Tíminn - 03.11.1977, Síða 15

Tíminn - 03.11.1977, Síða 15
Fimmtudagur 3. nóvember 1977 WÍ'Jit'Í' 15 Magnús Magnússon: Hamar tKjrs. Þrumufleygur Noröursins. Hetjur og goösagnir á Vfkinga- öld Ljösmyndir eftir Werner For- man Islenzk þýöing: Dagur Þorleifs- son. Om og örlygur. Þetta er falleg bók og vönduö aö frágangi, prentuö og bundin suöur á Italíu en filmusetning og umbrot unniö i prentsmiöjunni Odda en Baldur Hafstaö MA hefur annazt yfirlestur islenzkr- ar þýöingar. Myndimar eru flestar af fornminjum og raunar má segja allar, enda þótt sum- um fylgi meö umhverfi hinna fornu minja. Fyrst er rakiö þaö sem menn telja sig vita réttast um byggö á Noröurlöndum frá upphafi vega og fram á Vikingaöld. Viröist þaö vera i fullu samræmi viö þaö sem visindamenn telja nú aö megifullyröaum þá sögu. Þó hefur slæözt inn meinleg og furöuleg ályktun á bls. 10 þar sem þessi orö standa: „Enginngeturnúsagtum þaö meö vissu, hvar þetta Tule Pýþeasar var, en þaö hlýtur aö hafá veriö langt fyrir noröan heimsskautsbaug þvi aö á sumrin var þar albjart allan sólarhringinn”. Skyldi ekki manni sunnan frá Marsiliuborg finnast albjartar nætur i Vestmannaeyjum um hásumarið? Þær eru þó aö mig minnir f jórum breiddargráðum fyrir sunnan heimsskautsbaug. En þetta er væntanlega einstakt slys aö þvi er varðar fræði- Forsmekkur fomritanna Magnús Magnússon. mennskuna. Annaö mál er það aö ég hef vanizt þvi aö keipur og reöur væru karlkynsorð en þó veit ég aö oröabók Menningt'r- sjóðs telur keip kvenkyns oj tákna árabönd. Þegar fariö er aö ræöa um trúarbrögö og lifsskoöun veröur sums staöar lausara undir fæti þar sem ætlunin er aö segja les- endum nánar af þvi. Einkum er stuözt viö fornar bækur Islenzk- ar en þó jafnan haft til hliðsjón- ar hvaö fornfræöin vottar. Hér veröur ekki mikiö rætt um þaö sem orka kunni tvi- mælis í goöafræöinni. Þó kann égekkiviö þaö aö setja nafnóö- ins i samband viö „lýsingar- oröiö óöur sem er sömu eöa svipaörar merkingar og orö eins og hamstola ofsafenginn, ákaf- ur, trylltur”. Óöur skáldskapur og óöinn var guö skáldskapar- ins en rasaöi litt fyrir ráö fram vegna skapofsa eöa snöggra geöhrifa. Vafasamt langar mig lika til að telja þaö aö Frigg sé „lýst sem sérstaklega laus- látri”. Út frá hjónadeilum þar sem ásynjan hefur betur kynni aö mega áiykta aö kon.an hafi kannske ekki verið svo kúguö sem sumir vilja helzt vera láta. Einnig kynni það aö orka tvi- mælis, aö Loki væri „sá eini af borgurum i Asgaröi sem riku- lega var gæddur fyndni og nöpru skopskyni”. Mér hefur fundizt þáttur hans i Lokasennu meir f ætt viö litiö fyndnar svi- viröingar en skop. Fyrir íslenzka lesendur sem komnir eru á efri ár, er ekki margt nýtt i þessari bók. Bókin er heldur ekki ætluð þeim I fyrstu. Hún er gerö úti i Eng- landi. En vel má vera aö þetta sé einmitt hentug bók handa ungu kynslóðinni til aö leiöa hana á vit hinna fornu rita is- lenzkra. Þórhallur biskup Bjarnarson og Pálmi Pálsson tóku saman kver sem þeir kölluöu Goösögur og forneskju. Þar var sagt frá Asum og Völsungum. Þetta voru mest megnis oröréttir kaflar. En þetta var þaö fyrsta sem ég las um æsi og fornar hetjur svo sem Sigurð Fáfnis bana, Ragnar loöbrók og Hrólf Kraka. Ég hef alltaf taliö aö þetta kver þeirra Þórhalls hafi veriðgóðog gagnleg bók. Nú er aö sjálfsögöu vænlegra aö ná til ungra lesenda meö lipurri endursögn eins og hér er um aö ræöa. Þegar þessi bók kemur utan úr heimi verður okkur ljósara en fyrr hvaö fornbókmenntir okkar gegna miklu hlutverki þegar menn leita skilnings á vikingaöldinni. Auövitaö eru margar ráðgátur f því sam- bandi en það eru lika aö vissu leyti beztu viöfangsefnin sem leggja mönnum til ráðgáturnar. Menn sækjast eftir skilnings- þrautum og þurfa þeirra meö. Trúlegt þykir mér aö þessi fallega bók muni leiöa ýmsa til uppsprettunnar, islenzkra forn- rita. Ef svo verður megum viö svikalaust fagna útkomu henn- ar. Halldór Kristjánsson bokmenntir Rektor afhendir Asdisi Skúladóttur prófskirteini sitt. Dagný Þorgilsdóttir Friörik G. Olgeirsson Gunnar B. Arnkelsson Halldis Armannsdóttir Hallur P.H. Jónsson Ólafur M. Jóhannesson Stefán Andrésson Steingrimur Jónsson Vilborg S- Arnadóttir Omólfur J. Ólafsson Verkfræöi- og raunvlsindadeild: (14) Byggingaverkfræöi: (1) Þorvaldur St. Jónsson Rafmagnsverkfræöi: (1) Pétur E. Þórðarson B.S.-próf I raungreinum Stæröfræöi: (1) Franz Arni Siemsen Steinþór Kristjánsson Efnafræöi: (1) Kristinn Kristjánsson Líffræöi: (4) Guölaug Torfadóttir Helgi Jensson Sigriöur Steingrimsdóttir Vigdis Einarsdóttir Jaröfræöi: (2) Einar Höröur Svavarsson Hallgrimur Jónasson Landafræöi: (3) Gisli Sváfnisson Guömundur Guöjónsson Ólafur H. Jónsson B.A.-próf i félagsvisindadeild: (12) Anna G. Jónsdóttir Asdis Scúladóttir Elisabet Halldórsdóttir Guðbörg Ragna Ragnarsdóttir Guöriöur Ragnarsdóttir Helgi Viborg Ingibjörg E. Guðmundsdóttir Ingibjörg G. Guömundsdóttir Kristin Geirsdóttir Kristin Gústafsdóttir Kristin S. Valdimarsdóttir Magnús Jónsson Ölafur Þ. Haröarson Ragnheiöur Indriöadóttir Stefania Traustadóttir Þorsteinn Guömundsson Ævar Kjartansson t upphafi haustmisseris hafa eftirtaldir 67 stúdentar lokiö próf- um viö Háskóla Islands. Embættispróf i læknisfræöi: (2) Björn Sigurösson Kristján K. Vikingsson Aöstoöarlyfjafræöingspróf: (2) Anna Friöriksdóttir Mari'a Lovisa Einarsdóttir Embættispróf i lögfræði: (5) Bjarni G. Björgvinsson Ingvar J. Rögnvaldsson Jónina Jónasdóttir Lára V. Júliusdóttir Siguröur I. Halldórsson Kandidatspróf I viöskiptafræöi: (14) Agnar óttar Noröfjörö Askell E. Jónsson Finnur Geirsson Guðni Baldursson Helgi Jóhannesson Hermann A. Bjarnason Hilmir Hilmisson Inga Jóna Þóröardóttir Ólafur Haukur Johnson Ólafur Orn Klemensson Snorri Björn Sigurösson Sturla Jónsson Sveinn Aöalsteinsson Þorkell Sigurlaugsson Kandidatspróf I islenzku: (1) Eysteinn Þorvaldsson B.A.-próf I heimspekideild: (12) Björn Pálsson Broddi Broddason Kór syngur viö athöfnina. Stjórnandi Rut Magnússon. 67 kandidat- ar útskrifast Kristneshæli 50 ára: Konur í Eyjafirði hvatamenn að stofnun þess F.I. Reykjavik. — Fimmtiu ár eru nú liðin frá stofnun Kristnes- hælis I Eyjafiröi, en þaö var stofnað 1. nóvember 1927. Krist- neshæli var þá ein fuilkomnasta stofnun sinnar tegundar á Noröurlöndum og þörfin fyrir hæliö m jög mikil, ekki sizt I Eyja- firði, þar sem berklar geisuöu mjög á þessum tima. Þaö voru konur i Saurbæjarhreppi, sem fengu hugmyndina aö Kristnes- hæli og siöan gekk allt kven- félagasambandiö I lið meö þeim. Einn helzti hvatamaöur aö stofn- un hælisins var Jónas Þorbergs- son, ritstjóri Dags og Jónas Jóns- son ráöherra sýndi einnig öflugan stuöning, fyrir utan fjölda ann- arra. Kristneshæli þjónar nú sem hjúkrunarspitali fyrir gamalt fólk og einnig dvelja þar berklasjúkl- ingar, sem ekki hafa fariö út i llfiö aftur. Alls eru nú á Kristneshæli 77 vistmenn. Olfur Ragnarsson, yfirlæknir sagöi I samtali viö Tímann i gær, að ýmislegt hefðu menn nyröra gert sér til hátiöar- brigða. Séra Pétur Sigurgeirsson, vigslubiskup flutti hátiðarguð- þjónustu kl. 14 1 gær i Kristnes- hæli, en fyrir 50 árum var þaö séra Gunnar Benediktsson, sem það gerði. 1 gærkvöldi var hin eiginlega hátlö og fluttu þá þrir ræðu. Eirikur Brynjólfsson, ráðs- maður rakti athafnasögu Krist- neshælis, Brynjar Valdemarsson, læknir talaði um sigurinn yfir „hvlta dauða” og Jórunn ólafs- dóttir rakti félagslega þáttinn á Kristneshæli sem berklasjúkra- húss. Jórunn flutti einnig hátiöar- ljóð eftir sig. Þá þakkaði Olfur Ragnarsson yfirlæknir nokkrum oröum. Þess má geta, aö fyrsti læknir, sem ráðinn var til kristneshælis var Jónas Rafnar. Þá var Snorri Ólafsson yfirlæknir á Kristnesi i alit aö tvo áratugi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.