Tíminn - 14.10.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 14. október 1977
19
flokksstarfið
Miðstjórnarfundur S.U.F.
Miðstjórnarfundur Sambands ungra Framsóknarmanna verður
haldinn föstudaginn 18. nóv. og laugard. 19. nóv. næstkomandi að
Hótel Heklu.
Dagskrá:
Föstudagur 18. nóv.
Kl. 16.00 Setning. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Kl. 16.10 Skýrsla stjórnar. Umræður.
Kl. 18.00 Mál lögð fyrir þingið
Kl. 20.00 Nefndarstörf.
Laugardagur 19. nóv.
Kl. 9.30 Nefndarstörf.
Kl. 13.00 Afgreiðsla mála.
Kl. 16.00 Fundarslit.
Snæfellsnes
og nærsveitir
Framsóknarfélag Snæfells- og Hnappadalssýslu efnir til
tveggja spilakvölda á næstunni.
Hið fyrra verður i Grundarfirði laugardaginn 15. október og
hefst kl. 21.00.
Halldór E. Sigurðsson, ráðherra flytur ávarp.
Hljomsveitin Alfa Beta leikur fyrir dansi.
Góð kvöldverðlaun.
Siðara spilakvöldið verður að Breiðabliki laugardaginn 5.
nóvember og hefst það kl. 21.00.
Alexander Stefánsson, sveitarstjóri flytur ávarp.
Hlómsveitin Alfa Beta leikur fyrir dansi.
Góð kvöldverðlaun.
Heildarverölaun fyrir bæði kvöldin eru farmiðar og uppihald
fyrir tvo til Kanarieyja með Samvinnuferðum.
Stjórn félagsins.
„Opið hús" Flateyri
Framsóknarfélag Onundarfjarðar verður með opið hils I sam-
komuhúsinuFlateyri á þriðjudagskvöldum kl. 20.30-23.30. Leikiö
verður af plötum, spilaö, teflt, myndasýningar.
Allir velkomnir.
Arnesingar
Aðalfundur FUF i Arnessýslu veröur haldinn
sunnudaginn 16. október kl. 21.00 að
Eyrarvegi 15 Selfossi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjör-
dæmisþing. Avarp flytur Þráinn Valdimarsson, framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins. önnur mál. — Stjórnin
Kjósverjar
Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn
þriðjudaginn 18. október i Áningu Mosfellssveit kl. 21.00 stund-
vislega.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
Stjórnin
Kópavogur
Fuiitrúaráösfundur framsóknarfélaganna f Kópavogi verður hald-
inn að Neðstutröð 4 þriðjudaginn 27. sept. næstk. kl. 20.30. Nánar
auglýst sfðar.
Rangæingar
Aðalfundur framsóknarfélaganna i Rangár-
vallasýslu verður haldinn i Hvoli, Hvolsvelli,
mánudaginn 17. október kl. 20.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
Halldór E. Sigurðsson, ráðherra ræðir
stjórnmálaviðhorfið.
. Stjórnin
Kennsla
hefst
aftur í
fram-
halds-
skólunum
Viðtalstímar
alþingismanna og
borgaHulftrúa
Framsóknarflokksins
Einar Agústsson utanrikisráðherra verður til viðtals I skrifstofu
Framsóknaf-flokksins að Rauðárstig 18,laugardaginn 15. október
kl. 10.00-12.00
AÞ Rvik — Þegar verkfalls-
verðir kröfðust lokunar Háskóla
tslands og menntaskólanna, þá
ráðlagði Menntamálaráðuneytið
forstöðumönnum, fremur að
hætta kennslu, en að lenda i úti-
stöðum við verkfallsveröina,
sagði Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra i samtaii
við Tfmann. — Sfðan hefur ráðu-
neytið leitað álits lögfræðinga um
lögmæti þess að stöðva kennslu,
vegna aðildar húsvarða að BSRB.
Þeir sem rætt hafa verið við, eru
á einu máli um að lokunin hafi
verið ólögmæt.
Að þessu áliti fengnu telur
ráðuneytið rétt að kennsla fari
fram að svo stöddu I þeim skól-
um, þar sem allir kennarar taka
laun eftir kjarasamningum stétt-
arfélaga utan BSRB. Hefur for-
stöðumönnum Háskóla Islands,
Kennaraháskólans, Tækniskóla
íslands og Fjölbrautarskólans
verið skýrt frá þessu.
*
„I höndum
kvenna”
— segir séra
*
Olafur Skúlason
um skemmtikvöld
Þjóðræknifélags
Islendinga
í kvöld
F.I. Reykjavfk —Skemmtikvöld-
ið er I kvennahöndum þvi að
stjórnarkonurnar okkar tvær
hafa algjörlega séð um undirbdn-
ing ásamt nokkrum kynsystrum
sinum, sagði séra Ólafur Skúla-
son, í samtali við viö Timann f
gær, þegar hann var inntur eftir
skemmtikvöldi Þjóðræknisfélags
tslendinga sem haldið veröur i
Félagsheimili Fóstbræðra viö
Langholtsveg I kvöld.
Aðaldagskráratriði kvöldsins
erum ferðþá, sem Þjóðræknisfé-
lagið efndi til á s.l. sumri til Kan-
ada, og munu ferðamenn segja
söguna eins og hún gekk, sýndar
verða myndir og kvæði flutt.
Kvöld þetta er liður I almennu fé-
lagsstörfum Þjóðræknisfélagsins
og er auk fastra félagsmanna ætl-
að nýjum félögum og gestum.
Elii vildi séra ólafur lofa þvi,
að farin yrði önnur vesturferð
næsta sumar, — sagði ákvörðun-
ina I höndum Þjóðræknisfélags-
ins séra Braga Friðrikssonar, en,
hann dvelst i Bandarikjunum til
jóla. Séra Ólafur sagði aftur á
móti, að kynnisferðir af þessu
tagi væru ákaflega vel þegnar á
báða bóga og vel gæti farið svo,
að einhverjir tslendingar brygðu
sér til tslendingabyggða i Norður
Dakota á næsta ári. — Þá mun
þetta litla by ggðarlag halda upp á
100 ára afmæli tslandsbyggðar á
sinn hátt, en vart verður rúm fyr-
ir marga gesti umfram brott-
flutta tslendinga úr Norður-Dak-
ota, sagöi hann.
O Hvitur
ekki, að opinberir starfsmenn
brjóti þau lög, sem þeir eiga að
fara eftir. Það getur skaðað þá
miklu meira en nokkurn annan,
sagöi Helgi. — Ef viö eigum að
geta starfaö, þá verður að hlýða
þeim ákvörðunum, sem við tök-
um, hvort svo sem BSRB telur
þær vafasamar eða ekki. Þaö er
okkar að meta, hvað skal gera, og
BSRB veröur að fara eftir þeim
ákvörðunum sem teknar eru,
hvort sem þeim likar það betur
eða verr.
Freyjukonur, Kópavogi
Aðalfundur Freyju kvenfélags framsóknarkvenna i Kópavogi
verður haldinn að Neðstutröð 4, fimmtudaginn 20. október kl.
20.30.
Mætið vel og stundvislega. Stjórnin
Formannafundur
Akveðið hefur verið að efna til fundar með formönnum kjör-
dæmasambandanna, og þeim öðrum sem framkvæmdastjórn
flokksins ákveður i samræmi við lög flokksins.
Fundurinn verður haldinn að Hótel Heklu Rauöarárstlg 18 dag-
ana 3. og 4. desember.
Nánar tilkynnt með bréfi.
CAR COLOU
BLONDUA/P L
v 1 X
bílalökk ó allfjestajBL/
tegundir bíla fré ■pFT j
Evrópu Æjr if
Japan og L X ^
USA > , // j' ,
HIiOSSSX
SKIPHOLTI 35 Vcri,un
REYKJAVlK