnig Bandarikjamaðurinn, sem þjálfar Þórsliðið. Bandaríkj amennir nir eru iðnir við kolann Bandarisku körfuknatt- leiksmennirnir, sem leika með KR, Val og Ármanni, létu mikið að sér kveða i Reykja- vikurmótinu á miðviku- dagskvöldið — þeir voru allir stigahæstir hjá lið- um sinum. Valsmenn áttu ekki i erfiðleik- um með ÍR-inga og sigruðu ör- ugglega —87:73. Valsmenn gerðu út um leikinn i byrjun, þegar þeir náðu 23 stiga forskoti — 38:15. Eftir það tóku þeir lifinu með ró og létu alla varamenn sina inn á og leyföu þeim að spreyta sig. Rick Hockenos varð stigahæstur hjá Valsmönnum með 20 stig, en Erlendur Markússon varð stiga- hæstur hj IR-ingum — með 24 stig. Bandarikjamaðurinn Michael Wood lék sinn fyrsta leik með Ar- mannsliöinu, þegar það mætti KR-ingum. Ekki dugði þessi góði liðsstyrkur Armenningum til sig- urs, þvi að KR-ingar fóru létt með þá — sigruðu 92:73. Andrew Piazza skoraði flest stigin fyrir KR-liðið, eða 27 stig. Wood skor- aði flest stig Armenninga — 22 stig. Tveir leikir verða leiknir i Reykjavíkurmótinu i körfuknatt- leik i dag. Stúdentar mæta Fram kl. 2 i Hagaskólanum og strax á eftir mætast 1R og Armann. Markakóngabarátta Mikið markakóngs einvigi er nú hafið i v-þýzka „Bundeslig- unni” i knattspyrnu, en þar eig- ast við fyrrum miðherji v-þýzka landsliðsins, sjálfur Gerd „Bomber” Mííller hjá Bayern Munchen og núverandi miðherji v-þýzka landsliðsins Dieter Muller hjá 1 F.C. Köln en þetta eru tveir mestu markaskorarar sem hafa komið fram i V-Þýzkalandi á undanförnum árum og reyndar er Gerd Mull- er mesti markaskorari sem V-Þýzkaland hefur átt. Þessir tveir marksæknu Ieikmenn hafa nú skorað sin hvor 12 mörkin i „Bundesligunni”, en næstu menn koma með 8 mörk. Nú eru uppi veðmál i V-Þýzkalandi, um hvor Mullerinn skorar fleiri mörk og veðja fleiri á gömlu kempuna — „Bomber”.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.