Tíminn - 16.11.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.11.1977, Blaðsíða 10
10 HliMl'JiClti'.’í' Miövikudagur 16. nóvember 1977 Sumar myndirnar Inýju bókinni eru hreinasta afbragö. Hér er ágætt dæmi um góöa myndlist en myndin er af Notre Dame kirkjunni i Paris. örlygur er hreinasti snilling- ur meö blýantinn einkum þegar hann hefur ekki of rúman tfma. Bókaútgáfan Geöbót: RAUÐVIN OG REISAN MIN eftir örlyg Sigurösson, listmál- ara. Fimmta bók höfundar. Skelfingin við að fá um sig grein Fyrir um þaö bil fimmtán ár- um gaf örlygur Sigurösson.list- mdlari út sina fyrstu bók, Pró- filar og pamfilar hét hún og vakti bókin töluveröa athygli: margir fóru i siglingar. Annars átti örlygur Sigurös- son þegar talsveröan ritferil aö baki þegar bókin kom, næstum því óhugnanlegan, en hann ritaöi á nýstárlegan hátt um fólk, sem átti afmæli, eöa hélt á brott úr þessum heimi. Afmælis- og minningagreinar fengu nýjan svip. Þeir dánu máttu teljast tiltölulega hólpnir, en þeir sem áttu afmæli óskuöu sér i gröfina. Málað á rit vél „Rauðvín og reisan Þarfnast ekki skýringar. mm * * Þetta hafði mikil áhrif á fjöl- skyldulif hins nýja greinahöf- undar. Menn leyndu afmælum sinum og gamlar frænkur þoröu bókstaflega ekki aö deyja af ótta viö grein, og draga fram lif- iö á ævintýralega háum aldri. Ein frænkan sem fékk af- mælisgrein flutti og settist aö erlendis um tima til aö jafna sig. örlygur fór aö dæmi Strind- bergs og skrifaði það sem hann þoröi ekki aö segja. Siöan Prófflar og pamfflar komuút, hefur örlygur sentfrá sér fimm bækur. Þættir og drættirkomu áriö 1966 og Bolsi- ur frá bernskutiö 1971. Þær fjalla allar um þetta sama persónur sem höfundi eru hugleiknar og hiö ljúfsára lif. Nefskinna sem út kom áriö 1973 er þó undantekning, hún er miklu fremur listaverkabók en lesmálssaga, þótt höfundur láti öllum illum látum á ritvélina inn á milli teikninganna. Hin nýja bók, Rauövin og reisan min sýnir aö Nefskinna hefur á vissan hátt markaö timamót I lifi rithöfundarins, örlygs Sigurössonar. Og svo aö enn sé vitnaö I Ágúst gamla Strindberg sem skrifaði þaö sem hann ekki þoröi aö segja, þá virðist örlygur nú teikna þaö sem hann ekki þorir aö skrifa eöa segja. Rauðvin og reisan min er 144 tölusettar blaðsiður aö lengd i allstóru broti og er prentuö á prýöilegan pappir, þannig aö myndimar sem hljóta aö nálg- ATHUGIÐ! Tískupermanent ■ klippingar og blástur. (Litanir og hárskol). Nýkomið mikið úrval af lokkum. Ath. gerum göt í eyru. Mikið úrval af tískuskartgripum og snyrtivörum. //' Unglingasaga um færeyskan ofurhuga Bókaútgáfan öm og örlygur hefurgefiöúttværbækur af fimm um færeysku þjóöhetjuna Magnús Heinason sem uppi var á 16. öld en lifsferill hans var hinn ævintýrarikasti. Fyrstu tvö bindin nefnast Ofur- hugar hafsins og Sjóræningjar I sjónmáli. Höfundur er Eilif Mortansson en þýöandi Loftur Guömundsson. Bækurnar eru rikulega myndskreyttar og fremst i þeim er teikning af segl- skipi er skýrir alla helztu hluta þess til þess aö auövelda lesend- um aö átta sig á frásögninni. 1 fyrri bókinni Ofurhugar hafs- inshefst sagan áriö 1562. Magnús Heinason þráir aö komast út 1 heiminn Hann dreymir um hættulegar sjóferöir og orrustur viö sjóræningja. Magnús skortir hvorki þrek né hugrekki. Hann flýr aö heiman til Noregs ásamt vini sinum íslendingnum Pétri. 1 seinni bókinni hefur sjón- ræninginn grimmi Don Bredo Alvarez, tekið Magnús Heinason og Jaap vin hans tilfanga og gert að galeiöuþrælum. Þeir róa i hlekkjum dag eftir dag, ásamt öðrum þrælum. En svo gerist þaö aö galeiöan lendir i orrustu og Alvarez biöur ósigur. Sjóræningjabækurnar eru filmusettar og umbrotnar i Prentstofu G. Benediktssonar. Meginmál er prentað hjá Offset- tækni en kápur hjá Prenttækni. Bókband er unniö I Arnarfelli. Hárgreiðslustofan Lokkur Strandgötu 1-3 (Skiphól) Hafnarfirði simi 51388 C&SEBírEB‘StIB Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Breyttur afgreiðslutími; FRÁ 17.NÓV. VERÐUR BANKINN OPINN FRÁ 9.30 15.30 OG INNLÁNSDEILDIR EINNIG FRÁ 17.00 17.45 ALLA VIRKA DAGA NEMA LAUGARDAGA Samvinnbankinn BAN K ASTRÆTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.