Tíminn - 14.10.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. oktöber 1977
tiiiimni
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á
mánuði.
Blaðaprent h.f.
Kapphlaup á alþingi
Alþingi hófst með talsvert óvenjulegum hætti að
þessu sinni eða eins konar kapphlaupi milli Al-
þýðubandalagsins og Alþýðuflokksins um að
draga fram galla kjördæmabreytingarinnar sem
þessir flokkar beittu sér fyrir 1959, ásamt Sjálf-
stæðisflokknum. Meginbreytingin, sem gerð var á
kosningafyrirkomulaginu 1959 var að afnema ein-
menningskjördæmin, þar sem þingmenn eru
kosnir ípersónulegrikosninguogtaka upp i staðinn
stór kjördæmi með hlutfallskosningu þar sem val
kjósenda milli frambjóðendanna verður alltaf
meiri eða minni erfiðleikum bundið. Framsóknar-
menn færðu það fram sem aðalgalla á kjördæma-
breytingunni 1959, að persónulegt val kjósenda
milli frambjóðendanna væri að mestu afnumið.
Hvorki Alþýðubandalagið eða Alþýðuflokkurinn
vildu hlusta á þetta, og sjónarmið Framsóknar-
flokksins var þvi fyrir borð borið.
Nú er hins vegar komið annað hljóð i strokkinn.
Annan þingdaginn var lögð fram þingsályktunar-
tillaga frá Alþýðubandalaginu um skipun nefndar
til að semja frumvarp um breytingar á kosninga-
lögunum, sem miði að þvi ,,að gera kjósendum
auðveldara en nú er að velja milli frambjóðenda á
þeimlista,er þeir kjósa.” Þriðja þingdaginn gerðist
svo það að formaður þingflokks Alþýðuflokksins
Gylfi Þ. Gislason kvaddi sér hljóðs utan dagskrár
til að gera grein fyrir þvi, að Alþýðuflokkurinn
hefði haft i undirbúningi að flytja tillögu til þings-
ályktunar um skipun nefndar til að semja
breytingar á stjórnarskrá og kosningalögunum,
sem m.a. feli i sér, að kjósendur ,,hafi úrslitaáhrif
á, hverjir hljóta kosningu af einstökum framboðs-
listum.”
Fyrir Framsóknarmenn er þetta kapphlaup
milli forustumanna Alþýðubandalagsins og Al-
þýðuflokksins fyrstu þingdaga ánægjuleg staðfest-
ing á þvi að þeir höfðu rétt fyrir sér 1959, þegar
þeir beittu sér gegn þvi að persónulegt val kjós-
enda milli frambjóðanda yrði afnumið. Þetta er
jafnframt staðfesting á þvi að breytingin á
kosningafyrirkomulaginu 1959 var litt hugsuð og
illa undirbúin, enda flutt af Sjálfstæðisflokknum i
þeim tilgangi að rjúfa samstarfið um þáverandi
vinstri stjórn. Þetta tókst en afleiðingin var sú að
þjóðin býr nú við kosningafyrirkomulag, sem
höfundarnir sjálfir eru orðnir sáróánægðir með og
keppast um að lýsa vanþóknun sinni á þvi.
Þótt þetta kapphlaup leiðtoga Alþýðuflokksins
og Alþýðubandalags á Alþingi sé næsta broslegt er
það orðið aðkallandi að huga að breytingum á
stjórnarskrá og kosningalögum varðandi
kosningafyrirkomulagið. Einhverjar leiðréttingar
kann að vera hægt að gera með breytingu á
kosningalögunum, en hætt er við að þær geti orðið
kákkenndar og tefji fyrir breytingum á sjálfri
stjórnarskránni, sem eru orðnar aðkallandi.
1 umræðum þeim, sem fóru fram utan dagskrár
á Alþingi i fyrradag, lýsti forsætisráðherra yfir þvi
að rikisstjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir
viðræðum milli þingflokkanna til að kanna hvaða
úrræði væri fyrir hendi til endurbóta á stjórnar-
skrá og kosningalögum I þessu sambandi. Kapp-
hlaup stjórnarandstæðuflokkanna fyrstu þingdag-
ana var þvi óþarft, en það gerði þó það gagn að
minna á, að kjördæmabreytingin 1959 var vanhugs
uð og stórgölluð og veruleg skerðing á rétti kjós-
enda til að velja á milli frambjóðanda.
Norrænar fréttir í stuttu maLi:
Verða atvinnulausir
Danir 230 þúsund?
Spáð vaxandi atvinnuleysi í Finnlandi
Nýlega voru liðin 20 ár slðan Ólafur konungur tók við konungdómi I
Noregi. Afmælisins var hátiðlega minnzt í Noregi. Myndin er tekin
af Ólafi konungi við þingsetningu. Haraldur krónprins stendur við
hlið konungs.
Dökkar efnahags-
horfur i Danmörku
Atvinnuleysi fer enn vax-
andi I Danmörku. Hinn 14.
sept. voru atvinnuleysingjar
skráðir 173.115. Margir spá-
dómar benda til þess, að enn
muni atvinnuley singjum
fjölga þegar liður á haustið og
geti tala þeirra komizt yfir 200
þúsund i vetur og jafnvel upp I
230 þúsund. 1 umræöum, sem
fóru nýlega fram i danska
þinginu hnigu spádómar
margra forustumanna flokk-
anna I þessa átt. Þeir töldu þvi
liklegt.aðþörfyrði fyrir nýjar
efnahagsráðstafanir siöar á
þinginu, þvi að þær efnahags-
ráðstafanir, sem voru geröar
á aukaþingi, sem var haldið
siðustu dagana i ágúst, myndu
ekki koma að tilætluðu haldi.
Þessar ráöstafanir voruþó
allviðtækar og talsvert rót-
tækar, eins og dæma má af
þvi, að reiknað er með að þær
hafi um 6% kjaraskerðingu i
för með sér.
Atvinnuleysið rekurað vissu
leyti rætur til ráðstafana, sem
hafa verið gerðar til að halda
veröbólgunm I skefjum. Þó
heldur hún áfram að vaxa.
Þannig hækkaði verðlag um
1% i ágústmánuði og um 0.7%
i jUlimánuöi.
Samkvæmtupplýsingum frá
Danmarks Statistik hefur
verðlag á einbýlishúsum
hækkað verulega að undan-
förnu og var til jafnaðar 18%
hærra á öðrum ársfjórðungi
þessa árs en á sama tima i
fyrra. Mest var verðhækkunin
iKaupmannahöfn og nágrenni
eða um 20%.
Landskjör
i Danmörku
Danska stjórnin hefur ný-
lega lagt fram frumvarp um
kosningu 16 fulltrúa á þing
Efnahagsbandalags Evrópu
sem hingaö til hafa verið
kosnir af danska þinginu.
Samkvæmt frumvarpinu
verða þeir landskjörnir. i sér-
stakri kosningu. öllum þing-
flokkum er heimilt að bjóða
fram lista með 20 nöfnum.
Kosningabandalög eru heimil.
Nýir flokkar þurfa 62 þús.
meðmælendur hver til þess aö
geta boðið fram.
Gert er ráð fyrir að fyrsta
kosningin fari fram i mai' eða
júni 1978. Þetta er þó háð þvi,
að kosningar fari fram i' öðr-
um þátttökurikjum Efnahags-
bandalagsins um likt leyti.
Talning atkvæða á að fara
fram i öllum þátttökurikjun-
um samtimis.
Finnar hækka
bensinverðið
Finnska stjórnin hefur ný-
lega lagt fram fjárlagafrum-
varpið fyrir 1978. í greinar-
gerð, sem fylgir frumvarpinu,
segir stjórnin það höfuðmark-
mið sitt aö sporna gegn at-
vinnuleysinu, og miðist fjár-
lagagerðin við þaö. Af þessum
ástæðum sé útilokað að auka
raungildi launa á komandi ári
og þrátt fyrir ráðageröir
stjórnarinnar, megi gera ráð
fyrir, að atvinnuleysi aukist á
árinu 1978 eða i 6% úr 5.7%.,
eins og það er nú. Atvinnu-
leysingjar verði þá um 160
þús.
Fjárlagafrumvarpið gerir
ráð fyrir, að benzinverð hækki
um 7% og disilolia um 10%.
Póstgjald og fargjöld með
járnbrautum hækka. Þá mun
verðhækka á áfengi og tóbaki.
Tekjuskattur hækkar ekki.
Reiknað er með 10 % verð-
bólgu á árinu 1978 og 2.5-3%
hagvexti.Útgjaldabálkur fjár-
lagafrumvarpsins er 14%
hærri en fjárlaga yfirstand-
andi árs.
Fimm flokkar fara númeð
stjórn i Finnlandi og er
Kommúnistaflokkurinn einn
þeirra.
Sjálfsmorðin i
Kaupmannahöfn
Þvisvar sinnum fleiri sjálfs-
morð eru framin I Kaup-
mannahöfn en i Osló og Stokk-
hólmi, þegar miðað er við
mannfjölda. Arlega eru fram-
in um 275 sjálfsmorö i Kai^>-
mannahöfn. 1 öllum borgunum
þremur fremja fleiri karl-
menn sjálfsmorð en konur.
Ein skýring á þvi, aö sjálfs-
morðin eru fleiri i Kaup-
mannahöfn en hinum borgun-
um er sú, að hlutfallslega
fleira er þar af einstæðu öldr-
uðu fólki.
Fóstureyðingar
i Danmörku
í Berlingske Tidende var
nýlega upplýst, að árlegar
fóstureyðingar I Danmörku
séu nú um 26 þús., en bams-
fæðingar um 65 þúsund. Fóst-
ureyðingartalan þykir há og
erþvirættum aö auka fræðslu
um getnaðarvarnir.
Finn Gustavsen
Norski þingmaðurinn Finn
Gustavsen, sem margir ís-
lendingar kannst við, gaf
ekki kost á sér til framboðs
aö þessu sinni, en hann var
aðalleiðtogi Sósfaliska kosn-
ingabandalagsins I kosningun-
um 1973, og talinn einn mesti
mælskugarpur norska þings-
ins. Hann hefur nú ráðizt til
starfa hjá norsku þróunar-
landahjálpinniog mun dveljai
Mosambik næstu tvö árin.
Ónýtt meðal
gerði gagn
Nýlega hafa 46 læknar á Jót-
landi lokið rannsókn á þvi,
hvort sjúklingar, sem kvarta
undan magaveiki, geta lækn-
azt með þvi einu að fá lyf,
enda þótt þau séu ónýt. Rann-
sóknin náði til 270 sjúklinga.
Annar hver sjúklingur fékk
svokallað metoklopramid,
sem er þekkt meðal við maga-
veiki, en hinn helmingurinn
fékk lyf, sem var kallað LU
7440 og var algerlega áhrifa-
laust eða ónýtt að mati lækn-
anna. Þó fór svo, að 63,2% af
þeim, sem fengu það, læknuð-
ust en 74.8% læknuðust af
þeim, sem fengu metoklopra
mid. Þ.Þ.
Anker Jörgensen fær við aukinn vanda að glima
Þ.Þ.