Tíminn - 03.12.1977, Side 9
Laugardagur 3. desember 1977
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. VerO í lausasölu kr. 80.00. Askriftargjali) kr. 1.500 á
mánuOi. - BlaOanrenth.f.
Goðið, sem við lútum
Hvar sem tveir menn hittast, er talað um verð-
bólgu. Húsmæðurnar komast i nána snertingu við
hana i búðunum á hverjum degi, launamennirnir
ganga ekki að þvi gruflandi, að tölurnar á launa-
umslaginu þeirra ljúga, unga fólkið, sem stendur i
byggingum eða húsakaupum, horfist agndofa i augu
við þessa ófreskju samtimans, magnaðri en sjálfan
fjandann á þeim timum, er hann sat i hverju skoti.
Stjórnmálamennirnir, bankastjórarnir og allir
hagfræðingarnir og fjármálavitarnir okkar gera
sér einnig tiðrætt um verðbólguna og hervirki henn-
ar i samfélaginu. Á þessu hefur gengið i áratugi.
Máltæki, sem er svo fornt, að það hlýtur að vera
til orðið á vopnaburðaröld, segir engan verða með
orðum veginn. Tungan var þá ekki svo bitur naður,
að hún kæmi mönnum á kné. Eins er það með verð-
bólguna nú. Það vinnst sýnilega seint að vega hana
með orðum, og meira að segja eins og hún fitni, likt
og púkinn á bitanum, af öllu umtalinu. Þess vegna
er kannski út i hött, að bæta dropa i allan þann sjóð
orðræðna, er um hana snýst.
Þvi er sem sé svo undarlega varið, að samtimis
og flestir býsnast yfir verðbólgunni og öllum þeim
spjöllum, sem henni fylgja, setja ófáir von sina á
hana þess utan. Hún gerir skuldir minar og þinar að
marklitlum tölum, þegar timar renna, fasteignirn-
ar hækka i verði hjá þeim, sem yfir þær hafa kom-
izt, og geymanlegur varningur stigur bak við lás og
slá.
Ótaldir eru þeir, sem sýna henni virkt, með þvi að
eyða eins og þeir frekast afla, og allnokkrir langt
um fram það. Og i þeim sporum stendur þjóðin i
heild. Þess vegna eru gjaldeyrissjóðirnir févana og
skuldir i ofanálag, svo til hvert til landa sem litið er.
Á meðan fárra kosta var völ á landi hér, hét það að
éta sig út á gaddinn.
Þannig er verðbólgan dálitill hjáguð, raunar
voldugur hjáguð, sem ekki samir að lofa og prisa á
almannafæri, en fær sitt tillæti þess utan. Hún er
hversdagsgoðið, en hin fagra hugsjón um heilbrigt
efnahagslif meira til spari.
Eins og kunnugt er skera íslendingar sig úr öðr-
um þjóðum, sem eiga heima nær en i Afriku eða
Suður-Ameriku, sökum þeirrar verðbólgu, er þeir
hafa magnað á sig. Þeir hafa orðið fyrir höppum, er
hafa fært þeim auð gjaldeyris, þá einna helzt þegar
ógæfan laust aðrar þjóðir þyngstu höggi. En slik
höpp hafa mikinn part runnið fljótlega út i sandinn,
og verðbólga aukizt að sama skapi, af þvi að þeir
kunnu ekki að gæta fengins ?jár og ávaxta það eins
og efni hefðu átt að geta staðið til. Verst er þó, að
geta ekki áttað sig á þvi, hvenær lindin er þurr og
halda áfram að ausa úr henni, þótt sækja verði til
þess vatn að. En það gerujn við nú linnulaust.
Til eru bernskukvillar og bernskubrek. tslending-
ar hafa ekki lengi verið sjálfum sér ráðandi, miðað
við aldur þjóða. Margur einstaklingurinn á ekki
heldur langa leið að baki sér frá umkomuleysi til
nægta. Samt fer að verða kominn timi til þess, að
þjóðin átti sig á þvi, háir og lágir, hvað það er að
fara með peninga. Þann dag, sem það rennur upp
fyrir okkur, að viðurhlutamikið er fyrir einstakl-
inga og þjóð að eyða umfram það, sem aflað er, og
hlaða á sig skuldum i þágu annars en skilar virki-
legum arði, mun verðbólgan sigla út af sviðinu. Eigi
það langt i land, munu lögmál, sem hörð eru i horn
að taka, velja okkur bekk og sess og svigrúm eins og
við höfum unnið til.
Deilt um aðgerðir Sadats Egyptalandsforseta:
„Brúðkaup án brúðar”
— segir fréttaskýrandi APN um Kaírófundinn
A0 undanförnu hefur staö-
iö styr um ferö Sadats
Egyptalandsforseta til Jerú-
salem og viöræöur hans viö
forystumenn i israel. For-
ystumenn flestra Araba-
þjööa hafa ýmist fordæmt
hana eöa látiö kyrrt liggja.
Sama máli gegnir um fund
þann, sem Sadat efnir til i
Kaíró. Hitt er yfirdeilur haf-
ið.að Sadat hefur sýnt mikiö
hugrekki meö þessum aö-
gerðum sinum, þar sem
hann mátti vita fyrirfram,
aö hann yröi fyrir miklu aö-
kasti. Skoruðu jafnvel sum
Arabariki á Egypta aö gera
st jórnarbyltingu þótt sú
áskorun fengi ekki hljóm-
grunn.
Stórveldin lita og geröir
Sadats misjöfnum augum.
Bandarikjamenn viröast
styðja hann, en Sovétrikin
hafa tekiö afstööu hans
óstinnt upp. Viðhorf þeirra
má ráða af grein þeirri sem
hér fer á eftir, en höfundur
hennar er Spartak Béglof,
pólitiskur fréttaskýrandi
APN-fréttastofunnar so-
vézku.
„Þetta er eins og að bjóöa til
bníðkaups þar sem brúðina
vantar” — sagði einn af
starfsbræðrum minum i
Moskvu, sérfræðingur i mál-
efnum Miðausturlanda, um þá
tillögu egypzku stjórnarinnar
að þeir aðilar sem hlut ættu að
deilunni þar hittust á fundi i
Kairó. Af viðbrögðum flestra
Arabarikja við heimsóknum
Anvars Sadats til Jerúsalem
er ljóst, að þau sjá þann ár-
angur einan af þeirri fór að
egypzk stjórnvöld hafa gefið
Israelsmönnum öll trompin i
þessu nýja lukkuspili Sadat
kom heim tómhentur, en með
för sinni gaf hann Begin tæki-
færi til að lýsa þvi yfir að
ísraelsmenn viðurkenndu ekki
kröfuna um að þeir yrðu á
brott af hernumdu svæðunum,
né heldur að stofnað yrði riki
Palestinuaraba. Allt og sumt
sem gerzt hefur er, að nú geta
Israelsmenn staðfest landa-
kröfursinar i ljósi hins „sögu-
lega Jerúsalem-fundar”, þ.e.
næstum þvi með samþykki
Sadats. Að minnsta kosti sá
Moshe Dayan, utanrikisráð-
herra Israels, sér fært að
leggja áherzlu á það i yfirlýs-
ingu sinni þar sem hann til-
kynnti þátttöku Israelsmanna
i Kai'ró-fundinum, að Egyptar
hefðu vitað um þessa afstöðu
tsraelsmanna og þar af leið-
andi sýnt „löngun til að kom-
ast að sameiginlegri niður-
stöðu”.
En þetta kom i veg fyrir að
egypzk stjórnvöld gætu komizt
að sömu niðurstöðum og aðrir
Arabar. Þeirsem andvigir eru
einkamakki Sadats eru nú að
senda fulltrúa sina til Tripoli,
á ráðstefnu Arabarikja.
„Veggur vantraustsins er
hruninn” — kvað við i höfuð-
borgum Vesturlanda i tilefni
af heimsókn Sadats til Jerú-
salem. En i dag hljómar þessi
söngur eins og háð. I Mið-
austurlöndum hefur nú risið
nýr vantraustsveggur, sem
umlykur Kairó og veldur
meiri sundrungu meðal Araba
en nokkru sinni fyrr. Vegurinn
til Genfar er orðinn erfiðari.
Ekki erútilokað að ýmsirali
með sér þær vonir að unnt
verði að koma á einhverri
„þykjusturáðstefnu” i Gefn I
stáð þessað fundin verði he4d-
arlausn á deilumálunum.
Astæðan fyrir þessum vonum
var gefin strax eftir fundinn i
Jerúsalem, þegar dularfullar
heimildir i Washington og
Kairó létu hafa það eftir sér að
Sadat væri reiðubúinn að
mætatil Genfarráðstefnu „án
Anvar Sadat
Sýrlands og PLO”. Þessi saga
fæddi af sér þá hugmynd aö ef
til vill yrði Genfarráðstefnan
haldin með þeim skilyrðum
einum sem Israelsmenn gætu
falliztá. Og er ekki fundurinn i
Kairó eins konar „þykjustu
Genf” þegar á allt er litið?
En það sem gerzt hefur
styrkir friðarsinna i þeirri trú
að friðarráðstefnan i Genf sé
eina leiðin til aö tryggja al-
hliða lausn á vandamálum
Miðausturlanda. „Nú sem
fyrr er augljóst”, segir i
Moskvublaðinu Pravda „að
málstaður friðar og öryggis i
löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafsmun aðeins sigra þegar
israelskar hersveitir yfirgefa
öll hernumdu svæðin, þegar
hin langhrjáöa palestinska
þjóð fær notið sinna lögmætu
réttinda og þegar tryggt hefur
verið sjálfstæði allra Mið-
austurlanda og striösástandi
er lokið á svæðinu”.
Þetta er ekki aðeins afstaða
Sovétmanna einna. Athyglis-
verter að i siðustu viku, þegar
mál Miðausturlanda voru til
umræðu á allsherjarþingi SÞ,
greiddu 102 riki atkvæði með
ályktun, þar sem hvatt var til
þess að friðarráöstefna yrði
kölluð saman án tafar i Genf
undir verndarvæng Samein-
uðu þjóðanna og undir sam-
eiginlegri fundarstjórn
Bandarikjanna og Sovétrikj-
anna, með jafnrétthárri þátt-
töku allra hlutaðeigandi aðila,
að PLO meðtöldum.
Þetta er og verður eina leið-
in, og hún verður ekki farin
með einkamakki. Það eina
sem um er að ræða er að
hlusta á rödd skynseminnar
og ganga út frá þeirri forsendu
að allir hlutaðeigandi aðilar
eiga löpnætan rétt á réttlát-
um frioi.
—JH