Tíminn - 11.12.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.12.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. desember 1977 23 sjonvarp Sunnudagur 11. desember 16.00 Húsbændur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. Nýtt ár gengur i garð. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Þriðja testam entið.. Bandariskur fræðslu- myndaflokkur um sex tni- arheimspekinga. 5. þáttur. Leó Tolstoi Þýðandi og þylur Gylfi Pálsson. 18.00 Stundin okkar (L að hl.). Um sjónarmaður Ásdis Emilsdóttir. Kynnir með henni Jóhanna Kristin Jóns- dóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 19.00 Skákfræðsla (L) Leiðbeinandi Friðrik Ólafs- son. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Vetrartiskan ’77—’78 (L) Tiskusýning undir stjórn Pálinu Jónmundsdóttur, þar sem sýndar eru helstu nýjungar i kvenfatatisk- unni. Kynnir Magnús Axels- son. Stjórn upptöku Egill • Eðvarðsson. 21.45 Gæfa eða gjörvileiki Bandariskur framhalds- myndaflokkur, byggður á sögu eftir Irvin Shaw. 9. þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Alþjóðatónlistarkeppni þýska sjónvarpsins 1977 (L) Tónlistarmenn frá Japan, Italiu, Bandarikjunum, Ungverjalandi og Brasiliu leika með sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Bayern. Stjórnandi Ernest Bour. Þýðandi og þulur Kristrún Þórðardóttir. (Eurovision — ARD) 23.35 Að kvöldi dags (L) Séra Gi'sli Kolbeins, sókarprestur i Stykkishólmi, flytur hug- vekju. 23.45 Dagskrárlok David Graham Phillips: SUSANNA LENOX Ján Helgasan ef þau gæf+u fyllstu sparsemi — það er að segja, ef ekk- ert þeirra veiktist né yrði atvinnulaust. ,,Með öðrum orð- um", sagði Etta, þegar hún hafði virt fyrir sér skranið, ,,með öðrum orðum: við verðum búin að borga þetta, þegar það dettur sundur og er ekki nothæft til annars en uppkveikju". v ,,Það er ekki um annað að velja", svaraði Súsanna. ,,En kannski, að eitthvert okkar fái betra starf". „Þú gætir það, ef þú ættir betri föt", sagði Etta. ,,En þú f ærð það ekki, meðan þú ert í svona görmum". ,,Ef ég ætti betri föt? Hvar?" „Þú fengir strax vinnu í einhverju verzlunarhúsinu. Þú gætir útvegað okkur báðum vinnu í einhverri karl- mannadeildinni. Þeir sækjast eftir að fá laglegar stúlk- ur, sem þó eru stöðu sinni vaxnar. En til hvers er að tala um slíkt. Þig vantar fötin. Afgreiðslustúlka í búð verður að vera prúðbúin að ofanverðu. Það er alveg sama um fótabúnaðinn og pilsið — afgreiðsluborðið hylur það. En hún verður að vera þokkaleg fyrir ofan mittið, þvi að annars er voðinn vís". Súsanna hafði oft gefið búðarstúlkunum sérstakan gaum. Nú skildi hún, hvers vegna það var oft engu likara en efri hlutinn væri af allt annarri manneskju en sá neðri. Hún hugsaði mjög um það, hvernig hún gæti orðið sér úti um sæmileg föt og búðarstarf. En hún komst brátt að raun um, að slíkt var vonlaust eins og málum var háttað. Hinn f íngerði fölvi var horf inn úr kinnum hennar og í þess stað voru þær orðnar glærar. Ávali líkamans var líka horfinn, og það var aðeins af því, að hún var svo fagursköpuð, að skortur og bágindi gátu ekki tært af henni allan yndisþokka hennar — að hún varðveitti enn dálítið af fyrri fegurð sinni. Hún var snotur enn, en þó ekki sú fegurðargyðja, sem hún hafði verið, þegar hún var hrakin brott úr þvi umhverfi, sem hún hafði verið upp alin í. Nokkrum vikum eftir brunann og alla þá niðurlæg- ingu, sem af honum leiddi, tók Ashbel að ástækja hana. 'í.íi Jil Hólasport — Sími 7-50-20 — Hólagarði — Breiðho/ti Bændur! - Hestamenn! Hvergi fjölbreyttara úrval af vörum í hestamennskuna — Hagkvæmt verð td.: Skeifur kr. 1895-3000 — Hóf- fjaðrir, amerískar/sænskar — Járningaráhöld, amerísk — Kambar kr. 560-650 — Lúsa- meðal kr. 480 — Hringamél kr. 3750-3910 - ísl. stangir, ryðfrítt stál — ísl. hnakkar með öllu kr. 85000 — Hnakktöskur úr leðri kr. 25000 — Hnakktösku- púðar kr. 9200 — Pískar kr. 1715, 1840, 2250 - Hófbjöllur (hálfbjöllur kr. 2100 og 1790 — Stallmúlar, léttir úr nylon kr. 1770 - Leðurstallmúlar kr. 6000 — o. fl. o. fl. Póstsendum — Sími 7-50-20 HÓLASPORT y<i Munið sö/uþjónustu okkar á hrossum — Sendið mynd og upplýsingar. Hann fór að stíga í vænginn við hana með öllum þeim álappaskap, sem honum var eiginlegur. En hún visaði honum hæversklega á bug. Þá hótaði hann að yfirgefa þær. Hún gerði ráð f yrir, að hann væri þó svo viti borinn, að hann sæi sér þann kost vænstan að vera kyrr. Honum var það sjálf um f yrir beztu. Hún minntist því ekki á þetta við Ettu, sem varð þess vegna meira en lítið undrandi, þegar Ashbel gaf þeim til kynna eitt kvöldið, hvað honum bjó i brjósti. „Ég tek dótið mitt. Ég er að fara", sagði hann. Ég hef útvegað mér húsaskjól, þar sem mér verður ekki mis- boðið". Hann leit heiftaraugum á Súsönnu. Hann fór inn í herbergið sitt og kom aftur að vörmu spori með eigur sínar. „Verið þið sælar", sagði hann, gekk löngum skref um til dyra og var allur á bak og burt. Klukkustund síðar voru þær líka farnar, því að hús- móðirin krækti strax í tvo leigjendur, sem vildu vistast þarna. Þær f luttu nú til konu, sem kölluð var f rú Cassatt, og tóku á leigu hjá henni hálft herbergi og óhreint og daunillt rúm. í hinum helmingi herbergisins voru tvö önnur óhrein og daunill rúm. Meira komst þar ekki f yrir. Kata, sextán ára gömul dóttir húsmóðurinnar, svaf i öðru rúminu— Danni, f jórtán ára gamall sonur hennar, i hinu. Fyrir gistinguna í þessari nýju vistarveru og rétt til þess að elda mat á eldavél Cassattsfólksins áttu þær að borga þrjá og hálfan dal á viku. Þá höfðu þær*aflögu f jóra og hálfan dal. Af því áttu þær að fæða sig og klæða — og tileinka sér þá sparsemi í meðferð f jármuna, sem efnamennirnir þreytast aldrei á að brýna fyrir fátæku fólki. 21. kaflí Það mátti nú heita, að stúlkurnar gengju með allar eigur sínar i vösunum: tannbursta, sápustykki og fáeina aura, sem þær áttu eftir af kaupi sínu. Þetta allt geymdu þær i vasanum á eina pilsinu, sem þær áttu hvor um sig — dökkbláum pilsum, karbættum og þvældum. Aðrar flíkur, sem þær áttu, voru tvö gömul og lasleg sokka- bandabelti, sem þær höfðu keypt á útsölu á f jörutíu og níu sent, grá ullarnærföt, tvennir sokkar, sem kostað höfðu fimmtán sent, Súsönnu svartir, Ettu brúnir, hatt- ar, sem kostað höfðu tuttugu og fimm sent, annar skreyttur með bláu bandi, hinn með fölnuðum gervirós- um, tvennir slitnir og sprungnir skór með uppurguðum hælum. Og dökkbláar, blettóttar treyjur, sem hnapparn- ir voru dottnir af — einn af treygju Súsönnu, þrír af treyju Ettu, auk þess sem hún var bætt í hægri handar- krikanum. Hólasport — Sportvöruverzlun allra landsmanna „Svona okkar á milli...hvers vegna skapaðir þú hafragraut?” ÐENNi DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.