Tíminn - 08.10.1977, Qupperneq 19

Tíminn - 08.10.1977, Qupperneq 19
Laugardagur 8. október 1977 19 flokksstarfið Reykjaneskjördæmi Fundur verður i fulltrúaráði kjördæmissambands Reykjanes- kjördæmis þriðjudaginn 11. október kl. 20.30 í Iðnaðarmanna- húsinu i Hafnarfirði. Fundarefni: Undirbúningur framboðs við komandi alþingis- kosningar. Stjórnin „Opið hús// Flateyri Framsóknarfélag önundarfjarðar verður með opið hús i sam- komuhúsinu Flateyri á þriðjudagskvöldum kl. 20.30-23.30. Leikið verður af plötum, spilað, teflt, myndasýningar. Allir velkomnir. London Samband ungra framsóknarmanna gengst fyrir Lundúnaferð dagana 20.-25. nóvember. Gisting á góðu og vel staðsettu hóteli. Upplýsingar og farmiðapantanir á skrifstofu Framsóknar- flokksins Rauðarárstig 18. Simi 24480. — Stjórnin Hagkeðja — Efnahagsmál Félag ungra framsóknarmanna I Reykjavik heldur almennan félagsfund að Hótel Esju fimmtudaginn 13. október kl. 20.30. Frummælandi Kristján Friðriksson mun gera grein fyrir aöal- efni hagkeðjunnar i stuttu máli og mun siðan sitja fyrir svörum um efnið. Fundarmönnum gefst tækifæri til að ræða efnahagsmál. Fundarstjóri verður Sveinn Grétar Jónsson. Allir velkomnir. Haustmót Framsóknarfélags Súgandafjaröar verður haldið í félagsheimilinu á Suðureyri laugardaginn 8. október kl. 21.00. Ræður flytja Gunnlaugur Finnsson, alþingismaður og Jón Sigurðsson, ritstjórnarfulltrúi. Annað á dagskrá er ljóðalestur Guömundar Inga Kristjáns- sonar, skálds á Kirkjubóli og eftirherman Jóhann Briem mun skemmta. Trió 72 leikur fyrir dansi. Stjórnin Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi veröur til viötals á skrif- stofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18 laugardaginn 8. " október kl. 10-12. Almennir fundir Framsóknarfélag Reykjavikur heldur sex fundi að Hótel Esju. Fyrsti fundurinn verður mánudaginn 17. október kl. 20.30. 1. fundur mánudaginn 17. október kl. 20.30 Stjórnmálaviðhorfið Ræðumenn: Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður Einar Agústsson ráðhprra 2. fundur mánudaginn 24. október kl. 20.30 Staða aldraðra (elli- og lifeyrisþega) i Borgarkerfinu. Ræðumenn: Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Auðunn Hermannsson, framkvæmdastjóri 3. fundur mánudaginn 31. október kl. 20.30 Landbúnaðarmál. Landnýting og gróður landsins. Ræðumenn: Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra Ingvi Þorsteinsson, magister 4. fundur laugardaginn 7. nóvember kl. 20.30 Skipulagsmál og lóðaúthlutun Ræðumenn: Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Kristmundur Sörlason, iðnrekandi 5. fundur laugardaginn 14. nóvember kl. 20.30 Þróun verðlagsmála og vextir. Ræðumenn: Ólafur Jóhannesson, ráðherra Þorvarður Eliasson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Helgi Bergs, bankastjóri 6. fundur laugardaginn 21. nóvember kl. 20.30 Orkumál Ræöumenn: Steingrimur Hermannsson, alþingismaður Páll Pétursson, alþingismaður Allir fundirnir eru almennir fundir og opnir öllum. Eru haldnir að Hótel Esju og hefjast kl. 20.30. Stjórnin Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur verður að Rauðarárstig 18 næst komandi miðvikudag, 12. þessa mánaðar, kl. 20.30. Fundarefni: Sólveig Alda Péturs- dóttir segir frá landsfundi Kvenfélagasambands Islands að Laugum siðastliðið sumar. Gestur fundarins verður Kristján Friðriksson, iðnrekandi, sem flytur erindi um hagkeðjuna og svarar fyrirspurnum. Takiö kaffibrúsana með. Stjórnin O Dómurunum fengið eitthvert magn áfengis fyrir aðstoðina. Taldi öm rétt- lætanlegt að Albert yrði látinn sæta refsingu að lögum fyrir það. Þá rakti örn nokkuð aðdrag- anda þess að Albert tengist Guðmundarmálinu. Taldi hann þaö fráleitt aö ætla Alberti hlut- deild I morðinu aðeins fyrir þá sök að vera viðstaddur atburð þann sem varð að Hamarsbraut 11. Máli sinu til stuðnings nefndi öm nokkur dæmi. Einnig nefndi hann að i Bandarikjunum væri hægt að gera menn sem við- staddir væru verknað að hlut- deildarmönnum. Lög hér á landi gerðu hins vegar ekki ráð fyrir þvi. Þá rakti örn nokkuð málsat- vik við atburðinn aö Hamars- braut 11 og leiddi rök að þvi samkvæmt framkonnum fram- burði ákæröra að alls ekki heföi verið um morð af ásettu ráöi að ræða. Samkvæmt framburöi ákærðra er aðdragandinn að láti Guðmundar mjög tilviljana- kenndur og til átaka hafi komið vegna litils háttar þrass og deilna með afleiðingum sem öll- um séu kunnar. öm telur þvi aö um slys hafi verið aö ræða og nærvera Alberts gefi ekki ástæðu eins og áður segir til ásökunar um manndráp. Annað atriði sem örn taldi vafasamt aö ætla Albert hlut- deild að, er þáttur hans I aö koma likinu undan en svo að segja strax eftir að atburðurinn átti sér stað hafi hann ekið lík- inu burt. Ekki sé hægt að dæma Albert fyrir að koma undan sönnunargagni, þar sem rann- sókn hafi ekki veriö hafin. Hún hefði ekki hafizt fyrr en löngu seinna. Þá geröi örn að umtalsefni vitnisburð Alberts i öllum þeim yfirheyrslum sem fram hefðu farið. Þar hefði Albert skýrt vel og ljóst frá málavöxtum og hefði engu haft að leyna. Það ásamt öðru gæfi til kynna sak- leysi hans. Varðandi þaðatriði að Albert hefði öðru sinni veriö þátttak- andi i flutningi á likamsleifum Guðmundar Einarssonar i þrem hlutum, taldi örn að Albert hefði verið neyddur til þess og gert það af ótta viö aö e.t.v. yrði eitthvað gert við hann sjálfan. Þetta eru helztu atriði úrmál- flutningi Arnar Clausen og itrekaði hann að lokum að sýkna bæri Albert Klahn Skaftason af öllum ákæruatriðum um hlut- deild i morðinu á Guðmundi Einarssyni sú refsing sem hann þegar hefði hlotið með yfir- heyrslum skrifum og ýmsu öðru væri næg. Engin ástæða til að bendla Ásgeir við málið Næstur tók til máls Finnur T. Stefánsson verjandi Asgeirs E. Þórðarsonar eins hinna ákærðu. Finnur sagöist ekki vilja gera langt mál úr þátttöku Ásgeirs, en hann færi fram á sýknun. Asgeir haföi veriö dæmdur fyrir ávana- og fikniefnadóm- stólnum fyrir að smygla inn I landið fikniefnum frá Hollandi. Það undarlega viö þann dóm hefði verið að naf n Asgeirs hefði veriö birt, en þaö tiðkaöist að öllu jöfnu ekki hjá þeim dóm- stóli og mætti furöulegt teljast. Finnur sagöi aö þau vanda- mál sem Asgeirhefði lent i sam- bandi við Guðmundarmálið nú þegar væri næg refsing. Þau væru félagslegs eðlis og fjöl- skyldulegs og vegna þess eins bæri að sýkna hann. Þá tók Finnur fram að lokum, aö Asgeir hefði siðan þetta gerðist ávallt stundað vinnu á sama stað, og ekki heföi reynt á það hvernig honum myndi ganga að fá vinnu annars staðar.en reikna mætti fastlega með þvi að þaö gengi erfiölega vegna þeirra skrifa sem orðið hafa um hlutdeild Asgeirs að málinu. Að máliFinnsT.Stefánssonar tók Bragi Steinarsson vara- rikissaksóknari til máls og siðan verjendur á ný.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.