Tíminn - 03.11.1977, Síða 1

Tíminn - 03.11.1977, Síða 1
GISTING MORGUNVERÐUR VIPB SÍMI 2 88 66 244. tölublað — Fimmtudagur 3. nóvember 1977 — 61. árgangur Fyrir vörubila Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu-— dritsköft W Tilrauna- verk- smiðja til salt- vinnslu Sjá bak Mýrdalssandur gullkista, sem farið verður að ausa af? Á döfinni samningar um útflutning á sandi JH-Reykjavik. — Mýrdalssandur er einn sanda þeirra á Suöur- landi, sem skera sundur byggöirnar, breiður og leiður vegfarendum, aö minnsta kosti áöur en hann var vegaður. Fáir hafa litiöhanngirndaraugunifram aö þessu eöa vegsamað Kötlu, ■ ' Cti á hrauninu I Vestmannaeyjum hafa verið geröir brunnar. Vatni er dælt f hrauniö umhverfis, og niöri f hrauninu hitnar þaö og veröur aö virkjanlegri gufu, sem stfgur upp um brunnana. — Timamynd: Gunnar. sem hefur myndað hann i skaö- vænlegum hlaupum, er eytt hafa gróðurlendi og jafnvel heil byggöarhverfi. Nú bregður svo viö, aö spurt er: Er Mýrdalssand- ur gullkista, sem ausiö verður af á komandi árum? Fyrir nokkru var stofnaö á Suöurlandi hlutafélag, sem nefn- ist Jarðefnaiðnaður,og.eru meöal hluthafa öll sveitarfélög á Suður- landi, að einu eða tveimur undanteknum, auk einstaklinga. Var gert ráð fyrir, að hlutafé yrði tuttugu og fjórar milljónir, og munu um seytján milljónir vera tiltækar. Verkefni félagsins er að beita sér fyrir nýtingu jarðefna, einkanlega sands og vikurs, sem til hefur orðið við eldsumbrot, Heklugos og Kötluhlaup. Þær hugmyndir eru helzt uppi, að Hekluvikurinn verði unninn heima fyrir, en reynt verði að gera sandinn að útflutningsvöru, og standa yfir samningar um það við vestur-þýzkt fyrirtæki, er hyggst, ef samningar takast, að stofna rannsóknarfyrirtæki, sem kannar efniseiginleika sandsins, markaðshorfur og flutningsað- stöðu. Hafa verið um þetta fundir á vegum Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi og stöðugar samningaumleitanir við Þjóö- verjana. Er liklegast, ef til kem- ur, að stór flutningaskip verði send upp að Mýrdalssandi og sandinum dælt út i þau. Ahugi Vestur-Þjóöverja bygg- ist á þvi, aö efni þaö af þessu tagi, er þeir hafa átt völ á, er á þrotum. t Vestur-Þýzkalandier fjársterk- ur sjóöur, sem ætlaö er þaö verk- efni að tryggja Þjóðverjum hrá- efni af ýmsu tagi, er nú verið aö koma inn á vestur-þýzku fjárlögin fjárveitingu úr honum til þess að kanna til hlitar þá möguleika, sem eru á sandkaupum og sand- flutningum héðan. Enn mun þó óvíst, hve mikil húnverður. Reynist sandurinn, sem Katla hefur borið fram, heppilegt hrá- efni og möguleikar á að dæla hon- um i stór flutningaskip með til- kostnaði, sem er viðráðanlegur, er ekki óliklegt, að það geti siöar meir orðið til þess að hraða til muna hafnargerð i Vest- ur-Skaftafellssýslu, þar eö þá verður til mikilvægt verkefni fyr- ir slika höfn, svo að flutningar geti átt sér stað eftir þörfum hve- nær árs sem er. Sérstaka þýðingu hefur það fyr- ir Vik i Mýrdal, ef sandurinn verður útflutningsvara, þvi að þar blasir við alvarlegt atvinnu- leysi, þegar lóranstöðin á Vikur- fjalli verður lögð niður. Búast má við tíð- indum í Mvvatns sveit eftir 3 daga áþ-Rvik. Um klukkan sjö i gær- morgun byrjúöu jarö- skjálftamælar I Gæsadal aö sýna stööugan titring og land tók aö siga. Fram eftir degi var búizt viö aö gos hæfist, og t.d. fóru ailir starfsmenn Kisiliöjunnar niöur I byggö. Þjóöveginum tilMývatns- sveitar var lokað, en eftír hádegi var hann opnaður á nýjan leik og starfsmenn Kisiliöjunnar hófu vinnu. Eins og stendur hefur ró færzt yfir svæöiö, en Páll Einars- son jaröfræöingur geröi ráö fyrir Næsti áfangi hraunhitaveitu í Eyjum: Tenging nýja vestur- bæjarins í haust aö næstyröitiöinda aö vænta eftir þrjá daga. Þá mun landið veröa komiö i sömu hæö og þaö var I gærmorgun. — Landið byrjaði aö siga um klukkan sex i morgun, og fylgdi þvi órói á skjálftamælunum i Gæsadal, sagði Kristján Sæ- mundsson, jarðfræöingur, — smávegis skjálftar komu fram á mælum I Kröflu, en mælar i Mý- vatnssveit urðu þeirra vart varir. Þegar leiö á morguninn dró úr skjálftunum og um hádegi mátti heita að þeir væru búnir. Um klukkan átta hætti land- sigið, en þá var það orðið um það bil hálfur millimetri. Þaö svarar til þriggja sólarhringa landris, sem landiö seig á tveimur timum. Erfitt er aö staðsetja skjálftana sem fylgdu landsiginu, og sagði Kristján að niðurstaðna væri að vænta innan tiðar. — Það er ekki vitað hvaö þarna var á ferðinni, en væntanlega hefur þarna verið kvikuhlaup, en hvert það fór er enn ekki vitaö, sagði Kristján, — það er ekki vitaö um neinar sprunguhreyf- ingar, sem gætu gefiö það til kynna. Borholur, sem hafa oft getaðgefiö hugmyndir um kviku- hlaup, hafa ekki bært á sér. Það má búast viö að rólegt veröi næstu þrjá daga, en þetta er ef- laust undanfari einhvers meira. Erfitt er aö segja um hve djúpt er niður á kvikuna, i kvikuhlaup- unum nálgast hún yfirborð, en talið er að 4 til 7 kilómetrar séu niöur á kvikuhólfið undir Kröflu- öskjunni. Jarðfræðingar gera ráö fyrir aö byggðin viöMývatn veröi ekki i tiltakanlega mikilli hættu þógoshæfist, enKisiliðjanerhins vegar i miðju sprengjustykkinu Framhald á bls. 19. SJ/JH Reykjavik. — Ég geri ráö fyrir aö nýi vesturbærinn hér i Eyjum veröi tengdur viö hraun- hitaveituna eftir svo sem mán- aöartima, svo fremi aö iánsfé fæsttil þess aö koma I kring auk- inni nýtingu jarövarma þeirrar tegundar, sem viö eigum völ á, sagöi Páll Zóphónfasson, bæjar- stjóri Vestmannaeyinga, er Tim- inn leitaöi fregna um framgang hinnar nýstáriegustu hug- myndar, er upp hefur komiö á ís- landi á þessum árum. Sveinbjörn Jónsson I Ofna- smiðjunni hóf fyrstur manna at- huganir á þvi, hvernig unnt væri að nýta hitann i hrauninu. Þor- björn Sigurgeirsson prófessor, sem frægurvaröá meðan á sjálfu gosinu stóð, fyrir hraunkælingu þá, er hann stjórnaði og megnaði að halda hraunrennslinu i skefj- um, hefur verið þar helzti ráð ■ gjafium jarðeðlisfræöileg efni, og Sveinbjörn Björnsson eðlisfræö- ingur starfað að þeim málum með honum. Fyrsti áfangi hraunhitaveit- unnar var tekinn i notkun fyrir rúmu ári, er eitt megavatt var virkjað til upphitunar i sjúkra- húsinu f Vestmannaeyjum og Ibúðarhúsunum þar I kring. Hefur þegar fengizt góö reynsla af þessum fyrsta áfanga, þótt hlut- fallslega meiri kostnaöur hafi verið honum samfara heldur en verður, þegar meira af gufu hefur verið virkjað. Már Karlsson, tæknifræðingur i Vestmannaeyjum, sagði blaöinu, að þaö væru þrjú megavött, er nú fengjust, og veröur sú orka notuð til þess aö hita ný hverfi vestast i bænum. t þessi hverfi var lagt dreifikerfi, er þaö var byggt, og hefur það verið hitað frá kyndi- stöð, þar sem oliu er brennt, en hugmyndin var, ef hraunhita- veitan hefði ekki komið til, að nota þar rafmagn seinna meir. — Alls eru þaö tuttugu mega vött, sem þarf að fá úr hrauninu til þess að hita allan bæinn, sagði M&-. Verður það þvi fjórðungur hans, sem fær hita úr hrauninu, þegar þessum áfanga, sem nú er á döfinni, verður lokiö. Ekkert lát hefur verið á hitanum i hrauninu fram að þessu, en þegar þar að kemur, að hann þrýtur, kemur dreifikerfið að gagni viö upphitun frá kyndistöðvum. Fréttnæmt hlýtur að vera að við erum farnir að framleiða gufu sjálfir með þeim hætti aö dæla vatni niður i hraunið. Það er nauðsynlegt vegna þess, að ekki er sjálf- streymandi vatn til gufumynd- unar nema á tiltölulega litlum Framhald á bls. 19. Gullfaxi sökk — mannbjörg varð áþ-Rvik. Gullfaxi SF II sem hefur verið á síldveiðum að undan- förnu, sökk i gær út af Skarðsfjöruvita. Mannbjörg varð. Bátur- inn sökk um hádegisbilið og höfðu skipverjar ekki tfma til að senda út neyðarkall, en það voru skipverjar á rannsóknaskipinu Arna Friörikssyni sem sáu neyðarrakettu. Þeir héidu þegar á staðinn og björguðu þremur mönnum, og björgunarsveit Slysa- varnarfélagsins f Meðallandi fann fimm tii viðbótar á ströndinni. Ekkert amaði að neinum mannanna, en þeir sem komust á land voru nokkuð biautir og hraktir. Þegar Arni Friðriksson tilkynnti um að þremur mönnum hefði verið bjargað hafði hinn gúmbjörgunarbátinn rekið of nálægt landi til þess að hægt væri að ná þeim. Slysavarnafélagið hafði þá samband við björgunarsveitina i Meðallandi, og klukkan 16.55 tilkynnti formaður hennar, að skip;brotsmennirnir værukomnir til bæja. Vindhraði á slysstað var austan sjö. Ekki er ljóst hvers vegna báturinn sökk. Gullfaxi SF II var stálbátur, 88 tonn að stærð, smiðaður i Austur-Þýzkalandi, árið 1960. Skipstjóri var Eirikur Þorleifsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.