Tíminn - 16.11.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1977, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 16. nóvember 1977 Jafnaður orkukostnaður og orkufrekur iðnaður greiði kostnaðarverð — tillögur þingmanna Framsóknarflokksins Þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um skipulag orkumála. Flutningsmenn eru þeir Steingrimur Hermannsson, Páll Pétursson, Ingvar Gislason, Ingi Tryggvason, Halldór Ás- grlmsson, Jón Skaftason, Asgeir Bjarnason, Þórarinn Þórarins- son, Þórarinn Sigurjónsson, Jón Helgason, Tómas Arnason, Gunn- laugur Finnsson, Stefán Valgeirs- son. Tillaga þessi um skipulag orku- mála var samþykkt á aöalfundi miðstjómar Framsóknarflokks- ins voriö 1976 og er nú lögö fram á Alþingi þar sem þingmenn flokksins telja aö ekki veröi leng- ur beöiö meö aö marka ákveöna stefnu um skipulag á yfirstjórn orkumála, eins og segir í greinar- gerö meö tillögunni. Tillaga þingmannanna þrettán hljóöar svo: „Alþingi ályktar, aö stefnt skuli að jöfnun orkukostnaðar um land allt. 1 þvi skyni skal lögö áhersla á aö tengja saman raforkukerfi einstakra landshluta og tryggja þannig sem hagkvæmastar fram- kvæmdir og rekstur með sam- keyrslu allra orkuvera og dreifi- kerfa. 1 þessum tilgangi skal stefnt aö eftirgreindu skipulagi orkumála: 1. Unnið veröi að þvi aö koma á fót einu fyrirtæki, sem annist Ólafur Jóhannesson viöskipta- ráðherra hefur skriflega svarað fyrispurn frá Magnúsi Kjartans- syni (Abl) um verðlagsmál en fyrirspurn Magnúsar hljóðaði svo: „Óskaö er eftir birtingu á skýrslu þeirri sem verðlagsstjóri boðaði i sjónvarpsþætti að samin yrði um verölag og Verðlags- myndun i Englandi annars vegar og á Islandi hins vegar. Hefur verðlagseftirlitiö nægi- legt fjármagn til þess að geta gegnt eftirlits- og rannsóknar- störfum sinum á fullnægjandi hátt? Óskað er eftir skriflegu svari.” Svar Ólafs Jóhannessonar fer hér á eftir: ,,1. Þingmaðurinn óskar eftir birtingu á skýrslu þeirri sem verðlagsstjóri boðaði I sjónvarps- þætti, að samin yrði um verðlag og verðlagningu i Englandi ann- ars vegar og á Islandi hins vegar. Óskaö var eftir svari frá verðlagsstjóra Gaf hann svo hijóðandi svar: „1 þeim sjónvarpsþætti sem vitnað er til, boðaði verðlagsstjóri ekki beinlinis að frá honum væri að vænta frekari skýrslu um þetta mál. Það breytir þó ekki þvi að ég er fús til þess að svara þessari fyrirspurn og leggja fram i stuttu máli það yfirlit yfir könnunina sem verðlagsstjóri sendi við- skiptaráðuneytinu og sem ég læt fylgja hér með: „Eins og yöur er kunnugt um hefur eftirlit með verðlagi inn- fluttra vara fram til þessa m.a. veriö fólgið i þvi að endurskoða verðútreikninga yfir innfluttar vörur. Til þess að fá verðút- reikning samþykktan verða inn- flytjendur að leggja fram erlend- an innkaupareikning, þ.e. reikning, sem á að sýna hið er- alla meginraforkuvinnslu og flutning raforku á milli lands- hluta. Rikisstjórnin takii þessu skyni upp samninga við Lands- virkjun, Laxárvirkjun, Anda- kilsárvirkjun, Rafveitu Vest- mannaeyja, Rafveitu Siglu- fjarðarog aörar rafveitur, sem eiga og reka orkuver, um sam- einingu sliks rekstrar i einni landsveitu. Aöilar að þessu fyrirtæki og stjórn þess veröi ríkissjóður og landshlutaveit- ur. Eignarhluti rikissjóðs skal aldrei vera minni en 50 af hundraði. Fyrirtækið undirbýr virkjanir og lætur virkja. 2. Unnið verði aö þvi aö koma á fót landshlutaveitum, sem ann- ist alla dreifingu og sölu á raf- orku i viðkomandi landshluta. Landshlutaveitur þessar geti einnig annast rekstur hita- veitna. Þær sjái um fram- kvæmdir, sem nauðsynlegar eru vegna viðkomandi rekstr- ar. Aðilar að slikum lands- hlutaveitum og stjórnum þeirra verði sveitarfélögin og landsveitan. 3. Orkustofnun verði rikisstjórn- inni til ráðuneytis um orkumál og annist upplýsingasöfnun hvers konar um orkulindir þjóðarinnar, geri áætlanir um nýtingu þeirra og annist frum- rannsóknir fyrir virkjanir. Orkustofnun veiti landsveit- lenda kostnaðarverð. Ýmsir aðilar höfðu vakið athygli mina á þvi að verðlag á innfluttri vöru væri i mörgum tilvikum óeðlilega hátt I samanburði við smásölu- verð erlendis. Það liggur ljóst fyrir að vegna flutningskostnaðar opinberra gjalda og álagningar sem leggjast á innfluttar vörur, þurfa islenskir neytendur að jafnaði að greiða þrefalt hærra verð fyrir hana en sem nemur kostnaðarverði vörunnar i er- lendri höfn. Þessi margföldunar- áhrif sýna nauðsyn þess að halda hinu erlenda innkaupsverði i lág- marki og er það meginástæðan fyrir þvi að farið var út i þessa verðkönnun. Verðkönnunin fólst i þvi að gera einfaldan samanburð á verðlagi nokkurra vörutegunda i London og Reykjavik. Könnunin leiddi i ljós, að islenskir innflytjendur virðast kaupa vörur frá breskum framleiðendum á hærra verði en framleiðendurnir selja vörur á innanlandsmarkaði i Englandi. Dæmi voru einnig þess að kaupa mátti vörur i smásölu i London á svipuðu verði og islenskir inn- flytjendur keyptu sömu vörur samkvæmt innkaupareikningi. Af könnuninni er ekki hægt að ráða i hverju þessi verðmismunur felst en eftirtaldar skýringar tel ég að helst komi til greina: a) Alagning er heimiluð i hundraðstölu (%) en það hvet- ur ekki innflytjendur til hag- kvæmra innkaupa og getur jafnvel þvert á móti stuðlað að þvi að þeir kaupi dýrara inn en nauðsynlegt er til þess að fá hærri álagningu i krónutölu. b) I þeim tilvikum sem álagning er heimiluð mjög lág er hætta á þvi að innflutninsfyrirtæki taki óeðlilega há umboðslaun erlendis eða flytji inn i gegnum óþarfa milliliði. c) Mér hefur verið tjáð bæði af innlendum og erlendum aðil- unni og landshlutaveitum nauðsynlega þjónustu.” Raforkusala til stóriðju Þá hafaþeirPállPétursson (F) og Ingvar Gislason (F) lagt fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um raforkusölu á framleiðslu- „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd sem fái það verk- efni að semja og leggja fyrir Al- þingi frumvarp til laga umraf- orkusölu til orkufreks iðnaðaar. Frumvarp þetta móti reglur er tryggi að ætið verði greitt.a.m.k. meðal-framleiðslukostnaðarverð heildarframleiðslu raforku i um að erlend útflutningsfyrir- tæki fylgist náið með verðlags- þróun og verðskyni i viðskipta- löndum sinum og ef þau sjái sér fært að selja vörur sinar dýrari til eins lands en annars þá geri þau það. Það er viss hætta á þvi að við höfum sætt verri kjörum en aðrar þjóðir af þessum sökum. d) Magnafslættir af innkaupum geta hér vissulega haft ein- hverja þýðingu og spurningin er hvort islenskir innflytjendur hafigengið nægilega vel eftir þvi að fá svipaða afslætti og stærri þjóðir. Á það skal lögð áhersla að þessi könnun takmarkaðist við einfald- an samanburð á tiltölulega fáum vörutegundum og ber að skoða niðurstöður hennar i þvi ljósi. Ýegna margföldunar á vöruverði innfluttra vara eins og áður er getið um tel ég nauðsynlegt að verðlagsyfirvöld og innflytjendur hafi samvinnu um að stuðla að sem lægstu innkaupsverði. Mér er ljóst að á þessu vandamáli er engin algild lausn en ég er sann- færður um, að ýmsir ónotaðir möguleikar eru fyrir hendi.” 2. Þá spyr þingmaðurinn: „Hefur verðlagsskrifstofan nægilegt fjármagn til að geta sinnt eftirlits- og rannsóknar- störfum sinum á fullnægjandi hátt?” Ég tel svo ekki vera. En ég bendi á að enda þótt ekki sé i framlögðu fjárlagafrumvarpi gert ráð fyrir auknu framlagi til verðlagsskrifstofunnar þá gaf rikisstjórnin yfirlýsingu að lokn- um kjarasamningum i sumar um það að hún mundi styðja við bakið á verðlagsskrifstofunni eins og kostur væri. Ég mun i samræmi við það beita mér fyrir þvi að við endanlega afgreiðslu fjárlaga verði framlag til verðlagsskrif- stofunnar aukið.” landinu, þannig að öruggt sé að Islendingar þurfi aldrei að greiða niður orkuverð til orkufreks iðnaðar. Trygging þessi sé þannig úr garði gerð, að verðlag raforku sé endurskoðað árlega og raforku- sölusamningar leiðréttir. Þá verði óheimilt að gera raforku- sölusamninga til langs tima. Einnig verði unniö aö þvi að breyta þeim orkusölusamning- um, er þegar hafa verið gerðir, til samræmis við þessar meginregl- ur svo fljótt sem unnt er.” I greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Dapurleg reynsla af þeim samningum, sem Islendingar hafa gert um sölu á rafmagni til orkufreks iönaðar, gerir það brýna nauðsyn að sett verði lög- gjöf á þann hátt sem hér er lagt til og tryggi sú löggjöf aö þannig verði ekki á málum haldið i fram- tiðinni. Það hefur verið leiðarljós is- reikna út af mikilli bjartsýni orkuverð frá hverju orkuveri, sem i byggingu hefur verið, fyrir sig, og gera siðan samninga til mjög langs tima um sölu á mest- allri orkunni á þvi verði sem þeir vonuðu að hægt yröi að f ramleiða hana i orkuverinu og verðjafna við eldri virkjanir sem afskrifað- ar voru. Að sjálfsögðu hafa orku- verin sifellt oröið dýrari, orka frá Sigölduvirkjun dýrari en frá Búr- fellsvirkjun, Hrauneyjafossvirkj- un verður dýrari en Sigölduvirkj- un og orka frá Kröfluvirkjun kann að verða nokkru dýrar i fram- leiðslu en ráðherra spáði þegar hafist var handa um fram- kvæmdir við Kröflu. Þessari þró- un valda ýmsar ástæður. Verö- bólga hefur veriö i veröldinni, vaxtakjör sifellt óhagstæðari, hagkvæmustu virkjunarval- kostirnir væntanlega teknir fyrst, ófyrirsjáanleg atvik geta hent i náttúrunni, þannig að næsta virkjun verður dýrari þeirri sein- ustu. Þá hefur viö val á virkjunar- stöðum og hönnun virkjana ráðið sú skoðun, að þvi stærri sem virkjunin væri þvi ódýrari yröi hver kwst. i framleiðslu, en til þess að svo geti orðið þarf að selja alla orkuna strax. Virkjunaráfangar hafa stund- um orðið allt of stórir miðað viðraforkuþörf, notkunarmögu- leika og dreifingartækifæri á hverjum tima.Þegar ráðist hefur verið i byggingu þessara of stóru orkuvera hefur tímabundin um- framorka verið notuð sem ástæöa fyrir glannalegum stóriðju- samningum og orkukaup stór- iðjuvera átt að skapa viðunandi rekstrargrundvöll viðkomandi virkjunar. Samningar þeir, sem gerðir hafa verið — meira að segja við fyrirtæki i eigu útlendinga, hafa verið á þá lund að raforkunotend- ur hafa fyrr en varir verið farnir að greiða niður raforkuverðið til stóriöjunnar. Þegar Landsvirkjun seldi Al- verksmiðjunni fyrst raforku 1969, þá var orkuverðiö 68% af þvl verði sem rafveiturnar guldu fyr- ir orkuna. Þetta hlutfall hefur breyst m jög siðan og var árið 1975 einungis 32% af þvl verði sem Rafmagnsveiturnar urðu að greiöa Landsvirkjun. Arið 1976 var raforkusala til stóriöju 56.1% af framleiddri raforku á Islandi, en fyrir hana einungis goldin 10.3% af heildarsöluverðmæti. Svo er nú komiö, að orkuverð til stóriðjuer hérverulega lægra en i nálægum löndum, t.d. helmingi lægra en I Noregi.” ..,Þrátt fyrir það að Norömenn ákveði lágmarksverð á stóriðju- raforku meira en helmingi hærra en íslendingar gerðu samning um I fyrra vegna járnblendiverk- smiðjunnar, þá er raforkuverð i Noregi til heimilisnota samkv. upplýsingum Sambands isl. raf- veitna 7.27 kr. ísl. kwst. miðaö við gengi I ágúst en meðaltalsverð til heimilisnota á sama tlma á ts- landi kr. 14.49 kwst. (hjá Raf- magnsveitum rikisins 21.28 kr/kwst). Landsvirkjun seldi rafveitun- um, miðað við nýtingu 5000stund- ir á ári, kwst. á kr. 3.91, en sam- bærilegur gjaldskrárflokkur i Noregi var 2.43 kr. isl. Flm. fluttu till. til þál. um þetta efni i fyrra, en hún varð ekki út rædd þá. En þeir telja enn, aö þetta ástand sé óviðunandi og óhjákvæmilegt sé að sett sé sér- stök löggjöf um þetta hiö bráð- asta, þannig að tryggt verði að aldrei geti komiö til þess að al- mennir notendur greiöi niður raf- orkuverð til orkufreks iðnaöar og glati þannig þvi hagræði sem viö ættum að geta haft af okkar dýr- mætu orkulindum.” Ingvar Gíslason: Kj ördæmaskip- un og kosningar- fyrirkomulag I framhaldi af frásögn blaðs- ins af ummælum Ingvars Glsla- sonar um frumvarp Jóns Skaftasonar um breytingar á kosningalögum, skal hér birtur sá kafli ræðu Ingvars er fjallaði sérstaklega um núverandi kjör- dæmaskipun og kosningarfyrir- komulag: „Það er sizt ástæða til að kynda undir yfirborðslegum hugmyndum um endurbætur á kosningalögum og kjördæma- skipun. Sann- r i' k ' leikurinn er sá að kosninga- fyrirkomulagið og kjördæma- skipunin er hvergi nærri eins bölvað eins og margir vilja vera láta. A.m.k. er vlst að kosninga - fyrirkomulagið sem slikt hentar vel þeirri kjördæmaskipun, sem við höfum. Um kjördæmaskipunina sjálfa má deila. Ef eitthvað er að kjördæmaskipuninni þá finnst mér það liggi i þvi að kjördæmin séu of stór og sundurleit. Hins vegar er ég sammála Jóni Skaftasyni um það að einmenningskjördæmi séu ekki I öllum tilfellum eftir- sóknarverð. Þó er það svo um einmenningskjördæmin aö þar eru kosningar óneitanlega „per- sónulegar” og þeir sem lita með mestri velþóknun á persónuleg vopnaviðskipti og einliðaleik i pólitik telja sennilega einmenn- ingskjördæmin æskilegust, næstum að segja hvernig sem á stendur. Ég tel aö einmenningskjör- dæmin geti átt rétt á sér i viss- um tilfellum, en að þau séu frá- leit i öðrum. T.a.m. tel ég frá- leita þá hugmynd að skipta Reykjavik i einmenningskjör- dæmi eða stærstu kaupstöðun- um, s.s. Akureyri og Kópavogi. Þar finnst mér hlutfalls- kosningar einar koma til greina, þó einmenningskjördæmin geti átt við i fámennari félagsheild- um, t.a.m. fámennum sýslu- félögum, ef núverandi kjör- dæmum verður skipt upp. Ann- ars held ég að breyting á kjör- dæmaskipun sé ekki mjög að- kallandi vandamál. önnur atriði stjórnskipunarlaga skipta meira máli.” Álagning í hundraðs- tölu hvetur ekki til hagstæðra innkaupa alþingi kostnaðarverði til stóriðju, og lenzkra samningamanna að hljóðar tillagan svo:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.