Tíminn - 03.12.1977, Side 17

Tíminn - 03.12.1977, Side 17
Laugardagur 3. desember 1977 17 18.10 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Af lffshlaupi listamanns. Guörun Guölaugsdóttir ræö- ir i sföara sinn viö Eyjólf Eyfells. 20.00 A óperukvöldi: ,,Don Pasquale” eftir Gaetano Donizetti Guömundur Jóns- son kynnir óperuna. Flytj- endur: Graziella Sciutti, Fernando Corena, Juan Oncino, Tom Kra kór og hljómsveit Rikisóperunnar i Vin: Istvan Kertesz stj. 21.10 Teboö Rætt um stjórn- málaleiöa og pólitiska rót- tækni. Þátttakendur: Bald- ur Óskarsson, Daviö Odds- son, Eirikur Tómasson og Vilmundur Gylfason. Einn- ig viötal viö Bjarna Guöna- son. Stjórnandi þáttarins: Sigmar B. Hauksson. 22.10 tJr dagbók Högna Jón- mundar Kniitur R. Magnússon les úr bókinni „Holdiö er veikt” eftir Har- ald A. Sigurösson. Orö kvöldsins á jólaföstu 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. ■ r sjonvarp IC.—.... • •».. - -- - Laugardagur 3. desember 16.30 Iþróttir. Umsjónar- maöur Bjarni Felixson. 18.15 On We GoEnskukennsla. Sjöundi þáttur endur- sýndur. 18.30 Katy (L) Breskur fram- haldsmyndaflokkur i sex þáttum. 4. þáttur. Efni þriöja þáttar: Jólin eru komin. Katy er enn lömuö, en hún hefur fengiö hjóla- stól. Smám saman færist örlitill þróttur I fæturna, og næsta sumar getur hún gengiö nokkur skref. Izzie frænka tekur illkynj- aöan sjúkdóm. Katy tekur aö sér ráöskonustörfin, og sú stund rennur upp, þegar hún getur gengiö óstudd niöur stigann. Nú finnst fööur hennar hún vera oröin nógu hress til aö fara i heimavistarskóla. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Gestaleikur (L) Ólafur Stephensen og félagar hans, Ármann Eiriksson, Friörik Theódórssson, Guöjón Guöjónsson, Guömundur Guömundarson og Soffia Karlsdóttir bregöa á leik i Sjónvarpssal. Margir aörir þátttakendur eru i leiknum auk gesta. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.15 Uppalendur I dýrarikinu. A okkar dögum eru haldin alls konar námskeiö fyrir veröandi foreldra, þykkir doörantar eru skrifaöir um barnauppeldi og stór-versl- anir eru fullar af varningi handa yngstu borgurunum. Samt litur svo út, sem æ , vandasamara veröi aö koma börnum til þroska. Þessi breska fræöslumynd lýsir foreldraumhyggju ým- issa dýra, frá skordýrum til stærstu spendýra. Þýöandi og þulur óskar Ingi- marsson. 22.10 Fortiðin kvödd (Abschi- ed von gestern). Þýsk bió- mynd frá árinu 1966. Leik- stjóri Alexander Kluge. Aöalhlutverk Alexandra Kluge og Gunther Mack. Anita er gyöingur, fædd I Austur-Þýskalandi. Ariö 1957 flyst hún til Vestur- Þýskalands I hamingjuleit. Þýöandi Kristrún Þóröar- dóttir. 23.35 Dagskrárlok. ^David Grahaxn PhiIIips: SUSANNA LENOX Ján Helgason $0 verstu veðrum, leikfang fyrirlitlegra drukkinna dóna? Umfram allt átti hún þó að vera þakklát fyrir það, að hún var ekki kona Jeppa Fergusons. En viðleitni hennar til þess að kæfa niður tilf inningar sínar og sætta sig tilveruna bar ekki tilætlaðan árangur, hversu þakkarvert sem hlutskipti hennar annars kunm að vera. Henni var ekki í blóð borin ,,þakklátssemin" fremur en Tómasi Brashear og það fólk, sem þannig er gert, hemst aldrei við eldiviðarhögg eða vatnsburð alla ævi. Skapgerð þess knýr það áfram — upp á yfirborðið eða niður í sorann. ,,Þú ert ein af þeim, sem eitthvað mun gerast í kring- um", sagði gamli húsgagnasmiðurinn við hana kvöld eitt í septembermánuði, er þau sátu á gangstéttinni f yrir ut- an veitingastofuna. Húshjallarnir voru mannlausir — allt fólkið hafði flykkzt út á göturnar, svo að við óvönu auga blasti nú eftirminnileg sjón: óþrifnaður, sjúkdóm- ar og læging þessa bæjarhverf is.,, Já hélt Tóms áf ram, ,,hún mun verða viðburðarík ævin þín". ,,Hvað heldurðu að bíði mín — til dæmis?" spurði hún. ,,Það má guð vita. Þú munt einhvern tíma drýgja mikla dáð. Berðu þig bara að því að una hér, þangað til þú ert orðinn fær í f lestan sjó. Einn góðan veðurdag-hiss — og þú ert flogin. Það var ólán, að þú skyldir verða kvenmaður. Og þó! Fjöldi kvenna kemst vel áfram. Og þegar ég hugsa málið betur, þá held ég að kynferðið skipti engu máli. Það er sálin sem allt veltur á — og það eru f jandi fáir sem hafa nokkra sál, hvað svo sem kyn- ferðinu líður". ,,Ætli ég sé ekki svipuð og fólk flest?" sagði hún og andvarpaði óþolinmóðlega. ,,Ég læt mig dreyma — en svo verður ekki neitt úr neinu." ,,Nei, þú ert ekki eins og fólk er f lest", svaraði hann og hristi höfuðið. „Þúerttil dæmis hugrökk. Það er að minu viti órækasta vitnið um það að fólk haf i sál". ,,En ég er einmitt hrædd", hrópaði Súsanna. „Ég er einmitt nýbúinn að uppgötva það, hvílíkur volæðis-vesa- lingur ég er". „Þú heldur að þú sért vesalingur?" sagði smiðurinn. „Nei, það eru þeir, sem eru hræddir og áræða aldrei að gera neitt. En svo eru aðrir sem lika eru hræddir en láta það bar ekki aftra sér. Þannig ert þú. Ég veit ekki, hvað- an þú ert komin og ég veit ekki heldur, hvert leið þín kann að liggja. en þú ert ekki huglaus — og þú hugsar — og hvort tveggja styður þá spá mína að þú munir eitt- hvað taka þér fyrir hendur". Súsanna hristi höf uðið döpur í bragði. Þetta hafðiverið hræðilegur dagur. En Tómas gamli kinkaði kolli af enn meiri sannfær- ingu en áður. „Þú ertof ung ennþá", sagði hann. „Þú ert ekki búin að mótast. Bíddu róleg. Stundin kemur". Súsanna vonaði það, en efaðist þó um það. Það var ekki hentugur tími til þess að láta sig dreyma dýrðlega framtíðardrauma, þegar hún varð að helga daglegu striti alla orku sína og hugurinn snerist sífellt um það, hvernig henni tækist að af la sér fæðis, klæða og húsnæð- is. Það voru til dæmis fötin. Hún hafði ekki komið með annað en það sem hún stóð í. Á hverjum laugardegi lét hún Brashearshjónin fá hálfan þriðja dal af þessum þremur sem hún fékk í kaup — og skammaðist sín meira að segja fyrir hve mikið hún þáði og hve lítið hún lét af hendi rakna, þegar hún komst að því, hvað dýrtíðin var í rauninni mikil. Og hvílíkur reginmunur var ekki á matn- um hjá Brashearsfólkinu og nágrönnunum! Þegar hún hafði dregið saman f jóra dali af kaupi sínu — hún var tvo mánuði að því — keypti hún efni i tvö pils, þrjár bl- ússur og þrennar buxur sem hun saumaði svo sjálf. Hins vegar hafði hún ekki ráð á að kaupa skyrtu og nærkjól. Hún keypti séreina skófyrir einn dal, tvenna sokka fyrir þrjátíu sent, sokkabandabelti fyrir áttatiu sent sólhlif fyrir hálfan dal og tvo boli fyrir tuttugu og fimm sent. Hún keypti líka skrautlausan hatt fyrir þrjátíu og fimm sent og lét á hann borðann af gamla sumarhattinum sín- um og hnýti sem hún bjó til úr pjötlu er varð afgangs af pilsefninu. Loks saumaði hún sér jakka og fyrir efnið i hann varð hún að fórna hér um bil öllu sem hún hafði önglað saman í heilan mánuð. Þegar kólna tók í veðri varð hún að f lýta sér sem mest hún mátti, þegar hún var á gangi úti við, svo að hún króknaði ekki úr kulda. Fann- ey f rænka hennar var ein af þeim konum sem þó eru ekki of margar í Vesturheimi er kunnu að kaupa það sem heimili þarfnast. Hjá henni gættiþóaldrei nánasarlegrar nízku sem sumir halda að sé sparsemi, heldur hafði hún til að bera þá hagsýni er gerði henni kleift að fá aukið fyrir peninga sína. Súsanna naut nú góðs af fordæmi hennar. Þaðforðaði henni frá vandræðum —algeru öng- þveiti. Þær Etta þvoðu eitthvað af flíkum sínum á hverju kvöldi og hengdu þær til þerris í brunastiganum fyrir ut- an gluggann Á þennan hátt gat hún ævinlega verið þokkalega búin.. Þó gat engum dulizt, hve sárafátæk hún var. Hún hafði komizt í kynni við skósmið sem dytt- aði að skónum hennar eftir getu f yrir litla þóknun. En nú mátti senn heita, að þeir væru gatslitnir. Það var lítið eftir af þeim nema dál. hælastúfar. Hun minntist þess nú, hve oft hún hafði f urðað sig á því er fátækar stúlkur urðu á vegi hennar í Sutherland, hve ósmekklegar þær væru og druslulegar. Nú furðaði hún sig á heimsku sinni og þeim rígbundnu skorðum er menntun og almennum skilningi hennar og hennar jafningja höfðu verið settar. Svo nauða-f ávís hafði hún verið að íiana hafði ekki rennt grun í, hvaða lífskjör þorri fólks að undanskildum fáum einum úr hennar stétt, átti við að búa. Hversu fáir voru ekki þeir heppnu! Hversu dásamleg veröldin — hversu undarlegar verur þessir menn! Hvernig gat átt sér stað að hinir fáu hamingjusömu sem hún var fædd og uppalin á meðal, vissu svona lítið i rauninni alls ekki neitt — um það hlutskipti er þorri meðbræðra þeirra varð að búa við, fólk sem þó bjó um- hverf is þá, rétt við hliðina á þeim? „Hefði ég aðeins vit- að þetta!" hugsaði hún. Svo flaug henni i hug að hún hefði aldrei litið glaðan dag, ef hún hefði haft hugboð um þetta. Hún sá í anda dragkistuskúffurnar sínar, skáp- ana. Henni hafði ævinlega f undizt að hún væri heldur fá- tæk að fötum. Og nú — hvílíkar allsnægtir hversu yfir- fullar af blygðunarverðu alóþörfu og gagnslausu dóti virtust henni ekki þessar skúffur og þessir skápar. Nú varð hún að verja hverjum eyri, sem hún átti af- gangs þegar hún hafði borgað fæði sitt og húsnæði til þess að geta þó gengið í heilum nærfötum. Hefði hún þurft að fara í strætisvagni á vinnustaðinn, þá hefði það kostað hann tíu sent á dag 60 á viku. Hún hefði verið glötuninni of urseld eins og svo margar stúlkur sem urðu að búa langar leiðir í burtu. Hún skildi nú hvers vegna sérhver stúlka sem ekki naut stuðnings ættmenna sinna eða 'gerði sér góðar vonir um giftingu var sífellt að hugsa um það að gerast skækja — ekki sem neitt bjarg- ræði, heldur hinzta neyðarúrræði. Er skilningur hennar og athygiisgáfa þroskuðust, varð hún þess áskynja, að þegar neyðin kreppti harðast að reyndu samstarfst úlkur hennar stundum að létta sér baráttuna með þvi að leita út á göturnar á laugardags- og sunnudagskvöldum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.