Tíminn - 11.12.1977, Blaðsíða 32

Tíminn - 11.12.1977, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 11. desember 1977 Anthon Mohr: Árni og Berit barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku hlutverk og hóf nú starf sitt sem njósna- og vikingaskip á skipaleið- um við Austur-Asiu. Þeir höfðu yfirleitt verið heppnir i starfi sinu, séð frá þeirra sjónarmiði, og var það mest þvi að þakka, hve skipið var hraðskreytt. Það fór 19 sjómílur á klukkustund. Frá þvi i september höfðu þeir söWct ekki færri en 23 kaupskipum. Mest á siglingaleiðum kringum Japan. En sið- ustu vikurnar höfðu japanskir tundurspillar hafið skipulega leit að þessu hættulega „vik- ingaskipi” allt i kring- um Japanseyjar, og neytt njósnaskipið til að halda norður i haf. Fyrir nokkrum dögum lá Seeadler við eina af Kúrileyjunum. 1 rökkur- byrjun einn daginn réðst allt I einu á það japansk- ur tundurspillir. í skjóli næturinnar og vegna hraða sins tókst Seeadl- er að sleppa undan, en japanski tundurspillir- inn hafði þó skotið á þá nokkrum sinnum, og ein kúlan hafði farið i gegn- um vatnsgeymi skips- ins. Þess vegna hafði skipstjórinn brotizt inn til Ajan til að fá gert við geyminn og fá hann fylltan af vatni. ,,Og hvert ætlið þið nú að halda? sagði Árni. ,,Það veit ég alls ekki”, svaraði vélstjór- inn. ,,En ég get þess til, að skipstjórinn reyni að forða sér út af venjúleg- um siglingaleiðum svo fljótt sem hann getur. Japanir þekkja nú skip- ið, og tundurspillirinn hefur vafalaust beðið um aðstoð. Nú veltur á þvi, að við komumst óséðir út á haf, þvi að við erum glataðir, ef við lendum i reglulegri sjó- orustu. Skipið er ekki brynvarið eins og her- skip, og fallbyssumar eru litlar og draga skammt”. Þetta voru ekki góðar fréttir. Árna var það strax ljóst, að nú höfðu þau aftur glatað frelsi sinu, einmitt þegar þau héldu, að þau væru sloppin við það versta. Hér i þessu „vikinga- skipi” voru þau eins og i rottugildru, tilvalið her- fang fyrir hvaða óvina- herskip sem rækist á skipið. Árni fór nú að sjá eft- ir, hve þau voru fljót á sér i Ajan, að flana út i þetta ókunna skip. Lik- lega var bezt að segja Berit ekkert um þetta fyrst um sinn. Hún hafði orðið fyrir svo miklum vonbrigðum siðustu mánuðina og lent i margskonar erfiðleik- um. Hún hafði lika verið svo vonglöð, er þeim tókst að komast I þetta skip. Ennþá gat líka allt farið vel. 6. Og lánið var með þeim. Er skipið hafði brunað áfram i rúman sólarhring með fullum hraða I austurátt, fór það fyrir suðurodda Kamtsjaka-skagans, og hafði ekkert skip hitt á þessari leið.Skipstjórinn sigldi enn I austurátt nokkur dægur og beygði svo suður i Kyrrahafið. Jafnframt hægði skip- stjórinn mjög ferðina, þvi að nú reið mest á að spara kolin. Siðast hafði skipið fyllt kolageymsl- ur sinar úr skipi, sem þeir sökktu. Ekki var liklegt að þeir fengju slikt tækifæri aftur. Það gat eins vel komið fyrir, að einhver ræki þá i bát- ana, tæmdi þeirra kola- geymslur og sökkti svo skipinu. 1 Okotska hafinu hafði verið helkuldi og oft vont i sjóinn. Berit varð þvi sárfegin, er stefnan var tekin i suðurátt. Er þau höfðu siglt þannig i nokkra daga, fór veðráttan að hlýna. Loð- feldunum höfðu systkin- in fleygt af sér fyrir nokkru, og nú fækkuðu þau hlýju Siberiufötun- um daglega. Það var eins og létt væri þungu fargi af þeim Árna og Berit, erþau gátu losnað úr vetrarklæðnaðinum. Þeim var lika þörf á einhverju, sem létti þeim lifskjörin, þvi að á þessu „striðsskipi” var litil gleði. Þar rikti járn- agi þýzka hersins. Hver dagurinn var öðrum lik- ur, og hver maður hafði sinum skyldustörfum að gegna. Jafnvel á aðfanga- dagskvöldið var engu breytt. Þar var hvorki jólatré né jólasálmar, og enginn hátiðarmátur. Ekkert heyrðist nema ströng skipunarorð á þýzku, og svo var þessi óþægilega æsing, sem alltaf lá i loftinu. Skyldu þau sleppa undan Japönunum. Þótt Árni hefði aldrei beinlinis sagt Berit, hvernig ferð- ' um skipsins væri háttað, þá hafði hún fyrir löngu gert sér þess grein, hverskonar skip þetta var. Dagamir liðu og ekk- ert skeði. Hafið var alveg ,,dautt”. Hvergi sást skip eða siglutré á skipi. Þannig var haldið áfram daga og vikur. Nyrzt I Kyrrahafinu er alltaf litið um skipaferð- ir, jafnvel þótt friðar- timar séu. Skipstjórinn leitaði á þessar slóðir, bæði til að leika á Japani og lika til að hvila áhöfn skipsins, eftir mikið erfiði og taugaæsandi stundir liðnar vikur. Alltaf var stefnan i suðurátt, en þó var siglt i einlægum beygjum og krókum. Á neðra þilfari var komið fyrir stóru korti af Kyrrahafinu og þar var stefna skipsins mörkuð daglega. Leit þá siglingalinan út eins og „siksak-saumur” (krákustigur). Stefnan 'lá sem næst 180. lengdarbaug og var skipið ýmist austan eða vestan baugsins. En við þessar hreyfingar skips- ins, þar sem það var ýmist að austan eða vestan við þennan lengdarbaug, kom upp mikið vandamál. Það er, sem allir vita, al- þjóðavenja að breyta timatali við þennan lengdarbaug. — Það vill lika svo heppilega til að baugurinn liggur að mestu i úthafi — Kyrra- hafinu — frá Norður- heimskauti til Suður- heimskauts. öll skip, sem sigla yfir bauginn, frá austri til vesturs, láta þann vikudag og mánaðardag vera 48 klukkustundir, en þau skip, sem sigla frá vestri til austurs hlaupa yfir einn vikudag og mánaðardag. Þetta varð mesta vandamál á njósnar- skipinu „Seeadler”. Á einni viku fór skipið 5 til 6 sinnum yfir lengdar- bauginn, þar sem það sigldi stöðugt i kráku- stig, og voru þá fáir af skipshöfninni, sem vissu i raun og veru hvaða dagur vár. 7. Það skipti heldur ekki miklu, hver dagur var. Þeir voru allir eins. Mest gaman þótti Árna að skoða siglingakortið, og athuga, hvernig þau nálguðust stöðugt Haw- aii-eyjarnar. — Það var á Hawaii, eða nánar til- tekið i borginni Honululu á Oahueeyju, sem Kristján frændi átti heima. Skipstjórinn hafði sagt, að þau syst- kinin yrðu sett á land i fyrstu höfn, sem skipið kæmi i. Ef hann kæmi nú fyrst til Honolulu, eða einhverrar annarrar hafnar i Hawaii-eyjun- um. Hvilik heppni væri það! Eftirvænting Árna óx stöðugt eftir þvi, sem sunnar dró. Ætti hann að tala við skipstjórann og s-egja honum hvers vegna þeim væri það svo kær t að vera skilin eftir á einhverri af þessum eyj- um. Árni hugsaði mikið um þetta. Skipstjórinn hafði aldrei vikið einu orði að þeim Árna og Berit, siðan á Þorláks- messumorgun, er þau fundust i skipinu. Þe§si dumbrauði stór- bokki;- var ekki einn þeirra manna, sem manni er ljúft að bera upp við óskir sínar. — Nei, það var vist bezt að biða með þetta, þar til þau kæmu nær eyjunum. En eitt kvöldið, þegar Árni kom upp á þilfar, sá hann lengst i suðaust- ur ljós, sem lifnaði og slökknaði á vixl. Það gat enginn vafi leikið á þvi. — Þetta hlaut að vera vitinn á Midway-eyju, (miðleiðar-eyju), vest- ustu eyjar af Hawaii- eyjum. Vélstjórinn sam- þykkti þessa tilgátu Árna. Þetta var ein af Hawaii-eyjum, sem flsruns AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 Hestamenn íslenzk, ensk og þýzk reiðtygi Triumph reiðtygi - Hawkins reiðstígvél - Kieffer leðurvörur Pytsley reiðföt og hjálmar Civity reiðjakkar NÆG BÍLASTÆÐI - PÓSTSENDUM Þeir sem velja vandað ve/ja vörurnar i ’ASTUnD AUSTURVERI Bóka & sportvöruverz/un Háaleitisbraut 68 Simi 8 42 40

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.