Tíminn - 11.12.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.12.1977, Blaðsíða 12
12 l 'I I l( l{ II l[ H Sunnudagur 11. desember 1977 Ólafur Jóhann Sigurósson: SEIÐUR OG HÉLOG. Ur fórum blaðamanns. Mál og menning. Reykjavik 1977. 340 bls. I síðasta ljóöi bókar Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Að brunnum, standa þessar linur: Liða munu hriðir, heiðmyrkur þverra, hverfa hin táldrægu hélog af slóðum, þagna skulu raddir rökkvaðra gilja og dimmar kviður við Dreyrá hljóðna. Hér kemur fyrir orðið hélog (villueldur, maurildi) sem höf undur hefur nú tekið upp i nafn sögunnar af reynslu Páls Jóns- sonar biaðamanns á umrótstim- um hernáms og striðsgróða. Nafn bókarinnar bendir til þess hve ljóðræn viðhorf eru Ólafi Jóhanni töm, — og einnig felur það i sér þá siðferðilegu afstöðu sem mótar allan skáldskap hans. Samfélagið var táldregið á þessari tið, gullbjarminn sem visaði leiðina var villuljós, og seiður þulinn til beggja handa. Sá er munur sögu og ljóðs að ljóðið lætur uppi fullvissu um að mannkindin verði heilskyggn á ný: Liða munu hriðir. Kannski verður endanleg niðurstaða af sögu Páls Jónssonar hin sama Enn er ferill hans ekki leiddur til lykta: öllu heldur er loft þrungið meiri ógn og skelfingu en nokkru sinni fyrr þegar Seið og hélogum lýkur 6. ágúst 1945, daginn sem sprengja fellur á Hirósimu. Viö vitum raunar hver framvinda mála varð, á al- þjóðavettvangi og hér heima. Um feril Pál Jónssonar vitum við ekki, aö öðru leyti en þvi að hann framdi ,,glæp”, slikt dyggðablóð sem hann var. Vitn- eskjunnar um hvernig það bar að hljótum við að biða um sinn. Viðfangsefni höfundar i Seiði og hélogum, eins og Gangvirk- inu er tviþætt: að lýsa samfé- lagi á hvörfum tveggja tiða, og rekja þroskaferil ungs manns sem sprottinn er úr gömlum jarðvegi en hlýtur að fóta sig á hálu svelli nýrrar aldar. Og þótt sitthvað sé athyglisvert i samfé- lagslýsingu verksins er þó ferill Páls sýnu forvitnilegri, enda kjarni verksins. I þvi ljósi skoð- að hefur umhverfislýsingin einkum það hlutverk að varpa ljósi á eðlisþætti i fari Páls. 1 þessari stuttu umsögn er ástæðulaust að rekja efni sög- unnar eða gera grein fyrir öllu þvi fólki sem við hana kemur. Persónulýsingar eru nokkuð misgóðar. Valþór ritstjóri og Steindór Guðbrandsson mestu lifi gæddir, einkum sá fyrrtaldi. A hinn bóginn má sjá dæmi þess sem lesendur Ólafs Jóhanns þekkja, aö samúð og andúð liti mannlýsingar um of. Þar er til ólafur Jóhann Sigurðsson. þekkja sj álf an að nefna konur þær sem Páll Gangvirkinu. Henni er lýst af leigir hjá: Fyrst gömlu konuna nokkurri tilfinningasemi eins og snauðu sem sagði meira af i fleiri gömlum konum i sögum Ólafs. A hinn bóginn er Kamilla, kona Bjarna Magnússonar skrifstofustjóra, ágirndin og ill- mennskan holdi klædd. Bóndi hpnnar að visu með meira .í??i?.rl.nsrnöti — Fleiri persónur mætti hér telja, en allar eiga það sammerkt að lif þeirra tekur nýja stefnu þegar herinn kemur: Kristin, unnusta Páls, Jón Guðjónsson, Ragnhildur matsölukona. Ferill hennar er býsna dæmigerður fyrir þær þjóðfélagsaðstæður sem nú verða til, eins og að var vikið i ritdómi á dögunum. Páll Jónsson rifjar hér upp sögu sina, reynir „til þrautar að glöggva sig á sjálfum sér og öðrum”. En hver er hann sjálf- ur? í Gangvirkinu fengum við að vita nokkuð um uppvöxt og mót- un Páls, þau siðaboð sem amma hans innrætti honum og hann likti við gangvirki sem tifar i brjóstinu. Það er þagnað, en Páll reynir enn að halda uppi hlutleysisstefnu sinni gagnvart þvi sem hernámssamfélagið færir honum að höndum. Vissu- lega er hann ekki mikill bógur, skelfing umkomulaus i þessum nýja heimi, eins og lýst er svo grátbroslega i kaflanum um hefnd Djúpfirðinganna tveggja. Þeir sem vilja ná sér niðri á brezka heimsveldinu sem rændi þá unnustunum. Þetta er kannski eina athafnasemi Páls. Hann situr við og þýðir reyfara- sögur i Blysfara meðan striðið geysar úti i heimi, heyrir „þungan dyn viðburðanna”, en veit ekki hvar hann stendur sjálfur. Æ fastar sækir á hann spurningin um hver faðir hans sé. Or henni er ekki leyst i þess- ari bók, en lesandinn fær að vita að fundur þeirra feðga verður með öðrum hætti en Páll vænti. Fyrr en að þvi kemur er piynd Páls ekki fullnuð. En nátengd þessu er þörf Páls til að finna samband sitt við landið og menningu þjóðarinnar sem kaflinn um Þingvallaför hans i sumarleyfinu lýsir. Það sem Páll reynir á Þing- völlum ber svip af idylliskri draumsýn, en er honum þó ágengur veruleiki: „Það var eins og þetta umhverfi spyrði mig án afláts: Hver ertu? Hvaðan kemurðu? Hvert ætl- arðu? Og bætti siðan við: Hvað viltu mér? Hvað viltu hrjóstr- ugu landi sem keppist við að búa sig sem bezt það kann undir haust og frost, undir langan og myrkan vetur?” En sú hugljómun sem Páll Jónsson lifir á Þingvöllum snýst i martröð i hinum sér- kennilega lokakafla bókarinnar. Páli þykir sem hann sé staddur i miklum háska. Hann flýr undan einhverju sem hann veit ekki hvað er. Og hann svarar þegar spurt er hvert hann sé að fara: Til lindanna! Og þegar að hon- um er sótt i draumnum hrópar hann á hjálp: „Pabbi! — og hrökk upp við hrópið”. Þannig endar saga Páls að sinni. Hún lýsir leit manns að sjálfum sér, þvi sem dýpst er og upprunlegast i fari hans. Og þetta er sama viðfangsefnið og i ljóðum ólafs Jóhanns. Saga Páls Jónssonar er ljóðræn öðr- um þræði. En ljóðrænan er eins konar andsvar við þeim ófrýni- lega efnisheimi sem hér er lýst, samfélagi sem hefur skorið á tengsl við upprunalega menn- ingu. Sagan er öll i rauninni andóf gegn þeim rofum. Hún er ihaldssöm, i eiginlegri merk- ingu orðsins. Hér hefur fátt verið talið um þessa minningasögu. Hún er samin af þeirri alúð og stilfágun sem lesendur Ólafs Jóhanns þekkja vel. Ef mönnum þykir hún of hæggeng er það af mis- skilningi sprottið, þvi að hægðin er einmitt einkenni minninga: Páll er að glöggva sig á liðinni ævi, ekki að segja frá i hita at- burðanna. En grunkveikjur sög- unnar, tilvisanir fram á við, endurtekningar og stef gæða hana lifi og halda eftirvæntingu lesandans vakandi. Sá huglægi frásagnarháttur sem litar verk- ið seytlar inn i hug lesandans: Þótt Páll Jónsson sé nokkuð daufgerður vinnur hann á við nánari kynni. Hann er ekki allur þar sem hann er séður. Hléið frá Gangvirkinu er að visu langt, og þessi saga seint fram komin. Þess vegna kemur hún ekki á óvart og hefur að nokkru leyti þau áhrif á lesand- ann sem söguleg plögg hafa. Hernámsárin eru nú langt að baki. Samt er það ótvirætt fagn- aðarefni að ólafur Jóhann skuli hafa tekið upp þennan þráð, og ber fastlega að vænta þess að hann verði spunninn á enda áð- ur en mörg ár liða. Gunnar Stefánsson % Bændur - dreifbýlisfólk óskum eftir góðum sveitaheimilum fyrir tvo hunda tveggja og hálfs mánaða gamla. Upplýsinhar i sima 5-35-22 frá kl. 9-16. Grásleppunet ósóttar pantanir seljum við næstu daga. Vífill Tryggvagötu 2, simi 2-23-70 og 2-16-70 Auglýsið í TIMANUM Grill-ofnar á ótrúlega góðu verði: kr. 26.915,- Sendum í póstkröfu Hár- | þurrkur Verð kr. 5.660.- Sendum I póstkröfu RAFIÐJAN RATIÐJAN Kirkjustræti 8 Simar (91) 1 92-94 ft 2 66-60 Kirkjustræti 8 Simar (91) 1-92-94 £t 2-66-60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.