Tíminn - 09.11.1977, Page 4

Tíminn - 09.11.1977, Page 4
4 Mi&vikudagur 9. nóvember 1977 Framboðslistar á Norðurlandi eystra og Austurlandi Kjördæmisþing Framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi eystra samþykkti á fundi sínum s.l. laugardag einróma tiliögu 12 manna framboðsnefndar um röð- un á lista flokksins við næstu alþingiskosningar. Þar sem rugl- ingur átti sér stað i frétt Timans af framboðslistanum i gær birtist iistinn nú i heild til leiðréttingar. Biðst blaðið velvirðingar á mis- tökum sinum. 1. Ingvar Gíslason alþm., Akureyri. 2. Stefán Valgeirsson alþm., Auöbrekku, Eyja- firði. 3. Ingi Tryggvason alþm., Kárhóli,S.-Þing. 4. Pétur Björnsson stýri- maöur, Raufarhöfn, N- Þing. 5. Heimir Hannesson héraðsdómslögm., Reykjavík. 6. Valgeröur Sverrisdóttir húsmóðir Lómatjörn, S.- Þing. 7. Grimur B. Jónsson ráðu- nautur, Ærlækjarseli, N,- Þing. 8. Ármann Þórðarson úti- bússtjóri ólafsfirði. 9. Bjarni Aðalgeirsson sveitarstjóri Þórshöfn. 10. Guðmundur Bjarnason frá Húsavík. lngvar Gislason. Vilhjálmur Hjálmarsson. Stefán Valgeirsson. TÓmas Arnason. 11. Hilmar Daníelsson framkvæmdastjóri, Dal- vík. 12. Sigurður óli Brynjólfs- son, kennari, Akureyri. t Austurlandskjördæmi er framboðslistinn þannig, fullskip- aður: 1. Vilhjálmur Hjálmars- son, ráðherra, Brekku i Mjóafirði. 2. Tómas Árnason, al- þingismaður, Kópavogur. 3. Halldór Ásgrímsson, al- Halldór Ásgrímsson. þingismaður, Höfn i Hornafirði. 4. Jón Kristjánsson, inn- kaupastjóri Egilsstöðum. 5. Þorleifur K. Krist- mundsson sóknarprestur Kolfreyjustað. 6. Kristján Magnússon, sveitarstjóri, Vopnafirði. 7. Aðalsteinn Valdimars- son, skipstjóri, Eskifirði. 8. Sævar Kristinn Jónsson, bóndi, Rauðabergi á Mýr- um. 9. Magnús Þorsteinsson, oddviti, Höfn í Borgarfirði. 10. Haukur ólafsson deild- arstjóri, Neskaupsstað. Jón Kristjánsson. BILA- PARTA- SALAN auglýsir Nýkomnir varahlutir I: Rambler Classic W-8 árg. #66 Dodge Dart - '66 Skoda 100 - 71 Vauxhall Viva - '69 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 - Sími 1-13-97 Auglýsið í TÍMANUM Miffi/ð Ijósa- stillingu 1977 Bílatúnhf. Sigtúni 3 Sími27760 Reykjavík Framleiðum eftirtaldar gerðir HRINGSTIGA: Teppastiga, tréþrep, rifflað járn og úr áli. PALLSTIGA Margar gerðir af inni- og útihandriðum. Vélsmiðjan Járnverk Ármúla 32 — Sími 8-46-06 Gjöf í styrktar- sjóö Thors Thors I tilefni af 200 ára af- mæli Bandaríkjanna ákvað rikisstjórn íslands að gefa ákveðna f járupphæð —20 þús. dollara — sem renna skyldi til Thor Thors sjóðs- ins, sem er í vörslu American Scandinavian Foundation í New York. Thor Thors sjóhurinn, sem stofnaður var 1965, hefur það hlutverk að styrkja Islendinga til náms i Bandarikjunum og Bandarikjamenn til náms á Is- landi. Frá stofnun sjóðsins hafa yfir 90 íslendingar hlotið styrki úr sjóðnum samtals að upphæð yfir 100 þús. dollara. Þau tilmæli fylgdu gjöf rikis- stjórnarinnar að reynt yrði að afla frekari fjárframlaga frá is- lenskum aðilum til styrktar sjóðnum og var lik söfnun hafin á vegum Islensk-Ameriska fé- lagsins. Samtals nemur framlag Islendinga i Thor Thors sjóðinn af þessu tilefni, 60 þús. dollurum, eða rúmum 13 milljónum króna, þannig að islenzkir aðilar hafa látið af hendi rakna 40 þús. doll- ara til viðbótar þeim 20 þús. doll- urum sem rikisstjórn Islands leggur fram. Fundur sveitar- stjórnar- manna á Vestur- landi Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga i Vesturlandskjördæmi verð- ur haldinn i Munaðarnesi um næstu helgi, 11.-12. nóvember. Rétt til fundarsetu eiga 50-60 full- trúar sveitarstjórna á Vestur- landi auk gesta. A dagskrá fundarins eru skýrslur stjórnarformanns, Hún- boga borsteinssonar, og fram- kvæmdastjóra, Guðjóns Ingva Stefánssonar. Einnig verða flutt- arskýrslur frá Fræðsluráði Vest- urlanda, samgöngunefnd sam- takanna og Byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar rikisins. Aðalmál fundarins að þessu sinni verður framhaldsnám á Vesturlandi og flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra og Ólafur Asgeirsson skóla- meistari fjölbrautaskólans á Akranesi framsöguerindi. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um miðjan dag á laugardag. Gjafabátur þakkaður Fyrir nokkru var haldinn aöal- fundur f Siglingaklúbbnum Brok- ey. Svofelld ályktun var þá sam- þykkt einróma: „Aðalfundur siglingaklúbbsins Brokeyjar haldinn 12. október 1977 færir Iþróttabandalagi Reykjavikur sérstakar þakkir vegna stuðnings við félagið á liðnu ári. Má þar sérstaklega nefna gjafabátinn ólaf og svo stuðning við gerð dráttarbrautar i Nauthólsvik. Hvort tveggja hefur bætt aðstöðu og eflt starf félags- ins, svo um munar”. I stjórn félagsins voru kosnir Sigurður Einarsson, formaöur, Guðjón Magnússon, Hróbjartur Hróbjartsson og Jóhann Gunnarsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.