Tíminn - 11.12.1977, Blaðsíða 36

Tíminn - 11.12.1977, Blaðsíða 36
36 Sunnudagur 11. desember 1977 HVAÐAN ÆTTI GJALDEYRIRINN AÐ KOMA OG HVERNIG ÆTLI VERÐLAGIÐ YRÐI? Mikiö er rætt og ritaö um af- komu þjóöarinnar og væri ekki nema gott um þaö aö segja, ef þetta yröi almenn umræöa, en ekki ofstækisfullur áróöur, þeirra manna sem litla grein gera sér fyrir eftirköstum, rök- styöja mál sitt meö einhliöa af- stööu, en viljandi gleyma grundvallarstaöreyndum. Þar hefur landbúnaöur oröiö fyrir hvaö mestum ómaklegum árásum kannski hafa milliliöir verzlunar, heildsalar, komiö auga á hagnaöarvon i innflutn- ingi landbúnaöarafuröa. En til þess aö tryggja framgang máls- ins, þá veröur aö undirbúa jarö- veginn meö þvi aö leggja niöur landbúnaö. Þá er hægt aö selja þær innfluttu landbúnaöarvörur á svo háu veröi sem þeim þókn- ast, þar sem ekkert annaö væri aö hafa. Þá yröu þær og einnig munaöarvara sem almenningur ekki gæti keypt. Hvar ætti aö taka gjaldeyri fyririnnflutningi þessara vara? Kannski meö nýjum lántökum erlendis, er ekki nóg óráösia i þeim efnum? Hvaöa þjóö, sem vill telja sig til menningarþjóöa, lætur sér þaö til hugar koma aö skeröa afkomumöguleika land- búnaöar sins? Er nokkur heilbrigöur maöur svo viöutan aö gleyma þvi hversu nauösynlegt þaö er hverjum og einum, aö vel sé fyrir þvi séö aö fæöuöflun sé þannig fyrir komiö aö ei stefni til óráös. Ég hygg aö óviöa finn- ist, aö minnsta kosti meöal ná- grannaþjóöa okkar, svo mikil skammsýni i hugsun hvaö þá aö menn láti sér um munn fara bæöi i ræöu og riti aöra eins fjarstæöu og leggja niöur land- búnaö en i staöinn aö flytja inn landbúnaöarvörur. Er gjaldeyrisstaöa þjóöarinn- ar á þvi stigi aö viö getum leyft okkur slikan hugsunarhátt? Ekki ber þviaö neita aö betur mætti aö málum standa i þess- um efnum en raun ber vitni, en er þaö eitthvaö sem viö getum einvöröungu skrifaö á kostnaö landbúnaöarins, væri ekki rétt- ara aö hyggja aö hinum raun- verulegu orsökum hvernig kom- iö er? Dettur kannski einhverjum i hug aö leggja árar i bát og hætta viö sjávarútveg þótt reiknings- lega sé þvi haldiö fram aö hann beri sig ekki? Þaö held ég ekki. Það vill nú svo til aö viö búum viö einhver beztu fiskimið i heimiog svo viröist aö viö fáum aö sitja einir aö stórri fiskveiöi- lögsögu, eigum góö fiskiskip, einhverja beztu og ötulustu fiskimenn sepi um getur, afla- brögö yfirleitt góö og hagstætt verö á fiskafurðum. Þó tdcst okkur aö koma málum þannig fyrir að almenningur veröur aö greiöa meö sjávarútvegi, mest i formi gengisfellinga, þrátt fyrir lægra kaup en gerist hjá ná- grannaþjóöum okkar til þess fólks, sem aö úrvinnslu starfar. Hve.rnig væri nú aö almenn- ingur færi aö gera sér grein fyr- ir þvi hver hin raunverulega or- sök þessa ástands er, þvi ekki að hugsa sjálf? Ver ekki þjóöin stórum hluta tekna sinna í aö mennta sig, til hvers? Ef ekki þess, aö geta betur beitt hugsun sinni viö aö ráöa fram út vanda- málum daglegs lifs, en ekki aö látafáeina einstaklinga umsnúa staöreyndum á kostnaö þeirra sem vinna aröbær störf og standa undir velferö þjóöarinn- ar. Vill almenningur nú ekki fara aö reyna aö beita sinni eigin hugsun um þau mál sem sköp- um ráöa i framgangi daglegs lifs? "■ Rvik. 25.nóv. 1977 Haraidur Karlsson AÐ LOKNU IÐNKYNN - INGARÁRI lesendur segja Benzínskattur og verðbólga Láti ég hugann reika yfir liöiö ár veröur mér á aö staldra viö ýmsa hluti og athuga hvernig saman fara orö og athafnir þeirra visu manna sem valizt hafa tíl aö stjórna landi og þjóö. Eins og aö likum lætur hefur sumttekizt vel, annaö miöur, og er ég ekki dómbær um þaö hvaöa eftirmæli áriö fær sem heild i annálum sögunnar. Þaö á timinn eftir aö leiöa i ljós. Einn er þó sá hlutur sem ég held aöeigieftiraömarka dýpri spor en menn gera sér grein fyrir i dag, en þaö er árás verö- lagsyfirvalda á stéttir iönaöar- manna og átti ég sizt von á þvi aö okkur yröi færö sú gjöf á iön- kynningarári. Þaö er nú svo aö maöur freistast til aö halda aö athafnir fylgi oröum, þegar blásiö er i lúöra og bumbur baröar, stigiö á stokk og heit- stengingarfram færöar aö forn- um siö. Nú skal risiö ur ösku- stónni og kolbltarnir látnir sýna hvaö i þeim býr, en þó meö einu skilyröi: undirstööugrein alls iönaöar skal haldiö niöri hvaö sem þaö kostar, þar má engin framþróuneiga sérstaö, annars er voöi á feröum aö dómi verö- lagsyfirvalda og sjálfsagt ann- arra ráöamanna einnig. Til skamms tima og e.t.v. enn áriö 1977 hafa ráöamenn þjóðarinnar taliö sér sæma aö lita á iönaö sem tvær aöskildar greinar, aöra alls góös maklega sem sjálfsagt sé aö hlynna aö, a.m.k.ioröiogaö nokkru leyti á borði, meöalannars meö niöur- fellingu tolla og litils háttar fyrirgreiðslu á öörum sviöum. Þaö eru þær greinar iönaöar sem bera heitiö framleiösluiön- aöur. En svo er önnur tegund iönaöar, sem nefnist á finu máli þjónustuiðnaöur. Sú tegund iön- aöar á ekki aldeilis uppá pall- boröiö hjá þeim visu landsfeör- um og eöa staögenglum þeirra ’ og ráögefendum I stjórnarstofn- unum.sem um þessi mál fjalla. Þaö er furöuleg fáfræöi sem kemur fram hjá þeim mönnum sem halda þvi fram f fullri al- vöru bæöi i oröum og athöfnum, aö málmiönaöur og bygginga- iönaöur séu eins konar sníkju- dýr á þjóöarlikamanum, þaö sé eölilegt og sjáifsagt aö skammta þeim svo nauman skerf meö úreltum og röngum aögeröum i verðlags- og skatta- málum, aö þeim sé nánast gert ókleift aö starfa, hvaö þá aö býggja upp lifvænleg atvinnu- tæki, sem þó eru aö dómi þeirra, sem eitthvaö hugsa um framtið landsins, þær greinar, sem hafa hvaö mesta möguleika til aö taka viö stórum hluta þess fólks, sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. En til þess aö svo geti oröiö hlýtur aö veröa aö koma til stefnubreyting valdhafa og þó einkum verðlagsyfirvalda frá þvi sem nú er. 1 öllum iönvædd- um þjóöfélögum er málmiön- aöur talinn undirstaöa annarra greina iönaöar, bæöi viö upp- byggingu, viöhald og nýsmiöi véla og annan búnaö sem verk- smiöjuiðnaö varöa. Á Noröur- löndum, sem viö sækjum mest til af fyrirmyndum á ýmsum sviöum, er nú svo komiö aö þar er unniö að löggjöf, a.m.k. bæöi i Noregi og Sviþjóö til aö efla málmiönaö, svo hann geti oröiö þungamiöja atvinnulifs þessara landa. Á sama tima gerist þaö á Islandi aö málmiönaöur er neyddur tii aö heyja opinbert stríö viö verölagsyf irvöld til aö halda liftórunni, hvaö þá aö skilningur sé fyrir hendi til aö hann fái tækifæri til aö efla og bæta aðstööu sina til átaka fyrir betri lifskjörum starfsmanna sinna og um leiö þjóöfélagsins i heild. Undanfarin 6 ár hef ég veriö i nánu samstarfi viö starfsbræö- ur mina á hinum Noröurlönd- unum sem meölimur i stjórn Norðurlandasambands blikk- smiöameistara og núverandi forseti þess. Ég verö aö segj a aö þaö er ekki létt verk aö útskýra fyrir þeim hvemig þessum mál- um er háttaö hér, ég held helzt aö þeir áliti mig eins konar skáldsöguhöfund þegar ég er aö lýsa fyrir þeim raunveruleikan- um hér, en þeir sem taka mig alvarlega spyrja: Vita stjórn- málamenn á Islandi ekkert um málmiðnaö eöa hafa þeir enga ráögjafa, sem þekkingu hafa á þessum málum? Ég játa aö mér veröur svara fátt viö slikum spurningum, en vona fastlega aö verölagsyfirvöld hafi vitkazt örlitiö áöur en ég tek á móti „kollegum” minum frá hinum Noröurlöndunum hér heima sumariö 1979. Sveinn A. Sæmundsson Nýlega barst stefnuræða for- sætisráöherra til almennings á öldum ljósvakans og siöan birtist hún i Timanum 4. nóv. Þar gefur á aö lita hvaö rikisstjórn tslands hyggstgera eöa láta gera á næstu mánuöum, og einnig er vikiö aö verkum hennar undangengin ár, o.fl. Eitt helzta viöfangsefni stjórnarinnar er veröbólgan, og segir ráöherrann, aö hún hafi minnkaö um nær helming á sein- ustu tveim árum. Ég held nú reyndar, aö veröbólgan hafi alltaf veriö aö aukast.þótthún hafi ekki vaxið eins hratt seinustu árin eins ogþegar hún hefurmagnazt mest áður. Hún vex bara misjafnlega hratt. Þaö er liklega meö verö- bólguna eins og aörar bólgur, aö eftir þvi sem hún veröur meiri, eftir þvi veröur hún hættulegri. Það er vist timi tíl kominn aö leita lækninga á meinsemdinni. Bæöi þessi rikisstjórn og sú næsta á undan ætluöu aö leita ráöa tíl aö stööva þessa þróun eöa a.m.k. hægja verulega á henni, en þeim hefur ekki tekizt þaö. Enda virö- ist verkalýösforystan, og jafnvel fleiri öfl innan þjóöfélagsins, vera oröin svo sterk, aö sjálf rikis- stjórnin fær kannski ekki ráöiö gangi mála. Verkfalladellan viröist ganga út i öfgar, svo aö til stórvandræöa horfir. Hagsmunasamtök stétt- anna krefjast hækkunar launa og ýmissa friöinda og hefja siöan verkfall. Siöan er samiö þegar allir eru orðnir leiöir á verkfall- inu og þaö búiö aö valda óþægind- um og efnahagslegu tjóni, ekki sizt hjá þeim, sem hvergi koma nærri. Þá fer næsti hópur af stað og telur sig bera skaröan hlut frá boröi. Loks er samiö viö hann um betri kjör en hinn fékk. Þá kemur þriöji hópurinn, og svona getur þaö gengiö, jafnvel mestallt áriö. I kjölfariö koma svo nýjar hækk- anir á þjónustu og vörum. Þær hækkanir eru kannski lika aö koma allt áriö. Þannig veltur þetta áframánupphafseöa endis. Arangurinn er aukin veröbólga. Til er þó a.m.k. ein stétt sem stendur utan viö þetta verkfalla- kapphlaup. Þaö eru bændurnir, en þeir eru lika lang-tekjulægsta vinnandi stétt landsins. Hér er ekki ætlunin aö skella skuldinni á neinn sérstakan aöila fremuren annan, heldur i grófum dráttum lýsa hvernig veröbólgu- hjóliö velturáfram. Vixlhækkanir verölags og kaupgjalds er þaö kallaö. Og úr þvi aö þetta er orðiö svona, viröastallir veröa aö vera meö, annars veröa þeir undir. Þaö sýnir dæmiö úm bændur. Væri annars ekki hollt fyrir for- ystumenn hinna ýmsu hags- munahópa aö hugleiöa í einlægni hve mikinn þátt þeir eiga i aö magna veröbólguna og hvort ekki er timi til kominn aö hægja á kjarabótahlaupinu eða hvaö menn vilja kalla þaö? Væri nú ekki ráö aö forystumenn hinna ýmsu hagsmunahópa og rikis- stjórnin ræddust viö i einlægni og tækju höndum saman um aö stööva hina ógnvekjandi verö- bólguþróun og skuldasöfnun erlendis? Eöa vilja þeir heldur, hver fyrir sig, þjösnast áfram, á kostnaö lands og þjóöar, og kæra sig kollótta um hvort sjálfstæöi islenzku þjóðarinnar helzt áfram eða liöur undir lok? Forsætisráöherrann boöar i stefnuræöu sinni, aö dregiö verði úr opinberum framkvæmdum. Þrátt fyrir þann samdrátt sé gert ráö fyrir aukningu vegageröar, enda sé brýn nauösyn á aö draga úr viöháldskostnaði vega, spara eldsneyti og hagnýta betur farar- tæki. Nauðsynlegt sé að hækka benzingjaldið Vi'st er svo, aö hinir slæmu veg- ir dreifbýlisins fara illa meö bila ogauka eyðsluþeirraá benziniog olium.svoog viöhald. Hins vegar þarf ekki aö hækka benzinið tfl aö afla fjár til vegageröar ef aöeins benzinskatturinn fengi aö renna óskiptur til vegagerðar. Ætli þeir ágætu ráöamenn, sem sifellt eru aö auka álögur á benziniö, hafi hugleitt á hverja þessi skattur leggst þyngst? Hvort hann dreifist sanngjarn- lega niöurá þegna þjóöfélagsins? Ætli þaö sé ekki nokkur misbrest- ur á þvi? Dreifbýlisfólkiö, sem i flestum tilfellum býr viö fremur slæma vegi eöa/og óöruggar samgöngur þegarsnjórkemur, þaö veröur aö nota bilana mikiö. Fara á þeim i kaupstaöi i verzlunarerindum, til læknis, til aö borga skattana (þaö á vist aö gerast mánaöarlega), greiöa raforkureikninga o.s.frv., oft um langan veg. Einnig til að fara á samkomur i félagsheimfliö sitt og svo ótal snúninga, sem ekki veröur hjá komizt. Hér á ég viö ibúa sveitanna og fleiri. Billinn er nauðsynlegur og fólkið er háð honum. Viö þetta bætist svo flutnings- kostnaöur á öllum nauðsynjum, i mörgum tilféllum frá Reykjavik, sem hækkar vanalega i kjölfar benzinhækkana, og stuölar aö þvi aö vörur séu dýrari úti á lands- byggöinni en á höfuöborgarsvæð- inu. Þéttbýlisbúar hins vegar geta sparaö bilanotkun, t.d. með þvi aö ganga spöleöa nota strætisvagna. Auk þess sem vegalengdir eru langtum minni hjá þeim og vegir mjög góöir (malbikaöir). Þannig leggst benzingjaldiö langtum þyngra á fólkið i dreifbýlinu, einkum sveitunum, heldur en t.d. Reykvikinga, og eykur verulega á þarin mismun, sem sýnist þó nægur fyrir. Sem dæmi um mismun eftir búsetu nægir aö minna á, hversu miklu meira bilar slitna á ósléttu vegunum i sveitunum og viöhald- iö veröur meira en á þeim bilum, sem ekiö er eftir malbikuöum götum. Ég hef hér aöeins rætt um benzfngjaldið, en sem kunnugt er hækkar þungaskattur disilbif- reiöa oftast til samræmis. Benzingjaldiö stuölar þannig aö þvi aö fæla fólkiö úr sveitum landsins. Þaö stuölar einnig aö þvi aö auka verðbólguna, og gætir áhrifa i þá átt i hvert skipti sem benzinið hækkar. 9.11.1977 Rósmundur G. Ingvarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.