Tíminn - 03.11.1977, Qupperneq 13

Tíminn - 03.11.1977, Qupperneq 13
Fimmtudagur 3. nóvember 1977 13 Fimmtudagur 3. nóvember 7.00 Mogunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jónsson les söguna „Túlla kóng” eftir Irmelin Sandman Lilius (17) . Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög p milli atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræöir I siöara sinn viö Gisla Konráösson framkvæmda- stjóraá Akureyri. Tónleikar kl. 10.50. Morguntónleikar kl. 11.00: Sinfónluhljómsveit Lundúna leikur „Vespurn- ar”, forleik eftir Vaughan Williams, André Previn stj. / Oskar Michallik, Jiirgen Buttkewitz og útvarps- hljómsveitin I Berlin leika DUettkonsertlno fyrir klarlnettu og fagott eftir Richard Strauss, Heinz Rögner stj. / Barokkhljóm- sveitin I Lundúnum leikur Serenööu I d-moll op. 44 eftir Antonin Dvorák, Karl Haas stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frlvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Svona stór” eftir Ednu Feber Sig- uröur Guömundsson þýddi. Þórhallur Sigurösson les (18) . 15. Miðdegistónleikar Alfred Dutka, Alfred Hertel, Josef Luis og Hilde Langfort leika TrlósónötuIF-dúr fyrir tvö óbó, selló og sembal eftir Georg Christoph Wagenseil. Georgina Dobré og Carlos Villa hljómlistarflokkurinn leika Klarinettukonsert I G- dúr eftir Johann Melchior Molter. Hubert Schoon- broodt, Pierrick Houdy, Ro- bert Gendre og kammer- sveit Hubert Schoonbroodt, Pierrick Houdy, Robert Gendre og kammer- sveit leika Konsertsinfóniu I Es-dUr fyrir sembal, pianó, fiölu og hljómsveit op. 9 eft- ir Jean Francois Tapray, Gérard Cartigny stj. Sylvia Marlowe, Pamela Cook, Ro- bert Conant, Theodore Saidenberg og Barokk kammersveitin leika Kon- sertí a-moll fyrir f jóra sem- bala og hljómsveit eftir Jo- hann Sebastian Bach, Dani- el Saidenberg stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16Ú20 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Gfsli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 Fiðlukonsertnr.4 i D-dúr (K218) eftir Mozart Josef Suk leikur og stjórnar Kammersveitinni I Prag. 20.00 Útvarp frá Alþingi: Stefnuræða forsætisráð- herra og umræða um hana 1 fyrri umferö talar Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra allt aö hálfri klukku- stund. Fulltrúar annarra þingflokka hafa til umráöa 20 minútur hver. 1 slöari umferö hefur hver þing- flokkur 10 mínútna ræöu- tlma. 23.00 Veöurfregnir. Fréttir. 23.10 K v ö1dtón1eikar Crafoordkvartettinn leikur Strengjakvartett í F-dúr eftir Maurice Ravel. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. David Graham Phillips: SUSANNA LENOX Jón Heilgason ^00^ beðið eftir því", sagði stúlkan, sem hélt, að spaug hans væri alvara. ,,Þetta eru góð viðskipti", sagði hann. Svo hló hann. „Ég held, að vonin um þau hafi líka gert mig svona dyggðugan. Það er alltaf einhver hagnaðarvon á bak við hjá manni — alltaf". En stúlkan gaf heimspeki hans engan gaum. Hún var alveg agndofa eftir það, sem yf ir hana hafði dunið. „Nei — þig er hreint ekki að dreyma", sagði Burling- ham og hló að svipnum á henni. „Að minnsta kosti ekki fremur en okkur hin. En stundum dettur mér í hug, að allt þetta f jandans bardús sé ekki annað en draumur. Nú, þetta erekki svoslæmur draumur — hvað?" Hún féllst á það, er hún hugleiddi, hve mjúkt og nota- lega þau rak fyrir straumnum — burt frá Sutherland. Hið ókomna gat borið í skauti sínu mörg gullin tækifæri. Hversu heillandi var ekki þetta líf, og hversu vel kunni hún ekki við sig meðal þessa fólks! „Hvenær ætlar þú að — að reyna mig?" „Annað kvöld í Betlehem, vinalegum smábæ hérna niður frá. Þar verðum við nokkra daga. Ég vil, að þú venjir þig sem fyrst við að koma fram á sviði". Hann kinkaði kolli framan í hana. „Það er efni í þér, ósvikið efni. Enginn vafi á því. Treystu þér bara sjálf — gerðu þér eins háar hugmyndir um þig og þér sýnist Það kemst enginn áfram án þess. Þú verður að vera sannfærð um, að þú getir það, sem þú vilt. Skilurðu mig?" „Ég — ég held það", sagði stúlkan. „Ég veit það samt ekki". Burlingham þagði um hríð og tottaði vindilinn sinn. Þegar hann hóf máls að nýju, gætti hann þess vandlega að Ifta ekki á hana. „Svo er það annað, sem mig langaði til þess að tala um við þig. Það er þetta sem Konnemora var að ympra á við þig í gær". Þegar Súsanna fór að tví- stíga vandræðalega, sagði hann: „Vertu nú ekki hrædd. Ég er hættur að láta kvenfólkið ræna mig ró og friði. Ég hugsa ekki orðið um annað heldur en það, hvernig ég get komið undir mig fótunum aftur. Ég vil eignast leikhús við Breiðstræti í New York, áður en ræningjar klófesta fleytuna mína og neyða mig til þess að steypa mér út- byrðis upp á von og óvon. Þú þarft þess vegna ekki að vera smeyk um, að ég geri þér neinn átroðning. Það skal ég ekki gera". „Ó, það hafði mér ekki heldur dottið í hug..." „Það hefði þér samt áður átt að detta í hug", greip hann fram í fyrir henni. „Maður eins og ég er undan- fekning Eða ef ég ætla að segja sannleikann afdráttar laust: þetta er fágæt undantekning frá því, sem ég á að mér. Það skynsamlegasta, sem þú getur gert, er að telja það alltaf fyrirfram víst, að hver einasti karlmaður, sem þú fyrirhittir, hafi aðeins eitt i huga. Þú veizt náttúrlega, hvað það muni vera?" Súsanna kinkaði kolli. Roðinn var horfinn úr kinnum hennar. „Ég þykist vita, að Kennemora hafi gert þér það Ijóst. En það er eitt, sem jaf nvel hún veit ekki. Og nú vil ég, að þú hlustir á afa gamla. Mundu, hvað hann segir. Og hugsaðu um það, þangað til þú skilur það". „Ég skal gera það", sagði Súsanna. „í því umhverfi, sem þú varst áður, var dyggð kon- unnar fyrir öllu. Hún varð að vera siðlát eða að minnsta kosti varð hún að vera álitin það — annars var hún ekk- ert. Þú skilur þetta?" „Já", sagði Súsanna. „Ég skil það — núna". „Gott er það. En sjáðu nú til: í því umhverf i, sem þú ert nú komin í, er slík dyggð hjá konu einskis verð — al- veg eins og slíkt er talið einskis vert í fari karlmanna, hvar í þjóðfélaginu sem er. Er þér Ijóst, hvað ég er að fara?" „Ég er ekki viss um það", sagði stúlkan. „Ég verð að hugsa um þetta". „Það er alveg rétt. Misskildu mig ekki. Ég er hvorki með né móti skírlífi. Ég“ er aðeins að segja hvernig þessu er varið í raun og veru, og það, sem ég vildi segja, er þetta, að þú getur ekki f lotið gegnum líf ið á slíkri dyggð, og þú getur ekki haldið þér á floti án dyggðar. Hlustaðu nú á ráð mitt! Honum fannst mikið til um af hvílíkri aðdáun og at- hygli Súsarina hlustaði á hann. Hann dokaði við, áður en hann hélt áfram máli sínu, því að þetta opinskáa, tak- markalausa traust, sem honum var sýnt, vakti hann til meðvitundar um ábyrgðina, sem hvíldi á honum. „Gleymdu þessu aldrei og hættu ekki að hugsa um það, fyrr en þú hefur skilið það: Hafðu ávallt gát á því, að karlmenn verði sem karlmenn aldrei annað en stundar- fyrirbæri í líf i þínu, alveg eins og karlmenn, sem nokkuð er í spunnið, láta konur sem konur aldrei hafa áhrif á sig til langframa". Hún varð auðsjáanlega fyrir vonbrigðum. Hún hafði búizt við miklu einbeittlegri ráðleggingu. Hún mælti: „Ég vil ekkert hafa saman við karlmenn að sælda". „ Enga heimsku. Hvernig getur þú vitað það nú hvað þú kannt að vilja eða vilja ekki?" sagði Burlingham hlæj- andi. „Og þú, sem ætlar að verða leikkona — þú, sem hlýtur oftog iðulega að komast í mikla geðshræringu, og sifellt verður að beina huganum að einhverjum þáttum i sambúð karla og kvenna — því að um slíkt snúast f lestir leikir og söngvar — þú munt brátt komast að raun um, að þú vilt gjarna hafa meira en lítið saman við karlmenn að sælda. En láttu tilfinningar þínar aldrei verða þér til trafala eða tjóns né steypa þér í glötun. Notaðu karl- menn til þess að koma þér áf ram. — Ég held annars, að ég taki f lugið allt of hátt f yrir þig svona unga og óreynda — hvað?" „Kannski heldur hátt", sagði hún í sakleysi. „En ég skal að minnsta kosti muna þetta". Þau þögðu lengi. Hún var hugsi, og hann virti hana fyrir sér, vingjarnlegur, en dapur í bragði. Loks mælti hann: „Þú ert falleg og elskuleg stúlka — og vel uppalin. En það er sama og að segja, að þú sért illa uppalin til þess lífs, sem þú verður að lifa — þess lífs, sem þú verður að læra að lifa". „Ég er að byrja að skilja það", sagði hún. Það var varla hægt annað en hlæja að alvörusvipnum á henni, en samt fylltust augu hans tárum. „Þú munt brjóta þér braut til sigurs — verða ein í hópi fólksins, sem kemst til manns — hefur heppnina með sér, peningana, allt, sem gagn er að. Þú veiztþað, að allt, sem þér hefur verið kennt— í kirkjunni — í sunnudaga- skólanum — í þessum fallegu bókum, sem þú last — það er miðað við þarfir yf irstéttanna og þjónsstöðu fólksins, sem helgar sig í allri hógværð „því starfi, sem guð hef ur falið því á hendur að vinna", og lætur allan afrakstur iðju sinnar umyrðalaust ganga til yfirboðara sinna. En þessi fallega siðfræði, sem þú trúir á — hún hæfir ekki fólki eins og þér, sem ætlar að ryðja sér braut frá alls- leysi til allsnægta. Þú muntekki trúa mér núna — og ekki skilja mig fullkomlega. En þú munt fljótt komast að raun um þetta. Þegar þú ert á annað borð komin í hóp hinna heppnu, þá munt þú fá nóg tækifæri til þess að framfylgja hinni góðu siðfræði á réttan hátt i verki. Þau miður hreinlegu verk, sem þú hefur ef til vill orðið að „Sjáiði, það hefur gleymzt að slökkva á tunglinu” DENNI DÆMALAUSI C,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.