Tíminn - 16.12.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.12.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagurinn 16. desember 1977 CARTER: Lausn mála Falestínuaraba aðkallandi Washington/ Reuter. Carter Bandarikjaforseti sagöi í gær að varanlegs friðar væri ekki að vænta í Mið- austurlöndum án þess að tekið væri á málum Palestínuaraba. Ummæli þessi viðhafði forsetinn á blaðamannafundi. Carter sagðist hafa náið samband við alla leiðtoga í Mið- austurlöndum/ þó einkum Anwar Sadat Egyptalands- forseta sem hann kveðst ræða viðnokkrum sinnum í viku. Carter kvaðst ekki hafa í hyggju að setja Aröbum og Israelsmönn- um nein skilyrði. Allt sem þessir aðilar sættu sig við gætu Bandaríkjamenn einnig gert sér að góðu# en þeir myndu áfram leitast við að styðja við bakið á deiluaðilum. Carter bætti viö aö ef Sadat hafnaöi tillögum Begins myndi hann ekki hika viö aö segja israelska forsætisráöherranum aö meiri tilskakanir þyrfti aö gera. Carter sagöi aö fundur sinn meö Begin myndi vafalaust veröa drjúgur skerfur til þróunar mála i Miöausturlöndum. Forsetinn kvaöst ekki vita hvaö Begin heföi fram aö færa en hann væri þess fullviss aö hann heföi ekki lagt langa og erfiða ferð á sig án þess aö til þess bæri brýnt erindi. Carter hóf blaðamannafundinn meö umræðu um mannréttindi sem hann kvaðst munu verja ákaft og færa skoöanir sinar á mannréttindum i tal viö iranska og pólska ráöamenn en hann fer i opinbera heimsókn til Irans og Póllands 29. desember. EYSTEINN JÓNSSON er ræöu og rítgerðasafn Eysteins Jónssonar 11oíuikIui'íiiii var ráðhrrra tæpan holming þossa tiiua alían timann hrl/.ti förystu- niaðiir ua'slslærsta sljnrnmálaflnkksins ng oinn al áhrifamostu stjnrnmálamönnum laiulsins. I>nk lians or þvi okki aðoius frum- lirimild iim sjnnarmið Framsnknarflnkksins. holilur rinnin nmissandi uppl>siiif'arit h\erj- um þeim sem \ 111 kyuna sér islen/ka sam- tiðarsiij'u. Siðustu árin lielur Kysteiun .Innssnn heljtað siu nátlúi •• v ernd njt útivistarmalum <>t* er hér einniii að fiuna synishurn af t'reinum sem liaiin lielur ritað um þau efni. Almenna Bókafélagiö Austurstræti 18, Bolholti 6, slmi 19707 slmi 32620 CHARMANT 1400 CC Árgerö 1978 E3AIHATSU DAIHATSU SÝNINGARBÍLL Varahluta- Á STAÐNUM er komin er fluttur inn milliliðalaust frá Japan er traustur bíll og viðgerðaþjónusta í sérflokki □AIHATSU umboðið h.f. Jimmy Carter LÍTILL ÁRANGUR — beðið eftir nýjum tillögum Begins Kairó/Reuter. Enginn verulegur árangur varö af viðræöum Egypta og israelsmanna I gær en sagt var að israelsmenn ihugi nú afstööu sina gagnvart vestur- bakka Jórdanár. Hörö afstaöa israelsmanna i þvi efni hefur hingaö til veriö helzti Þrándur i Götu friöarviðræönanna. Aö sögn framámanna i Bandarikjunum mun Menachem Begin gera grein fyrir nýjum hugmyndum sinum varöandi samkomulag milli Araba og ísraelsmanna á fundi i Washington I dag. Þátttakendur i viðræöunum i Kairó hafa ekki getaö ákveöið hvaöa mál skuli fyrst tekið á dag- skrá, umræður um friöinn, eöa vandamál Palestinumanna og önnur mál sem varöa yfirráö yfir landssvæöum. Sameiginleg nefnd ísraelsmanna og Egypta fjallar nú um þennan vanda. Ekki er búizt við frekari árangri af viöræðunum fyrir helgi, þvi samþykkt hefur veriö hlé á fundarhöldum fram á mánudag. A meðan hléiö stendur gefst Begin timi til aö ljúka viöræöum viö Carter og leggja fram nýjar tillögur. Portúgalsforseta vandi á höndum Lissabon/Reuter. Antonio Ramalho Eanes snéri i gær heim úr fjögurra daga heimsókn til Vestur-Þýskalands. Heima fyrir bíöur hans þaö verkefni aö finna lausn á pólitiskum vanda en horfurnar á, aö ný stjórn náist saman eru enn ekki miklar. For- setinn mun þegar snúa sér aö at- hugunum skýrslna sem formenn stjórnmálaflokkanna sömdu i fjarveru hans og fjalla um hugsanlegar leiöir út úr stjórn- málakreppunni. Sósialistar hafa nú tekiö upp óformlegar viðræöur við stjórnarandstöðuna i fyrsta skipti eftir aö Soares leiötogi þeirra sakaði andstæöinga sína á þingi um aö stofna til „skæru- hernaöar” i þinginu. Soares situr enn viö völd til bráðabirgöa en vantrauststillaga á stjórn hans var samþykkt meö 59 atkvæöa meirihluta i siöustu viku. í fyrradag ræddu sósialistar viö kommúnista og miödemókrata og I gær var búizt viö viöræöum milli sósialista og sósialdemókrata sem eru annar stærsti flokkur iandsins. Skýrslurnar sem færöar voru 1 '-etanum hafa ekki verib birtar e. fréttaskýrendur telja litlar likur á aö þar sé aö finna til- lögur um nýjan forsætisráðherra meö hreinan meirihluta aö baki sem gæti fengizt viö efnahags- vandann og önnur aðkallandi verkefni. Eanes forseti sagöi portúgölsk- um verkamönnum i Hamborg aö hann væri þess fullviss aö takast myndi aö finna lausn mála innan marka lýðræðisins. Taliö er að Eanes hafi styrkt stööu sina og aukiö möguleika á lausn mála meö ferð sinni til Vestur-Þýzka- lands en V-Þjóðverjar hafa stutt Portúgala fjárhagslega frá byltingunni 1974. Forsetinn neyöist til að leysa upp þing og boða til nýrra kosninga ef ný stjórn hefur ekki veriö myndub i ársbyrjun 1978. Kórónu heilags Stefáns skilaö Budapest/Reuter. Bandarikja- menn hafa ákveöiö aö skila kórónu heilags Stefáns til Ung- verja viö hátiölega athöfn i næsta mánuöi aö þvi er sagt var I gær, Kórónan er einn helzti þjóöardýr- gripur Ungverja. Hún er hiö mesta djásn, úr gulli og prýdd dýrm steinum. Sagan hermir, aö hana hafi fyrstur boriö heilagur Stefán, fyrsti konungur Ungverja og andlegur leiötogi, en siöan báru hana arftakar hans mann fram af manni ailt til 1916. Olíugróði Norðmanna Tekjur norska rikisins af oliu úr Noröursjónum munu nema 140 milljörðum norskra króna á timabiiinu frá 1978 til 1985. Sextiu milljaröa af þessum tekjum verö- ur aflaö á árunum 1978-1981 og áttatiu milljaröar króna koma inn frá 1982 til 1985. Þetta eru nýjustu tölur frá norska fjármálaráðu- neytinu. Stærsti hluti teknanna fram til 1985 kemur frá Ekofisk- svæöinu, en tekjur rikisins af Statfjordsvæöinu veröa ekki um- talsveröar fyrr en eftir 1985.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.