Tíminn - 14.10.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.10.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. október 1977 11 fólk í listum Björnssyni. Frumlega og vel gerða, og svo aðra venjulega. Einar Þoiiáksson er með þrjár myndir og virðist manni „Milljónagatan mjóa” vera þeirra bezt. Tvær myndir Guðbergs Auð- unssonar þóttu mér athyglis- verðar og vel málaðar. Guðmundur Björgvinsson (1954) hefur tekið miklum og stórstigum framförum frá sýn- ingu sem hann héltfyrir éinu ári eða tveim. Hann hefur náð valdi á nýjum tóni og mildum i pastel og verður fróðlegt að fylgjast með famvindunni hjá honum. Hafsteinn Austmann er með fimm myndir og hann hefur ekkert haggast á linunni, heldur þroskar myndverkið inn á við. Vatnslitir hans þykja mérgóðir. Hringur Jóhannesson kemur ef til vill mest á óvart á sýning- unni af hinum þekktari mönn- um. Litur hans er nú allt i einu fyllri, og það er ljóst að hann hefur nú náð nýjum áfanga á sinni leið. Þetta eru mun betri myndir en ég hefi áður séð, — svona i það heila tekið. Hörður Agústson sýnir sex smámyndir, sem njóta sin vel saman. Hann er maður tilrauna og þvi' ávallt áhugaverður. Jón Reykdal (1945) er með fimm sérlega vel unnar dúkristur i lit. Hann sker hvern lit fyrir sig og prentar. Tilsýnd- ar minna þessar myndir á sáld- þrykk, sem er hin hefðbundna aðferð, en þrykkið i pappirinn gefur þó „núansa,” sem ekki eru i sáldþrykkinu, og gefa þvi aðferðinni sérstætt gildi. Ragnheiður Jónsdóttir Ream sýnir tvö málverk frá þvi i fyrra. Hún stendur ávallt fyrir sinu. Myndir Sigríðar Björnsdóttur eru þær bestu sem undirritaður hefur séð eftir hana um langt skeið. Ómar Skúlason sýnir þrjár myndir. Hann er að breyta til, en ekki lýst manni nú á litina. Þeir klæða ekki formið a.m.k. þá þarf að samhæfa betur. Sveinn Björnssoner hrikalega gróifur málari i venjulegum skilningi þess orð. Samt eru myndir hans ávalt hressilegar, kröftugar og ekkert tæpitungu- mál. ÞórðurHallsýnir fjögur sáld- þrykk. Þetta eru vandaðar myndir,sem sóma sér hvar sem er. Að lokum skal svo minnst á örlyg Sigurðsson sem á þarna þrjár myndir. Ljómandi fjör- lega unnar og spontant. Bezta myndin er af konu: „Þegar konurnar kólna i Frans”. 1 henni birtist átakan- leg samúð og tregi. A skáldabekk er lika ágæt mynd og dæmigerð fyrir lista- manninn og spaugarann Orlyg Sigurðsson. Þetta voru nú málverkin vefnaðurinn og grafikin. Af skiljanlegum ástæðum er ekki unnt að fjalla um allar myndirnarhér, heldur er aðeins stiklað á stóru. Skal nú vikið ögn að öðru. Gler og skúlptúr Leifur Breiðf jörðer með tvær glermyndir. „Gjörgæslu” og „Heilaþvott”. Glermyndir Leifs eru léttari en áður, og hann notarekki grafiska tóna eins og áður. Það er einkenni, að nöfnin á myndunum virðast ekki vera i rniklu samræmi við myndirnar sjálfar. Kompositionin er sterk- ari en áöur var í myndum Leifs að voru matiog hann er á fram- faraleið. Þó hygg ég að hann eigi að varast of einfaldar myndir. Ragnar Kjartansson sýnir tvær myndir. „Blómin i ánni” sem liklega flokkast undir skreytilist, og litla yndislega mynd, sem ber nafnið „Hest- ar”. Sú mynd er i raun og veru litið ljóð, sem segir svo margt. Gestur Þorgrimsson sýnir tvær litlar ágætar myndir og Sigrún Guðjónsdóttir er með sérlega laglegar myndir úr brenndum leir. Þetta er aðferð i myndgerð, sem of litill gaumur er gefinn hér á landi að voru mati. Helgi Gislason (1947) er með sérlega sterkar myndir, steypt- ar, og af þeim tveim þykir mér Venus frá Korpúlfsstöðum, einkar h'fleg. Hallsteinn Sigurðsson sýnir þrjár myndir að þessu sinni, vandaðar, sem eðli hans er, en ef til vill þyrfti hann taka upp frjálsara spil. Þá skal að lokum vikið að heiðursgestinum Guðmundi Benediktssyni, sem þarna sýnir 10 skúlptúra, — einnrar ættar. Þetta eru eins og áður kom fram, myndir sem kveiktar eru i eir. Þæreru allar frá þessu og sið- asta ári. Myndir Guðmundar Bene- diktssonar bera vitni um óvenjulegan hagleik i smiði, djúpa hugsun og auga fyrir formum og linu. Það sem helzt virðist mega finna að er að myndimar eru ekki jafnar frá öllum sjónhornum. Þær hafa framhlið og bakhlið i stað þess að æskilegast verður að teljast að myndimar njóti sin vel frá öllum hliðum. Þær skerast i fleti, flestar aðrar eru symmetriskar og þær siðar- nefndu eru fullkomnari að þvi leyti til. Það er auðvitað ljóst, að hold- legar linur skapast ekki svo auðveldlega með þvi að lóða saman slétt snið úr eirplötum (oftast) aðferðin setur viss og eðlileg takmörk i sjálfu sér, en okkurer það ljost, að Guðmund- ur Benediktsson er mikilhæfur myndlistarmaður, og hann hef- ur nú stigið eitt skrefið til við- bótar fram. Myndir hans gefa sýningunni aukið gildi og kjölfestu i hið hálfhlaðna, eða hálftóma skip FIM. Um hvað snýst gagn- rýni? 011 u fleiri verða þessi orð ekki. Þó er rétt að minna á, að fyrir einu ári eða tveim, var einnig fjallað dálitið listpólitiskt um Haustsýninguna. Ekki um myndirnar, heldur um sýninguna sem stofnun, eða veruleika i menningu okkar og þjóðlifi. Áhinn bóginn mámeðfullum réttisegja sem svo.aðgagnrýn- andi eigi einkum að tjá sig um þau verk sem tilsýniseru, i stað þess að eyða rúmi og tima i að tiunda það, sem ekki er sýnt. Ég vil þó undirstrika það, að þetta tvennt hlýtur ávallt að fara saman. Hið siðferðilega ábyrgð — ef hún er þá til — hjá gagnrýnanda hlýtur að þessu leyti einnig að eiga við um nafnalistann. Alveg eins og t.d. i leiklist eða óperuflutningi, að þaðskiptir málihverjir veljast i hin einstöku hlutverk. Við verð- um að vernda Haustsýninguna sem stofnun, það er sameigin- legt markmið gagnrýnenda og listamanna. Jónas Guömundsson. Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins i Reykjavik er um þess- ar mundir að hef ja vetrarstarfið, og byrjar með þvi að hafa hluta- veltu og flóamarkað f félags- heimili Skagfirðingafélaganna að Siðumúla 35, næstkomandi sunnudag kl. 2 sd. Þar verður ýmislegt gott til fanga og vænta félagskonur góðs árangurs af þessari fjáröflun. A liðnum vetrum hafa félagskonur komið saman og unnið ýmsa fal- lega handavinnu og munþað starf hefjast bráðlega. Kvennadeildin hefur haft á stefnuskrá sinni að leggja ýmsum góðum málum lið, bæði heima i héraði og hér syðra. Tollstjórinn í Reykja- vík tilkynnir Gjaldendur geta greitt gjöld sín i bönkum og sparisjóðum á giróreikning embættis- ins nr. 88500 eða með ávisun i póstkassa embættisins i anddyri Tollhússins, Tryggvagötu 19. Upplýsingar um starfsemi embættisins meðan á verkfalli BSRB stendur verða veittar sem hér segir: Tollstjóraskrifstofan slmi 1-85-04. Tollgæzlan simar 2-41-27 og 1-29-69 Telexnr. embættisins er 2128 Custom Is. Tollstjórinn i Reykjavik. Lady sófasettið Vegna hagstæðra innkaupa og aukinnar hagræðingar í framleiðslu, getum við nú boðið þessi vinsælu sófasett og sófaborð á neðangreindu verði: Sófasett með dralon áklæði kr. 225.000 Skammel meðdralonáklæði kr. 28.000 Sófaborð 70x140 cm frá kr. 55.000 Hornborð 70x70 frá kr. 40.000 Getum boðið úrval af öðrum áklæðum. Hringið eða skrifið eftir áklæðapruf- um. Eigum einnig fjölmargar gerðir af sófaborðum úr mismunandi viðar- tegundum og með ýmsum gerðum af plötum, svo sem: Eir, marmara, keramik o.fl. o.fl. Fæst einnig sem hornsófi á tilsvarandi verði. A A \\ SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 ^ ^ Eö ^ ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.