Tíminn - 03.12.1977, Page 14

Tíminn - 03.12.1977, Page 14
14 Laugardagur 3. desember 1977 Banatflrœði frt a*«nafiffis'icrá-. GÚTTÓSLAGURINN 9. növember 1932 — baráttuárið mikla í miðri heimskreppunni eftir Ólaf R. Einarsson og Einar Karl Haraldsson Það er árið 1932. Kreppan leggur dauða hönd sína á atvinnulíf um land allt. f Reykjavík er fimmti hver maður atvinnuiaus. Það á að lækka kaupið um þriðjung. Verkamenn úr öllum flokkum sameinast. Það slær í blóðugan bardaga. Yfir 20 lögregluþjónar særast og eru óvigir. Verkamennimir hafa Reykjavík á valdi sínu. Verkamannauppþot? Byltingartilraun? Þetta er9. nóvember 1932. Þetta er Gúttósiagurinn. SAMTÖL VIÐ JÓNAS svipmesta mann sinnar samtíðár eftir Indriða G. Þorsteinsson Jónas Jónsson var svipmesti maður sinnar samtiðar. Hann markaði djúp spor í þjóðarsöguna og varð snemma einskonar goðsögn i þjóðlifinu. Og goð- sögnin lifir og heldur áfram að vaxa. Í þessari bók skilar Indriði honum sem manninum Jónasi Jónssyni og lýsir þvi hverjir voru helstu örlagavaldar í lífi hans. Hvað gerðist t.d. að tjaldabaki þegar kratar höfnuðu Jónasi sem ráðherra og hvað gerði hann að svo ein- stæðum og svipmiklum stjómmálamanni? Í bókinni er fjöldi mynda og áður óbirt gögn. SEYÐFIRSKIR HERNÁMSÞÆTTIR Hjálnutr Vilhjátm.sson Hernámsárin SEYÐFIRSKIR HERNÁMSÞÆTTIR eftir Hjálmar Vilhjálmsson Með útgáfu þessarar bókar hefst nýr bókaflokkur sem ætlað er það hlutverk að safna saman endur- minningum fólks frá hemámsárunum. Þótt margt hafi verið skrifað um hemámsárin þá hefur ótrúlega lítið verið fært i letur um hin daglegu samskipti, það andrúmsioft og þær ytri og innri aðstæður sem fólk stóð allt í einu frammi fyrir, þegar landið hafði verið hemumið og hér dvöldust jafnvel íleiri útlendingar en allir Íslendingar. Allt var þaö indælt striö 4'X‘íminntntiiU’ (■uillatitls Riníinkranz lijtMlkTsT.iAstjtir.-t ALLT VAR ÞAÐ INDÆLT STRÍÐ sjálfsævisaga Guðlaugs Rósinkranz með formála eftir Indriða G. Þor- steinsson Guðlaugur Rósinkranz varcinn umdeildasti maður á sinni tíð. Hann mætti gífurlegum andbyr þegar hann settist fyrstur manna í sæti þjóðleikhússtjóra. Flest nýlunda frá hans hendi var talin bera vott um van- þekkingu og frumhlaup, en hann óx við hverja raun og að leiðarlokum viðurkenna flestir að vart hefði verið hægt að gera betur. ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND 9. bindi Björgunar- og sjóslysasögu ís- lands eftir Steinar J. Lúðvíksson Bókin fjallar um atburði áranna 1916—1919 að báðum árum meðtöidum. Þetta vora umbrotaár. Vélbátaútgerðin var að taka við af skútuútgerðinni og togaramir að koma til sögunnar og fyrri heims- styrjöldin sem olli fslendingum miklum búsifjum. f bókinni em m.a. frásagnir af atburðum styrjaldarár- anna, eins og t.d. þegar Ceres, Vestu og Flóm var sökkt. Þá má nefna strand Goðafoss og það er sel- veiðiskipið Kópur fórst út af Reykjanesi. SteinarJ Lúdvikssqu Þraulgódiv áraimastund í FLAUMI LÍFSINS FLJÓTA bemsku- og æskuminningar byltinga- mannsins séra GunnarsBenediktssonar Með þessari endurminningabók sinni veiur Gunnar sér nýjan vettvang. Hann lýsir manniífi í umhverfi sem aðeins örfáir eiga nú minningu um og enginn hefur fyrr lýst, er nú ekki lcngur til og á sér enga hliðstæðu. f hinum homfirsku æskustöðvum fékk Gunnar fyrstu æfingu i að kljást við straumþunga lífsins og bjarga sér yfir ósköddum á sál og líkama. Þetta er bók sem fróðir menn og heilskyggnir telja að ætti að vera lesin í unglingaskólum. TVEGGJA HEIMA TENGSL eftir Matthew Manning Ein ótrúlegasta saga okkar tíma af sál- rænum atburðum. Ævar Kvaran þýðir og ritar formála. MATTHEW MANNING er maður sem á fáa eða enga sína líka. Hann sameinar f einni og sömu per- sónu hina öflugustu hæfileika og óvenjulega hreins- kilni. Það sem islenskir fréttamenn urðu vitni að nýlega jægar teskeiðar vora beygðar með hugarafli er bamaleikur einn miðað við það sem sagt er frá í þessari bók. Geymið auglýsinguna • • • • Om &0rlygur Geymið auglýsinguna GLÖPIN GRIMM ------------------------- GLÖPIN GRIMM samtíðarsaga — e.t.v. sönn — úr íslensku sjávarþorpi eftir Má Kristjónsson Sagan gerist í hinu dæmigerða íslenska sjávarþorpi, þar scm sögupersónur hins dagiega lífs stfga fram af spjöldum bókarinnar og skerpa þá mynd sem fyrir er i huga okkar úr sliku samfélagi. Þegar á fyrstu síðum bókarinnar næi frásagnarsnilli höf- undar sterkum tökum á athygli lesandans, og siakna þau aldrci bókina á enda. Og áreiðanlega munu sögupersónurnar og hinir fjölmörgu atburðir, ýmist meinfyndnir eða sorglegir, hatda áfram að lifa lifi sinu i hugum lesenda, þvi þetta er bókin sem allir þeir sem meta frábært tungutak, fyndni og óhamið fjör geta lesið hvað eftir annað. Lesendur munu seint'gleyma kaupfélagsstjóranum, sem ræður ríkjum og ástum undir- sátanna, frystihússverkstjóranum sem væntir ásta í réttu hlutfalli við skráða eftirvinnu, smiðnum sem árlega bætir við bami og nýrri útbyggingu við húskofann né heldur dóttur hans sem eykur lánstraust hans með blóðböndum og allra síst afgreiðslustúlkunni f kaupfélaginu, sem lét fallerast með svertingja og hefur auk jæss verið öriát á blfðu sfna við karipeninginn f þorpinu. _________________________________________________________________

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.