Tíminn - 03.12.1977, Side 19

Tíminn - 03.12.1977, Side 19
Laugardagur 3. desember 1977 19 Jakob og — ný skáldsaga Gunnars Gunnarssonar SKJ — Iöunn hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Gunnar Gunnarsson, sem nefnist Jakob og ég. Aðalsöguhetjan er mið- aldra bankaútibússtjóri. I lifi hans verða skyndilega mikil straumhvörf, og hann tekur að spyrja sjálfan sig áleitinna spurninga. Upp frá þessu tekur líf hans gerbreytta stefnu. Nýtt um- hverfi, ný viðhorf og nýir vinir koma til sögunnar. Margþætt og hröð framvinda atburða tekur við. Gunnar Gunnarsson höfundur sögunnar er þritugur að aldri. Af ritstörfum Gunnars er það að segja, að hann stundaði blaða- mennsku, og ein skáldsaga hefur áður komið út eftir hann, en það var árið 1973. Gunnar sagði i stuttu viðtali við Timann, að hann hefði lengi verið að viða að sér efni i bókina en hóf að skrifa hana árið 1975. Efnið kristallaðist siðan hægt og hægt, og kvaðst Gunnar hafa haft betri tima i fyrra haust en áður til ritstarfanna, þó svo að mestur hluti þess, sem þá var unnið, færi i ruslakörfuna. Endanlegri smiði bókarinnar lauk svo i fyrravor. Bókin er 124 blaðsiður að lengd og kvaðst höfundurinn telja að það væri ósköp hæfilegt, þvi að i hraða nútimans hefði fólk vart tima til að lesa langa doðranta. Um söguna sagði Gunnar það, að hún fjallar um Jakob, sem er fimmtugur að aldri og hefur lengi verið að hugsa um það hvað hann ætlar að gera þegar hann verður stór. Að lokum gerir Jakob upp- reisn gegn sjálfum sér og um- hverfinu. Sagan er þjóðfélagsleg, um mann i erfiðleikum og við- skipti hans við félaga sina og um- hverfi. Hún skiptist i tvo megin- kafla, i fyrri hluta bókarinnar ræðir Jakob um sjálfan sig i fyrstu persónu. Hann sættir sig ekki við að vera sá sem hann er, hann hefur klifið upp þjóðfélags- stigann, en útkoman er ekki sú sem hann bjóst við. I seinni hluta bókarinnar hleyp- ur Jakob upp frá vinnu og fer i leiðangur og tekur að tala um sjálfan sig i þriðju persónu. Höfundur horfir á Jakob úr nokk- urri fjarlægð. Þó svo að sagan sé þjóðfélags- legs eðlis er henni jafnframt ætl- að að skemmta mönnum. Að sögn Gunnars er hér gerð tilraun til að fá fólk til að lesa, en að hans mati hefur fólk á íslandi vanizt af þvi að lesa skáldsögur. Jafnframt sagði Gunnar, að ef bók selst ekki er sökin fremur hjá höfundi en lesendum. Gunnarkvaðsttelja, að ládeyða væri i skáldsagnagerð i þjóð- félaginu, en slikt magnar aftur upp andrúmsloft sem kallar á rit- höfunda. Hlutverk rithöfundanna er að lokka fólk til að lesa meira og halla sér að skáldskapnum. Um framti'ð skáldsögunnar sagði Gunnar, sitt álit væri að hún væri áuppleið og ættiframtið fyrirsér. Flosi Ólafsson leikari ritar um- sögn um bókina á bókarkápu og segir þar meðal annars:...Von- laust er að leggja bókina frá sér fyrr en að lestri loknum, þvi nú beitir höfundurfyrir sig allskyns stilbellibrögðumog þarað aukier bókin gædd hraða i frásögn og er óvenjulega spennandi...Bókin Jakob og ég er bráðskemmtileg aflestrar.” Kirkjubasar i Breiðholti Sunnudaginn 4. desember heldur Kvenfélag Breiðholts bas- ar i anddyri Breiðholtsskóla til styrktar kirkjubyggingu safnaðarins. Sala hefst kl. 3 siðdegis strax að lokinni guðs- þjónustu. Þarna verða á boðstólum m.a. kökur — sem koma sér vel i eggjaleysinu fatnaður og ýmsir ágætir munir en hluti „fyrir- tækisins” verður „flóa- markaður,” þar sem „allt á að seljast fyrir spottpris”. Ekki fer á milli mála að kven- félagskonur verði nú sem fyrr drjúgar til átaka þar sem þarft málefni á i hlut. Margoft hefur það sannazt að engir taka konun- um fram, þegar skila þarf störátaki á stuttum tima. Heiður sé þeim. 1 Breiðholti er húsnæðislaus söfnuður að hefja kirkjubygg- ingu. Þar á að risa starfsmiðstöð safnaðarins f Seljahverfi og Breiðhoiti I. Meirihluti fólksins i þessum hverfum eru börn og unglingar en þeim mun stærra verður átakið fyrir hina, sem lagt geta fram fé eða starf til þessarar uppbygg- ingar.Engireru auðjöfrar hér og fjarlæg sú hugsun að einhverjir fáir geti lagt fram það mikla fé og unnið það starf, sem til þarf. En skerfurhinna mörgu þóttsmársé hjá hverjúm einstökum raðar steinunumiþá byggingu sem risa skal. A þessum vetrihefjast verkleg- arframkvæmdir á staðnum en nú er verið að ljúka við nauðsynlega útreikninga og fyrstu teikningar, til þess að verkið geti hafizt. Kirkjubasar kvenfélagsins á að vera tækifæri margra til að leggja góðu máli lið framtiðinni til heilla og Drottni til dýrðar. Hafiðþaðihugaþegar þið komiö i Breiðholtsskóla á morgun og kaupið eitthvað til að gefa eða eiga að um leið eruð þið að reisa kirkju vinna að menningarlegu nauðsynjamáli. Húsnæðislaus getur enginn söfnuður unnið það starf sem honum er ætlað, — og það i f jölmennasta hverfi borgar- innar. Ég heiti á fólk að fjölmenna á þennan markað kvenfélagsins. An efa geriö þið góð kaup þar einnig með þvi að vinna að þvi að kirkjan risi. Það á að vera metnaðarmál allra að hún risi fljótt. Lárus Halidórsson Kirkjudagur í Árbæjarskóla KIRKJUDAGUR Arbæjarsafnað- ar verður að þessu sinni hátfðleg- ur haldinn á morgun, sunnudag- inn 4. desember i hátiðasal Ár- bæjarskóla. Frá þeim tima er sérstakt prestakall var stofnað i Reykja- vikurprófastsdæmi ofan Elliða- ánna hefur kirkjudagur verið ár- viss viðburður i safnaðarstarfinu og hafa dagskrárliðir hans ævin- lega verið mjög fjölsóttir, enda efnisskrá fjölbreytt og til hennar vandað eftir föngum. Þá hefur kirkjudagurinn jafnframt verið einn stærsti fjáröflunardagur safnaðarins sem að likum lætur, þar sem fjárfrekar byggingar- framkvæmdir hafa staðið yfir I sókninni frá árinu 1974. En þörfin á slikum fjáröflunardegi hefur þó aldrei verið brýnni en nú, þegar aðeins vantar herzlumuninn að lokið sé við að fullgjöra fyrsta á- fanga kirkjubyggingarinnar sem tekinn verður i notkun innan skamms. Er skemmst frá þvl aö segja, að ennþá vantar nokkurt fjármagn til þess að unnt veröi að festa kaup á húsbúnaði svo að safnaðarheimiliö verði starfhæft. Von min er sú, að kirkjudagurinn á morgun muni þar leysa úr nokkrum vanda. Heitið er þvi á alla safnaðarmenn yngri sem eldri að fjölmenna á dagskrárliði kirkjudagsins og rétta þannig fram örvandi hjálparhönd á loka- stigimikilvægs byggingaráfanga. Dagskrá kirkjudagsins verður sem hér greinir: Kl. 10.30 árdegis verður barna- samkoma i Arbæjarskóla og eru foreldrar boðnir velkomnir með börnum sinum. Guðsþjónusta hefst siöan I skólanum kl. 2. t guösþjónustunni syngur frú Elisabet Erlingsdóttir einsöng. Leikið verður á trompet og kirkjukór safnaðarins syngur undir stjórn Geirlaugs Arnasonar organleikara. I messunni veröur vigður nýr hökull og kyrtlar fyrir söngkór, sem listamaðurinn Katrin Agústsdóttir hefur unnið. Að lokinni guðsþjónustu hefst kaffisala Kvenfélags Arbæjar- sóknar. Munu borð þá svigna undan gómsætum veizlukökum þvi að bakstur safnaöarkvenna er rómaður mjög fyrir gæði og er margur minnugur þess frá fyrri kirkjudögum safnaðarins. Þá verður um leið efnt til skyndi- happdrættis með mörgum glæsi- legum vinningum. Þar á meðal má nefna tvö listaverk eftir Katrinu Agústsdóttur og Jóhann- es Geir. Meðan á kaffisölu kvenfélags- kvenna stendur fer fram tizku- sýning á vegum kvenna úr sókn- inni og munu þær sýna nýjustu kvenfatatizku frá verzluninni Jósefinu og e.t.v. fleiri fyrirtækj- um. Arbæingar. Tökum höndum saman og gjörum þennan dag að sönnum hátiðisdegi með þvi að fjölmenna I Arbæjarskóla á morgun. Látum sjálf uppbyggjast sem lifandi steinar i andlegt hús og leggjum um leið steina i grunn þeirrar byggingar sem slðar mun varpa birtu og ljóma aðventukon- ungsins út fyrir byggðir Arbæjar- og Seláshverfa um ókomin ár. Verið öll hjartanlega velkomin. Guðmundur Þorsteinsson. Mj ólkurmál Nýtt tímarit: Mjóikurtæknifélag tslands hefur hafið útgáfu á timariti um mjólkurmál. Fyrsta tölublað kom út 26. nóvember gert er ráð fyrir að út verðigefin 3-5 töiublöð á ári. 1 þessu fyrsta tölublaði eru þrjár greinar um stjórnun og skipulag mjólkuriðnaðarins, þær hafa skrifað Pétur Sigurðsson, Sævar Magnússon og Grétar Einarsson. I þessum greinum er gerð úttekt á stööu mjólkur- iðnaðarins I dag og hvernig mætti breyta skipulagi hans. Þá er i heftinu þýtt erindi sem prófessor P.E. Jacobsen við Landbúnaðar- háskólann i Kaupmannahöfn flutti á siðastliðnu sumri um næringargildi mjólkurafurða. 1 þessu erindi hélt Jacobsen þvi fram aðþað væri meira fitandi að neyta svokallaðs megunarsmjör- likis I stað smjörs. Samkvæmt til- raunum sem hann stóð fyrir telur hann að sá eða sú sem neytir dag- lega 50 g af megrunarsmjörliki i stað sama magns af smjöri safni 2,5 kg af likamsfitu umfram hina á einu ári. Margvislegur annar fróðleikur er I þessu fyrsta tölublaði Mjólkurmáls, — ritstjóri tima- ritsins er Sævar Magnússon, mjólkurverkfræðingur hjá Osta- og Smjörsölunni. sssS* de9's 6 s'ð í dað áWí da9- 1356 PKg. marka&storg viðskiptanna Verzlunin KJÖT & FISKUR ereinn af frumherjum baráttunnar fyrir lægra vöruveröi til neytand- ans. Hagkvæm innkaup, skynsamlegur rekstur og vaxandi velta gera okkur mögulegt aö bjóöa lægra vöruverö. Viö riöum á vaöiö meö „sértilboöin” sföan komu „kostaboö á kjarapöllum” og núkynnum viö þaö nýjasta í þjónustu okkar viö fólkiö f hverfinm „Markaöstorg viöskiptanna” A markaöstorginu er alltaf aö finna eitthvaö sem heimillö þarfnast og þar eru kjarapallarnir og sértilboöin. Þaö gerist ailtaf eitthvaö spennandi á markaöstorginu! sértilboð: Strásykur 1 kg.......................... 80 kr. Púðursykur 1/2 kg............................ 75 kr. Flórsykur 1/2 kg ........................ 60 kr. Lyftiduft450 grömm ...................... 262 kr. Hveiti 5 Ibs..............................221 kr. Hveiti 10 Ibs........................... 441 kr. Akrasmjörliki................................162 kr. Rítz-kex.....................................167 kr. Dofri hreingerningariögur 1 líter........ 240 kr. Iva þvoltaefni 5 kg. ...................1.113 kr. >Grænar baunir 1/2 dós................... 178 kr. Grænar baunir 1 dós ..................... 275kr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.